Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 6
6 C ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 C 7
HANDKNATTLEIKUR
HANDKNATTLEIKUR
Afturelding tapaði
með fimm marka mun fyrir Runar
er von
AFTURELDING tapaði fyrir norska liðinu Runar, 30:25, í fyrri leik
liðanna í borgarkeppni Evrópu í Stavanger á sunnudagskvöld. Stað-
an í hálfleik var 16:12 fyrir Runar. „Það er aðeins fyrri hálfleikur
búinn og ég tel möguleika okkar á að komast áfram enn til staðar -
enn er von,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari og leikmaður Aft-
ureldingar.
Afturelding byrjaði illa og lenti
fljótlega sex mörkum undir um
miðjan íyrri hálfleik, 10:4. Mosfell-
ingar náðu síðan að rétta úr kútnum
í síðari hálfleik og þegar skammt
var til leiksloka var staðan 27:23.
En norska liðið náði fimm marka
forystu áður en flautað var af.
Skúli sagði að norska liðið væri
gott enda efst í deildinni og spilaði
skemmtilegan sóknarleik. „Þeir
byggja mikið á hraðaupphlaupum
og skoruðu meðal annars 15 mörk
úr þeim. Þeir voru rosalega fljótir
að refsa okkur og fyrri hálfleikur
var okkur dýrkeyptur. Við vorum
líka ekki nægilega þolinmóðir í
sókninni, en vömin var ágæt í síðari
hálfleik. Dómararnir, sem eru
sænskir, voru líka frekar óhliðhollir
okkur og voru duglegir við að reka
okkar menn út af. Eg er í sjálfu sér
ekkert ósáttur við fimm marka tap
miðað við hverning leikurinn þróað-
ist,“ sagði Skúli.
„Við ætlum okkur áfram, en til
þess þurfum við öflugan stuðning
áhorfenda á heimavelli í síðari
leiknum. Við fáum þýska dómara
heima og það ætti að gera okkur
auðveldara fyrir að spila sterka „ís-
lenska“ vörn. Þetta er ekki búið og
ég veit að við getum bætt leik okk-
ar,“ sagði Skúli.
Gunnar Andrésson lék ekki með
vegna meiðsla, en Þorkell Guð-
brandsson, sem einnig hefur verið
meiddur, var á leikskýrslu en kom
lítið við sögu. Mosfellingar vonast
til að Þorkell verði orðinn góður af
ökklameiðslunum um næstu helgi
og það ætti að styrkja liðið í bar-
áttunni um að komast áfram.
Ólafur með stórleik
Bjarki með
sjo fyrir
Drammen
BJARKI Sigurðsson skoraði
sjö mörk, þar af eitt úr víti,
fyrir Drammen sem tapaði
fyrir spænska liðinu
Prosesa Ademar Leon 25:27
í fyrri leik liðanna í meist-
aradeild Evrópu á laugar-
daginu. „Þetta var erfiður
leikur og við vorum ekki að
spila vel. Við lentum átta
mörkum undir í síðari hálf-
leik, 14:22, eftir að staðan í
hálfleik var 10:13 En við
náðum aðeins að rétta okk-
ar hlut í lokin,“ sagði
Bjarki. Hann sagðist ekki
hafa verið ánægður með
eigin frammistöðu og sagði
reyndar að allir leikmenn
liðsins hafi leikið undir
getu. „Okkar vantar tilfinn-
anlega hávaxna skyttu og
það kemur vel í ljós á móti
svona sterkum Iiðum.“
JÚIÍUS og
félagar
áfram
JÍJLÍUS Jónasson og féiagar
hans í svissneska liðinu St.
Otmar/St. Gallen eiu komnir
áfram 18-liða úrslit í borgar-
keppni Evrópu. Þeir léku
báða leikina við Tel Aviv Uni
Sport frá ísrael á heimavelli
sínum um helgina. Júlíus og
félagar unnu báða leikina,
fyrri á laugardag 34:26 og
þann síðari á sunnudag 37:22
og því samanlagt 71:48.
