Morgunblaðið - 21.10.1997, Side 4

Morgunblaðið - 21.10.1997, Side 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Einar Einarsson þjálfari Hauka eftirsigurá Njarðvíkingum í„Ljónagryfjunni“ „Alltaf góð tilfinning" Njarðvíkingar máttu játa sig sigraða í annað sinn í röð í Njarðvík á sunnudagskvöldið þegar þeir mættu Hafnar- fjarðarliði Hauka í Blöndal miklum baráttuleik. skrifar Njarðvíkingar töp- uðu fyrir KR-ingum á dögunum og eins og í þeim leik voru það illa ígrunduð skot á loka- mínútunum sem urðu þeim að falli. Lokatölur urðu 69:66 fyrir Hauka sem börðust vei og voru vel að sigr- inum komnir. I hálfleik var staðan 39:38 fyrir Njarðvík. Leikurinn bar keim af mikilli baráttu og þá sérstaklega í fyrri hálfleik og bæði lið voru komin með skotrétt áður en hálfleikurinn var hálfnaður. 14 villur voru dæmdar á Njarðvíkinga í fyrri hálfleik og 16 á Hauka sem segir sína sögu. Njarð- víkingar réðu lengstum ferðinni í fyrri hálfleik en til þess síðari komu Haukar mjög ákveðnir og áður en heimamenn vissu af voru þeir komn- ir 10 stigum undir, 59:49. Þeim tókst þó að jafna og komast yfir aftur 66:64 á lokamínútunum, en Haukarnir sögðu þá hingað og ekki lengra - þeir gerðu síðustu 5 stigin og var sigur þeirra sanngjarn. Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu á lokamínútunum þegar óreyndir leikmenn reyndu skot í stað þess að leika uppá reyndari og öruggari leikmenn. „Þetta var harður leikur þar sem bæði lið léku góða vörn og hann gat farið á hvorn veginn sem var. Eg er afar ósáttur við dómarana sem dæmdu allt of mikið og illa. Þeir hreinlega eyðilögðu leikinn,“ sagði Friðrik Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga. „Það er alltaf góð tilfinning að sigra Njarðvíkinga heima. Við hitt- um illa í fyrri hálfleik, en tókum okkur á í þeim síðari bæði í vörn og sókn og uppskárum eftir því,“ sagði Einar Einarsson þjálfari Hauka sem var að vonum ánægður með sigurinn. Teitur Örlygsson var yfirburða- maður í liði Njarðvíkinga. Hvar væri liðið án hans?! Aðrir náðu aldr- ei að sýna sínar betri hliðar. Hjá Haukum var Sherrick Simpson bestur ásamt Sigfúsi Gizurarsyni, Pétri og Jóni Arnari Ingvarssonum. Góðir sprettir dugðu gegn ÍR Tindastóll þurfti ekki neinn stjörnuleik til að sigra ÍR-inga í Seljaskóla með 22 stigamun, 66:88, á sunnudag- SkúliUnnar j™; gMjr sprettir Svemsson Sauðkrækmga skrifar dugðu fylhlega. Jafnt var í leikhléi 38:38, en gestirnir gerðu fyrstu tíu stigin eftir hlé og hélst sá munur meira og minna allt þar til á loka- sprettinum. Þegar sex mínútur voru eftir var staðan 66:73 en til loka gerðu heimamenn aðeins þrjú stig, Culver með þriggja stiga skoti, en leikmenn Tindastólls léku á als oddi og gerðu 19 stig. ÍR á greinilega erfiðan vetur fyrir höndum. Aðeins níu leikmenn mættu til leiks og breiddin því ekki mikil. Það endurspeglast einn- ig á vellinum því þar mæðir allt of mikið á tveimur mönnum, Eiríki Önundarsyni og Lawrence Culver, sem báðir áttu ágætan leik. Aðrir áttu þokkalega kafla en hurfu þess á milli. Guðni Einarsson, sem er góður varnarmaður, verður til dæmis að skjóta meira, eða altént að ógna meira þannig að hann haldi einum varnarmanni upptekn- um. Tindastólsmenn náði knettin- um 22 sinnum af ÍR en heimamenn aðeins 11 sinnum af Sauðkræking- um og þessar tölur segja mikið um gang leiksins. Norðanmenn gerðu það sem þeir þurftu. Voru slakir í fyrri hálfleik en komu síðan af fítonskrafti til þess