Morgunblaðið - 11.11.1997, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 C 3
SNÓKER "'■[ 'y A« ;;-í L
~ £
Morgunblaðið/Halldór
KRISTJÁN Helgason og Jóhannes B. Jóhannesson keppa fyr-
Ir íslands hönd á HM í snóker sem fram fer í Zimbawe.
Kristján vann
Kristján Helgason sigraði á þriðja
stigamóti Billjardsambandsins
í snóker sem fram fór á billjardstof-
unni Kjuðanum í Mosfellsbæ um
helgina. Hann sigraði Asgeir As-
geirsson 3:2 i úrslitaleik mótsins.
Kristján, sem náði hæsta skori allra
keppenda - 129 í einu stuði, vann
Gunnar Hreiðarsson 3:0 í undanúr-
slitum, en Ásgeir vann Jóhannes
B. Jóhannesson 3:1 í hinum undan-
úrslitaleiknum.
Jóhannes B. er efstur að stigum
eftir þijú mót, með 130,500 stig.
Ásgeir er í öðru sæti með 96,000
stig, Kristján Helgason í þriðja með
92,500 stig og Gunnar Hreiðarsson
í fjórða með 32,000 stig.
Á mótinu um helgina var einnig
keppt í 1. og 2. flokki. Guðbjörn
Gunnarsson sigraði í fyrsta flokki,
vann Börk Birgisson 3:1 í úrslitum.
Jón Örvar sigraði í 2. flokki, vann
Hilmar Gunnarsson í úrslitum 3:1.
Kristján og Jóhannes B. halda
utan í dag til þátttöku í heimsmeist-
aramótinu í snóker sem fram fer í
Zimbawe. Þar keppa 130 snókerspil-
arar og eru tveir frá hvetju landi.
Þetta er sama mót og Jóhannes R.
Jóhannesson náði öðru sæti fyrir
tveimur árum. Kristján og Jóhannes
B. tóku þátt í þessu móti í fyrra og
komst Kristján þá í 16-manna úrslit.
■ SIGURÐUR Jónsson ræddi
um helgina við forráðamenn
skoska félagsins Dundee United.
Ekki náðist í Sigurð í gær, en
heimildir Morgunblaðsins herma
að félagið muni gera honum tilboð.
Dundee United er í fjórða sæti
skosku deildarinnar, vann Aberde-
en 5:0 um helgina, átta stigum
á eftir Celtic sem er í þriðja sæti.
■ ARNAR Grétarsson lék allan
leikinn með liði sínu AEK í Grikk-
landi í gærkvöldi en þá tók það á
móti Panionios og vann 2:0. AEK
er í þriðja sæti á eftir Ionikos og
Panathinaikos.
■ STEWART Houston, knatt-
spymustjóri QPR, og aðstoðar-
maður hans, Bruce Rioch, hafa
verið leystir frá störfum hjá félag-
inu eftir 14 mánaða starf. Ákvörð-
un um starfslok þeirra félaga var
tekin í stjórn QPR um helgina en
félagið er nú í 13. sæti 1. deildar
og hefur aðeins unnið 6 af 16 leikj-
um á leiktíðinni.
■ STEPHEN Carr, leikmaður
Tottenham, var á mánudaginn
valinn í írska landsliðshópinn í
knattspyrnu sem tekur þátt í síð-
ari landsleik íra og Belga í undan-
keppni HM á laugardaginn. Carr,
Arnar Sigurður
sem er 21 árs, hefur aldrei leikið
landsleik fyrir þjóð sína. Val hans
kemur í beinu framhaldi af því að
Denis Irwin og Curtis Fleming
gengu úr skaftinu vegna meiðsla.
■ JUAN Esnaider argentínski
framheijinn í herbúðum Espanyol
verður frá keppni næstu tvo mán-
uði venga meiðsla í hné. Esnaider
hefur skorað 7 mörk í 10 leikjum
á keppnistímabilinu, en hann kom
til liðsins frá Atletico Madrid síð-
sumars.
■ ANDREI Kanchelskis, leik-
maður Fiorentina, leikur ekki með
Rússum í síðari leiknum á móti
ítölum um sæti í úrslitakeppni
HM sem fram fer í Napólí í næstu
viku. Hann er meiddur. Boris Ign-
atyev, þjálfari Rússa, segir að lið
hans eigi enn möguleika á að kom-
ast áfram og því of snemmt að
afskrifa það. Fyrri leik liðanna í
Moskvu lauk með jafntefli, 1:1.
■ ÍRAR hafa afþakkað boð um
að leika vináttulandsleik við
Brasilíumenn í New York í apríl.
Ástæðan fyrir því er að þeir fá
ekki leikmenn sína, sem leika með
enskum liðum, lausa. Flestir leik-
menn írlands leika í Englandi.
HNEFALEIKAR
Evander Holyfíeld vann Mic-
hael Moorer í einvígi þeirra
um heimsmeistaratitil IBF (Int-
emational Boxing Federation)
í þungavigt hnefaleikanna í Las
Vegas aðfaranótt sunnudags.
Holyfield var búinn að slá Moor-
er fimm sinnum í gólfið áður
en dómarinn stöðvaði bardag-
ann í lok 8. lotu.
Holyfield, sem tapaði fyrir
Moorer 1994, er nú einnig
handhafi heimsmeistaratitils
WBA (World Boxing Associati-
on) eftir sigurinn á Tyson í júní
í sumar þegar sá síðarnefndi
fékk sér bita úr eyra hans.
