Morgunblaðið - 11.11.1997, Page 1

Morgunblaðið - 11.11.1997, Page 1
Sorgargleói og fegoróarþrá Jóhann árelíz/2 Fortíóin aó hluta skáldskapur Jón Kalman Stefánsson/3 Guóný Ýr um Sigfús Daóason/4 ítalska þristirnió/5 Alveg nóg aó liffa Þ órunn Valdimarsdóttir/6 Ingólffur og Esra/7 Blikktrommubarningur Grass/8 MENNING LISTIR ÞIÓÐFRÆÐI BÆKUR B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 11. NOVEMBER 1997 BLAÐ Skugginn af skýinu FINNSKA skáldkonan Solveig von Schoultz (f. 1907), eitt af helstu skáldum Norðurlanda, lést háöldruð 3. desember í fyrra. Nýkomið er úrval Ijóða hennar, Den heliga oron (útg. Schilds, Helsingfors). Síð- ustu ljóðabókina sendi von Schoultz frá sér sama ár og hún lést og nefndist hún Molnskugg- an. Tveimur árum áður kom Samtal med en fjaril. Solveig von Shoultz var meðal þeirra skálda sem vaxa með aldrinum og er óhætt að fullyrða að sjaldan eða aldrei náði hún eins langt og í síðustu ljóðabókum sínum. Þeir sem áttu þess kost að kynnast skáldkonunni persónu- lega minnast þess hve hlédræg og varkár hún var í samskiptum við aðra, en líka einörð þegar hún þurfti að segja hug sinn. Hún virt- ist eilítið brothætt við fyrstu kynni en yfir henni var reisn. Hún hafði gaman af að rabba um önn- ur skáld og skáldskap og talaði um þau sem voru horfin af vett- vangi daganna eins og þau væru enn á meðal okkar. Skáldkonan orti mikið um umhverfi sitt og sína nánustu og náttúran var stór hluti af Ijóðum hennar. í samtali sem Inga-Britt Vik skráði við hana segir hún þó um eitt ljóðanna í síðustu bókinni að það sé ekki um að hverfa brott sem ljóðið fjalli heldur það að skoða úr fjarlægð, það að geta horft úr nauðsynlegum fjarska á það sem maður vill segja og sér: „Það er varla hugsanlegt að hægt sé að tjá það fyrr en maður hef- ur stigið nokkur skref - og raun- ar mörg skref - aftur á bak.“ Ljóðið er svona: Frá því sem ég veit og vissi dreg ég mig í hlé frá því sem ég man leita ég að stað þaðan sem ég get séð betur. (Þýð. J. H.) Finnar hafa verið brautryðj- endur í nútímaljóðlist og nú gefst okkur kostur á að kynnast nokkr- um helstu skáldum þeirra af yngri kynslóð sem munu lesa úr verkum sínum í Reykjavík næstu daga. Solveig von Schoultz Skemmtilega skáldsagan RÚSSNESKU symbólistarnir lögðu áherslu á hugarflugið í verkum sínum. Einn þeirra var Nikolaj Kalmakov, höfundur myndarinnar Artemis og Endymion sitjandi, 1917. Milan Kundera er einn þeira höfunda sem eru trúir hefð þeirra Rabelais og félaga. Hann birti fyrir nokkru í Lesbók þanka þar sem skáldsögur komu m. a. til tals. Hann víkur að því að Cervant- es hafi fyrstur kveikt í töfratjaldi fyrirframtúlkun- arinnar, tjaldi sem dregið hafi verið fyrir hinn áþreifanlega heim: „Sem leiðir huga minn að því að skáldsagan hafí orðið til þegar kveikt var í tjaldi fyrirframtúlkunarinnar sem hylur andlit hins áþreifanlega, og að sú íkveikja sé hornsteinn listar, eitthvað sem síðan hefur verið gert aftur og aftur í hverri einustu skáldsögu sem máli skipt- ir“. Petróníus braut blað í Satýrikon. Hann sagði frá því sem gerist bak við tjöldin glæstu, fór með lesandann niður í undirheima