Morgunblaðið - 21.10.1997, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 B 3
ÍÞRÓTTIR
KNATTSPYRNA
Atli þjálfar
KRnæstu
tvö tímabil
Atli Eðvaldsson var í gær ráðinn
þjálfari KR-inga og gildir
samningur hans við félagið til næstu
tveggja ára. Atli tekur við þjálfun
meistaraflokks af Haraldi Haralds-
syni, sem tók við liðinu á miðju sumri
af Lúkasi Kostic, sem var sagt upp
störfum. Atli verður einnig áfram
þjálfari íslenska ungmennaliðsins,
21 árs og yngri.
Björgólfur Guðmundsson, for-
maður knattspyrnudeildar KR, sagð-
ist á blaðamannafundi í gær vera
ánægður með að hafa fengið Atla
til starfa í Vesturbæinn. „Atli þekk-
ir félagið mjög vel, enda lék hann
með liðinu fyrir nokkrum árum. Það
má því segja að hann sé nú kominn
heim aftur eftir að hafa þjálfað önn-
ur lið í sjö ár. Við væntum góðs
samstarfs við Atla. Eigum við ekki
að segja að nú séu að renna upp
nýir tímar hjá KR með ráðningu
hans,“ sagði Björgólfur.
Atli sagðist hlakka til að takast
á við verkefnið hjá KR. „Ég mun
reyna að byggja upp sterka liðsheild
og koma á ró í félaginu. Ég tel að
það sé nægur efniviður fyrir hjá KR
þannig að ekki þurfi að fara út fyr-
ir félagið til að við eignumst öflugt
lið. Ég þekki vel til hjá KR og veit
því að hveiju ég geng. Væntingarn-
ar eru miklar en ég er tilbúinn að
standa undir þeim. Eg tel raunhæft
að stefna að því að tryggja okkur
sæti í Evrópukeppninni, ef það tekst
ekki er eitthvað að,“ sagði Atli.
Björgólfur sagði að nú eftir að
þjálfari hefði verið ráðinn væri hægt
að ganga í haustverkin, þ.e.a.s.
ganga frá leikmannahópnum fyrir
næsta tímabil. Nokkrir leikmenn
hafa þegar yfirgefið félagið en form-
aðurinn sagðist vera stoltur af því
að leikmenn KR-inga væru eftirsótt-
ir. „Við vorum með stóran hóp í
sumar og það sér ekki högg á vatni
þó nokkrir hafi yfirgefið félagið. Við
sem erum í stjóm deildarinnar teljum
það hrós að við skulum vera með
leikmenn sem eru eftirsóttir annars
staðar. Það hlýtur að vera afskap-
lega leiðinlegt að vera í félagi þar
sem enginn hefur áhuga á leikmönn-
um þess. Það sýnir að við höfum
verið með mjög góða einstaklinga.
Við eigum ekki von á því að það
fari fleiri, en við samgleðjumst þeim
sem hafa farið á ný mið og óskum
þeim góðs gengis," sagði Björgólfur.
Hann sagði að stjórnin hefði verið
að vinna að ýmsum breytingum
varðandi uppbyggingu knattspyrn-
unnar hjá félaginu í heild sinni. „Fé-
lagið verður að geta boðið upp á
góða aðstöðu fyrir leikmenn og
áhorfendur. Við erum að endurskoða
allan rekstur deildarinnar og ýmis-
legt annað,“ sagði formaðurinn og
upplýsti að hagnaður hefði verið af
rekstrinum á yfirstandandi ári. Hann
sagði að margir leikmenn annarra
liða hefðu haft samband við KR og
sýnt áhuga á skipta yfir í Vesturbæ-
jarliðið. „Það hafa aldrei áður eins
margir leikmenn haft samband við
okkur að fyrra bragði. Þannig að
menn sjá að það er eftirsótt að leika
fyrir KR.“
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ATLI Eðvaldsson skrlfaði í gær undlr tveggja ára samning vlð KR-inga. Hér er hann ásamt
Björgólfl Guðmundssyni, formannl knattspyrnudeildar KR, á blaðamannafundl þar sem KR-ing-
ar tllkynntu um ráðnlngu Atla.
