Morgunblaðið - 11.11.1997, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 C 9
ÍÞRÓTTIR
KORFUKNATTLEIKUR
Góður
sigur
KR-inga
Lið KR í 1. deild kvenna í körfu-
knattleik hélt sigurgöngu sinni
áfram á laugardag er það sigraði
Islandsmeistara
Stefán UMFG í annað sinn
Arnarson á þessu keppnis-
skrifar tímabili. Lið KR,
sem hefur á að skipa
sjö landsliðsmönnum, er geysisterkt
um þessar mundir og hefur íjögurra
stiga forskot á næsta lið í deild-
inni. Fyrri hálfleikur sem var vel
og prúðmannlega leikinn var mjög
jafn. Liðin skiptust átta sinnum á
að hafa forystu. Grindvíkingar byrj-
uðu betur og komust mest sjö stig
yfir, 18:11, en KR-ingar sýndu góða
baráttu í lok hálfleiksins og komust
yfir 30:26.
Seinni hálfleikurinn var ekki vel
leikinn og einkenndist af mikilli
baráttu og óskipulögðum sóknar-
leik. Gestirnir byijuðu seinni hálf-
leikinn mjög vel og skoruðu 11 stig
gegn 2 stigum KR. Munaði þar
mest um Penni Peppas sem fór á
kostum. Fyrstu 12 mínútur seinni
hálfleiks skoraði KR aðeins 6 stig.
UMFG notfærði sér þennan slaka
sóknarleik KR og komst yfir 41:36.
Á næstu tveimur mínútum sneri
KR leiknum sér í hag með því að
skora 8 stig í röð og komast yfir
44:41. KR hélt síðan forystunni út
leikinn og sigraði 52:47. UMFG
átti góða möguleika á því að ná
hagstæðari úrslitum, en klaufa-
skapur í vörn og sókn á síðustu
mínútum leiksins kom í veg fyrir
það. í jöfnu liði KR stóðu þær Krist-
ín Jónsdóttir og Guðbjörg Norðíjörð
sig best, og í liði UMFG voru þær
Penni Peppas og Anna Dís Svein-
björnsdóttir bestar.
Morgunblaðið/Ásdís
ANNA Dís Svelnbjörnsdóttir, landsliðsmaður í Grindavíkurliðinu, meö knöttinn í leiknum gegn
KR. Hún var elnn besti leikmaður UMFG en Linda Stefánsdóttir, sem reynir að stöðva Onnu
Dís, og samherjar hennar í Vesturbæjarliðinu fögnuðu enn einum sigrinum.
Atlanta ó-
stöðvandi
Atlanta Hawks hefur farið vel
af stað í NBA-deildinni og
unnið alla sex leiki sína til þessa
og hefur aldrei byijað betur í deild-
arkeppninni. Um helgina vann liðið
meistarana í Chicago Bulls á laug-
ardag og Cleveland á sunnudag.
Leikurinn við Cleveland á
sunnudag var æsispennandi og
þurfti að framlengja hann. Eftir
venjulegan leiktíma var staðan
jöfn, 90:90. Steve Smith gerði síð-
an öll níu stig liðsins í framlenging-
unni og tryggði liði sínu sigur,
99:97. „Ég var búinn að hitta
ágætlega í leiknum og það breytt-
ist ekki í framlengingunni," sagði
Smith, sem gerði alls 21 stig. „í
þessum ham er eins og maður
geti allt.“
Á laugardaginn sigraði Atlanta
lið Chicago 80:78 á heimavelli. 46
þúsund áhorfendur voru í Georgia
Dome-höllinni og hafa þeir aldrei
verið eins margir. Stemmningin
var mikil meðal þeirra enda flestir
á bandi Atlanta. „Við fundum okk-
ur vel enda stuðningur áhorfenda
góður,“ sagði Mookie Blaylock,
sem gerði 17 stig fyrir Atlanta.
„Ef við höldum áfram að leika eins
vel í næstu leikjum koma þessir
áhorfendur aftur til að skemmta
sér.“ Michael Jordan var stiga-
hæstur í liði Chicago með 27 stig.
