Morgunblaðið - 21.10.1997, Qupperneq 8
J3 B ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
Gascoigne og
Negri frábærir
w
Italski framheijinn Marco Negri
gerði fjögur mörk og enski
landsliðsmaðurinn Paul Gasco-
igne tvö þegar meistarar
Glasgow Rangers gjörsigruðu
Dunfermline 7:0 í skosku úrvals-
deildinni á laugardag og komust
þar með upp í efsta sæti deildar-
innar í fyrsta skipti í vetur.
Danski snillingurinn Brian
Laudrup gaf tóninn með fyrsta
markinu á 16. mín. og þá var
þegar ljóst að gestimir höfðu
ekki roð við meisturunum. Negri
hefur nú gert alls 22 mörk í vet-
ur, þar af 11 í síðustu sex leikj-
um. Hann var frábær í leiknum;
fór hvað eftir annað illa með
vamarmenn Dunfermline sem
réðu ekkert við hraða hans og
tækni.
Gascoigne gerði tvö mörk sem
fyrr segir, bæði stórglæsileg, og
átti þátt í flestum hinna. Hann
var valinn maður leiksins.
Celtic sigraði Hearts 2:1 á
útivelli, í Edinborg, og aðstoðaði
þar með erkifjendurna í Rangers
við að ná toppsætinu, en Hearts
var efst fyrir umferðina. Sviss-
neski landsliðsmaðurinn Marc
Reiper skoraði fyrsta sinni fyrir
Celtic og Svíinn Henrik Larsson
bætti öðru marki við. Staðan var
orðin 2:0 eftir 21 mín. en þrátt
fyrir að Colin Cameron næði að
minnka muninn fyrir Hearts um
miðjan seinni hálfleikinn var sigri
Celtic aldrei verulega ógnað. Fé-
lagið hefur nú ekki tapað í síð-
ustu 12 leikjum.
Rangers hefur 20 stig eftir
átta leiki en Celtic og Hearts eru
jöfn í 2.-3. sæti með 18. Hibem-
inan, sem Ólafur Gottskálksson
og Bjamólfur Lámsson eru hjá,
St Johnston og Dunfermline
koma því næst með 12 stig hvert
félag, en öll hafa þau lokið einum
leik meira en toppliðin þijú. Nú
þegar virðist ljóst að keppnin um
meistaratign í Skotlandi verði
milli tveggja eða þriggja liða,
eins og svo oft áður.
Reuters
MIÐVALLARLEIKMAÐUR Fiorentina, Manuel Rul Costa, f baráttu vlð Carmine Gautlerl og Vlnc-
ent Candela leikmenn Roma, í heldur bragðdaufum lelk llðanna sem enda 0:0.
Infter halda engin bönd
AC Milan tapaði enn einu sinni, nú gegn botnliði Lecce á heimavelli
LEIKMÖNNUM Inter Milan halda engin bönd um þessar mundir
og um helgina báru þeir sigurorð af Napoli sem á í mesta basli
um þessar mundir, lokatölur 2:0. Þetta vartíundi sigurleikur liðs-
ins í ellefu viðureignum á yfirstandandi leiktíð. Á sama tfma virð-
ist alit ganga hinu Milan liðinu, AC Milan, í mót og um helgina
tapaði það fyrir Lecce 2:1 á heimavelli þar sem leikmenn Lecce
skoruðu öll mörk leiksins.
Fabio Galante kom Inter yfir á
9. mínútu með skalla af stuttu
færi eftir að Guiseppe Taglialatela
markvörður Napoli hafði slegið
knöttinn frá eftir skalla Argentínu-
íném
FOLX
■ DEJAN Savicevic leikmaður AC
Milan var rekinn af leikvelli er dóm-
arinn áleit að hann hefði gefið einum
leikmanna Lecce olnbogaskot strax
á þriðju mínútu. Myndbandsupptaka
af leiknum hefur síðar staðfest að
dómari leiksins hafði rangt fyrir sér
og Savicevic var hafður fyrir rangri
sök.
■ ROBERTO Donadoni hefur ver-
ið kallaður heim til ítaliu eftir að
hafa leikið í tvö ár með bandaríska
liðinu New York Metrostars.
Donadoni, sem er 34 ára gamall
. og hefur m.a. unnið fímm meistar-
atitla með AC Milan, lék með félag-
inu að nýju á heimavelli er það tap-
aði fyrir Lecce. Hann komst næst
því aðsetja mark sitt á leikinn er
þrumuskot hans fór í stöng á 20.
mínútu.
■ ENSKI landsliðsmaðurinn Paul
Gascoigne hjá Glasgow Rangers,
hefur verið orðaður við nokkur lið í
ensku úrvalsdeildinni síðustu daga -
og þijú þeirra raunar boðið í hann
en umboðsmaður Gascoignes
sagði í gær að leikmaðurinn myndi
flýta sér hægt.