Páll ráðinn
þjálfari Leifturs
Páll Guðlaugsson, fyrrum lands-
liðsþjálfari Færeyinga og nú
þjálfari Götu í Færeyjum, skrifaði
á laugardaginn undir tveggja ára
samning sem þjálfari Leifturs frá
Ólafsfirði. Samningurinn tekur gildi
1. nóvember. Hann tekur við þjálfun
liðsins af Kristni Bjömssyni sem
verður þjálfari Vals næsta sumar.
Þorsteinn Þorvaldsson, formaður
knattspyrnudeildar Leifturs, sagð-
ist ánægður með nýja þjálfarann.
„Páll hefur mikla reynslu enda
fengist við knattspyrnuþjálfun í 19
ár og þjálfaði m.a. færeyska lands-
liðið í sjö ár. Við vomm með nokkra
þjálfara í sigtinu en niðurstaðan var
að prófa eitthvað nýtt með því að
ráða Pál. Hann mun hafa aðsetur
í Reykjavík í vetur enda flestir leik-
manna liðsins staddir þar yfir vetr-
armánuðina," sagði Þorsteinn.
Um leikmannamálin sagði hann:
„Við reiknum ekki með miklum
breytingum á leikmannahópnum
frá því sem var i sumar. Það er þó
ljóst að Ragnar Gíslason leikur ekki
með okkur vegna vinnu í Reykja-
vík. Eins er óvíst með Gunnar Má
Másson og Þorvald Makan, sem eru
með lausan samning," sagði for-
maðurinn.
Arnór frestadi krýn-
ingu meistaranna
Arnór Guðjohnsen skoraði sigur-
mark Orebro í 2:1 sigri á
Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni
í gærkvöldi og kom þar með í veg
fyrir að Halmstad gæti fagnað
meistaratitlinum í ár. Halmstad
náði forystunni í leiknum á 38.
mínútu með marki Ljungbergs en
Tjernström jafnaði fyrir Örebro
með marki beint úr aukaspyrnu
hálfri mínútu fyrir leikhlé. Halm-
stad sótti nær látlaust allan síðari
hálfleikinn, en án árangurs. Arnór
tók til sinna ráða, gerði sigurmark
Örebro á 73. mínútu og kom þann-
ig í veg fyrir að Halmstad yrði
meistari, altént frestaði því um sex
daga. Hann fékk boltann á miðri
vítateigslínu, snéri á einn leikmann
til að búa til pláss áður en hann
hamraði boltann í bláhornið vinstra
megin. Eftir sigurinn er Örebro í
3.-4. sæti ásamt Malmö FF þegar
ein umferð er eftir. En þessi tvö lið
beijast um þriðja sætið sem gefur
rétt til þátttöku í Evrópukeppninni
á næsta ári.
Halmstad hefði með sigri tryggt
sér meistaratitilinn því liðið hafði
fyrir leikinn eins stigs forskot á
Gautaborg sem tapaði óvænt fyrir
Trelleborg um helgina. Það ræðst
því ekki fyrr en um næstu helgi hvort
það.verður Gautaborg eða Halmstad
sem verður meistari - þökk sé Am-
óri. Halmstad mætir Ljungskile í síð-
ustu umferð og Gautaborg fær Hels-
ingborg í heimsókn. Örebro leikur
úti við Vesterás og Malmö FF við
AIK á heimavelli.
Það er einnig mikil spenna á botni
deildarinnar. Þegar ein umferð er
eftir er ekkert lið fallið en fjögur lið
beijast um að lenda ekki í tveimur
neðstu sætunum.
BADMINTON
Brynja og
Tryggvi
sigruðu
Tryggvi Nielsen, íslandsmeistari í
badminton, sigraði í einliðaleik
karla á fyrsta opna badmintonmótinu
í haust, en einliðaleiksmót TBR var
haldið í TBR húsinu nú um helgina.