Það gekk aðeins betur hjá
Chicago á sunnudag er liðið mætti
New Jersey á heimavelli og sigraði
99:86. Steve Kerr var stigahæstur
í liði Bulls með 21 stig, en Toni
Kukoc kom næstur með 17 stig.
Jordan gerði aðeins 15 stig og
þykir það ekki mikið á þeim bæ.
Tim Hardaway átti góðan leik
með Miami Heat sem vann Wash-
ington í miklum stigaleik, 114:106.
Hann gerði 25 stig og átti 12 stoð-
sendingar. Jamal Mashburn setti
niður 22 stig og Terry Mills, sem
byijaði sem varamaður, gerði 20
stig. Chris Webber var með 34
stig fyrir Washington.
Charlotte sigraði Indiana á
heimavelli, 89:82. Vlade Divac var
dijúgur og gerði 18 stig, tók 13
fráköst og „stal“ boltanum fjórum
sinnum. Glen Rice var stigahæstur
með 30 stig í fjórða sigri liðsins í
röð. Reggie Miller var með 20 stig
fyrir Indiana.
AMERISKI FOTBOLTINN
Víkingarnir
á skrið
NÚ eru aðeins fimm umferðir
eftir í deildarkeppni NFL
deildarinnar. Línurnar hafa nokkuð
skýrst um sterkustu
Gunnar liðin' en mör« lið'
Valgeirsson anna eiga enn tæki-
skrifarfrá færi á að komast í
Bandaríkjunum úrslitakeppnina.
í Ameríkudeild
styrkti stórsigur Denver Broncos
gegn Carolina Panthers, 34:0, sess
liðsins. Denver mun sennilega verða
með besta árangurinn í deildinni, eins
og í fyrra. Liðið sækir Kansas City
heim um þessa helgi og getur gert
út um sigurinn í vesturriðlinum í
þeim leik.
Jacksonville Jaguars og Pitts-
burgh Steelers beijast um sigurinn
í miðriðlinum. Bæði lið unnu góða
sigra heima um helgina. Pittsburg
slátraði Baltimore Ravens, 37:0, og
Jacksonville vann sannfærandi sigur
á sterku liði Kansas City, 24:10.
í austurriðli eru fjögur lið i barátt-
unni og geta þau þess vegna öll
unnið riðilinn. Liðin léku innbyrðis-
leiki um helgina. Miami Dolphins
vann mikilvægan sigur gegn New
York Jets, 24:17, og New England
Patriots fór létt með Buffalo Bills á
útivelli, 31:10, eftir að hafa tapað
þremur leikjum í röð. Patriots verður
að teljast sigurstranglegast af þess-
um liðum.
í Landsdeildinni er mikil spenna í
tveimur riðlum. Minnesota Vikings
hefur nú unnið sex leiki í röð í fyrsta
sinn síðan 1975. Um helgina vann
liðið Chicago Bears, 29:22. Meistaral-
ið Green Bay Packers vann St Louis
Rams, 17:7. Þessi lið eru jöfn á toppi
miðriðils og keppa saman í mánu-
dagskvöldsleiknum eftir þijár vikur.
Tampa Bay hefur aðeins tapað einum
leik meira og á því enn tækifæri.
I austurdeildinni eru íjögur lið í
baráttunni, þar á meðal Dallas
Cowboys, sem vann Arizona Card-
inals um helgina 24:6. Cowboys,
ásamt New York Giants, Philadelp-
hia Eagles, og Washington Redskins
eru öll í einum hnapp. Dallas á
minnsta möguleikann af þessum lið-
um vegna tapa gegn liðunum í riðlin-
um það sem af er, en séu lið jöfn
að lokinni deildarkeppninni, vega
úrslitin í innbyrðisleikjunum i riðlin-
um mest.
San Francisco 49ers hefur afger-
andi forystu í vesturriðli og ætti að
vinna hann án þess að svitna mikið,
en liðið átti að keppa í nótt.
