Morgunblaðið - 11.11.1997, Page 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Átta íslenskir skíðamenn hafa náð lágmarki
Alþjóða Ólympíunefndarinnar til þátttöku
í alpagreinum á vetrarleikunum í Nagano
... sem er að vera meðal þeirra 500 bestu á heimslista FIS
Staða íslenskra skíðamanna
á styrkleikalista Alþjóða Svig
skíðasambandsins (FIS)
þann 28. október 1997
Kristinn Björnsson, Ólafsfirði
Haukur Arnórsson, Ármanni
Arnór Gunnarsson, ísafirði
Jóhann H. Hafstein, Ármanni
Sveinn Brynjólfsson, Dalvík
Brynja Þorsteinsdóttir, Akureyri
Theodora Mathiesen, KR
Sigríður Þorláksdóttir, ísafirði
Hæsti Islendingur inn á topp-500 lista:
Björgvin Björgvinsson, Dalvík
FIS- Sætiá
stig heimsl.
13.89
26,87
28,47
60,41
49.90
53.
167.
179.
670.
462.
36,71 170.
53,57 333.
51,31 300.
57,25 611.
Stórsvig
FIS- Sætiá
stig heimsl.
27,38 175.
40,57 422.
48,14 579.
39,92 405.
47,30 555.
45,79 222.
42,43 274.
44,68 504.
■ KEITH Burkinshaw sér um lið
Aberdeen þar til nýr þjálfari verður
ráðinn í staðinn fyrir Roy Aitken,
sem var sagt upp í gær, en Tommy
Craig, aðstoðarmaður Aitkens, var
líka látinn fara. Aitken var þjálfari
skoska úrvalsdeildarliðsins í tvö og
hálft ár.
■ PETER Stöger, landsliðsmaður
hjá Rapid Vín, var sagt upp í gær
vegna deilna við þjálfara liðsins, en
hann var samningsbundinn þar til í
sumar. __
■ STÖGER, sem er 31 árs og hefur
leikið 56 landsleiki, gerði tvö mörk
fyrir Austurríki á móti Hvíta Rúss-
landi í riðlakeppni HM fyrir skömmu
og átti stóran þátt í að Austurríki
leikur í úrslitakeppni HM.
■ STEVE Watson, vamarmaður
hjá Newcastle, var valinn í enska
landsliðshópinn fyrir vináttuleikinn
við Kamerún á laugardag í stað
Garys Pallisters hjá Manchester
United, sem meiddist í leiknum á
móti Arsenal.
■ VICTOR Femandez missti
þjálfarastöðu sína hjá Tenerife eftir
að liðið tapaði 3:1 heima fyrir Celta
Vigo í spænsku deildinni um helgina.
■ JUVENTUS og AC Milan eru
að búa sig undir að bjóða um 11
millj. punda (um 1,3 milljarða kr.) í
Steve McManaman hjá Liverpool,
samkvæmt fréttum í ensku helgar-
blöðunum. McManaman, sem á eft-
ir 18 mánuði af samningi sínum, virt-
ist á leið til Barcelona í sumar en
spænska félagið sætti sig ekki við
launakröfur miðjumannsins.
■ JÓN Benóný Reynisson setti um
helgina íslandsmet í bekkpressu í
+125 kg flokki á bikarmóti KRAFT
sem fram fór í Garðaskóla á laugar-
dag. Hann lyfti 255 kg og er það
mesta þyngd sem íslendingur hefur
lyft í þessari grein. ísleifur Árnason
setti unglingamet í -75 kg flokki í
bekkpressu, lyfti 150 kg.
■ ANTON Polster var kjörinn
íþróttamaður ársins í Austurríki og
Renate Götschl íþróttakona ársins
en samtök íþróttafréttamanna stóðu
að kjörinu.
■ POLSTER, sem er 33 ára, átti
stóran þátt í að koma Austurríki í
úrslitakeppni Heimsmeistarakeppn-
innar í knattspyrnu, sem verður í
Frakklandi næsta sumar, en
Götschl, sem er 22 ára, varð meist-
ari í bruni í heimsbikarnum á skíðum.
■ RODNEY Eyles frá Ástralíu
sigraði Peter Nicol, Skotlandi,
15:11, 15:12 og 15:12 í úrslitaleik á
heimsmeistaramótinu í skvassi sem
fram fór í Malasíu um helgina.
