Morgunblaðið - 11.11.1997, Side 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
Gagnmerk
ferðabók
Konrad Maurer.
BOKMENNTIR
Þjóðfræði
KONRAD MAURER
ÍSLANDSFERÐ 1858
Þýðandi Baldur Hafstað. Ferðafé-
lag íslands 1997, LI + 453 bls.
ÞAÐ eru ár og dagar síðan
þeim sem þetta ritar hefur borist
álíka gersemi í hendur og þessi
bók. Lestur hennar hefur veitt
ómælda ánægju og mikla
fræðslu.
Margir rosknir íslendingar
kannast sjálfsagt við nafnið
Konrad Maurer. Alkunnugt er
að hann var Þjóðverji, skrifaði
sitthvað um norræna réttarsögu,
safnaði íslenskum þjóðsögum,
var mikil hjálparhella Jóns Arna-
sonar um útgáfu þjóðsagnasafns
hans og var mikill íslandsvinur.
Hitt vissi ég a.m.k ekki fyrr en
ég las þessa ferðabók hvílíkum
feikna lærdómi sá maður bjó yfir
um allt sem íslenskt var frá
fyrstu tíð til nútímans og hversu
einlægur stuðningsmaður í sjálf-
stæðisbaráttunni hann var.
Á undan sjálfri ferðasögunni
fara fjórir formálar. Þann fyrsta
ritar fv. forseti Ferðafélags ís-
lands, Páll Sigurðsson prófessor.
Ferðasaga þessi er gefin út í til-
efni af sjötíu ára afmæli félags-
ins. Lætur Páll m.a. svo um mælt:
„Með þessum hætti minnumst
við afmælisins með varanlegum
hætti en höldum um leið á loft
minningu þess manns sem átti
mestan þátt allra erlendra manna
í sókn og sigrum sjálfstæðisbar-
áttu okkar á öldinni sem leið, var
frumkvöðull og aflvaki vísinda-
legrar þjóðsagnasöfnunar hér á
landi, einn helsti brautryðjandi
nútímalegra rannsókna á íslensk-
um fomsögum og jafnframt hinn
mikilvirkasti og vandaðasti fræði-
maður er nokkru sinni hefur helg-
að sig íslenskri réttarsögu á
grundvelli samanburðarrann-
sókna á fomum rétti annarra
germanskra þjóða. Við heiðrum
einnig minningu góðs ferða-
manns, sem nú gefur okkur með
riti sínu hlutdeild í ferð sinni
ásamt reynslu og þekkingu á hög-
um forfeðra okkar og formæðra."
Allt er þetta með vissu satt
og rétt og því full ástæða til að
heiðra minningu dr. Maurers með
þessum hætti þó að seint sé að
vísu.
Næst ritar dr. Kurt Schier
prófessor í Múnchen 20 bls. rit-
gerð, Konrad Maurer, ævi hans
og störf. Það er ágæta vel skrif-
uð og ítarleg ritgerð og nauðsyn-
leg kynning í upphafi bókar. Þar
er fyrst í greininni sagt frá þess-
ari ferðasögu. Enginn virtist um
hana vita fyrr en höfundi ásamt
samverkamanni sínum Kládíu
Róbertsdóttur tókst að hafa uppi
á handritinu. Þá hafði það legið
gleymt og grafið í „meira en
hundrað ár“. Upphaflega mun
dr. Maurer hafa haft útgáfu í
huga, en af einhveijum ástæðum
sem enginn þekkir nú varð ekki
af því. Raunar Iauk dr. Maurer
ekki við ferðasöguna, þó að varla
hafi mikið á vantað.
Dr. Maurer var fæddur árið
1823. Hann varð stúdent 16 ára
gamall og orðinn lagaprófessor í
Múnchen 24 ára. Það varð hið
opinbera ævistarf hans. Hann
lést árið 1902, saddur lífdaga að
því er hermt er.
Dr. Árni Björnsson, þjóðhátta-
fræðingur, ritar hina ágætustu
grein (17. bls.) er nefnist Konrad
Maurer og Islendingar. Þar kynn-
ir hann helstu fræðastörf dr.
Maurers sem snerta Island og
fjallar um samskipti hans við fjöl-
marga málsmetandi íslendinga
og ýmis afskipti hans af íslensk-
um málefnum.