Júlíus gerði 3 mörk í fyrri
leiknum og 6 í þeim síðari.
61afur Stefánsson átti mjög
góðan leik íyrir Wuppertal
sem vann Grosswalstadt 25:23 í
þýska handboltanum á sunnudag,
eftir að hafa verið undir í hálfleik,
12:16. Ólafur gerði níu mörk, þar af
4 úr vítaköstum, og var marka-
hæstur. „Þetta var gríðarlega erf-
iður leikur, við breyttum vöminni í
síðari hálfleik og komum þá meira
út á móti og það gekk upp. Við átt-
um erfitt með að stöðva Frakkann
Jackson Richardsson í íyrri hálf-
leik, en hann gerði ekki mark í síð-
ari hálfleik eftir að hafa gert sjö í
fyrri. Ólafur átti hreint fi-ábæran
leik. Dagur stóð sig einnig mjög vel
þó svo að hann næði ekki að skora.
Hann er heilinn í liðinu. Geir lék
aðeins í vörn og stóð sig vel, en hef-
ur ekki fundið sig í sókninni að
undanfórnu. Filippow var með þrjú
mörk og stóð sig vel,“ sagði Viggó
Sigurðsson, þjálfari Wuppertal,
sem nú er í 8. sæti deildarinnar
með 7 stig.
Essen gerði jafntefli við Bayer
Dormagen á heimavelli, 27:27, eft-
ir að hafa haft yfir í hálfleik, 14:12.
Patrekur Jóhannesson var marka-
hæstur í liði Essen með 6 mörk.
Róbert Sighvatsson gerði fimm
mörk fyrir Dormagen, en Daninn
Nikolai Jacobsen var markahæst-
ur með 13 mörk.
Nitherv"urzbach vann Rein-
hausen á heimavelli 28:25. Konráð
Olavson var ekki á meðal marka-
skorara hjá Niterwúrzbach.
Einvíginu lauk með
Gróttu/KR
sigri
Stjörnustúlkur höfðu mikla yfirburði er þær heimsóttu Framara
EINVÍGI efnilegustu liða fyrstu deildar kvenna, Gróttu/KR og FH,
fór fram á Seltjarnarnesinu á laugardaginn og lauk með sigri
þeirra fyrrnefndu, 25:20, í skemmtilegum baráttuleik. Liðin
höfðu þar með sætaskipti, Grótta/KR tók við þriðja sæti deildar-
innar en FH settist í það fjórða. Aðrir leikir voru eftir bókinni þar
sem áttust við efstu lið deildarinnar gegn þeim neðstu. í Fram-
heimilinu við Safamýri vann næstefsta lið deildarinnar, Stjarnan,
það neðsta, Fram, 30:17 og á Hlíðarenda stóð næstneðsta lið
deildarinnar, Valur, lengi vel uppi í hárinu á efsta liði deildarinn-
ar, Haukum, sem sigraði þó 25:21.
Jafnt var á svo til öllum tölum á vilja - það gerðum við og náðum
ISeltjarnarnesi á laugardaginn
en eftir hlé skellti vörn Gróttu/KR
■■■■ í lás og hægt og bít-
Stefán andi náði liðið góð-
Stefánsson um tökum á leikn-
um. „Ég er mjög
ánægð með sigurinn og við vorum
að spila vel,“ sagði Anna Steinsen,
sem átti góðan leik fyrir
Gróttu/KR. „I síðasta leik sem var
gegn Haukum misstum við af lest-
inni svo að við vorum staðráðnar í
að leggja allt sem áttum í þennan
leik og baráttan var góð núna og
liðsheildin virkilega góð. Liðin eru
áþekk að getu svo að það gildir að
koma brjálaðar til leiks með sigur-
Generali stóð
í Badel Zagreb
ÍTALSKA liðið Generali Trieste stóð í króatíska liðinu Badel
1862 Zagreb í fyrri leik liðanna í A-riðli meistaradeildarinn-
ar, en þau eru í sama riðli og KA er í. Leikið var á Ítalíu og
endaði leikurinn með sigri Badel, 22:20, eftir að staðan í hálf-
leik hafði verið 11:7 fyrir Badel. Áhorfendur voru 1.500.