■ JONAS Björkman frá Svíþjóð
sigraði Hollendinginn Jan Siemer-
ink í úrslitum á opna Stokkhólms-
mótinu í tennis á sunnudag. Björk-
man, sem þykir mjög efnilegur, vann
3-6 7-6 6-2 6-4. Þetta var þriðji sig-
ur Svíans á opnu móti og fékk hann
112 þúsund doliara í verðlaun. Hann
hefur farið upp úr 69. sæti á heims-
listanum í það fjórða á þessu ári.
■ MARK Calcavecchia frá Banda-
ríkjunum sigraði á opna Sarazen-
mótinu í golfi sem fram fór í Brasel-
ton í Georgíuríki um helgina. Hann
lék á 271 höggi, sem er 17 höggum
undir pari vallarins. Lee Westwood,
Bretlandi, varð annar á 274.
VIÐSKIPT1
ú tíð er liðin að Islenskir knatt-
'w spyrnumenn séu seldir úr
landi fyrir nokkra knetti.
Sumir líta á íþróttir sem holla
hreyfingu og leik. Og hafa auðvit-
að rétt fyrir sér. Aðeins að hluta
til þó, því keppnisíþróttirnar snú-
ast sífellt meira um ____________
peninga og þetta tvennt
er raunar gjörólíkt;
keppnin er eitt og al-
menningslþróttir annað
og umsjón með þessu
tvennu ætti jafnvel ekki
að vera á sömu hendi.
Á stundum virðist sem umQöllun
um keppnisíþróttir, þessa helstu
skemmtun almúgans víða um lönd,
ætti frekar heima á viðskiptasíðum
dagblaðanna en íþróttasíðum. Sú
stund rennur þó vonandi aldrei upp
að keppnin sjálf falli I skuggann,
en fréttir af svimandi háu verð-
iaunafé á hinum ýmsu mótum,
kaupum og sölum leikmanna, gengi
félaga á hlutabréfamarkaði, kaup-
um og sölum heilu liðanna og gífur-
legum Qárhæðum sem íþróttamenn
þiggja I laun, fylla síður og þætti
I ríkara mæli en áður.
íþróttir eru geysivinsælt sjón-
varpsefni og það er ekki síst því
að þakka hve fjárstreymið til
hreyfíngarinnar er mikið. Ekki er
einungis um að ræða Ólympiuleika
og heimsmeistaramót; deildar-
keppni I knattspyrnu víða um lönd
er mikið verðmæti með samninga
við sjónarpsstöðvar f huga og þær
slást orðið um sýningarréttinn.
Knattspyma er skemmtun,
knattspyrnumenn því skemmti-
kraftar og íþróttin nú enn frekar
en áður orðin hluti skemmtanaiðn-
aðar heimsbyggðarinnar. Stað-
reyndin er sú að rekstur knatt-
spyrnuliðs er orðinn gífurlegt
gróðafyrirtæki. Áberandi er hve
ýmsir aðilar úr viðskiptalífí hafa á
undanfömum árum tengst erlend-
um knattspymufélögum á einn eða
annan hátt. Margir hveijir, ef til
vill allir, hafa þeir gaman af knatt-
spymu en einhverjir - ef til vill
allir - líta á íþróttina sem við-
skipti og vilja hagnast á henni.
Spennandi að fylgjast
með hvort útlendingar
koma að rekstri KR
Og að sjálfsögðu er ekkert við það
að athuga.
íslenskir íþróttaáhugamenn
verða sífellt meira varir við við-
skiptahlið Iþróttanna; m.a. vegna
frétta af tfðum ferðum íslenskra
knattspymumanna úr landi upp á
síðkastið. Og I síðustu viku var
greint frá því að forráðamenn
knattspyrnudeildar KR ættu í við-
ræðum við útlendinga, sem koma
hugsanlega að rekstri deiidarinn-
ar. Málið er spennandi, svo ekki
sé meir sagt og því ber að fagna
fáist meira fjármagn inn í íþrótta-
hreyfinguna en áður. Verði hægt
að hlúa betur að yngri íþrótta-
mönnum félaganna geta þau vænt-
anlega alið upp fleiri afreksmenn
og atvinnumönnunum erlendis
gæti fjölgað að sama skapi.
Staðreyndin er þessi: íþróttir eru
viðskipti og kaup og sala íþrótta-
manna er hluti þeirra viðskipta.
íþróttamenn eru útflutningsvara.
Einhver kann að mótmæia því að
réttlætanlegt sé að taka svo til orða
en staðreyndimar tala sínu máli.
Og þegar siík viðskipti eru bæði
„vörunni" og seijendunum hagstæð
er ekkert við þau að athuga.
Skapti
Hallgrímsson
Hver er körfuknattleikskonan KRISTÍIM JÓIMSDÓTTIR bakvörður KR-inga?