Rómaborgar og bar á borð lastasúpu sem átti ekki sinn líka í sagnalist. Þetta er réttilega orðað svo hjá Krist- jáni B. Jónassyni í dómi hér í blaðinu: „Líkt og sögn og ljóðum og leyfir sér ýmsa útúrdúra sem aðrir hafa síðan tekið upp eftir honum. í Jakobi forlagasinna eftir Diderot stytta menn sér stundir við að segja sögur. Það má drepa tím- ann með því að hlusta á vel sagða sögu og draga af henni nokkurn lærdóm í leiðinni. önnur verk heimsbókmenntanna sem hafa auðg- að sig á því besta úr menningu alþýðunnar er sem hlykkjóttur ormur sveipist um verkið og blási það út af skelmislegri glettni og ölvuðu fjöri þeirra sem líta á heiminn fyrst og fremst sem ævintýri". Þýðandinn, Erlingur E. Halldórsson sem rekur upphaf þeirrar aðferðar sem Petróníus styðst við til Grikkja á 3. öld f. Kr. segir um höfundinn: „Hann svaf jafnan um daga en starfaði og skemmti sér um nætur. Iðjusemin er yfírleitt undirstaða árangurs en hjá honum var það iðju- leysið". Þeir sem ekki kæra sig um skáldsögur þar sem allt er slétt og fellt og allt gerist í réttri röð hafa mikið að sækja til Petróníusar. Lýsingar hans á óhófi Rómveija, til dæmis kynlífi og svalli gefa sam- tímahöfundum lítið eft- ir. Hann blandar líka saman frá- Skemmtilega skáldsagan er ekki endilega skemmtisaga heldur alvarleg skáldsaga sem er skemmtileg aflestarar um leið og hún byggir lesandann upp. Jóhann Hjálmarsson veltir þessu fyrir sér í tilefni af útkomu Satýrikons eftir Petróníus í þýðingu Erlings E. Halldórs- sonar sem kunnur er fyrir þýðingu sína á annarri álíka sögu, Gargantúa og Pantagrúl eftir Rabelais. AÍSLANDI eins og annars staðar í Evr- ópu er sú viðleitni áberandi að huga að klassískum bókmenntum, ekki síst þeim sem hafa lagt grundvöll að nú- tíma sagnagerð eins og til að mynda Gargantúi og Pantagrúll eftir Rabelais og Jakob forlaga- sinni og meistari hans eftir Denis Diderot. Ein slík bók er nýkomin á íslensku, Satýrikon eftir Pertróníus. Síðastnefnda bókin hefur ekki að- eins höfðað til bókmenntamanna heldur líka kvikmyndahöfunda eins og Fellinis og Paso- linis sem var tvöfaldur í roðinu, jafnvígur á skáldskap og kvikmyndir. Bækur af þessu tagi er ekki úr vegi að kalla skemmtilegar, skemmtilegu skáldsöguna til dæmis. í hugann koma Don Quijote eftir Cervantes og Birtingur eftir Voltaire og fjölmargar aðrar sög- ur. Ýmsar íslendingasögur eru í þessum flokki. Minna má á að höfundur Víg- lundarsögu lýkur bókinni á því að lofs- ama skemmtun í sagnagerð með því að fullyrða um söguna: „að henni má þykja mikið gaman". Meðal bóka Halldórs Laxness teldi ég vel koma til greina að nefna Heims- ljós, íslandsklukkuna og Innansveitar- kroniku, en einkum Gerplu sem er trú hefð þessarar sagnagerðar. Skáldsögur Einars Kárasonar ættu líka vel heima í þess- um flokki. Sumir höfundar legg^a ofurkapp á að vera skemmtilegir, en það n.erkir ekki alltaf það sama og að skrifa skemmtilega skáldsögu. Skemmtilega skáldsagan er í raun alvörugefin og hefur uppbyggilegan tilgang en er alls ekki skemmtisaga neins konar. íkveikja hornsteinn listar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.