Morgunblaðið - 28.10.1997, Page 2

Morgunblaðið - 28.10.1997, Page 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Gott hús á góðum stað í Hafnarfirði HJÁ Hóli í Hafnarfirði er nýkomið í einkasölu húseignin Klettagata 6 í Hafnarfirði. Húsið er alls 279 fer- metrar með 60 fermetra bílskúr. Byggingarár er 1986 og húsið er steinsteypt. „Þetta er mjög glæsilegt hús sem stendur á einstökum stað hérna í Hafnarfirði, aðeins eru sjö hús í þessari botnlangagötu sem þetta hús stendur við. Klettagata er niðri við sjó ekki langt frá gömlu sund- lauginni," sagði ívar Ásgrímsson hjá Hóli. „Húsið er mjög rúmgott með fimm góðum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Svefn- herbergin eru öll uppi en á neðri hæð er sjónvarpsherbergi og stofa. Bílskúrinn er mjög stór með góðum geymslum. Umhverfið er afar bam- vænt, þar sem hraunið nær að lóð- armörkum og friðsældin er algjör. Ásett verð er 18 millj.kr. áhvflandi eru mjög góð lán að upphæð 7 millj. kr. þar af 3,5 millj. kr. í byggingar- sjóði.“ KLETTAGATA 6 er til sölu hjá Hóli í Hafnarfirði. Þetta er 279 fer- metra hús og á að kosta 18 milij.kr. Áhvflandi eru góð lán, 7 millj. kr. Morgunblaðið/Árni Sæberg VIÐ Síðumúla er til sölu atvinnuhúsnæði og vélaverkstæði. Atvinnuhúsnæði við Síðumúla KJÖREIGN hefur til sölu atvinnu- húsnæði við Síðumúla í Reykjavík. Þar er meðal annars rekið vélaverk- stæði sem einnig er til sölu. Húsnæðið við Síðumúla er bak- hús og kjallari undir framhúsi, alls 335 fermetrar að stærð. Bakhúsið er með aðkomu að framanverðu gegnum innkeyrsludyr. Húsið er með Steni-klæðningu og er nýleg raflögn hússins lögð með tilliti til iðnframleiðslu. Milliloft, um 40 fer- metrar, er með skrifstofu- og kaffi- stofu. Undir framhúsinu eru um 95 fermetrar og þar er snyrting og lag- errými með hillum. Vélaverkstæði Bemhards er rekið í húsnæðinu og er reksturinn til sölu ásamt áhöldum og tækjum. Hefur verkstæðið starfað í 35 ár og sérhæft sig í smíði ýmissa tækja fyrir íþrótta- hús og starfa þar fimm menn. Hugs- anlegt er að kaupa reksturinn og leigja húsnæðið með forkaupsrétti. Byggt á eigin vegum Markaðurinn Afgreidd húsbréfalán á fyrstu níu mánuðum þessa árs eru um 12% fleiri en á sama tíma í fyrra. Þessi aukning hefur sérstaklega komið fram á tímabilinu frá júní til september, skrifar Grétar J. Guðmundsson og bendir á að nýbygg- ingar á hverjum tíma gefí vísbendingu um að- stæður í þjóðfélaginu. Istarfi Hjálparstofnunar kirkj- unnar víða um heim er eðlilega töluvert sem tengist húsnæðismál- um. Sá málaflokkur er af auðsjáan- legum ástæðum mikilvægur til að bæta lífsafkomu fólks. Við sem bú- um hér á landi hugsum e.t.v. ekki oft út í þetta, án efa vegna þess hvað húsnæðismál hér eru í flesta staði í góðu lagi, þó að ýmislegt megi að sjálfsögðu betur fara. í fréttabréfi Hjálparstofnunar kirkj- unnar frá síðasta ári, 1. tölublaði, var greint frá því, að stjórnvöld í Bólivíu hefðu ákveðið að reisa 250-300 sérstök íbúðarhús á há- sléttum landsins. Þetta er tilrauna- verkefni, sem hefur þann tilgang að bæta heilsufar meðal indíána á viðkomandi svæðum. Húsin eru um 40 fermetrar að stærð og með braggalagi. Hönnuður þeirra er danskur arkitekt, Lars Jörgen Jakobsen að nafni. Aðalbyggingar- efni húsanna er steinar gerðir úr sólþurrkuðum leirjarðvegi, sem sagt er að hvert mannsbarn í land- inu kunni að búa til. Byggingar- kostnaður er í kringum 20 þúsund krónur á hvert hús, ef íbúarnir IBUÐARLAN TIL ALLT AÐ Þú átt góðu láni að fagna hjá Sparisjnði Reykjavíkur og nágrennis SPARISIOÐUR REYKJAVlKUR OC NÁCRENNIS % leggja sjálfir fram vinnu, en um 65 þúsund krónur, ef vinnan er keypt að. Hver fjölskylda fær styrk til byggingarinnar í formi efnis, sem er að verðmæti um 4 þúsund krón- ur. Segja má að þar sé um nokkurs konar niðurgreiðslu vaxta og/eða vaxtabætur að ræða, svona til að finna samsvörun við hvemig hið opinbera hér á landi styrldr