Samtaka
og jákvæðar
KR-INGAR hafa unnið alla leiki sína í 1. deild kvenna í körfu-
knattleik það sem af er keppnistímabilinu. Kristín Jónsdóttir
bakvörður hefur spilað vel með KR undanfarin ár og segir
að nú sé kominn tími til að vesturbæjarliðið verði meistari.
Um helgina vann KR lið Grindavíkur og er nú með tíu stig
eftir fimm leiki. Kristín, sem er 23 ára, er á öðru ári íviðskipta-
f ræði í Háskóla íslands.
Kristín byijaði að æfa körfu-
knattleik 14 ára gömul með
Tindastóli á Sauðárkróki. „Lífið
snerist um körfu-
bolta og það var
VglB engm undan-
Jónatansson komuleið," sagði
Katrín, sem er
dóttir Jóns Sig-
urðssonar, fyrrum landsliðs-
manns úr KR. Fósturfaðir hennar
er annar landsliðsmaður I íþrótt-
inni, Kári Marísson. Móðir henn-
ar, Katrín Axelsdóttir, sem nú
er látin, var einnig mikið í íþrótt-
um - lék m.a. handbolta, körfu-
bolta og fótbolta með Ármanni
og KR. Tveir hálfbræður hennar
eru á fullu I körfuboltanum, Arn-
ar Kárason með Tindastóli og
Sigurður Jónsson með KR.
Hvenær byijaðir þú að spila
með KR-ingum?
„Ég byrjaði með KR þegar ég
fluttist frá Sauðárkróki til
Reykjavíkur fyrir sex árum og
er enn að. Ég náði því að verða
íslandsmeistari með stúlknaflokki
Tindastóls og trúi ekki öðru en
ég upplifi það að verða íslands-
meistari með KR.“
Er körfuboltinn betri núna en
áður hjá ykkur konunum?
„Já, hann er miklu betri og ég
held að það sé vegna þess að við
æfum meira en áður. Annars er
nokkur lægð yfir kvennakörfunni
í heild. Það voru tíu lið í deildinni
fyrir tveimur árum, en nú eru þau
aðeins fímm.“
Hver er skýringin á fækkun
liða í deildinni?
„Ég held að það sé ekki unnið
nægilega markvisst að uppbygg-
ingunni í kvennakörfunni. Það
eru fá verkefni og við fáum litla
athygli fjölmiðla. Eins hefur
landsliðið ekki haft nægilega
mörg verkefni. Landsliðið hefur
staðið sig vel í þeim mótum sem
Morgunblaðið/Kristinn
KRISTÍN Jónsdóttir ætlar aö verða íslandsmeistarl meö
KR. „Viö höfum lengi þurft aö sætta okkur viö annaö sæt-
ið, en það gerum vfð ekki lengur," sagöl Kristín.
það hefur tekið þátt í, en það
vantar fleiri landsleiki."
Nú hefur KR unnið alla leiki
sína til þessa. Er liðið sterkara
en undanfarin ár?
„Já, það er mun sterkara. Það
er meiri breidd I liðinu en áður.
Við fengum Hönnu Kjartansdótt-
ur fyrir tímabilið og eins Elísu
Vilbergsdóttur, sem var meidd í
fyrra. Eins ákvað Linda Stefáns-
dóttir að hætta við að hætta. Við
erum líka með góðan bandarískan
þjálfara sem heitir Chris Arm-
strong. Hann hefur verið að gera
góða hluti hjá félaginu, en hann
þjálfar einnig yngri flokkana.
Einnig skiptir það miklu máli að
liðsandinn er mjög góður — við
erum samtaka og jákvæðar í því
sem við erum að gera.“
Það hlýtur að vera markmiðið
hjá ykkur að vinna íslandsmeist-
aratitilinn.
„Já, það er ekki nokkur spurn-
ing. Við höfum lengi þurft að
sætta okkur við annað sætið, en
það gerum við ekki lengur. Þó
svo að það hafi gengið vel hjá
okkur núna í upphafi móts, er
það ekki nóg. Við verðum að
halda áfram á sömu braut að
standa okkur þegar kemur út í
úrslitakeppnina. Keflvíkingar og
Grindvíkingar eru með góð lið og
það hefur aldrei munað miklu á
okkur og þeim, þó svo að við
höfum unnið þessa leiki í vetur.“
Áttu þér eitthvert markmið í
körfuboltanum?
„Já, það er auðvitað að verða
íslandsmeistari með KR og vera
áfram í landsliðshópnum."