■ MEL Stein, umboðsmaður
Gascoignes, staðfesti að Totten-
ham, sem Gascoigne lék með áður
en hann fór til Ítalíu á sínum tíma,
Aston Villa og Crystal Palace,
hefðu öll boðið í hann. Newcastle,
sem Gascoigne lék með í upphafí
ferilsins, hefur einnig verið nefnt í
þessu sambandi en Stein sagði fé-
lagið ekki hafa boðið í leikmanninn.
mannsins Diego Simeoni. Skömmu
eftir leikhlé skoraði Francesco Turr-
ini sjálfsmark eftir að hann hafði
breytt stefnu á skoti Arons Winters
þannig að Taglialatela markvörður
gat sig hvergi hreyft til varnar.
Þetta var fjórði tapleikur Napoli í
síðustu sex viðureignum.
„Við verðum að gera okkur grein
fyrir að þrátt fyrir að staðan sé
vænleg þá er langur vegur frá að
mótinu sé lokið,“ sagði Simoni þjálf-
ari Inter að leikslokum. „Ég varð
fyrir vonbrigðum með leik minna
manna að þessu sinni og svo virðist
sem skortur á einbeitingu sé nokk-
ur. Þessi leikur sýndi að við getum
gert betur.“
Leikmenn Lazio lutu í lægra haldi
á heimavelli fyrir Atalanta, 2:0 og
breytti engu þótt gestimir væru ein-
um leikmanni færri síðasta hálftím-
ann eftir að Paolo Foglio var vísað
ef velli er hann fékk annað gult
spjald sitt í leiknum.
Meistarar Juventus unnu stórsig-
ur á Bari 5:0 og halda þar með í
við Inter í baráttu efstu liða. Það
tók leikmenn Juventus hins vegar
nær allan fyrri hálfleikinn að bijóta
liðsmenn Bari á bak aftur. Rétt
áður en flautað var til leikhlés gerði
sænski miðvallarleikmaðurinn
Klaus Ingeson sjálfsmark og kom
meistumnum yfir. Á 10. mínútu sið-
ari hálfleiks var vamarmaðurinn
Neqrouz rekinn af leikvelli í liði
Bari og þá bmstu allar flóðgáttir
og Juventus sló upp veislu á vallar-
helmingi andstæðingsins. Frakkinn
Zinedine Zidane skoraði í tvígang
og Alessandro Del Piero gerði eitt
áður en leikmenn Bari luku leiknum
með sjálfsmarki.
Ekkert lát virðist á slæmu gengi
AC Milan um þessar mundir og
strax eftir fimm minútna leik við
Lecce var ljóst að vart yrði breyting
þar á. Júgóslavinn Dejan Govedarica
kom Lecce yfir með skallamarki á
2. mínútu og áhorfendur á San Siro
leikvanginum í Milano setti hljóða.
Þeir höfðu vart jafnað sig þegar
Dejan Savicevic var vísað af leik-
velli fyrir að gefa einum leikmanna
gestanna olnbogaskot. Leikmenn
Lecce bættu síðar við öðm marki
áður en þeir miskunnuðu sér yfír
heimamenn með því að gera sjálfs-
mark og minnka muninn í 2:1 á 74.
mínútu og þar við sat og fyrsti sig-
ur Lecce á leiktíðinni var staðreynd.
Chiesa og Dino Baggio skomðu
eitt mark hvor er Parma lagði Bol-
ogna á heimavelli. Sandro Tovalieri
skoraði tvö mörk í 3:1 sigri Samp-
doria á Piacenza, en Tovalieri kom
inn í liðið er Júrgen Klinsmann
meiddist og hefur staðið sig vel.
Reyndar var lið Piacenza orðið ein-
um leikmanni færra er yfír lauk og
ekki auðveldaði það baráttuna um
stigin.
Fiorentina og Roma gerðu
markalaust jafntefli í frekar daufum
leik þar sem það bar helst til tíðinda
að Abel Balbo misnotaði vítaspyrnu
á 33. mínútu og kom ekki einungis
í veg fyrir sigur Rómarbúa heldur
líka að hann jafnaði metin i keppni
við Gabriel Batistuta í keppninni um
markakóngstitilinn.
Bæði Ron-
aldo og
Djorkaeff
meiddust
TVEIR af burðarásum efsta
liðs ítölsku deildarinnar, Int-
er Milano, Ronaldo og Djorka-
eff, meiddust i 2:0 sigurleik
liðsins gegn Napoii um helg-
ina. Tvímenningarnir, sem
hafa gert 13 mörk fyrir
Milano-liðið á deildarkeppn-
inni verða Kklega ekki með
þegar Inter raætir franska
félaginu Lyon í síðariyiður-
eign liðanna I Evrópukeppni
félagsliða í kvöid, að sögn
Luigi Simoni þjálf ara Inter.