íbúð- arkaupendur og húsbyggjendur. Byggingarkostnaður í Bólivíu og á íslandi er að sjálfsögðu ekki sam- anburðarhæfur. Aðstæður eru all- ar mjög svo ójafnar. Samsvörun er þó nokkur og kemur ekki eingöngu fram í aðstoð hins opinbera. Þeir sem byggja sjálfir hér á landi geta einnig, eins og húsbyggjendur í Bóliviu, hugsanlega lækkað bygg- ingarkostnað, þó að hlutfallið af heildinni sé auðvitað ekki sambæri- legt við það sem gerist þar. Sumir húsbyggjendur hafa reyndar of- metið eigið vinnuframlag við íbúð- arbyggingar og lent í erfiðleikum fyrir vikið. Slíkt er hægt að forðast með góðum undirbúningi. Þeir sem byggja sjálfir hafa það framyfir þá sem kaupa tilbúið nýtt íbúðarhúsnæði, að þeir eiga mögu- leika á að stjórna framkvæmda- hraða. Þar með geta þeir haft viss- an hemil á útgjöldum vegna bygg- ingarinnar, þó að sjálfsögðu innan þeirra krafna sem byggingaryfir- völd gera með tilliti til umhverfis, byggingareglugerðar og staðla. I flestum tilvikum á þetta eingöngu við um lokafrágang húsnæðis. I þessu sambandi er gott að hafa í huga að fokheldiskostnaður fjölbýl- ishúsa er að jafnaði í kringum 40% af heildarbyggingarkostnaði og í sérbýlishúsum er þetta hlutfall um 50-55%. í báðum tilvikum er kostnaður vegna teikninga og opin- berra gjalda meðtalinn. Þá er kostnaður við að ná byggingarstig- inu „tilbúið undir tréverk" tæplega 70% af heildinni í fjölbýlishúsum og um 80% í sérbýlishúsum. Eng- inn flytur hins vegar inn í íbúðar- húsnæði sem er bara tilbúið undir tréverk. Meira þarf að koma til. Oft sjást auðvitað dæmi þar sem lokaframkvæmdum er haldið í lág- marki með bráðabirgðalausnum. Enn er nokkuð um að húsbyggj- endur, sem byggja sjálfir, sjái sjálfir um hluta þeirrar vinnu sem framkvæmd er á byggingarstað. Líklega er þó að það sé ekki eins viðamikið og var áður fyrr, þegar byggjendur reistu sjálfir jafnvel heilu blokkirnir með eigin vinnu- afli. Margir geta þó séð um ákveðna þætti í vinnu á byggingar- stað, s.s. uppslátt, járnbindingu, steypuvinnu og ýmislegt í frágangi. Líklegt er að flestir sem staðið hafa í húsbyggingum þekki þetta. Þá er gott að hafa í huga, að vinnu- liðurinn í byggingarkostnði íbúðar- húsnæðis er rúmlega þriðjungur af heildinni. Þegar tekið er tillit til þess, sem húsbyggjendur leggja sjálfir að mörkum til íbúðarbygg- ingar, verður hugsanlega að taka með í reikninginn vinnutap á öðr- um vinnustað. Ef litið er hins vegar á þá sem kaupa tilbúið nýtt íbúðarhúsnæði, þá hafa þeir það framyfir þá sem byggja sjálfir, að fyrir þeim ætti að vera fullljóst þegar í upphafi, hver heildarbyggingarkostnaðurinn verður. Þeir geta því einbeitt sér að því að tryggja fjármögnunina og flutt inn í tilbúna íbúð. Nokkur aukning hefur orðið í nýbyggingum einstaklinga á þessu ári í samanburði við síðasta ár. Af- greidd húsbréfalán á fyrstu níu mánuðum þessa árs eru um 12% fleiri en á sama tíma í fyrra. Þessi aukning hefur sérstaklega komið fram á tímabilinu frá júní til sept- ember. Nýbyggingar á hverjum tíma gefa vísbendingu um aðstæð- ur í þjóðfélaginu. Ekki þarf að taka fram að aukin útgáfa húsbréfa vegna nýbygginga er jákvæð merki. Það er nefnilega fleira já- kvætt en uppbygging á hásléttum Bólivíu. Fasteigna- sölur / 1 blaðinu í dag Agnar Gústafsson bls. 3 Almenna fasteignasalan bls. 23 Ás bls. 3 Ásbyrgi bls. 26 Berg bls. 24 Bifröst bls. 9 Borgir bls. 22 Brynjólfur Jónsson bls. 5 Eignamiölun bls.14-15 Eignamiölun bls. 17 Eignamiöst. Hátún bls. 16 Eignaval bls. 21 Fasteignamarkaður bls. 11 Fasteignamiðstöðin bls. 19 Fasteignasala l’slands bls. 3 Fjárfesting bls. 7 Fold bls. 6 Gimli bls. 8 Hóll bis.20-21 Hóll Hafnarfirði bls. 10 Hraunhamar bls. 18 Húsakaup bls. 23 Húsiö bls. 24 Húsvangur bls. 12 Höfði bls. 27 Kjöreign bls. 4-5 Miöborg bls. 28 Skeifan bls. 13 Valhöll bls. 25 Lægri vextir létta fasteignakaup Félag Fasteignasala

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.