Næst er það að vinna WBC
(World Boxing Council) titilinn,
sem Bretinn Lennox Lewis hef-
ur í sinni vörslu, til að eiga alla
þijá titlana í þungavigt. Lewis
lýsti því yfir fyrir keppnina á
laugardag að hann væri tilbúinn
að mæta sigurvegaranum úr
bardaga helgarinnar hvenær
sem er, og líklegt þykir að við-
ureign við Lewis verði næst á
dagskrá hjá Holyfield. Enn hef-
ur þó ekki verið ákveðið hvar
eða hvenær sá bardagi fer fram.
Holyfíeld byijaði frekar ró-
lega í fyrstu lotunum en óx
ásmegin eftir því sem á leið.
Moorer náði höggi á Holyfield
í lok fyrstu lotu, en eftir það
var það aðeins spurning hvenær
Holyfield næði að rota andstæð-
ing sinn. Hann sló hann fyrst
í gólfið í fimmtu lotu, síðan
tvisvar í sjöttu og tvisvar áttundu
lotu. Alltaf stóð Moorer upp þrátt
fyrir að vera orðinn valtur á fótun-
um.
„í hvert sinn sem hann stóð upp
svaraði hann mér,“ sagði dómarinn
Mitch Halpern, sem stöðvaði bar-
dagann í lok áttundu lotu og Holy-
Reuters
EVANDER Holyfleld stendur yflr Mlchael Moorer eftir að hafa slegiö hann niöur í flmmta skipti.
Þó svo Moorer hafi staölö upp ákvaö dómarinn aö stöðva bardagann þegar þarna var komið sögu.
field fagnaði sigri. „Það átti ekki
að stöðva bardagann," sagði Moor-
er. „Ég sagði dómaranum að það
væri í lagi með mig og ég vildi
halda áfram. Ég er sannur keppnis-
maður og stóð alltaf upp aftur tilbú-
inn að beijast áfram. En Holyfield
er frábær og mikill meistari. Ég
held að þessi bardagi hafi verið
mikil skemmtun."
„Ég fékk skurð á hægri auga-
brún, en það er ekki í fyrsta sinn
þannig að ég veit hvernig á að
bregðast við. Hann náði aðeins einu
alvöru höggi á mig og náði aldrei
að fylgja því eftir. Ég var alian
tímann með yfirhöndina," sagði
heimsmeistarinn, sem varð 20
milljónum dollarum ríkari. Hann
hefur unnið 35 bardaga og tapað
aðeins þremur á ferlinum. Moorer
fékk 5 milljónir dollara fyrir bar-
dagann, en þetta var annað tap
hans í 41 viðureign.
Holyfiekl sló Moorer
fimm sinnum í góifid
Klinsmann
orðaður
við Spurs
ALAN Sugar, formaður
enska úrvalsdeildarfélagsins
Tottenham, vill helst að Joe
Kinnear, knattspyrnustjóri
Wimbledon, og JUrgen Klins-
mann taki við af Gerry
Francis, sem á eftir liðlega
hálft ár af samningi sínum.
Greint var frá þessu í enskum
fjölmiðlum í kjölfar 4:0 taps
Spurs fyrir Liverpool á Anfi-
eld um helgina ogjafnframt
haft eftir Sugar að þó Franc-
is væri undir miklum þrýst-
ingi fjölmiðla hefði hann sinn
stuðning og nú væri ekki
rétti tíminn til að fara.
„Gerry er heiðvirður maður
og ég held að hann vilji ekki
skilja neinn eftir bjargarlaus-
an,“ sagði Sugar eftir að
Francis sagðist þurfa að
hugsa alvarlega um næsta
skref.
Margir skildu orð for-
mannsins á þá leið að Franc-
is mætti helst ekki fara og
ætti ekki að fara fyrr en
búið væri að ganga frá eftir-
manni eða -mönnum. Klins-
mann, sem lék með Totten-
ham um tíma við frábæran
orðstír, var hjá Bayern
MUnchen i Þýskalandi á síð-
asta keppnistimabili en
gerði samning til eins árs
við Sampdoria á Ítalíu í sum-
ar og má senya við annað
félag frá og með 1. janúar
þó hann verði þjá Sampdoria
útsamningstímann. Hins
vegar getur ítalska félagið
selt hann og er jafnvel talið
að Sugar viíji fá miðherjann
sem leikmann og stjóra sem
fyrst í þeirri von að geta síð-
ar samið við Wimbledon
vegna Kinnears.
KNATTSPYRNA
Liverpool-Man. Utd.
130 eru
á biðlista
GÍFURLEGUR áhugi er á leik Liv-
erpool og Manchester United, sem
verður á Anfield 6. desember. Li-
verpool-klúbburinn á íslandi gat
útvegað 130 miða á leikinn og
seldust þeir eins og heitar lummur
en 130 manns eru á biðlista.
„Þetta er ótrúlegt," sagði Jón
Geir Sigurbjörnsson, formaður
klúbbsins, við Morgunblaðið. „Um
er að ræða dagsferð og er flugvél-
in nær full en hún tekur 360
manns. Við erum að reyna að fá
fleiri miða á leikinn en það er erf-
itt því löngu er uppselt. Kaupa
verður miða á háu verði af söiu-
mönnum, sem tengjast klúbbnum
á engan Iiátt, en stefnan hjá okkur
er að eiga fyrst og fremst við-
skipti við söluskrifstofu Liverpool.“
Miðarnir sem íslenski klúbbur-
inn fékk kostuðu upphaflega um
2.000 kr. hjá Liverpool en 10.000
kr. til íslenska klúbbsins, sem
keypti þá af sölumanni, sem hefur
oft útvegað íslendingum miða á
leiki á Englandi. „Það er verið að
bjóða okkur miða á 15.000 krón-
ur, en við erum að reyna að fá
verðið niður og jafnframt staðfest-
ingu á að þessir aukamiðar séu til
en vonandi getum við útvegað fleiri
miða á viðráðanlegu verði, því eft-
irspurnin er svo mikil."