Morgunblaðið - 21.10.1997, Page 5

Morgunblaðið - 21.10.1997, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 B 5 Reuters Öruggt hjá Bulls toóm FOLK ■ SIG URGANGA íslendingaliðs- ins í dönsku úrvalsdeildinni í körfu- knattleik heldur áfram. Um helgina lagði BK Odense lið BMS 100:96 og sagði Valur Ingimundarson þjálfari að allir leikir liðsins virtust þurfa að vera svona spennandi. ■ VALUR sagði að landinn hefði staðið sig vel. Kristinn Friðriksson gerði 21 stig, Valur var með 18, Henning Henningsson 7 og Pétur Vopni Sigurðsson 4, en hann átti stórleik í vörninni að sögn Vals og var valinn maður leiksins. ■ HERBERT Arnarsoa og félagar hans í MP Antwerpen í belgísku 1. deildinni lögðu Leuven 110:78 um helgina. Herbert gerði 15 stig í leiknum og sagði að sigurinn hefði verið öruggur þó svo aðeins munaði 9 stigum í leikhléi. „Við rúlluðum yfir þá í síðari hálfleik," sagði Her- bert, sem lék tæpar 30 mínútur. ■ GUÐMUNDUR Bragason og félagar hjá BCJ Hamburg í þýsku 2. deildinni, sigruðu Hannover 83:68 og eru í efsta sæti norðurrið- ilsins ásamt Oldenburg. Guðmund- ur var stigahæstur, gerði 20 stig og tók auk þess 12 fráköst. „Við vorum miklu betri og eftir að hafa náð 18 stiga forystu um miðjan síð- ari hálfleikinn setti þjálfarinn ungl- inga inná og þeir kláruðu leikinn," sagði Guðmundur. ■ BAYREUTH, liðið sem Jónatan Bow leikur með í þýsku 1. deild- inni, lagði um helgina Trier 74:58 og gerði Bow 4 stig í leiknum og tók 2 fráköst en hann lék í 13 mín- útur. Roney Eford lék í 27 mínút- ur, gerði 15 stig og tók 6 fráköst. ■ BOW og félagar töpuðu í vikunni fyrir Alba Berlin 90:63 og er liðið nú í næstneðsta sæti, hefur aðeins sigrað í tveimur leikjum. ■ RÓBERT Julian Duranona og samheijar hjá Eisenach sigruðu Patrek Jóhannesson og félaga í Essen 26:23 á útivelli á sunnudag- inn. Duranona skoraði 2 mörk. ■ PATREKUR var rekinn af leik- velli með rautt spjald á upphafsmín- útum leiksins. ■ ESSEN er í neðsta sæti þýsku 1. deildarinnar að loknum fimm umferðum með 2 stig ásamt Ham- eln sem Alfreð Gíslason þjálfar, en Hameln á leik til góða. ■ ÓLAFUR Stefánsson skoraði 4 mörk, þar af 2 út vítaköstum er Wuppertal gerði 21:21 jafntefli við Róbert Sighvatsson og samheija hans í Bayer Dormagen á heima- velli Wuppertal. Dagur Sigurðs- son gerði 3 mörk og Geir Sveinsson 1 mark fyrir heimamenn, en Róbert gerði 1 mark fyrir gestina. ■ KONRÁÐ Olavson skoraði eitt mark í 25:22 tapi Niederwurzbach á heimavelli fyrir Kiel, sem eitt liða hefur ekki tapað stigi. ■ FANNEY Rúnarsdóttir og lið hennar Tertnes sigraði Sjetne 38:28 á útivelli á sunnudaginn. Með sigrinum færðist Ternes upp í 7. sæti deildarinnar af 12 liðum. BANDARÍSKU meistararnir í körfuknattleik, Chicago Bulls, lentu ekki í teljandi vandræðum á hinu óopinbera heimsmeistara- móti félagsliða sem lauk í París um helgina. Chicago lék til úr- slita við Olympiakos frá Grikk- landi og sigraði 104:78. Mót þetta, sem kennt er við McDon- ald’s, hefur verið haldið í tíu ár og hafa bandarísk lið ávallt sigr- að. Michael Jordan fór fyrir sín- um mönnum og gerði 30 stig í leiknum, þar af 20 í fyrri hálf- leik. Denis Rodman og Scottie Pippen léku ekki með en Luc Longley reyndi að halda uppi merki Rodmans með þvi að taka ógrynni frákasta og Steve Kerr lék sem hægri hönd Jordans, en það hlutverk hefur Pippen oftast leikið. Arturas Karnishovas, sem var valinn besti leikmaður Evr- ópu á síðasta tímabili, gerði 19 stig fyrir Olympiakos og Dragan Tarlac 14. Á myndinni að ofan smeygir Michael Jordan sér framhjá Dragan Tarlac í liði Olympiakos, i úrslitaleiknum. SNOKER Kristján sigraði Jóhannes Kristján Helgason sigraði í for- gjafarmóti í snóker sem fram fór um helgina. Kristján lagði Jó- hannes B. Jóhannesson 3:2 í úr- slitaleik en þeir tveir eru þeir einu sem eru með núll í forgjöf. í átta manna úrslitum vann Kristján Ásgeir Ásgeirsson 3:0 en Ásgeir fékk 10 í forgjöf. Jóhannes B. vann