Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 8
8 C ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Gott hjá KFI á Króknum KFÍ gerði góða ferð til Sauðár- króks á sunnudagskvöldið og sótti þangað dýrmæt stig, en fyrir- hafnarlaust var það Bjöm ekki- Við upphaf Björnsson leiksins va'r ljóst að skrífar Tindastólsmenn mundu leika án Torrey John, Ómars Sigmarssonar og Lárusar D. Pálssonar, sem allir voru meiddir, svo og var óvíst hvort Sverrir Þór Sverrisson yrði með vegna veikinda, og munar um minna, þar sem hér er um að ræða fjóra lykilmenn í liðinu. ísfirðingar hafa vafalítið, í ljósi þessa og eftir stórsigur á Tinda- stóli fyrir nokkrum dögum, talið það nánast formsatriði að ljúka þessum leik, en annað kom á dag- inn. Tindastólsmenn byrjuðu mun betur og skoruðu fyrstu 6 stigin, og virtust með því slá gestina nokkuð út af laginu, spiluðu sterka vörn og yfirvegaðar sóknir, sem skilaði forskoti sem jókst jafnt og þétt, á meðan ísfirðingar náðu Grindvík- ingar ósigraðir Annað toppliðanna í erfiðleikum með ÍR ÞAÐ var ekki að sjá á ieik lið- anna á sunnudagskvöld að þarna væru að spila tvö lið á sitthvorum enda stigatöflunn- ar. Lið ÍR kom ákveðið til leiks og ætlaðu leikmenn liðsins greinilega að selja sig dýrt í þessum leik. Leikmenn Grindavíkur virkuðu lengst af fyrri hálfleik áhugalausir, en tóku við sér í seinni hálfleik. Það var ekki fyrr en á síðustu mínútum að Grindvíkingar tóku fram úrfrískum liðs- mönnum ÍR. Það var reiknað með miklum yfirburðum heimamanna þegar lið ÍR kom í heimsókn til Grindavíkur. Gestimir voru þó á öðru máli o g Garöar Páll leiddu meirihluta Vignisson fyrri hálfleiks. Lið skrífar ÍR komst mest 9 stig yfir í fyrri hálfleik í stöðunni 25:34. Þá voru rúmar 4 mínútur eftir af fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 40 stig heimamanna gegn 43 stigum gestanna. Það voru einungis Darryl J. Wilson og Helgi Jónas sem héldu heimamönnum á floti í fyrri hálf- leik. Þeir gerðu 37 af 40 stigum heimamanna í fyrri hálfleik og alls 70 stig í leiknum öllum. í byrjun seinni hálfleiks tóku Grindvíkingar við sér og náðu að komast 4 stigum yfir um miðjan seinni hálfleik. Bæði lið spiluðu vel á þessum tíma og mátti vart á milli liða sjá. Þeg- ar sex mínútur voru til loka leiks komust Grindvíkingar sjö stigum yfir og héldu því forskoti til leiks loka. Helgi Jónas og töframaðurinn Darryl J. Wilson voru allt í öllu hjá Grindvíkingum en í liði ÍR var Lawrence Culver bestur ásamt Márusi Arnarsyni. ekki saman og áttu í verulegum erfiðleikum með hittnina. í þessum hluta leiksins hélt David Bevis gestunum á floti og bjargaði því sem bjargað varð, og skoraði meirihluta þeirra stiga sem þeir gerðu í fyrri hluta leiksins. Mestur varð munur liðanna 13 stig, en ísfirðingar náðu að minnka þann mun í 11 og leiddu heima- menn með 37 gegn 26 stigum í hálfleik. Til síðari hálfleiks komu KFI- menn sem allt annað lið, og á fyrstu 3 mínútunum náðu þeir að snúa vöm í sókn og skoruðu 10 stig á móti 2 heimamanna. Var nú allt annar bragur á liðinu, og smám saman söxuðu þeir niður forskot heimamanna og eftir 12 mínútur náðu þeir loks að jafna og komast yfir í fyrsta sinn, og var það einkum fyrir harðfylgi Davids Bevis, sem enn sem fyrr var langatkvæðamest- ur í liði KFÍ-manna. Heimamenn börðust þó vel og náðu einu sinni að jafna og kom- ast yfir þegar rúmar 6 mínútur voru eftir, en á lokamínútunum tókst gestunum að ná yfirhöndinni og knýja fram sigur. í liði Tindastóls voru Amar og Jose Maria bestir, Hinrik hirti fjölda frákasta, Halldór Halldórs- son, Skarphéðinn Ingason, ísak Einarsson og Óli Barðdal áttu góð- ar innkomur. Sverrir Þór gekk greinilega ekki heill til skógar og var ekki svipur hjá sjón. í liði KFÍ var David Bevis