Næsti leikur KA-manna í keppninni er á móti Badel í Za-
greb næsta sunnudag. Á sama tíma leika Celje Pivovarna
Lasko og Generali Trieste í Slóveníu.
að brjóta FH-liðið niður. Sigurinn
var ekki síst mikilvægur vegna
þess að við náðum að taka af þeim
þriðja sætið - og ekki síst vegna
þess að okkur var spáð neðsta sæt-
inu í deildinni.“
Sem fyrr segir var Anna mjög
góð ásamt Ágústu Eddu Björns-
dóttur, Helga Ormsdóttir sýndi
góð tilþrif er leið á leikinn og
Harpa Ingólfsdóttir var drjúg í
hominu. Vigdís Finnsdóttir í mark-
inu hefur oft varið meira en minna
mæddi á henni þar sem vörnin var
sterk fyrir framan hana.
FH-liðinu reyndist barátta
mótherjanna ofviða. „Við börð-
umst vel og þetta var í lagi en
vendipunkturinn varð í lok fyrri
hálfleiks þegar þær komust yfir og
eftir hlé gekk lítið upp hjá okkur.
Það hefði verið gott að fá að
minnsta kosti annað stigið en
svona gengur þetta og við leggjum
síður en svo árar í bát,“ sagði Hild-
ur Erlingsdóttir fyrirliði FH eftir
leikinn en hún og Vaiva Drilingaite
voru bestar hjá FH og Björk Æg-
isdóttir var ágæt. Hrafnhildur
Skúladóttir og Dagný Skúladóttir
áttu góða kafla.
Fram ekki hindrun
fyrir Stjörnuna
Fram reyndist Stjörnustúlkum
lítil hindrun á laugardaginn þegar
liðin mættust í Safamýrinni og
sigruðu Garðbæingar örugglega
30:17. Yfirburðir gestanna voru al-
gjörir allan leikinn og staðan í leik-
hléi 8:14 og eftir hlé bættu gestirn-
ir úr Garðabænum stöðugt við.
Fram er því ekki í góðum málum í
neðsta sæti 1. deildar kvenna með
2 stig eftir tvö jafntefli og hefur
enn ekki unnið leik en Gústaf
Björnsson þjálfari liðsins lætur
samt ekki hugfallast. „Ég hef trú á
að þetta komi hjá okkur en sveifl-
urnar hafa verið miklar og það
vantar allan stöðugleika," sagði
Gústaf eftir leikinn. „Okkur vantar
leikreynslu því með nokkram und-
antekningum era flestir leikmenn
liðsins í fyrsta sinn í byrjunarliði
þetta tímabil. En það er mikið eftir
og stigin fara að skipta máli þegar
nær dregur lokasprettinum en á
toppi deildarinnar era línur farnar
að skýrast.“
Valsstúlkur létu
hafa fyrir sér
Á Hlíðarenda gekk háttskrifuð-
um Haukastúlkum illa að hrista af
sér stöllur sínar úr Val, sem léku
langar sóknir, héldu boltanum og
gekk lengi vel að halda hraðanum
niðri. Val tókst að halda forskoti
Hauka við eitt mark fram í miðjan
fyrri hálfleik en þá skildi leiðir og
Hafnfirðingar náðu mest átta
marka mun en í leikhléi var staðan
13:6, gestunum í vil. Eftir hlé jókst
munurinn en Valsstúlkur voru ekki
á því að láta sinn hlut baráttulaust
og tókst að minnka muninn í tvö
mörk er dró að leikslokum. En þá
tók Vigdís Sigurðardóttir aftur við
markvörslunni hjá Haukum og það
gerði gæfumuninn þó sigurinn hafi
aldrei verið í mikill hættu.