síðari og var barátta þeirra til fyrirmyndar. Hún bar árangur og tíu stiga forskot hélst allt þar til í lokin að annar og ekki síðri kafli kom. Arnar Kárason var best- ur í liði UMFT, snöggur, fljótur og stöðugt á fullri ferð og hann stal knettinum oft í vörninni. Torr- ey John átti einnig ágætan dag og Sverrir Þór Sverrisson var sterkur. Spánveijinn José Maria Narang lét lítið fara fyrir sér framan af leik og sat mikið á bekknum, en hann sýndi undir lokin að hann getur ýmislegt. Miklar sveiflur Grindvíkingar unnu baráttuglaða Borgnesinga 91:85 í skemmti- legum en mjög sveiflukenndum leik í Borgarnesi á sunnudagskvöldið, Þó^öarson Þafr fm “J? ^ skrifar ust á um að hafa 10 til 15 stiga forystu. „Hann var sætur þessi, það er sko ekkert smá ljúft að vinna hér í Borg- arnesi," sagði Benedikt Guðmunds- son þjálfari Grindvíkinga eftir leik- inn. „Við vorum arfaslakir í upphafí og vorum varla með í byijun en um leið og við fórum að taka á og spila eins og við eigum að okkar fóru hlutimir að ganga,“ sagði Benedikt. „Fyrri hálfleikurinn var mjög góð- ur hjá okkur en síðan bytjuðum við mjög illa í þeim seinni, þó við næðum okkur aftur á strik undir lokin“, sagði Tómas Holton þjálfari og besti leikmaður Skallagríms í þessum leik. „Það sem réð úrslitum í leiknum var frammistaða erlenda leikmannsins hjá Grindvíkingum, við réðum hrein- lega ekkert við hann á tímabili c)g það var allt ofaní hjá honum. Eg er annars mjög ánægður með frammistöðu liðsins og tel að hún hefði nægt til að vinna mörg önnur lið.“ Liðin vom mjög jöfn fyrstu mín- útumar en síðan tóku heimamenn leikinn í sínar hendur. Liðið var sjálfsöryggið uppmálað og allt small saman í vörn og sókn. Liðsmenn Grindvíkinga virtust slegnir út af laginu um stund og heimamenn komust í 15 stiga forystu 34:19. Grindvíkingar tóku svo við sér og Gamalkunnir taktar Keflvíkingar sýndu gamalkunna takta þegar þeir mættu vest- urbæjarliði KR í Keflavík á laugar- dagskvöldið og þá Björn þiirfti varla að spyija Blöndal að leikslokum skrifar Heimamenn sigruðu ömgglega 105:87 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 49:47. Laugardagskvöld hafa ekki verið leikkvöld fyrr og var þetta gert í tilraunaskyni. Um 200 áhorfendur vom á leiknum sem telja verður slaka aðsókn miðað við að þarna vom tvö af bestu liðum deildarinnar að leika. Leikurinn var hvorki spennandi né skemmtilegur. Keflvíkingar vom greinilega ekki á þeim buxunum að tapa þriðja leiknum í röð á heima- velli og guldu KR-ingar þess að þessu sinni. Þeir vom raunar ákaflega slak- ir og náðu aldrei að ógna sigri Kefl- víkinga. Keflvíkingar tóku strax forystuna í leiknum og héldu henni allt til loka. Fyrri hálfleikur var þó nokkuð jafn og munurinn í hálfleik var aðeins 2 stig 49:47. í síðari hálfleik voru KR-ingar lengstum yfírspilaðir og þegar flautað var til leiksloka var munurinn 18 stig þó svo að varaliðið hefði leikið síðustu mínúturnar fyrir heimamenn. „Miðað við hvernig við lékum þá sýndu þessi úrslit muninn á liðunum. Við vorum áhugalausir og alla baráttu vantaði í mína menn að þessu sinni og því fór sem fór,“ sagði Hrannar Hólm, þjálfari KR. „Nú kannaðist ég við mína menn og liðið lék af eðlilegri getu og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Ég vona að við séum búnir að finna taktinn aftur,“ sagði Sigurður Ingimundar- son þjálfari Keflvíkinga. Þeir Dana Dingle, Falur Harðarson og Guðjón Skúlason voru bestir í liði Keflvíkinga