Morgunblaðið - 28.10.1997, Qupperneq 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
Hermann
í góðum
félagsskap
Hern
0aWstogson
Steve Ogrizovic
Coventry
Hermann Hreiðarsson
var valinn í lið vikunnar
hjá Daily Mirror eftir góðan
leik með Crystal Palace
gegn Sheffield Wed.
Einkunnagjöf
nokkurra blaða
Sunday Mirror 7]
Sunday People 7
News of the World 8
Sun 9
Daily Mirror 8
Daily Star 9
Chris Perry Gary Neville Man. Utd. Hermann
Wimbledon Dean Biackwell Wimbledon Hreiðarsson Crystal Palace
Jamie Redknapp Liverpool Steve McManaman Liverpool Ryan Giggs Man. Utd.
©
Robbie Fowler Liverpool Andy Cole Man. Utd. Chris Sutton Blackburn
■ BJARKI Sigvrðsson var marka-
hæstur í liði Drammen í 23:21 sigri
á Elverum í norska handboltanum
um helgina. Hann gerði átta mörk
þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð
nær allan leikinn. Drammen er nú
í 4. sæti deildarinnar með 10 stig
eftir 7 umferðir. Sandefjord er efst
með 12 stig.
■ HELGI Kolviðsson lék með
Lustenau sem gerði jafntefli, 1:1,
við Admira/Wacker á útivelli í
austurrísku 1. deildinni. Lustanau
er nú í næstneðsta sæti deildarinnar
með 15 stig, en Admira/Wacker
er neðst með 8 stig.
■ LÁRUS Orri Sigurðsson og fé-
lagar hans í Stoke töpuðu fyrir
Sunderland 2:1 á heimavelli og lék
Lárus Orri allan leikinn.
■ VALUR Fannar Gíslason lék
með Brighton sem gerði markalaust
jafntefli við Hull í 3. deild. Hann
fékk góða dóma fyrir leikinn.
■ ÞORVALDUR Örlygsson lék
ekki með Oldham á móti Southend
í 2. deild. Leiknum lauk með jafn-
tefli, 1:1.
■ HARALDUR Ingólfsson, leik-
maður Skagamanna, er nú í Sví-
þjóð þar sem hann skoðar aðstæður
hjá Elfsborg.
FOLX
■ VÁLERENGA, sem Brynjar
Gunnarsson úr KR leikur með á
næstu leiktíð, varð norskur bikar-
meistari um helgina. Válerenga, sem
sigraði í 2. deild, vann 1. deildarliðið
Strömsgodset 4:2. Marco Tanasic,
sem lék nokkur ár með Keflavík,
gerði bæði mörk Strömsgodset.
■ PAUL Gascoigne hefur skrifað
undir þriggja ára samning við
Glasgow Rangers. Hann hafði ver-
ið orðaður við Aston Villa.
■ D.C. United varði bandaríska
meistaratitilinn í knattspyrnu um
helgina með því að vinna Colorado
Rapids 2:1 í úrslitaleik á sunnudag.
Jaime Moreno, landsliðsmaður
Bolivíu, gerði fyrra markið og Tony
Sanneh það síðara. Mark Rapids
gerði Adrian Paz.
■ PAUL McGinley frá írlandi
sigraði í annað sinn á sex árum á
Evróuputúr hálf-atvinnumanna í
golfi sem fram fór í Madríd á Spáni
um helgina. Hann lék á 266 högg-
um, eða 22 höggum undir pari.
Englendingurinn Iain Pyman varð
annar, fórum höggum á eftir.
■ CHARLES Barkley, körfu-
knattleiksmaður hjá Houston Roc-
kets, var handtekinn á sunnudag
fyrir að ráðast á tvítugan mann á
næturklúbbi í Orlando og fleygt
honum í gegnum glervegg. Barkley
þurfti að dúsa í fangelsi í fjórar
klukkustundir en fékk að fara eftir
að hafa greitt 6 þúsund dollara í
tryggingarfé. Hann sagði að mað-
urinn hafí kastað í sig ísmolum og
sagt eitthvað niðrandi um sig.
■ ASTRID Kumbernuss, heims-
og ólympíumeistari í kúluvarpi
kvenna frá Þýskalandi, þarf að
gangast undir uppskurð á hné og
verður frá keppni í nokkra mánuði.
Hún vonast þó til að geta keppt á
Evrópumeistaramótinu sem fram fer
í Búdapest í ágúst á næsta ári.
