Morgunblaðið - 11.11.1997, Qupperneq 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
Blikk-
trommu-
barningur
Hinn víðlesni en umdeildi rithöfundur Gúnter
Grass hefur veríð mikið í fréttum undanfam-
ar vikur í Þýskalandi. Hann varð sjötugur
16. október síðastliðinn en aldurinn aftrar
honum ekki enn frá því að gera stjómmála-
mönnum í æðstu stöðum gramt í geði.
Harkaleg gagnrýni hans á afstöðu þýskra
stjómvalda í málefnum pólitískra flótta-
manna og innflytjenda hefur komið af stað
umræðu. Rósa Erlingsdóttir kynnti sér
bakgmnn litríks rithöfundar sem hikar ekki
við að taka pólitíska afstöðu.
BÓKAMESSUNNI í Frank-
furt lauk fyrir ríflega
tveimur vikum á afhend-
ingu friðarverðlauna
þýskra bóksala en þau komu að
þessu sinni í hlut Yasar Kemal, 74
ára rithöfundar, frá Austur-Anatólíu
í kúrdíska hluta Tyrklands. í þakkar-
ræðu sinni varð rithöfundinum tíð-
rætt um „hið skítuga, tilgangslausa
stríð“ er Tyrkir heyja gegn Kúrdum
í landi beggja en sjálfur hefur hann
mátt þola pyntingar og fangelsisvist
fyrir skrif sín og afskipti af stjóm-
málum. Hann gagnrýndi jafnframt
þýsk stjómvöld fyrir afskiptaleysi af
mannréttindabrotum í Tyrklandi og
fyrir það að koma fram við Tyrki
búsetta í Þýskalandi sem þriðja
flokks þegna. í ræðunni kom greini-
lega í ljós að hann hefur misst trú
á getu og vilja sljómmálamanna til
að vinna að friði sem og gegn mann-
réttindabrotum.
Gunter Grass sem hélt hina hefð-
bundnu lofræðu við þetta tækifæri
tók í sama streng og sagðist skamm-
ast sín fyrir land sitt og þjóð sem á
tímum efnhagslegrar kreppu setji
markaðshyggju ofar lýðraeðislegum
gildum. Með því að leyfa vopnasend-
ingar til stríðshijáðra héraða Kúrd-
istan gefur Þýskaland þegjandi og
hljóðalaust samþykki fyrir kúgun
heillar þjóðar. A sama tíma sitja á
annað þúsund Kúrdar í þýskum
fangelsum vegna synjunar á umsókn
um pólitískt hæli og bíða þess að
verða sendir aftur „heim“. Grass
talaði um ótrúlega villimennsku í
þessu sambandi, villimennsku sem
hefði hlotið blessun þýskrar stjóm-
sýslu og velþóknun hægri öfgasinna
og nýnasista. Hann sagði ennfremur
að ef stjómvöld létu ekki til sín taka
í réttindamálum Tyrkja hið bráðasta
væm þau „einskis verð“.
Viðbrögð við þessari hörðu gagn-
rýni létu ekki á sér standa. Aðalrit-
ari kristilegra demókrata (CDU),
Peter Hintze, vísaði orðum Grass á
bug og sagði hann endanlega hafa
sagt sig úr hópi þeirra skálda sem
verðskulduðu að vera tekin alvarlega
í samfélagsgagnrýni sinni. Stjóm-
málamenn sósíaldemókrata (SPD)
og græningja fögnuðu hins vegar
orðum Grass og sögðu þau tilefni til
endurskoðunar á stöðu pólitískra
flóttamanna í landinu. Talsmenn út-
lendingasamtaka töldu hörð viðbrögð
kristilegra demókrata afhjúpa veika
stöðu stjómarinnar og getu- og vilja-
leysi þeirra gagnvart óviðunandi
réttarstöðu Tyrkja í Þýskalandi.