Loks er stutt greinargerð frá
þýðanda ferðasögunnar, Baldri
Hafstað.
Þessir formálar sem losa hálft
hundrað blaðsíðna búa lesandann
vel undir lestur þessarar ferða-
sögu.
Dr. Maurer var hálffertugur
þegar hann hóf hina miklu ís-
landsferð sína. Sumarið áður
hafði hann dvalist í Kaupmanna-
höfn, notið kennslu í íslensku
hjá Guðbrandi Vigfússyni og
Gísla Brynjulfssyni, grúskað í
handritum Árnasafns og fræðst
um ótalmargt af vini sínum Jóni
Sigurðssyni. Hann var því vel
undir ferðina búinn. Hann var
þegar þaulkunnugur íslendinga
sögunum og mælandi á íslenska
tungu. Hingað til lands kom
hann 27. apríl 1858, en landið
yfirgaf hann 17. október sama
ár. Sjálf ferðin um landið utan
Reykjavíkur stóð frá 20. júní til
10. september. Lengst af voru
þeir fjórir á ferðalaginu: ferðafé-
lagi hans, dr. Winkler, prest-
lærður maður, en áhugamaður
um jarð- og steinafræði (Maurer
hafði talsverða raun af honum,
en losnaði þó stundum við hann
og var því næsta feginn), leið-
sögumaðurinn Ólafur fagri og
hestasveinninn Pétur. Utbúnað-
ur þeirra var minni en ætla
skyldi. Þeir höfðu alls ellefu
hesta, þar af fjóra undir klyfjum.
Farangur var eins lítill og hugs-
ast gat, nesti sáralítið og Maur-
er var í sömu fötunum allan tím-
ann. Vegalengdin var þó ekkert
smáræði: Reykjavík - Þingvöll-
ur - Geysir - Skógar - Fljóts-
hlíð - Stóri-Núpur - Sprengi-
sandsleið - Bárðardalur - Eyja-
fjörður - Skagafjörður - Húna-
vatnssýslur - Dalir - Skarðs-
strönd — Fellsströnd - Mýrar -
Borgarfjörður - Reykjavík. Við
þetta bættust svo fjöldamargir
útúrkrókar til skoðunar og rann-
sókna, s.s. Stykkishólmur, Flat-
ey, Akureyjar, Staður á Reykja-
nesi o.fl.
Og hvað er svo af þessu ferða-
lagi að frétta? Að líkum lætur
að það sem ferðamaðurinn þurfti
386 þéttprentaðar blaðsíður (og
þar af mikið smáletur) undir frá-
sögn sína verður ekki endursagt
í fáum orðum. Það verður ekki
reynt hér. Menn verða að sjálf-
sögðu að lesa. Og því má lofa
að sá lestur svíkur engan. Hér
get ég aðeins frá því greint hvað
mér er efst í huga
að loknum hröðum
lestri. En til þessar-
ar bókar verður
áreiðanlega oftar
gripið. Lesi maður
bókina sem áhuga-
maður um ferðalög
hér á landi rekur
hann kannski einna
fyrst augun í það
hversu dr. Maurer
er umhugað um að
lýsa vel því sem fyr-
ir augu ber. Fáir
Islendingar hygg
ég að myndu lýsa
landinu nákvæmar.
Fjöll eru nefnd með
nöfnum og vantar
fátt sem sjáanlegt
er frá hveijum stað,
landslag er tíundað
af undraverðri ná-
kvæmni, vegum og
vegleysum er lýst,
vötnum, ám og vöð-
um. Maður ferðast
í raun með honum, fylgist með
lengd dagleiða, áningarstöðum
og ástandi hestanna og ferðafé-
lagarnir, einkum Ólafur og Pét-
ur, koma mjög við sögu. Allt er
þetta óvenjulegt í ferðabókum
erlendra manna. Ég held að ég
hafi aldrei fengið eins sterka til-
finningu fyrir því hvernig það
var í raun og veru að ferðast
langleiðir á hestum um miðja
nítjándu öld. Eftirtektarvert er
hversu annt hann lætur sér um
hestana. Þeir eru nefndir með
nöfnum. Maður veit hvenær hver
heltist, hversu úthaldsgóðir og
ásetugóðir þeir eru o.s.frv.