■ PETR Korda frá Tékklandi
sigraði Richard Krajicek frá Hol-
landi í úrslitum á opna tennismótinu
í Stuttgart á sunnudag. Korda vann
7-6 (8-6) 6-2 og 6-4. Þetta var fyrsti
sigur Tékkans á stórmóti í tvö ár.
MILUON
Mörgum líkar lífið hvað best
á knattspyrnuvelli. Því
fylgir sælutilfinning að plata sam-
heija, spyrna knettinum og horfa
á eftir honum þenja netmöskvana
á marki andstæðingsins. Það er
líka ákveðin sæla að ____
geta haft áhugamálið að BHH
atvinnu. Og ekki þykir
slæmt að fá vel greitt
fyrir.
Fjörutíu íslenskir
standa á svo veikum grunni að
þau geta ekki haldið áfram upp-
byggingu sinni fáú þau ekki ein-
hvetjar greiðslur fyrir þá leikmenn
sem fara utan.
Hvað er til ráða? Knattspymu-
Undrast elnhver þótt
ungir knattspymu-
knáttspyrnumenn eiru nú menH flytjÍSt Úr landÍ?
á mála hjá erlendum fé-
lagsliðum, eins og kom fram hér forystan hér á landi verður að
í blaðinu á dögunum, og fleiri á
leiðinni utan. Straumurinn virðist
liggja til Noregs. Þarlend félög
hafa boðið íslenskum leikmönnum
mjög góð laun, miðað við það sem
þekkist hérlendis. Fram kom hér
í blaðinu fyrir skömmu að algeng
mánaðarlaun knattspyrnumanna í
Noregi væru 600-800 þúsund
krónur. Einhveijir fá um eina
milljón á mánuði og sá launa-
hæsti fær andvirði 20 milljóna ís-
lenskra króna á ári. Góðir leik-
menn í Englandi og á meginland-
inu eru hins vegar með margfalt
hærri laun.
Það er ekki undarlegt þótt ís-
lenskir knattspymumenn flykkist
utan. Aðstæður til æfínga eru
betri en á íslandi og keppnistfma-
bilið lengra þannig að ætla mætti
að þeir gætu orðið betri leikmenn
en hér. Og góð laun eru í boði,
sem ekki spillir.
Margir sem farið hafa utan upp
á síðkastið, eða ætla sér að fara,
eru ekki samningsbundnir íslensk-
um félögum og þau fá því ekki
krónu fyrir leikmennina. Það er
áhyggjuefni. Niðurstaða f Bos-
man-málinu svokailaða var á þann
veg að samningslaus maður getur
farið til hvaða félags sem hann
vill án þess að greiðsla komi fyrir
til gamlafélagsins en íslensk félög
ræða þetta mál ítarlega. Er hægt
að semja til lengri tíma við leik-
menn en gert hefur verið? Er
mögulegt að búa þannig um
hnúta að leikmenn séu ætíð
samningsbundnir? Til dæmis að
gerður sé tveggja ára samningur,
sem framlengist alltaf um eitt ár
að fyrra árinu loknu, segji annar
hvor honum ekki upp á ákveðnu
tímabili?
Hugsanlegt er að leikmönnum
þætti slíkt fyrirkomulag óhent-
ugt. Því má hins vegar ekki
gleyma að sé knattspyrnumaður
eftirsóttur á það ekki að skipta
sköpum hvort hann sé samnings-
bundinn eður ei. Vilji „alvöru"
erlent félag næla í leikmann
kaupir það hann. Crystal Palace
greiddi 58 milljónir króna fyrir
Hermann Hreiðarsson, leikmann
ÍBVf sumar - mun hærri upphæð
en félagið var tilbúið að greiða í
fyrstu, og eflaust mun hærri upp-
hæð en áður hefur verið greidd
fyrir íslenskan knattspyrnumann.
Forráðamenn Palace hafa e.t.v.
verið tvístígandi yfir verðinu fyrst
í stað en Hermann hefur þegar
slegið í gegn ytra og þeir telja
áðumefndri fjárhæð örugglega
vel varið nú.
Skapti
Hallgnmsson
Átti Skagamaðurinn GUNNLAUGUR JÓNSSON von á að spila með Motherwell?