Gunter Grass er fæddur 16. októ-
ber 1927 í Danzig. í síðari heim-
styijöld gegndi hann herskyldu sem
vörður á vopnalager, og sat að stríði
loknu eitt ár sem stríðsfangi í gæslu
Bandaríkjamanna. Hann nam
myndlist í Berlín og Dusseldorf og
vann til ársins 1955 sem mynd-
höggvari og grafíkmeistari. Sama
ár sigraði hann í ljóðasamkeppni
rithöfunda sem kölluðu sig „Grappe
47“ en margir af þekktari höfundum
eftirstríðsáranna tengdust þessum
hópi. Bókmenntir eftirstríðáranna í
Þýskalandi einkennast af ný-raun-
sæi, sem fjallar um raunveruleg
vandamál samtímans. Samkvæmt
þessari stefnu eiga bókmenntir að
vera rannsóknarmiðill sem beitir
tungumálinu til að lýsa veraleikan-
um en kaffærir hann ekki í ljóðrænu
myndmáli. Heinrich Böll sem var
meðlimur „Grappe 47“ skrifaði eitt
sinn: „Rithöfundar geta einungis
valið sér það viðfangsefni, sem þjóð-
félagið hefur þá þegar dæmt úr-
gang.“ Verkefni rithöfunda sé því
að hefja hið óverðuga til virðuleika.
A hápunkti ferils
síns þrítugur að aldri
Fyrsta skáldsaga Gunter Grass,
„Blikktromman", kom út 1959.
Bókinni var fagnað sem tímamóta-
verki og margir gagnrýnendur eru
enn á því máli að með henni hafi
Grass, þrítugur að aldri, skrifað sitt
meistaraverk. Á þessum tímum var
staða skáldsögunnar í deiglunni eins
og svo oft síðan, og hún af mörgum
talin úrelt frásagnarform. Grass lét
þessar vangaveltur ekki hafa áhrif
á sig og skrifaði nútímalega skáld-
sögu með sterkar rætur í klassískri
frásagnarhefð. Bækurnar „Köttur
og mús“ (1961) og „Hundaár"
(1963) mynda Danzig-trílógíuna
ásamt „Blikktrommunni". Sögusvið
bókanna er umhverfi og umgjörð
smáborgarans í Danzig frá aldamót-
um, fram á fímmta áratuginn.
Hetja „Blikktrommunnar" er
Óskar sem situr á geðveikrahæli og
skrifar ævisögu sína og leiðir les-
andann um sögu Danzig 1933-1945.
Óskar á sér sem bam þá ósk heit-
asta að snúa aftur í móðurkvið en
að því er ekki hlaupið og því ákveð-
ur hann á þriggja ára afmæli sínu
að hætta að stækka. Það gengur
eftir líkamlega en andlega þroskast
hann hraðar en aðrir (að eigin sögn)
og sér heiminn frá öðra sjón-
arhomi; að neðan. Þetta sjónarhorn
afklæðir hina fullorðnu öllum virðu-
leika sem er viðeigandi því Óskar
kemst að því að óréttlæti heimsins
orsakast jú af gjörðum hinna full-
orðnu. Þjóðfélagið einkennist af
smáborgaralegum fáránleika á tím-
um stríðs og eymdar, en í þeim
veruleika vill hann ekki og getur
ekki verið þátttakandi. Óskar eign-
ast trommu sem hann notar til að
tryggja hæfilega fjarlægð á milli sín
og hinna fullorðnu; hann trommar
þau (og veraleikann) í burtu. Seinni
bækur rithöfundarins einkennast í
auknum mæli af pólitískum atburð-
um í Þýskalandi. Skáldsagan „Stað-
bundin deyfing" eða „Örtlich be-
taubt“ (1969), snýst um hugmynda-
fræði ’68 kynslóðarinnar. Grass er
í bókinni maður málamiðlunar og
hann hafnar öfgakenndum kröfum
róttæklinga, kallar þær hugsjóna-
lausa útópíu.
í Die Plebejer proben den Auf-
stand (1966) fjallar hann um kröfu-
göngu verkamanna í Berlín þann
17. júní 1953, en skáldsaga þessi
hefur verið nefnd „þýsk harmsaga".
Sögusviðið er uppsetning leikritsins
Coriolanus eftir Shakespeare en þar
segir frá baráttu rómverskra borg-
ara (plebeja) gegn patríörkum.
Æfingar á verkinu era traflaðar af
verkamönnum nútímans sem biðja
leikstjórann um liðsstyrk í pólitískri
baráttu sinni. Leikstjórinn notfærir
sér atburðina sem innblástur í upp-
færslunni en hafnar allri aðstoð og
neitar að horfast í augu við samfé-
lagslegar afieiðingar hegðunar
sinnar. Verkið fjallar því öðram
þræði um pólítíska ábyrgð lista-
manna.
