Morgunblaðið - 11.11.1997, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 B 5
Morgunblaðið/Ásdís
SKRIFBORÐ skáldsins að því látnu.
Birt með leyfí eiganda.
asars af Sigfúsi.
úr Hávamálum „Heima glaður
gumi/ og við gesti reifur" átti vel
við Sigfús. Hvern laugardag um
árabil kom hópur vina og kunn-
ingja saman á heimilinu í hádeginu
til skrafs og ráðagerða. Einnig
fylltist heimilið af fólki á Þorláks-
messu ár hvert, allt að fimmtíu
manns, komu þar saman, ættingjar
og vinir, skáld, rithöfundar og
gagnrýnendur. Þetta voru góðar
stundir og glatt á hjalla þegar rætt
var um nýjustu bækurnar.
Sigfúsi leið líka vel í suðlægum
löndum. Hann var asmaveikur og
hitinn dró úr einkennunum. A
hveiju sumri fórum við hjónin því
suður á bóginn, en það brást ekki
að strax fyrsta daginn gat Sigfús
minnkað lyfin. Það var mikill léttir
fyrir hann.
Sigfús naut þess að ganga úti.
Hann var heilsuveill alla ævi og
gönguferðirnar gerðu honum gott.
Þá þurfti ekki að fara langt.
Kannski bara í Öskjuhlíðina. Hann
hafði yndi af trjám og öðrum gróðri.
Við gengum oftast daglega í tæpa
klukkustund, þá gekk oft með okk-
ur Helgi Hálfdanarson góður vinur
okkar.“
Hvernig vann hann að list sinni?
„Sigfús var mjög vandvirkur og
endurskrifaði ljóð sín mörgum sinn-
um og fágaði þau. Oft voru þau
mörg ár í smíðum.
Hann sat við skrifborð sitt og
vélritaði ljóðin á gamla ritvél. Yfir-
leitt sást ekki í borðið fyrir pappírs-
flóði, en hann vissi alltaf nákvæm-
lega hvar allt var á borðinu. Einu
sinni á ári, á aðfangadag, tók hann
til á skrifborðinu sínu. Við hliðina
á borðinu er bréfatætari og í hann
fór allt það sem hann var ekki
ánægður með.
Sigfús vann heima, en gekk
gjarna um götur miðbæjarins og
rölti á kaffihús, Mokka, Prikið eða
Skálann, til að hitta kunningjana.
Kaffihúsamenningunni hafði hann
kynnst á námsárum sínum í Frakk-
landi.
Sigfús bar aldrei undir mig þau
verk er hann vann að. Hann sýndi
mér þau aldrei fyrr en hann hafði
lokið við þau.“
Hvaða hugsanir leita á huga þinn
nú, er þú heldur á síðustu ljóðabók
Sigfúsar?
„Fyrst og fremst þakklæti fyrir
að bókin komst út. Sigfús hafði
gefið bókinni heiti og gengið frá
uppbyggingu hennar, en honum
tókst ekki að Ijúka frágangi verks-
ins áður en hann lést í desember.
Hann hafði þá beðið góðvin sinn
Þorstein Þorsteinsson að annast
lokafrágang verksins.
Ég er Þorsteini ákaflega þakklát
fyrir hans þátt í útgáfu bókarinnar.
Þorsteinn vann verk sitt af ein-
stakri alúð, nákvæmni og áhuga
fyrir viðfangsefni sínu. Orðskýring-
ar og athugasemdir við ljóð Sigfús-
ar eru Þorsteins. Þorsteinn hafði
einnig umsjón með bæklingi geisla-
disksins.
Það lögðust allir á eitt við að
bókin yrði vel úr garði gerð, þar á
meðal riiá nefna Jóhann Pál hjá
Forlaginu. Þess má geta að Arn-
gunnur Ýr myndlistarmaður og Sig-
fús voru nánir vinir, en allir þeir
er myndskreytt hafa bækur Sigfús-
ar voru nánir vinir hans.“
Er við Guðný Ýr kveðjumst hefur
Hildur sjö ára barnabarn þeirra
Sigfúsar og Guðnýjar Ýrar vélritað
á gömlu ritvélina á skrifborðinu:
Ekkert fær mann til að gleyma
stundunum með honum afa. Vinnu-
stofa Sigfúsar hefur breyst í dúkku-
hús, þar fá börnin að leika sér í friði.
„Sigfús var svo mikið fyrir börn.
Honum hefði líkað þessi breyting á
vinnustofunni. Hann hafði lofað
mér að verða níræður, svo við gæt-
um orðið gömul saman,“ bætir
Guðný við, en það verður ekki við
allt ráðið.
Dauður verður hver
þrátt fyrir tryggðaheit og iífslof.
þær tryggðir sárra súta!
BÆKUR
GIUSEPPE Ungaretti er það ítalska skáld sem einna mest er rætt um nú.
Hamingja
skipbrotsins
Stjómmálaskoðanir hafa áhríf á mat
manna á skáldum og skáldskap. Talið er
líklegt að mesta skáld Ítalíu á þessari öld,
Giuseppe Ungaretti, hafí ekki fengið Nó-
belsverðlaun vegna þess að hann var orð-
aður við fasískar skoðanir eða var að
minnsta kosti ekki yfírlýstur andfasisti.