Þekktiekki
samherjana
GUNNLAUGUR Jónsson, varnarmaður frá Akranesi, spilaði
með skoska úrvalsdeildarliðinu Motherwell gegn Aberdeen á
laugardaginn, án þess að vera á samningi við félagið. Hann
hefur verið til reynslu hjá félaginu í viku og var kallaður óvænt
inn í aðalliðið eftir æfingu kvöldið fyrir leikinn. Aberdeen sigr-
aði, 2:1, og var sigurmarkið gert úr vítaspyrnu sem var dæmd
á Gunnlaug á síðustu mfnútu leiksins. „Já, ég gaf víti ílokin
og auðvitað var það ekki nógu gott. En ég held að ég hafi
staðið mig ágætlega og var þjálfarinn altént ánægður með
mig,“ sagði Gunnlaugur sem sagðist vongóður um að liðið
myndi bjóða sér samning á allra næstu dögum.
Eftir
ValB.
Jónatansson
Gunnlaugur, sem er í sambúð
með Sólrúnu Hjaltested,
verður 23 ára í næsta mánuði og
er kominn af
knattspyrnu-
mönnum. Hann er
sonur Jóns Gunn-
laugssonar, sem
lengi lék með ÍA og móður afi
hans er Einar Halldórsson, sem
lék með Val á sínum yngri árum.
Þeir eiga það allir sameiginlegt
að hafa leikið með landsliðinu.
Móðir hans heitir Elín Einarsdótt-
ir og á hann einn bróður, Stefán,
sem er 16 ára. Gunnlaugur hefur
leikið einn U-21 árs landsleik, sjö
með 18 ára liðinu og 13 með 16
ára liðinu. Hann hefur Ieikið 99
leiki með meistaraflokki IA.
Hvernig kom það til að þú
fékkst tækifæri með Motherwell?
„Eg spilaði með varaliðinu á
miðvikudag í síðustu viku og
æfði með liðinu alla vikuna. Eft-
ir æfingu á föstudag kom Alex
McLeish, þjálfari, til mín og
sagðist ætla að nota mig í leikn-
um vegna þess að margir leik-
menn liðsins væru meiddir. Ég
ætlaði að fara á föstudagskvöld
til Newcastle til að hitta Bjarna
Guðjónsson og átti því ekki von
á þessu.“
Hvernig var svo að spila á móti
Aberdeen?
„Það var svolítið sérstakt að
koma svona nýr inn í liðið. Ég
held þó að mér hafi gengið vel
ef frá er talið vítið sem ég gaf
HHHHHHHHHHHDI
Morgunblaðið/Kristinn
GUNNLAUGUR Jónsson lék með Motherwell í skosku úrvals-
deildinni um helgina. Lfklegt er að honum verði boðinn samn-
ingur við félagið í vikunnf.
í lokin. Leikurinn var nokkuð
jafn, Aberdeen ívið betra í fyrri
hálfleik en við í síðari. Þessi
Dean Windass, sem skoraði bæði
mörkin fyrir Aberdeen, var nokk-
uð erfiður viðureignar. Hann átti
reyndar að fá rauða spjaldið í
leiknum er hann sparkaði í and-
litið á mér eftir að ég hafði
„tæklað“ hann. En dómarinn sá
það ekki og gaf mér gula spjald-
ið.“
Þekktir þú nöfnin á leikmönn-
unum í liðinu?
„Nei, ég þekkti ekki nöfnin á
öllum leikmönnunum og það var
svolítið erfitt. En ég var búinn
að kynnast nokkrum á æfingun-
um undanfarna daga. Ég þekkti
hins vegar tvo leikmenn Aber-
deen frá því ég lék með unglinga-
liði félagsins fyrir fimm árum.“
Hefur þú alltaf haft áhuga á
knattspyrnu og hvenær byrjaðir
þú að æfa?
„Já, ég fór snemma að leika
mér í fótbolta — fór fyrst með
pabba á æfingar fjögurra eða
fimm ára. Ég hef líka prófað
handbolta og körfubolta en knatt-
spyrnan hefur alltaf heillað mig.
Það blundaði alltaf í mér sá
draumur að komast í atvinnu-
mennsku og kannski er sá draum-
ur að rætast.“
Hefur þú alltaf leikið í vörn-
inni?
„Nei þegar ég var í 3. og 4.
flokki ÍA var ávallt ég framheiji.
En eftir að ég kom upp í 2. flokk
var ég færður aftar og kann vel
við þá stöðu.“