og saman gerðu þeir fé- lagar 74 stig. Dana Dingle fellur mjög vel inn í leik liðsins. Hann er ekki mjög áberandi en eigi að síður ákaflega dijúgur, bæði í að ná frá- köstum og að skora. Kevin Tuchson og Óskar Kristjánsson voru bestir í liði KR. náðu með mikilli baráttu að minnka muninn í 6 stig 49:43 fýrir leikhlé. Grindvíkingar mættu síðan eins og grenjandi ljón til leiks eftir hlé og komust fljótlega yfír. Þeir juku hraðann og erlendi leikmaðurinn þeirra Darryl Jerome Wilson raðaði niður 3ja stiga körfunum og virtist óstöðvandi. Heimamenn komust þó aftur inn í leikinn undir lokin og voru óheppnir að komast ekki yfír á lokasekúndunum en aðeins 2 stig skildu er 12 sekúndur voru eftir. Heimamenn hittu ekki, brutu á Wil- son sem hitti úr báðum vítaskot- unum og gerði út um leikinn. Morgunblaöið/Ásdís LAWRENCE Culver í liði ÍR reynir hér að komast framhjá Hinrikf Gunnarssynf úr Tindastóli. Hraði og skemmtun er ÍA vann Val Leikur Skagamanna og Vals, þar sem þeir fyrrnefndu sigr- uðu 68:67, var fjörugur frá fyrstu mínútu til þeirrar 1 síðustu og var eng- 0ttesen mn svikinn af þvi skrifar að mæta og horfa á hann. Gestirnir byijuðu með miklum látum og voru greinilega staðráðnir í að gefa ekkert eftir í baráttunni. Það tók heimamenn nokkra stund að átta sig á látunum, en þegar það tókst náðu þeir undurtökunum og höfðu sjö stiga forystu í leikhléi. Ekki var síðari hálfleikurinn síð- ur spennandi. Valsmenn tóku strax til við að saxa á forskot heimamanna sem varð mest 11 stig og komust yfir þegar rúmar fimm mínútur voru eftir, 59:60. Síðustu mínúturnar voru æsi- spennandi þar sem bæði lið léku hratt og á köflum óagað, en þetta var mikil skemmtun fyrir áhorf- endur. Þegar tvær sekúndur voru eftir var staðan jöfn, 67:67, og brotið var á Degi Þórissyni. Hann hitti ekki úr fyrra skotinu en það síðara rataði rétta leið og tryggði þar með Skagamönnum eins stigs sigur því tíminn sem eftir var dugði Valsmönnum ekki. Sigurinn var nokkuð sanngjarn þegar á heildina er litið. Hjá heimamönnum var Damon John- son bestur en einnig létu þeir Sig- urður Elvar Þórólfsson og Dagur Þórisson mikið að sér kveða. Hjá yal var Warren Peebles bestir. Óskar Fr. Pétursson var öflugur í fyrri hálfleik en sást lítið í þeim síðari. Þessu var öfugt far- ið með Berg Emilsson, sem hafði sig lítið í frammi í fyrri hálfleik en stóð vel fyrir sínu eftir hlé. Oruggt hjá KFÍ gegn Þór Torfi Jóhannsson skrifar Isfirðingar höfðu tögl og hagldir í leiknum gegn Þór er liðin mættust á ísafírði á sunnudaginn. Gestirnir frá Akur- eyri börðust þó vel undir lokin, en allt kom fýrir ekki og KFÍ sigraði 87:70. ísfirðingarnir byrjuðu ótrúlega vel og gerðu fyrstu 16 stig leiks- ins. Heimamenn skiptu þá óreynd- ari mönnum inná og við það jafnaðist leikurinn. Staðan í hálf- leik var 54:36. Seinni hálfleikur var frekar bragðlaus, þó má segja að Þórsar- ar hafi reynt hvað þeir gátu með Jo Jo Chambers í fararbroddi en hann og Hafsteinn Lúðvíksson voru þeir sem héldu Þórsurum í baráttunni. David Bevis var besti maður ísfirðinga ýn annars áttu allir leik- menn KFÍ góðan leik. Þess má geta að vítanýting KFÍ manna var mjög góð, þeir hittu úr 21 skoti af 22. Það virðist sem KFÍ sé að gera góða hluti í deildinni og menn vestra geta verið ánægðir með lið sitt. Guðjón Þorsteinsson, liðsstjóri KFÍ orðaði það þannig: „Við erum komnir til að standa okkur“. .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.