Jóliaim Hjálmarsson leiðir hugann að
þessu og þrístiminu fræga í ítalskri ljóðlist.
UMBERTO Saba í fornbókaverslun sinni í Trieste. Eugenio Montale og
Salvatore Quasimodo
FYRIR nokkru heyrði ég
rómaðan ítalskan bók-
menntamann og skáld,
prófessor við kunnan ít-
alskan háskóla, lýsa hlut Giusep-
pes Ungarettis í ítölskum bók-
menntum með þeim hætti að hann
væri eitt þriggja höfuðskálda ítala
á þessari öld.
Þetta kom mér ekki á óvart.
En það vakti forvitni mína að fá
að vita um hina tvo. Að vísu var
svarið fyrir hendi í huga mér:
Eugenio Montale og Salvatore
Quasimodo. Frá því á sjötta ára-
tugnum var þetta viðurkennd
skoðun. Quasimodo fékk svo Nó-
belsverðlaun 1959 og Montale
1975 en Ungaretti lá óbættur hjá
garði þegar hann lést 1970.
Með því að kalla prófessorinn á
eintal fékk ég það staðfest hvert
þrístirnið væri að hans mati. Nöfn-
in sem upp á vantaði voru Mon-
tale og Umberto Saba. Valið spegl-
ar það bókmenntamat sem nú er
ríkjandi á Ítalíu.
Ég leitaði eftir skýringu þótt
mig grunaði hver hún yrði. Niður-
staðan var þessi: Ungaretti var
fasisti, Saba gyðingur. Quasimodo
fékk Nóbelsverðlaunin vegna and-
fasískra ljóða sinna fyrst og
fremst. Á Ítalíu voru skáld ýmist
ofmetin eða vanmetin samkvæmt
stjórnmálaskoðunum sínum.
Sentimento del Tempo
Giuseppe Ungaretti er það ít-
alska skáld þessarar aldar sem
ætlar að endast einna best, enda
eru ljóð hans úr varanlegu efni og
ekki stundleg þótt þau spegli
kennd andartaksins betur en flest
önnur ljóð. Montale er innhverfari
og lærðari í skáldskap sínum.
Quasimodo er útleitinn og líka
klassískur. Saba tileinkaði sér
innilegan ljóðstíl og orti um nán-
asta umhverfi sitt. í lofkvæðum
um konu sína sem hann elskaði
og dáði líkti hann henni við hús-
dýr. Slíkt þykir kannski óviðeig-
andi en slíkt hvarflaði ekki að
Saba í einlægni sinni. Líkingin var
í hans augum hámark lofs.
Víða, ekki síst í Svíþjóð, er mik-
ið skrifað um Ungaretti og ljóð
hans birtast. í nýjum og nýjum
þýðingum. í tímaritinu BLM (nr.
3, 1997) birtast nokkur ljóða
Ungarettis í þýðingu eftir Pierre
Zekeli. Þýðingunum er fylgt úr
hlaði af Anders Olsson sem segir
þær vera úr handriti þýðandans
sem lést 1988.
Náiægð hins óendanlega
Anders Olsson kallar grein sína
Nálægð hins óendanlega en sú fyrir-
sögn getur talist dæmigerð fyrir
viðleitni Ungarettis í ljóðum sínum.
Fyrsta bók hans kom út 1916 og
nefndist II porto sepolto (Grafna
höfnin), 1919 kom Ailegria di
naufragi (Hamingja skipbrotsins)
og 1933 Sentimento del Tempo
(Kennd tímans). Heildarverk sitt
skýrði Ungaretti Vita d’un uomo
(Líf manns).
Eins og Olsson minnist á hafnaði
Ungaretti akademískum skáldskap
og hefðbundnum án þess þó að rífa
niður í anda fútúrista sem voru
áhrifamiklir á Ítalíu. Með því að
snúa baki við mælskum ljóðum og
yrkja stutt og meitluð
ljóð, mörg aðeins fáein
orð eða nokkrar línur, fór
hann aðrar leiðir en tíðk-
uðust í ítölskum skáld-
skap. Hann lærði einkum
af frönskum skáldum
(Mallarmé, Valéry).
Það sem mótaði fyrstu
ljóðabækur hans einna
mest var herþjónusta í
fyrri heimsstyijöld.
Raunir stríðsáranna og
einnig upphafning birt-
ast í ljóðum sem erú eins
konar dagbókarslitur og
afar áhrifamikil. í þessum ljóðum
leika grimmd og fáránleiki stríðsins
sitt hiutverk og ljóðin eru þess sem
er þátttakandi, en stendur ekki
álengdar:
Næturlangt
hef ég legið
við hlið fallins
vinar
hjá vörum hans
sem glotta
við fullu tungli
hjá stirðnuðum
höndum hans
sem beinast
að þögn minni
hef ég skrifað
bréf full af ást
Ég hef aldrei verið
lífinu
jafn hollur
(Vaka, Cima Quattro
23. desember 1915)
Fyrir mörgum árum orti sænska
skáldið Tomas Tranströmer um
áhrifavalda í ljóðlist (Hommages).
Þar er Ungaretti talinn meðal
þeirra sem skrifa með krít lífsins
á töflu dauðans.