■ Úrslit/ C10
■ Staðan / C10
Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson
SIGTRYGGUR Albertsson var frábær í marki KA gegn slóvensku meisturunum. Hann
varð alls 25 skot, mörg hver með míklum tilþrifum þegar mótherji var kominn í dauðafæri.
„Var mjög súrt
að tapa leiknum"
Sigtryggur Albertsson, markvörður
KA, var maður leiksins. Hann varði
25 skot og tók m.a. stórskyttuna Iztoc
■■■■^B Puc á taugum. „Mér
Stefán Pór gekk ágætlega en strák-
Sæmundsson arnir voru svo grimmir í
Akuævrí vörninni að Puc þurfti að
skjóta af 12-13 metra
færi og það gerði mér auðveldara að
reikna út skotin,“ sagði Sigtiyggur og
hrósaði vörninni mikið. „Við getum bor-
ið höfuðið hátt að öllu leyti. Það var í
rauninni mjög súrt að tapa leiknum eins
og hann spilaðist og það væri gaman ef
við næðum að spila svona í deildinni."
Ekki vanmat
Miro Pozun, þjálfari Celje, var bros-
hýr í leikslok. Hann sagði sitt lið aldrei
hafa vanmetið KA. „Við vissum að þetta
yrði erflður leikur. íslendingar eiga
sterk félagslið. Ég hafði séð tvo leiki
með KA og vissi að þetta eru ungir og
fljótir leikmenn og átti því von á jöfnum
leik eins og raunin varð á. Við þurftum
að leggja okkur alla fram,“ sagði Pozun.
Aðspurður um hinn fræga Iztok Puc
sagði hann að stórskyttan hefði ekki
náð sér á strik gegn vörn og markverði
KA og raunar hefði Puc fundið fyrir
meiðslum í nára og því verið hvíldur
hluta úr leiknum.
Mjög sáttur við frammistöðuna
Jóhann G. Jóhannsson, fyrirliði KA,
skoraði 8 mörk og bar enga virðingu
fyrir slóvensku meisturunum. „Við spil-
uðum vel og skynsamlega og ég er mjög
sáttur við frammistöðu okkar. Það er
ljóst að við fengum ekkert gefins hjá
þessum dómurum en við börðumst al-
veg eins og við gátum. Fólk bjóst allt
eins við því að við yrðum flengdir en
það kom aldrei til mála. Við ætluðum að
+
velgja þeim undir uggum og það tókst,“
sagði Jóhann.
Atli óhress með dómarana
Atli Hilmarsson, þjálfari KA, var
ánægður með strákana sína en að sama
skapi óánægður með dómarana frá Lit-
háen. „Ég er mjög óhress með dómar-
ana. Maður myndi ætla það að vafadóm-
arnir féllu einhvern tíma okkur í vil en
þeir féllu alltaf þeim í vil og má vera að
virðing fyrir þessum stóru nöfnum í
Celje hafi spilað þar inn í. En ég er
stoltur af mínu liði, strákarnir stóðu sig
frábæriega vel og ef við hefðum náð
þriggja marka forskoti er líklegt að
taugar þeirra hefðu bilað enn meira en
orðið var. Þá hefði allt getað gerst. Ég
er ánægðastur með að við skyldum
alltaf vera inni í leiknum, sama hvað
gekk á, og við áttum möguleika nánast
allt til loka,“ sagði Atli.