Ronaldo meiddist á vinstri
fæti en félagi hans á þeim
hægri.
„Ronaldo náði sér ekki á
strik í leiknum enda varð
hann snemma fyrir fyrir
sparki andstæðings,“ sagði
Simoni. „Ég spurði hvort
hann vildi ekki skipta en hann
sagðist geta haldið áfram.“
Meiðsli Djorkaeffs komu til
síðar í leiknum og einnig hann
hélt áfram til leiksloka.
Efstu liðin heppin
Bæði Kaiserslautern og Bayem
Múnchen, sem eru í tveimur
efstu sætunum í þýsku 1. deildinni,
máttu þakka fyrir eitt stig úr leikjum
sínum um helgina. Kaiserslautem
mætti Bayer Leverkusen og náði
jafntelfí eftir að fyrirliðinn Markus
Happe hafði komið heimamönnum
yfir 1:0 á 72. mínútu. Leikmenn
Kaiserslautem áttu lengstum í vök
að veijast en fímm mínútum fyrir
leikslok náði Júrgen Rische að jafna
og þar við sat.
„Þetta var lélegasti leikur sem lið-
ið hefur átt síðan við komumst á
flug,“ sagði Otto Rehhagel, þjálfari
Kaiserslautem eftir leikinn. „Leik-
menn mínir voru í rauninni ekkert
að gera ef frá eru talin tvö vel út-
færð skyndiupphlaup, meðal annars
það sem gaf jöfnunarmarkið. Við
vomm heppnir að ná einu stigi.“
Bayern Múnchen heimsótti
Karlsruhe og leikurinn þar þróaðist
um margt svipað leik Kaiserslautem
og Leverkusen. Bæjarar lentu 1:0
undir fimm mínútum fyrir leikhlé
með marki Markusar Schroths ungl-
ingalandsliðsmanns. Á 78. mínútu
tókst meisturunum að jafna og þar
var að verki Michael Tamat, sem
Bayern keypti fyrir þetta tímabil,
einmitt frá Karlsruhe. Tamat skor-
aði hjá fyrrverandi félögum sínum
með góðu skoti af 25 metra færi.
„Úrslitin endurspegla það sem var
að gerast á vellinum," sagði Gio-
vanni Trapattoni þjálfari Bayern eft-
ir leikinn. „Karlsruhe lék mjög vel í
fyrri hálfleik og hefði vel getað skor-
að fleiri mörk, það hefði ekki verið
ósanngjamt. En í síðari hálfleiknum
sýndum við mátt okkar og megin og
áttum leikinn," sagði Trapattoni.
Það hvorki gengur né rekur hjá
Evrópumeisturunum í Borussia Dort-
mund og áður en leikmenn héldu til
Duisborgar höfðu þeir tapað flórum
deildarleikjum í röð. Að þessu sinni
náðu þeir í stig þar sem liðin gerðu
markalaust jafntefli og alveg ljóst að
leikmenn Dortmund verða að gera
bétur ætli þeir sér að veita Parma
einhveija keppni í Evrópukeppninni á
morgun. „Jafntefli er vissulega ekki
það sem við ætluðum okkur og það
sem við þurftum,“ sagði Nevio Scala
þjálfari Dortmund. „Staða okkar er
óneitanlega erfið,“ bætti hann við
enda liðið í þriðja neðsta sætinu.
Þau lið sem unnu stærstan sigur
um helgina voru Stuttgart og Hansa
Rostock en bæði unnu sína mótheija
4:1 og hefði sigur Rostock hæglega
getað orðið mun stærri. í Stuttgart
var Eyjólfur Sverrisson í heimsókn
ásamt félögum í Herthu Berlin og
riðu þeir ekki feitum hesti frá þeirri
viðureign. Eyjólfur lék í framlínu
Hertu og hafði ekki mikið að gera
en hann hefði ef til vill betur verið
í vörninni þvi hún var hreinlega ekki
mætt í Stuttgart. Það var hræðilegt
að horfa uppá vömina hjá Hertu og
sóknarmenn Stuttgart léku lausum
hala þegar þá langaði til.
„Við áttum svo sannarlega skilið
að sigra, og það með miklum mun,“
sagði Joachim Löv þjálfari Stuttgart
ánægður með sigurinn og fjórða
sætið í deildinni. „Ég og áhorfendur
urðum vitni að góðri knattspyrnu og
frábærum mörkum. Ég er mjög
ánægður," sagði hann.