Alvin Orra Gíslason 3:2 en sá síðarnefndi hafði 70 í forg- jöf. Kristján lagði Magnús Jóhans- son 3:1 í undanúrslitum og Jóhann- es B. nafna sinn Viðarsson 3:0. Um næstu helgi verður keppt í meistaraflokki, 1. flokki og 2. flokki á Ingólfsbilliard, Klöpp og í Kjuðanum. BLAK Stjarnan vann íjöfn- um leik Leikmenn Stjörnunnar úr Garðabæ sóttu lið ÍS heim í Hagaskólann á sunnudagskvöldið í 1. deild karla í blaki og höfðu sigur, 3:0. Leikurinn varð mjög jafn og lítið skildi að í fyrstu hrin- unni en hún endaði 16:14 fyrir aðkomuliðið eftir að ÍS hafði verið yfir framan af. Það var fyrst og fremst móttakan sem brást hjá ÍS á lokasprettinum. Emil Gunnarsson sem lék með Þrótti í Neskaupstað í fyrra var bestur í liði Stjömunnar og það má segja að hann og Gissur Þor- valdsson hafí dregið sitt lið að landi í leiknum með sterkum uppgjöfum sem rnóttaka ÍS réð ekki við. Lið ÍS skartaði nýjum erlendum leikmanni, Ismar Hadzirepovic frá Bosníu, en hann mætti í leikinn án þess að hafa æft nokkuð með liðinu. Ismar, sem er tæplega tveir metrar á hæð, leikur sem miðju- maður. Hann lék með Dobijina í heimalandinu ásamt því að vera í unglingalandsliði Bosníu og hefur verið valinn í úrvalshóp leikmanna Bosníu sem til greina koma á Ólympíuleikana í Sydney árið 2000. Hann á án efa eftir að setja mark sitt á leik ÍS í vetur. Fyrsti heimaleikur Völsungs í tíu ár Völsungsstúlkur unnu lið KA í uppgjöri norðanliðanna á Húsavík á laugardaginn. Leikurinn var jafnframt sögulegur fyrir þær sak- ir að hann var fyrsti heimaleikur Völsungs í 1. deild kvenna í 10 ár. KA stúlkur mættu grimmar til leiksins og höfðu sigur í fyrstu hrinunni, 15:12 en í annarri og þriðju hrinu tók heimaliðið leikinn í sínar hendur og þar fór fremst í flokki Helga Eyrún Sveinsdóttir, sem var iðin við að skora. í fjórðu hrinunni tók síðan við nokkur spenna en það var vel stutt heima- lið sem vann naumt, 17:15. Birna Baldursdóttir lék best í liði KA en móttaka KA stúlkna var slök á köflum, sérstaklega í annarri og þriðju hrinunni og það gerði útslag- ið í leiknum. Stúdínur fengu Víkingsstúlkur í heimsókn í Hagaskólann á sunnu- dagskvöldið, en það var aðeins í fyrstu hrinu, sem endaði 15:12, sem Víkingsstúlkur veittu ein- hveija mótspymu. Dagbjört Víg- lundsdóttir var iðin við kolann fyr- ir stúdínur og það var fátt sem stoppaði hana í sókninni eða úr uppgjafareitnum. Ingibjörg Gunn- arsdóttir lék einnig vel fyrir stúdín- ur. Lið Víkings á eftir að styrkjast þar sem enn vantar Oddnýju Er- lendsdóttur og Raghildi Einars- dóttur í liðið. Morgunblaðið/Þorkell Útilrf styrkir SKÍ ÚTILÍF, umboðsaðili UVEX á íslandi, og Skíðasamband íslands hafa gert með sér styrktarsamning. Samningurinn felur í sér að næstu þijú árin mun Útilíf sjá skíðalandsliðum íslands fyrir skíðahjálmum, skíðagler- augum, gönguskíðagleraugum og sólgleraugum og er samningurinn met- inn á um 1,3 milljónir króna. Á myndinni eru Tómas Bjarnason frá Útilífi (til vinstri) og Kristinn Svanbergsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Islands, eftir að samningurinn var undirritaður í gær. VÍð þuRfuM MANN Me6 REVNslu í boRGARSTÍÓRN Prófkjör sjálfstæðismannq í Reykjavík er daganaz4.-25. október Snorri Hjaltason ..verðugur fulltrúi íþróttafólks í Reykjavík Snorri Hjaltason hefur lengi verið formaður Fjölnis, eins stærsta iþróttafélags landsins. Hann hefur einnig setið í fjölda nefhda á vegum ÍSÍ, UMFÍ og ÍBR. Snorri Hjaltason er verðugur fulltrúi íþróttafólks í borgarstjóm Reykjvíkur. Maður með reynslu ..úr íþróttastarfi ••úr atvinnulífinu ••úr stjórnmálum ..af félagsmálum ..aff verkalýðsmálum v : - ' n xS Sceti Snorri Hjaltason óskar eftir þínum stuðnlngi í 5. sœti í prófkjöri sjálfstœðismanna í Reykjavík 1997 Kosningaskrifstofa í Templarahöllinni, Eiriksgötu 5, símar561 4848 og 5614850, fax 5614854 - Opin virka daga kl. 17-21 og um helgar kl. 14-19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.