- Stuðningsmaður
Willy Brandt
Gúnter Grass hóf snemma af-
skipti af stjórnmálum og þau hafa
mótað öll stærri verk hans. Það er
því ekki að undra að fyrir utan að
vera í hópi mest lesnu höfunda
Þýskalands er hann sennilega um-
deildastur þeirra. Hann var um ára-
tuga skeið eða frá 1960 flokksbund-
inn sósíaldemókrati (SPD) og jafn-
framt dyggur stuðningsmaður Willy
Brandts fyrir bættri utanríkisstefnu
gagnvart Austur- Þýskalandi. Hann
starfaði fyrir flokkinn sem ræðu-
maður í kosningabaráttu Willy
Brandts 1969, þegar Brandt hlaut
kosningu sem kanslari. 1972 gaf
Grass út nokkurs konar samantekt
um kosningabaráttuna og myndun
samsteypustjórnar vinstri- og
miðjuflokka. Bókina kallaði hann
„Dagbók snigils" og skírskotar titill-
inn til öfga umbótasinna ’68 kyn-
slóðarinnar: Grass er talsmaður
raunsærra pólitískra markmiða, að
hans mati þarf mörg lítil skref að
stærra takmarki. Grass sagði skilið
við SPD 1993 í mótmælaskyni
vegna afstöðu frammámanna
flokksins í málefnum pólitískra
flóttamanna.
Undir áhrifum kvenna- og
friðarhreyfingarinnar
Með útgáfu skáldsögunnar „Lúð-
an“ (1977) segir Grass tímabundið
skilið við vettvang stjórnmála. Bók-
in fjallar um sögu mannkyns; hina
óhagstæðu þróun frá mæðra- til
feðraveldis. Ástandið í heiminum,
náttúraspjöll og spilling, er óræk
sönnun þess að feðraveldið hefur
brugðist. Það eina sem við höfum
varðveitt frá náttúranni er hinn
kvenlegi kraftur að varðveita og
gefa af sér líf. Lúðan í bókinni er
talandi, ódauðlegur fiskur sem segir
veiðimanni sögur sem spanna þús-
undir ára og biður hann um að veij-
ast valdi kvenna. í lok bókarinnar
telst hins vegar sannað að hug-
myndafræði karlaveldis sé dæmd til
að mistakast. Hópur femínista veið-
ir lúðuna og sendir hana fyrir dóm-
stól sinn (sem ber nafnið „feminal")
þar sem lúðan er þvinguð til að taka
málstað þeirra. Skáldsagan ein-
kennist af mikilli íróníu, frásagnar-
og lífsgleði en er samt alvarleg
áminning um mistök karlaveldis.
Á áttunda áratugnum var Grass
meðlimur í friðarhreyfingu. Á þeim
áram skrifaði hann „Rottuna" en í
henni er fjallað um náttúraspjöll á
liðinni tíð. Aðalpersóna sögunnar
fínnur rottu, í stað bangsa, undir
jólatrénu og rottan segir henni til
syndanna, að mannkynið geti átt
sitt sjálfskaparvíti. Draumsýn rott-
unnar er mannlaus veröld með him-
inháum ruslahaugum. Draumurinn
breytist í rás sögunnar: rottan vill
fá manneskjuna aftur en vonar að
í þetta sinn geti allir lifað saman í
friði og spekt. Gúnter Grass reynir
einnig í nokkram bókum að vinna
úr örlögum þýsku þjóðarinnar á
þessari öld. I nýjasta verki sínu
„Ein weites Feld“ eða „Breitt engi“
(1995), sem er jafnframt umdeildast
allra verka hans, beinir hann sjónum
sínum að sameiningu Þýskalands.
Sú skoðun hans að menning og
bókmenntir séu sameiningartákn
hins almenna borgara í Þýskalandi
samtímans, sem og sögulega séð,
kemur glögglega í ljós.