Onnur lið koma væntanlega ekki
til með að blanda sér í baráttuna
um að komast í úrslitakeppnina.
ísfirðingar
fengu ósk
sína upp-
fyllta
KFÍ og Keflavík drógust saman í
16-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ
pg Renault. Það má því segja að
ísfirðingar hafa fengið ósk sína
uppfyllta því_ Guðjón Þorsteinsson,
liðsstjóri KFÍ, vonaðist eftir að fá
Keflavík. Ástæðan er sú að Kefla-
vík sló KFI út úr eggjabikarnum
og nú fær KFÍ möguleika á að hefna
ófaranna.
Liðin drógust þannig: KR -
Njarðvík, Haukar - Þór Þorláks-
höfn, KFÍ - Keflavík, Grindavík -
Selfoss, ÍA - Reynir Sandgerði, ÍR
- Skallagrímur, Valur - Höttur og
Stjarnan - Smári Varmahlíð.
Ljóst er að eitt lið úr neðri deild-
unum fer áfram í 8-liða úrslit því
Stjarnan mætir Smáranum. Leik-
irnir eiga að fara fram 12. og 13.
desember.
BLAK
KA-menn
fengu stig
Lið ÍS fékk KA í heimsókn um
helgina og mættust liðin tví-
vegis í 1. deild karla. Á föstudags- •
kvöldið vann ÍS 3:1, en það byijaði
samt illa hjá KA sem tapaði fyrstu
hrinunni 15:5 en í þeirri næstu
náðu gestirnir sínu fyrsta stigi S
deildinni í vetur þegar þeir unnu
hrinuna 15:13. Það var fyrst og
fremst góður leikur miðjumannsins
Andra Magnússonar og Davíðs Búa
Halldórssonar sem hleypti lífi í leik
KA liðsins í annarri hrinunni en það
dugði skammt í framhaldinu þar
sem ÍS vann örugglega í þriðju og
ljórðu hrinunni.
Á laugardeginum bar það helst
til tíðinda að strax S fyrstu hrinu
þurfti Óskar Hauksson, ÍS, að yfir-
gefa leikvöllinn vegna meiðsla þeg-
ar hann sneri sig illa en leikmenn .
ÍS létu það ekkert á sig fá, unnu
hrinuna 15:13 og tvær næstu með
sama mun, 15:7. Zdravko Demirev
lék langbest í liði ÍS og greinilegt
að hann getur spilað allar stöður á
leikvellinum og með hinum búlg-
arska félaga sínum Martin Rad-
itchkov verður erfitt að stoppa hann
eins og leikmenn KA fengu að reyna
í leiknum.
Stúdínur skelltu KA
Stúdínur mættu KA stúlkum í
Hagaskólanum á laugardaginn og
skelltu gestunum 3:0 en það blés
ekki byrlega hjá heimaliðinu í upp-
hafi leiksins því KA stelpurnar voru
sýnd veiði en ekki gefin. Fyrsta '
hrinan var í járnum framan af og
stúdínum gekk illa að hrista gestina
af sér. Það hafðist þó með herkjum
og fyrsta hrinan vannst 15:10 en í
annarri hrinu voru KA stelpurnar
með pálmann í höndunum þegar
þær höfðu forystu, 12:5, en sterkar
uppgjafir Þorbjargar Ólafar Jóns-
dóttur kæfðu tilburði þeirra í fæð-
ingu en Þorbjörg gaf tíu sinnum
upp án þess að KA stelpum tækist
að svara fyrir sig. í þriðju hrinunni
var þetta hins vegar aldrei spurning
hjá heimaliðinu.
Lið KA, sem steig sín fyrstu spor
í deildarkeppni á síðasta ári, hefur
bætt sig mikið og þar ber helst að
nefna Birnu Baldursdóttur og Jó-
hönnu Hreinsdóttur uppspilara sem
eru lykilmenn í dag en leikmanna-
hópurinn er allur nokkuð jafn og
það er ávísun á gott gengi í framtíð-
inni hjá KA.