Maurer gerði sér far um að
gista á bæjum. Tjaldið notaði
hann varla. Hann borðaði með
fólkinu þann mat sem á borð var
borinn og ræddi við heimamenn
eins og gamalreyndur sveita-
maður. Þetta Iítillæti fannst fólki
mikið til um og tók honum opn-
um örmum eins og gömlum vini.
Oftast gisti hann raunar hjá
embættismönnum enda þurfti
hann um margt að fræðast af
þeim. Raunar er það alveg með
ólíkindum hversu eljusamur
hann var að fræðast: um lög-
fræðileg efni, sögu og sagnir,
einkum þjóðsögur og kvæði, en
einnig eitt og annað sem nútím-
ann varðaði, s.s. sveitarstjórnar-
mál, stjórnsýslu, fjárkláða, sjálf-
stæðismál og ótalmargt fleira.
Eiginlega lét hann sér fátt óvið-
komandi. Heilar og hálfar næt-
urnar sat hann við að skrifa í
dagbækur sínar og það þó að
hann ætti erfiðan ferðadag að
baki.
Auðfundið er hversu mikill
aufúsugestur hann var flestum.
Menn riðu á móti honum þegar
þeir vissu hans von í sveitinni
til að vera vissir um að hann
færi ekki framhjá, gerðu honum
veislur, riðu stundum heilu dag-
leiðirnar með honum er hann fór-
og létu einatt undir hann bestu
gæðinga sína. Bókamenn sem
annars lágu eins og ormur á
gulli á bókum sínum og handrit-
um, leiddu hann að gersemum
sínum og leystu hann út með
dýrmætum gjöfum, s.s. síra
Benedikt á Hólum og síra Frið-
rik Eggerz í Akureyjum.
Dr. Maurer sat sig auðvitað
ekki úr færi um að skoða sögu-
staði. í ferðabókinni er víða vikið
að fomsögum, oft í löngu máli.
Þeim fræðum var hann flestum
kunnugri.
Einn mikilsverður kostur
þessarar ferðabókar er hversu
mikið er þar af mannlýsingum,
sumum bráðsnjöllum. Hygg ég
að þar bætist íslenskri mann-
fræði dijúgur skerfur. Yfirleitt
liggur honum einkar gott orð til
íslendinga. Samt leynir sér ekki
að honum ofbýður stundum
drykkjuskapur embættismann-
anna og var hann þó ekki bind-
indismaður sjálfur.
Ótalmargt fleira mætti frá
þessari bók segja, en einhvers
staðar verður að láta staðar num-
ið. Hún skilur eftir mynd af fjölg-
áfuðum manni, einkar aðlaðandi
og hlýjum, sem greinilega vildi
unna íslandi og íslendingum
sannmælis, því að honum þótti
vænt um hvort tveggja.
Bók þessi er prýðilega útgefin.
Allmargar myndir manna og
staða eru til augnayndis og fróð-
leiks. Textinn hefur verið gerður
læsilegri með millifyrirsögnum
og spássíuklausum sem vísa til
innihalds textans.
Þýðingin er mætavel gerð.
Manni dettur varla í hug að bók
þessi sé rituð á erlendu máli, svo
vel hefur þýðandinn unnið sitt
verk. Ekki hefur það verið fljót-
unnið. Á Baldur Hafstað mikið
hrós fyrir það skilið. Víða hefur
þýðandinn bætt við skýringar-
greinum neðanmáls. Full spar-
samur finnst mér þó hann hafa
verið þar.
Innan á kápu er íslandskort
og er þar merkt sú leið sem dr.
Maurer fór. Að því er gott hag-
ræði. í bókarlok er Heimildaskrá,
Nafnaskrá (menn, dýr, vættir,
hlutir), Staðanafnaskrá og
Myndaskrá. Fremst í bók er
heillaóskaskrá, þar sem bókin er
afmælisrit Ferðafélags íslands.
Það var vissulega vegleg afmæl-
Sigurjón Björnsson
Alveg nóg að lifa
GUÐRÚN Jónsdóttir, sögu-
hetja nýrrar skáldsögu Þór-
unnar Valdimarsdóttur, Alveg
nóg, „hefur fengið alveg nóg
af basli. Hún er einstæð móðir
með tvö börn úr tveimur sam-
böndum þegar hún verður ást-
fangin af ríkum Dana. Hún
ákveður að flytja til hans þó
kynnin hafi verið stutt og það
eru ekki allir jafnhrifnir af
ákvörðun hennar. Frelsið og
örlögin takast á í nýjum heimi.