Tryggvi byijaði á að sigra Njörð
Ludvigsson TBR 15:8 og 15:6 og þar
á eftir Guðmund Adolfsson TBR
15:6 og 15:13. Urslitaleikurinn var
mun erfiðari, en þá mætti hann Árna
Þór Hallgrímssyni TBR. Árni vann
fyrstu lotuna 15:7, en Tryggvi gafst
ekki upp og vann hinar tvær, 15:12
og 15:11. I keppni um þriðja sætið
sigraði Sveinn Sölvason TBR Guð-
mund Adolfsson TBR 15:8 og 15:14.
Brynja Pétursdóttir TBR sigraði
Rögnu Ingólfsdóttur TBR 11:6 og
11:3 í úrslitum í einliðaleik kvenna.
Áður hafði hún lagt Elsu Nielsen
TBR að velli 7:11, 11:2 og 11:8, og
þar áður Söru Jónsdóttur TBR, 6:11,
11:6 og 11:0. í keppni um þriðja
sæti vann Elsa Nielsen Söru Jóns-
dóttur TBR 11:7 og 11:9.
í A-flokki karla sigraði Helgi Jó-
hannesson TBR Geir Svanbjörnsson
TBR í úrslitum 15:3 og 15:8. í keppni
um þriðja sæti vann Pétur Hjálmtýs-
son TBR, Davíð Thor Guðmundsson
TBR 15:3 og 15:1.
í A flokki kvenna vann Eva Hrönn
Petersen Unni Ylfu Magnúsdóttur
TBR 3:11, 11:2 og 11:5.
Ikvöld
Körfuknattleikur
1. deild karla:
Ásgarður: Sjaman - Selfoss.20.30
HANDKNATTLEIKUR
Júlíus og félagar efstir
Okkur hefur gengið ágætlega
og eftir fimm leiki erum við
í efsta sæti deildarinnar með tíu
stig ásamt Pfadi Winterthur,“
sagði Júlíus Jónasson handknatt-
leiksmaður með svissneska félag-
inu St. Otmar í samtali við Morg-
unblaðið.
„Á laugardaginn lékum við
gegn BSW Bem og sigruðum
39:18 eftir að staðan hafði verið
17:8 í hálfleik. Þetta var ákaflega
i hraður leikur og eins og tölurnar
gefa til kynna var þetta frekar
létt.“
Júlíus sagðist hafa gert sjö
mörk í leiknum. Hann væri
ánægður með eigin frammistöðu
til þessa á leiktíðinni. Hann léki
mest á miðjunni og í hlutverki
skyttu hægra megin þar sem örv-
hent skytta liðsins hefði verið
meidd upp á síðkastið. Þá stæði
hann ætíð í vörninni. „Ég hef
verið að gera fjögur til átta mörk
í leik sem er ágætt.“
„Yfirhöfuð höfum við verið að
leika vel það sem af er og þá er
skiljanlega létt yfir hópnum, en
þetta var það sem stefnt var að
er lagt var af stað í haust. Vera
í toppbaráttunni."
IMasistagull gerir usla
St. Otmar er komið í 16 liða
úrslit í Evrópukeppni bikarhafa
og dróst gegn ísraelska liðinu Tel
Aviv Uni Sports og eiga Júlíus
og félagar heimaleikinn fyrst.
„Það hefur hins vegar ýmislegt
gengið á síðustu daga eftir að við
drógumst gegn þessu ísraelska
liði. Vegna þess að svissneskir
bankar tóku þátt í að geyma nas-
istagull í síðari heimsstyrjöldinni
ríkir mikið hatur í garð Svisslend-
inga í ísrael og því reyndu for-
ráðamenn St. Otmar að kaupa
útileikinn heim, en því var neitað.
Það síðasta sem gerðist í málinu
er að sendiráð Sviss í ísrael hefur
varað okkur við að ferðast til
landsins fleiri en þrír saman og
óskað hefur verið eftir því að við
gistum aðeins tveir til þrír saman
á hveiju hóteli. Þannig ríkir mikil
spenna fyrir þessa ferð,“ sagði
Júlíus.
„Við verðum hins vegar að vona
það besta þar sem við ætlum okk-
ur langt í Evrópukeppninni að
þessu sinni og vonandi slær þetta
okkur ekki út af laginu.“