Gtinter Grass hefur haldið uppi
gagniýni í anda lýðræðis og félags-
hyggju alla tíð frá byggingu Berlín-
armúrsins 1961. Það er ekki hægt
að mæla hvaða áhrif hann kann að
hafa haft en hann hefur aldrei hikað
við að láta skoðanir sínar í ljós. Þátt-
taka hans og afskipti af stjórnmálum
hafa þó einkennst af þymibraut fé-
lagshyggjumannsins; Grass er ýmist
gagnrýndur af félögum úr eigin röð-
um fyrir að halda að sér höndum
eða af andstæðingum fyrir að vera
of róttækur. Hann hefur ætíð barist
gegn öfgum til hægri og vinstri og
bent á mikilvægi ríkisafskipta og
sterks þegnasamfélags þar sem sam-
spil þeirra festi lýðræðið í sessi og
tryggi pólitískan stöðugleika.
Stígum stoltar fram
ÚLFABROS heitir fyrsta ljóða-
bók Önnu Valdimarsdóttur sál-
fræðings. Bókin er 156 bls. og
inniheldur 92 ljóð er skiptast í
fimm kafla. Það er Forlagið er
gefur bókina út.
Bókin fjallar um sársauka-
fulla reynslu af skilnaði, svikum,
vonbrigðum og reiði. Einnig seg-
ir frá hvernig ljóðmælandi yfir-
vinnur þessar erfiðu tilfinningar
og tekur á móti ástinni á ný.
Fyrsti kafli bókarinnar heitir
Konur. Fjallar hann um stöðu
kvenna í nútímaþjóðfélagi, litla
sigra og ósigra. Höfundur hvet-
ur konur til að standa saman og
taka niður grímurnar. í öðrum
kafla, Lífi og starfi, er ort um
uppeldi, súperframhaldssjálfs-
Systur
Stígum stoltar fram
og segjum hver
annarri sögu okkar
látum vera þótt molni
upp úr
fáeinum glansmynd-
um í leiðinni.
Eru ekki innviðirnir
meira virði?
Hertir í eldi
reynslunnar.
styrkingarhópinn. Um það að
geta ekki Ijáð tilfinningar sínar
og að kunna fótum sínum forráð.
í kaflanum Tímamót er skiln-
aðurinn í brennipunkti. Þung-
lyndið fylgir skilnaðinum; bls.
70: „Hver sagði/að endurfæð-
ingin yrði auðveld?” Uppgjör,
næstsíðasti kaflinn, lýsir miklum
sársauka tengdum skilnaði;
hamingjumorði, framhjáhaldi og
barneignum utan hjónabands. í
lokakafla bókarinnar, Ástin, lýs-
ir Anna að lokum endurkomunni
til ástarinnar og traustsins.
í stuttu viðtali við höfund bók-
arinnar svaraði Anna játandi
spurningunni um það hvort
þetta væru fyrstu ljóðin hennar.
Anna sagðist satt best að segja
ekki hafa átt von á því að eiga
það eftir að gefa út ljóðabók.
Mega lesendur eiga von á
fleiri bókum frá þér?
„Já! Ég held áfram að skrifa,
en býst alveg eins við því að það
geti orðið eitthvað annað en Ijóð.
Hvað það verður veit nú engin,
eins og segir í jóla\jóðinu.“
Hvemig líður þér nú þegar
bókin er komin fyrir almenn-
ingssjónir?
„Mér líður nýög vel, eiginlega
furðuvel. Ég velti því mikið fyr-
ir mér á meðan bókin var i geij-
un og vinnslu hvemig mér
myndi líða þegar og ef þetta
yrði að bók. Þau viðbrögð sem
ég hef fengið við útkomu bókar-
innar em nyög jákvæð. Ég upp-
lifi þetta sem sigur á sjálfri
mér.“
Var það erfíð ákvörðun að
koma Ijóðunum á prent?
„Já! Það var
erfið ákvörðun.
Það var bæði
erfitt að skrifa
ljóðin, að leyfa
þessu að koma á
pappír og bar-
átta við sjálfa
mig. Hvort ég
ætti að leyfa mér
að skrifa þetta
og að gefa ljóðin út á bók. Ég
veit að einkareynsla er ekki bara
okkar. Það kemur öðmm en
sjálfum okkur við og gæti komið
einhveijum að gagni að opna
glugga og leyfa öðrum að líta
inn.
Það falla af manni fjötrar við
það að leggja allt á borðið og
segja frá. Við það að upplifa þá
tilfinningu að þurfa ekki að
skammast sín fyrir neitt öðlast
maður yndislegt frelsi."
Anna
Valdimarsdóttir