Frábær frammi-
\
staða KA-manna
Slóvensku meistararnir í stökustu vandræðum
ÍSLANDSMEISTARAR KA fengu eldskírn í Meistarakeppni Evr-
ópu sl. laugardag þegar hið firnasterka lið Celje Pivovarna
Lasko frá Slóveníu mætti í KA-heimilið með margreynda
landsliðsmenn í hverri stöðu. í fylgd með þessum stórmennum
voru 100 ákafir stuðningsmenn og 11 fréttamenn og ekki
laust við að hrollur færi um norðanmenn í slydduhríðinni. KA
gat ekki stillt upp sínu sterkasta iiði, landsliðsmaðurinn Björg-
vin Björgvinsson meiddur og Vladimir Goldin frá Hvíta-Rúss-
landi ekki gjaldgengur með félaginu í Evrópukeppni. Það
mæddi því mikið á ungum lærisveinum Atla Hilmarssonar og
reyndari refum f KA-liðinu. Skemmst er frá því að segja að
KA-strákarnir stóðu sig frábærlega, gáfu þeim slóvensku ekk-
ert eftir og héldu leiknum jöfnum alit þar til um 10 mínútur
voru eftir. Þá tókst Celje að kreista reynsludropa úr leikmönn-
um sínum og sigra með þriggja marka mun; lokatölur í KA-
heimilinu 23:26.
Stefán Pór
Sæmundsson
skrifar frá
Akureyri
Leikurinn var hin besta skemmt-
un frá upphafi til enda. Það var
hart barist í byrjun. Stefanovic
skoraði fyrst fyrir
Celje, Leó Örn Þor-
leifsson jafnaði fyrir
KA, Stefanovic kom
liði sínu yfir eftir 7
mínútna leik en Halldór Sigfússon
jafnaði úr vítakasti. Sigtryggur Al-
bertsson markvörður KA gaf tón-
inn með því að verja þrjú fyrstu
langskotin frá stórskyttunni Iztoc
Puc. Fín upphitun það. Celje náði
tveggja marka forskoti, 3:5, KA
jafnaði en Celje tók aftur kipp og
staðan var 6:8 eftir 17 mínútur. Þá
komu fjögur KA-mörk í röð, þar af
tvö glæsimörk Leós Arnar úr
hraðaupphlaupi. KA var því komið
í 10:8 eftir 23 mín. og áhangendur
Celje voru agndofa. Nú var hins
vegar röðin komin að slóvensku
meisturunum að skora fjögur
mörk í röð og breyta stöðunni í
10:12. Baráttan hélt áfram út hálf-
leikinn og Karim Yala skoraði
glæsilegt mark eftir aukakast á
síðustu sekúndunum og staðan í
leikhléi 12:13.
KA-menn sýndu í upphafi seinni
hálfleiks að sterk staða liðsins í leik-
hléi var engin tilviljun. Þeir skoraðu
þrjú fyi'stu mörkin og breyttu stöð-
unni í 15:13. Þá kom hæpin brottvís-
un og skot í þverslá af vítalínunni
frá Halldóri Sigfússyni og Celje-
menn gengu á lagið og skoruðu þrjú
næstu mörk. Dæmigert fyrir sveifl-
urnar í leiknum. Útlitið var ekki
gott hjá KA þegar Sverri Björns-
syni vai' vísað út af í stöðunni 17:18
og Þorvaldur Þoi’valdsson fauk
sömu leið 16 sekúndum síðar. Puc
skoraði 17:19 en Jóhann G. Jó-
hannsson svaraði fyrir KA þótt að-
eins væru 4 útileikmenn á móti 6
leikmönnum Celje. Og Jóhann jafn-
aði síðan í 19:19 þegar KA-menn
voru komnir með fullskipað lið.
Þetta sýnir glöggt baráttuna og
kraftinn í KA-mönnum. Þeir gáfust
aldrei upp þótt vafasamar brottvís-
anir og vítakastsdómar færu skilj-
anlega í taugarnar á þeim. Mót-
spyrna þein-a fór hins vegar í taug-
arnar á slóvensku meisturunum
sem náðu ekki að hrista norðanpilt-
ana af sér.
