Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 28. október 1997 Blað C Húsbréfaútgáfan í ár áætluð 16 milljarðar Nær 4 milljarðar til nýbygginga Afgreiðslur í húsbréfakerfinu í jan.-sept. 1997 ^ breyting frá sama Uy ^ / tímabili 1996 Innkomnar umsóknir óuuvrv i Notað húsnæði Endurbætur Nýbyggingar einstaklinga Nýbyggingar byggingaraðila Samþykkt skuldabréfaskipti Breyting jan.-sept. 1997/1996 +9,57% +8,45% +26,92% +1,69% Notað húsnæði - fjöldi +6,52% Notað húsnæði - upphæðir +6,06% Endurbætur - fjöldi -11,76% Endurbætur - upphæðir -0,04% Nýbyggingar einstaklinga - fjöldi +12,13% Nýbyggingar einstaklinga - upphæðir +20,27% Nýbyggingar byggingaraðila - fjöldi +2,16% Nýbyggingar byggingaraðila - upphæðir +5,91% Samþykkt skuldabréfaskipti alls - upphæð +9,13% Útgefin húsbréf Reiknað verð +0,67% Frárennsliskerfi með undirþrýstingi Ú T T E K T Endurnýjun útlits á Þingholts- stræti 24 pp úr síðustu aldamótum urðu bárujánshúsin hinn ís- lenski Sveitserstfll, þ.e. járn- klædd hús með fínum trésmíða- frágangi. Stefán Örn Stefáns- son segir frá nokkrum atriðum í endurnýjun ytra útlits hússins Þingholtsstræti 24, sem fellur vel undir greinda skilgreiningu. Það hús er nú nærri hundrað ára gamalt og hafa eigendur, Sveinn Þórisson og Viðar Egg- ertsson, undanfarín ár verið að gera húsið upp að innan og brejda því til samræmis við nýj- ar þarfir, en innan þess ramma sem aldur hússins setur. Sveinn ætlar að nota breytingar á ris- hæð hússins sem hönnnunar- verkefni í námi sínu í iðnhönn- un. Þeir félagar fengu svo fyrir nokkru styrk frá Reykjavíkur- borg og Húsafriðunarsjóði til þess að gera upp ytra útlit hússins og fengu arkitekta á Teiknistofunni Skólavörðustíg 28 s/f til þess að hanna þær breytingar. Mikil lyálp var að því að til var Ijósmynd og teikn- ingar af upphaflegri gerð húss- ins. í viðtalsgrein er rætt við Svein Þórisson og Stefán Örn Atefánsson um þær breytingar sem gerðar hafa verið á Þing- holtsstræti 24 og í því sambandi fjallað um hvernig standa skuli að svona húsabreytingum og endurnýjun þannig að húsið sé fært sem næst sínu upphaflega útliti. /16Þ HÚSBRÉFAÚTGÁFAN á þessu ári er áætluð um 16 milljarðar króna á reiknuðu meðalverði hvers mánaðar, borið saman við hátt í 15 milljarðar króna á síðasta ári. Gróskan í byggingu íbúðarhús- næðis hefur endurspeglast í aukinni eftirspurn eftir húsbréfalánum til nýbygginga. Þannig var útgáfa hús- bréfa vegna nýbygginga einstaklinga liðlega 20% meiri fyrstu níu mánuði ársins á reiknuðu meðalverði hvers mánaðar borið saman við sama tíma- bil í fyrra, eins og sjá má á meðfylgj- andi yfirliti. Má ætla að um fjórð- ungur af afgreiddum húsbréfalánum á þessu ári fari til fjármögnunar á nýbyggingum eða u.þ.b. 3,8-3,9 millj- ai’ðar. Um 12% fleiri skuldabréfaskipti vegna nýbygginga einstaklinga hafa verið samþykkt á tímabilinu en á sama tíma i fýrra. Hins vegar voru einungis 2% fleiri umsóknir um I skuldabréfaskipti frá byggingaraðil- um samþykktar á tímabilinu, en upp- hæðin á reiknuðu meðalverði hvers mánaðar er tæplega 6% hærri. Veru- legur hluti húsbréfalána til nýbygg- inga rennur tii framkvæmda í Fífu- hvammslandinu í Kópavogi og Graf- arholti. 6% aukning lána til not- aðs liúsnæðis Um 6% aukning hefur orðið í hús- bréfalánum vegna notaðs húsnæðis og um 6,5% fleiri aðilar fengið sam- þykkt skuldabréfaskipti. Sigurður Geirsson, forstöðumaður verðbréfadeildar Húsnæðisstofnun- ar, sagði í samtali við Morgunblaðið að heimild væri iýrir hendi til útgáfu á húsbréfum að fjárhæð um 14 millj- arðar í ár, en þar að auki væri fyrir hendi ónýtt heimild frá síðasta ári fyrir því sem upp á vanti til að mæta eftirspurninni. Reikna mætti með að útgáfan færi í 16 milljarða á þessu ári. ÁRIÐ 1959 datt Svíanum Joel Liljendahl í hug leið til þess að hanna vélbúnað svo nota mætti grennri lagnir í frárennsliskerf- um en áður hafði verið gert. Þetta leiddi til uppfínningar hans, undirþrýsitkerfisins, en sú tækni er nú notuð í öllum flug- vélum sem hafa salerni og einnig í járnbrautalestum. f byggingar- iðnaðinum hefur þessi uppfinn- ing hins vegar ekki náð fót- festu.Um þetta er fjallað í grein Sigurðar Grétars Guðmundsson- ar, Frárennsliskerfi með undir- þrýstingi. /7Þ Fasteigpiafcm Fjárvangs Kynntu þér kosti Fasteignalána Fjárvangs hjá rádgjöj'um Fjárvangs í síma 5 40 50 60 Dæmi um mánaðarlegar afboiganir af 1.000.000 kr. Fasteignaiáni Fjárvangs* Míxtír (%) 10 ór 15 ár 25 ár 7,0 7,5 8,0 11.610 8.990 7.070 11.900 9.270 7.500 12.100 9.560 7.700 Miðað er við jafngreiðslulán. *Auk verðbóta Iin^ FJÁRVANGUR L0GGILT VEROBRÉFAFYBIRTÆKI Laugavegi 170,105 Reykjavík, sími 540 50 60, símbréf 540 50 61, www.fjarvangur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.