Guðrún hefur tíma til að hugsa
og leita og leitar þá oft langt
yfir skammt. ímyndunaraflið
ber skynjunina ofurliði og
dregur hana af leið.
Hvernig varð hugmyndin að
sögunni til?
„Ég hef gaman af hug-
t, myndasögu og er hér að leika
mér með þá hugmynd að í nú-
inu ríki heiðið siðferði. Hin
kristna hugmynd um eina ævi-
langa ást gildir ekki lengur í
praxís, alla vega ekki hjá fólki
sem er fullt af óróa. Þetta er
saga um það hvernig kona fer
með ævibirgðir sínar af ást,
kona sem er svo óþæg að
geyma ekki hjartað alla ævi í
sömu skúffu!“
„Ég skrifa af hugsjón!" segir
Þórunn. „Skilnaðir eru gerðir
allt of erfiðir, öll víxlspor for-
dæmd, skyldur við aðra eru
settar ofar en skyldur gagnvart
okkur sjálfum. Sá sem hlítir
ekki gömlum boðum og bönnum
heldur er sjálfum sér hollur
getur haft skelfileg áhrif á ör-
lög sinna nánustu. Söguhetjan
er að reyna að vera fijáls en
gerir sig seka um fordóma og
af því spretta óvæntir atburðir."
Margar vísanir í verkinu eru
beinar, það er vitnað í Lax-
dælu, Nietzsche, Whitman og
ísabellu Duncan. Hvers vegna
samtal við þessa texta? „Ég
gerði ekki mikið úr Laxdælu-
líkingunni því fólk þekkir sög-
una, en það er gaman að láta
hana blunda undir. Ég er með
ísabellu Duncan, Nietzsche og
Whitman inn í til þess að benda
fólki á höfundasöguna og
hvernig hún virkar. Mér fannst
heiðarlegra að láta frelsishetj-
urnar Duncan, Whitman og
Nietzsche tala beint til Guðrún-
ar en að fela í textanum hug-
myndir sem koma frá þeim,
sem hafa síast i mig og inn i
samtímann. Við þetta kemur
viss dýpt í söguna... ég minni
á að núna hundrað árum seinna
er frelsið enn að stríða við að
ná til almennings og
margir eiga í miklu
basli með að fara vel
með sína byrði af
þessu ægilega fyrir-
bæri, ást.“
Verkið er í samtali
við hugmyndasög-
una, bókmennta-
minni og líka við hjá-
trú. Passar hjátrúin
við hugmyndafræð-
ina eða er hún mót-
sögn?
„Beinar vísanir
eru meðvitaðar en
aðrar ómeðvitaðar.
Hjátrúin er líklega
einhver sér íslensk vídd, ís-
lenskar konur eru draumspak-
ari en aðrar. Guðrún er ekki
beint hjátrúarfull heldur skoðar
hún hvernig tilviljanir úr lífínu
tengjast táknmyndum úr
draumi. Og tilviljanir tengjast
líka sögu annarrar konu með
sama nafni. Þar er bara allt
ónotaða svæðið í hinum ótrú-
lega heila okkar að verki.“
ÆTURNIR
bera mig úr
lestinni með
allan minn
ósýnilega farangur og
ég geng rösklega í átt
að gamla brúna vol-
vónum. Það ískrar í
rauðum vindhana og
himinninn er rauður.
Æði heim á nokkrum
mínútum, heim í ég
veit ekki hvað, þó orð-
in miklu rólegri, róleg
í gegn, gamli högg-
deyfirinn er kominn
á, ég hef áður þurft
að rífa mig upp, kann
að deyfa allt það, er bara svöl eins
og í kvikmynd og á leið að leika
aðalhlutverk uppljóstrara sem
heimtar uppgjör. Renn heim tijá-
göngin og held ég sé að koma
með óveður í húsið, en út úr hús-
inu koma þau þrjú, Úlla, Kjeld og
Steina og ég sé strax á þeim að
eitthvað miklu hræðilegra kom
heim á undan.
Úr Alveg nóg