Enn var barist. Eftir 23 mínútur
skoraði Puc úr vítakasti og staðan
20:22. Þegar hér var komið sögu
hafði C.elje fengið 6 vítaköst og KA
misst leikmenn út af í 12 mínútur en
dómararnir höfðu aðeins tvívegis
dæmt víti á Celje og vísað einum
leikmanni liðsins af velli. Puc skor-
aði síðan hörkumark og var þetta
eina langskot hans sem rataði í net-
ið. KA-mönnum tókst ekki að vinna
upp þennan þriggja marka mun á
síðustu 5 mínútunum jafnvel þótt
leikmenn Celje færu nú að tínast út
af og reyndar stefndi allt í fjögurra
marka tap. Fyrirliðinn Jóhann G.
kórónaði þá frammistöðu sína með
marki úr aukakasti eftir að leiktím-
inn var runninn út.
Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson
JÓHANN G. Jóhannsson, fyrirliði KA, sem hér reynir að brjótast i
gegnum vörn Celje Þivovarna Lasko, fór á kostum og var
markahæstur Akureyringa með átta mörk.
KA-menn geta borið höfuðið hátt
eftir þennan leik. Varnarleikurinn
var skínandi góður og Sigtryggur
Albertsson átti stórbrotinn leik í
markinu, varði 25 skot og mörg
þeirra með miklum tilþrifum. Jó-
hann G. fór á kostum og skoraði 8
mörk, Leó Orn var einnig sterkur
og skoraði 6. Skyttumar komust
hins vegar lítið áleiðis. Peric varði
vel í marki Celje í fyrri hálfleik og
vörn liðsins var römm í þeim seinni.
Pungartnik og Stefanovic voru
sterkir í sókninni. Puc var marka-
hæstur Celje með 8 mörk en 6
þeirra komu úr vítakasti.
„Slóvensk-
ir dagar“
SEGJA má að blásið hafí
verið til „slóvenskra daga" á
Akureyri um sfðustu helgi.
Um 100 stuðningsmenn og
11 fi'éttamenn komu með
handknattleiksliði Celje Piv-
ovarno Lasko í leiguflugi til
Akureyrar og skemmtu sér
vel á öidurhúsum bæjarins,
bæði á fdstudags- og laugar-
dagskvöld. Stuðningsmenn-
irnir settu líka skemmtileg-
an svip á lcikinn gegn KA en
á köflum voru þeir þó afar
hljóðir og virtust gáttaðir á
inótspyrnunni.
Nýstignir
úr flensu
en bestir
ÞAÐ var ekki nóg með að
KA-menu léku án Björgvins
og Goldins heldur var lieiisa
nokkurra leikmanna frekar
tæp. Sigtryggur Albertsson
og Jóhann G. Jóhannsson
voru frekar máttlitlir eftir
flensu en samt voru þeir
bestu menn liðsins og rauuar
bestu rnenn vallarins. Gaman
væri að fá skýringu á þessu.
Úr Evrópu-
leik í 2. fiokk
KA-MENN eru með ungt lið
og strax eftir leik KA og
Celje var blásið til leiks í 2.
flokki í KA-heimilinu. Þar
mættu nokkiár leikmenu
sveittir eflir Evrópuleikinn
og héldu áfram að djöflast í
handbolta. Já, það er kraftur
í KA-mömium.
Dómararnir
engin himna-
sending
DÓMARARNIR frá Litháen
reyndust engin himnaseud-
ing fyrir KA. Þeir vii*tust
hafa gleyint stuðniiigi ís-
lendinga við sjálfstæðisbar-
áttu Lit.háa og gárungarnir
voru á því að tap Kaunas
gegn KA og landsliðs Lit-
háen gegn Islendingum hefði
eitthvað setið í þeim. Að
minnsta kosti þóttu nokkrir
brottrekstrar og allmargir
vítakastsdómar á KA orka
injög tvímælis. Hvað er orðið
af hinni landlægu heima-
dómgæslu í slíkum leikjuin?