lang- bestur, raunar eini maðurinn sem lék vel og barðist allan tímann, en í síðari hálfleik hrukku Baldur Jón- asson, Friðrik Stefánsson og Marc- os Salas í gang og náðu þessir að innbyrða sigurinn á síðustu mínút- unum. Borgar Þór Einarsson skrífar Morgunblaðið/Ámi Sæberg SIGFÚS Gizurarson, leikmaður Hauka, nær knettinum undir kðrfu liðsins. Óskar Kristjánsson, KR-ingur, grípur í tómt. Taugar Hauka sterkarl Sigurganga Hauka í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik heldur áfram. Þeir sigruðu þeir KR-inga í fyrrakvöld eftir hörkuleik og fram- lengingu, 85:78. Hetja Hauka í leikn- um var Ingvar Guð- jónsson, sem jafnaði leikinn á síðustu stundu með ævin- týralegri þriggja stiga körfu. KR-ingar komu ákveðnari til leiks og höfðu undirtökin framan af. Lyk- ilmenn Hauka virtust ekki ná sér á strik og náðu KR-ingar átta stiga forystu, 10:18, En Haukamir náðu þó að rétta úr kútnum og var það fyrst og fremst góður leikur Péturs Ingvarsson og Sherricks Simpsons, sem hélt Haukum inni í leiknum. í síðari hálfleik skiptust liðin á að hafa forystu og leikurinn var algjör- lega í járnum. Haukar lentu í mikium villuvandræðum og misstu tvo leik- menn af velli með fimm villur. A síðustu mínútu leiksins stigu leikmenn hinn alkunna darraðar- dans og virtist sigurinn geta fallið hvorum megin sem var. KR-ingar höfðu þriggja stiga forystu fimm sekúndum fyrir leikslok þegar hinn ungi Ingvar Guðjónsson tók lang- skot úr mjög erfiðri stöðu og allt ætlaði um koll að keyra í íþróttahús- inu þegar knötturinn smaug í gegn- um körfuhringinn. í framlenging- unni voru taugar Hauka sterkari og KR-ingar sáu aldrei til sólar, lokatölur 85:78. Þrátt fyrir sigurinn var frammi- staða Hauka ekki góð lengi leiks. En liðið virtist ná saman á ögur- stundu í lokin. KR-ingar léku afar skynsamlega framan af og virtust hafa góð tök á leiknum. En þeir stóð- ust ekki álagið undir lokin og köst- uðu frá sér sigrinum. Bestir í liði KR voru þeir Ingvar Ormarsson og Kevin Tuckson. Sætur sigur Borgnesinga Ingimundur Ingimundarson skrífar LEIKUR Borgnesinga og ná- granna þeirra af Skipaskaga í úrvalsdeildinni hafa yfirleitt verið jafnir og spennandi. Leik- urinn á sunnudaginn var þar engin undantekning. Mikil bar- átta var allan tímann en undir lokin tókst heimamönnum að vinna upp forskot ÍA og knýja fram sigur91:89. Fyrstu sóknimar voru ómarkviss- ar og rannu út í sandinn en gestimir vora fyrri til að skora. Heimamenn vora of ákafír, óöraggir og hittu illa. Skaga- menn léku vel saman og vörn þeirra var sterk. Bernards Gamer í liði Skalla- gríms var vel gætt og oft brotið illa á honum en ekkert dæmt. Gestimir vora alltaf undan að skora. Komust þeir mest sjö stig yfir. Staðan í hálfleik var 41:48. Allt annað var að sjá til liðs Skal- lagríms eftir hlé. Tómas Holton þjálfari og leikstjómandi róaði sína menn. Meiri þolinmæði gætti í sókn- arleiknum en hægt gekk lengi vel. Um miðjan síðari hálfleikinn höfðu gestirnir náð 10 stiga forystu, 55:65 og útlitið að dökkna fyrir Skalla- grím. Þegar sjö mínútur vora eftir hafði staðan enn versnað í 61:73. En þá kom góður kafli hjá heima- mönnum. Gretar Guðlaugsson kom Skallagrími í fyrsta sinn yfir þegar rúmar þijár mín. voru eftir í 76:75. Baráttan var ógnþrungin síðustu mínúturnar. Leikmenn ÍA léku vörnina út um allan völl og fengu á sig fjölda villna. En vítahittni heimamanna var í lágmarki. Bragi Magnússon fór af leikvelli með fimm villur er tvær mín. lifðu af leik. Tómas Holton fékk víti þegar ellefu sek. voru eftir. Hann hitti úr þeim báðum og gestunum tókst ekki að skora áður en leiktíminn rann út og Skallagrímsmenn unnu Ieikinn. Var það sætur sigur því síðast þegar liðin léku í Borgarnesi unnu Skagamenn. „Við vorum ekki nógu þolinmóðir í fyrri hálfleik og lengi vel í síðari. Skagamenn spila mjög agaðan bolta og góða vörn. En þetta kom þegar við lékum betur saman í sókninni og lögðum okkur fram í vörninni," sagði Tómas Holton glaður að leik loknum. Hjá heimamönnum fór Bragi Magnússon á kostum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hlynur Lind Leifsson átti góða spretti. Tómas Holton brást ekki og stjórnaði liðinu af ör- yggi þegar mest á reyndi. Bemard Gamer fékk lítinn frið en gerði góða hluti og Gretar Guðlaugsson gefst aldrei upp. Alexander Ermolinskij stjórnaði lið sínu eins og herforingi. Damon Johnson er frábær leikmaður og gerði fallega hluti. Dagur Þórisson átti góðan leik sérstaklega í fyrri hálfleik. Þá sýndi Sigurður Elvar Þórólfsson gamalkunna spretti. Njarðvíkursigur fyrir norðan Þórsarar veittu Njarðvíkingum allnokkra mótspyrnu í leik lið- anna á Akureyri. Vissulega hafa Njarðvíkingar yfirleitt verið með Stefán Þór Sæmundsson skrifar sterkari hóp en nú í vetur en Þórsar- ar sýndu líka batamerki frá síðasta leik. Þeir höfðu framkvæði í leiknum lengst áf í fyrri hálf- leik en þeir réðu ekk- ert við Petey Sess- oms sem skoraði 42 stig fyrir UMFN og var maðurinn á bak við sigur þeirra. Lokatölumar fyrir norðan urðu 86:102. Það hefur verið sagt um Þórsara að ef 3-4 lykilmenn liðsins ná sér vel á strik geti þeir velgt hvaða liði sem er undir uggum. Iðulega hafa aðeins tveir verið áberandi í einu í vetur en nú vora það þrír sem náðu sér á strik, Hafsteinn Lúðvíksson, Sigurður Sigurðsson og Jo Jo Cham- bers. Reyndar skoraði Jo Jo lítið undir körfunni, stig hans komu úr teignum og fyrir utan þriggja stiga línuna. Þórsarar höfðu forystu fyrstu 12 mínútumar en þá jöfnuðu Njarðvíkingar og mjökuðust fram úr með Sessoms og Jón Júlíus Árna- son í broddi fylkingar. Þórsarar hófu síðari hálfieik af- leitlega og staðan breyttist fljótlega úr 37:44 í 41:57. Mikil orka fór í það að vinna upp 16 stiga forskot en með baráttu tókst Þórsuram að skera það niður í 7 stig, 59:66. Eft- ir það skildu leiðir, aðallega fyrir tilverknað Sessoms, og munurinn í lokin var 16 stig. Njarðvíkingar þokast því aðeins upp á við en með- an menn á borð við Teit Orlygsson og Friðrik Ragnarsson leika ekki betur getur liðið ekki gert sér vonir um að vera í toppbaráttunni. Þór heldur áfram að kljást við Val og ÍR á botninum. Edwin Rögnvaldsson skrifar „Stigin vaxa ekki á trjám“ Sigur íslandsmeistaranna úr Keflavík á nýliðum Vals í lé- legum leik var öruggur. Lokatölur urðu 93:76, en þær segja ekki alla sög- una. Er gengið var til búningsherbergja í leikhléi höfðu heimamenn eins stigs forskot, en það hvarf nær jafnóðum og blásið var til leiks að nýju eftir hlé. „Sigurður [Ingimundarson, þjálf- ari] tók þá ákvörðun að leyfa vara- mönnunum að spila meira en venju- lega í þessum leik. Einhvern tíma verða þeir að byija á því. Það var gott að fá stigin, því við höfum tap- að nokkram leikjum upp á síðkast- ið. Stigin vaxa ekki á tijám,“ sagði Falur Harðarson, leikstjórnandi meistaranna. Valsmenn höfðu í fullu tré við einkar mistækt lið Keflavíkur fyrir hlé. í síðari hálfleik kom getumunur liðanna í ljós. Keflvíkingar eru ein- faldlega með betra lið en Valur, á öllum sviðum. Valsmönnum tókst ekki að skora í tæpar fimm mínútur og meistararnir sigldu framúr fyrir vikið. Hafði varnarleikur Keflvík- inga þar nokkur áhrif, en gestimir beittu á köflum pressuvöm allan völlinn - í bland við hefðbundna vöm maður gegn manni. Frammistaða Keflvíkinga var ekki minnisstæð. Kristján Guð- laugsson og Dana Dingle voru einna skástir, en Guðjón Skúlason átti ágætan síðari hálfleik. í liði Vals vora þeir Warren Peebles og Brynj- ar Karl Sigurðsson bestir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.