Morgunblaðið - 11.11.1997, Síða 12
l
KNATTSPYRNA
Audun skoraði í Sviss
Auðun Helgason, sem lék með
Leiftri sl. sumar, skoraði
fyrsta mark sitt fyrir svissneska
félagið Neuchatel Xamax á sunnu-
daginn, en hann gekk nýlega til
liðs við það. Hann gerði markið
með skalla eftir homspymu á 75.
mínútu og jafnaði leikinn við Aarau
á útivelli, 2:2. Þetta var annar leik-
ur hans með liðinu. Auðun hefur
leikið sem miðvörður í þessum
tveimur leikjum og hefur fengið
góða dóma.
Að sögn svissneska íþróttablaðs-
ins Sport byrjuðu leikmenn Aarau
af miklum krafti og sóttu nær
linnulítið fyrsta hálftímann. Þeir
léku mjög hratt, nýttu breidd vall-
arins vel og knötturinn gekk vel
milli manna og fengu nokkur góð
færi. Heimaliðið komst svo yfir á
27. mín. og var það mjög sann-
gjarnt. Í seinni hálfleik virtust leik-
menn Aarau hins vegar þreyttir
eftir fyrri hálfleikinn, náðu ekki
að halda uppi sama hraða og gest-
irnir náðu sér ágætlega á strik.
Xamax jafnaði úr vítaspyrnu á 61.
mín., heimamenn komust aftur
yfir á 66. mín. en Auðun jafnaði,
með skalla eftir hornspyrnu sem
fyrr segir, á 76. mín. Þar við sat
en litlu munaði reyndar að Auðun
og félagar næðu öllum þremur
stigunum; Gazik félagi hans
komst í dauðafæri á lokamínút-
unni en markvörðurinn Benito
varði glæsilega. Skv. blaðinu geta
leikmenn þó verið sáttir við jafn-
teflið; Aarau hafi verið mun betra
í fyrri hálfleik en gestirnir betri í
þeim síðari og jafntefli verið sann-
gjarnt þegar á heildina er litið.
Xamax er nú í níunda sæti deild-
arinnar með 20 stig að loknum 18
leikjum. Átta efstu lið deildarinnar
leika til úrslita um svissneska
meistaratitilinn eftir áramót og
stefnir Xamax á að vera í þeim
hópi. Grasshoppers er efst með 39
stig, Lausanne í öðru með 37 stig
og Servette í þriðja með 34 stig.
St Gallen er í 8. sæti með 23 stig
og því hörð keppni framundan hjá
Xamax að tryggja sig inn í úrslita-
keppnina.
Ekkert
um þetta
að segja
BOLTON fékk skell í Sheffield,
tapaði 5:0 fyrir Sheffield Wedn-
esday í ensku úrvalsdeildinnþ í
knattspyrnu á laugardaginn. „Ég
vil ekki ræða þetta,“ sagði Guðni
Bergsson, fyrirliði Bolton, sem
byijaði sem miðvörður í leiknum
en var síðan hægri bakvörður.
„Við vorum slegnir út af laginu
snemma leiks og vorum fljótlega
3:0 undir. Þetta var mjög slakt
eins og tölurnar sýna og ekkert
um þetta að segja," sagði hann
við Morgunblaðið.
Arnar Gunnlaugsson var í byij-
unarliði Bolton í fyrsta sinn og lék
allan leikinn.
Lið Wednesday hefur átt erfitt
uppdráttar í vetur og eftir stórtap,
1:6, gegn Manchester United, var
knattspyrnustjóranum, David Ple-
at, sagt upp störfum. Peter Shree-
ves tók við tímabundið og liðið
byijaði vel undir stjórn hans. Fór
á kostum gegn slöku liði Bolton á
laugardag og var komið í 5:0 fyrir
leikhlé.
■ England / C5
■ Úrslit / C10
Action Images
ARNAR Gunnlaugsson með knöttinn í leiknum gegn Sheffield Wednesday. Þetta var fyrsti
heili lefkur Arnars með llðlnu, en hann náði sér engan veginn á strik, frekar en aðrir leik-
menn Bolton. Hér er það miðvallarlelkmaðurinn Guy Wittlngham sem sækir að Arnari.
Eyjólfurog Hertha á uppleið
Við spiluð-
um miög vel
Lékum vel
en úrslitin
SKOSKA „íslendingaliðið" Hibern-
ian mátti sætta sig við 2:0 tap í
nágrannaslagnum við Heart sem er
á toppnum í skosku úrvalsdeildinni.
„Þetta var ágætis leikur og góð
stemmning en okkur var refsað í
tvígang fyrir varnarmistök og úrslit-
in voru mikil vonbrigði," sagði Olafur
Gottskálksson, sem varði oft vel og
gat ekki komið í veg fyrir mörkin.
„Eg var óánægður með síðustu tvo
leiki hjá mér en fékk góða dóma
núna. Það er erfitt að vera einn á
móti einum og þó ég hafí ekki getað
gert neitt við mörkunum var ég í
báðum boltunum."
EYJÓLFUR Sverrisson lék
manna best hjá Hertha.
EYJÓLFUR Sverrisson og samheij-
ar í Hertha unnu 1860 Múnchen
2:0 í þýsku deildinni um helgina.
„Við höfum í raun leikið vel allt
tímabilið en þetta hefur vantað -
að sigra,“ sagði Eyjólfur við Morg-
unblaðið en Hertha hefur sigrað í
þremur leikjum í röð og Eyjólfur
var bestur, fékk 2,5 í einkunn hjá
Kicker. „Við spiluðum mjög vel og
sigurinn var sanngjarn. I byijun
móts var heppnin ekki með okkur
en við höfum nýtt færin að undan-
förnu.“
Þrátt fyrir óhagstæð úrslit hafa
áhangendur liðsins ekki látið sig
vanta á leikina í Berlín og liðlega
50.000 manns skemmtu sér vel á
ólympíuleikvanginum. „Stuðning-
urinn er frábær og allt snýst um
liðið í borginni,“ sagði Eyjólfur, sem
leikur í þriggja manna vörn þess.
„Þetta lítur vel út hjá okkur en hlut-
irnir eru fljótir að breytast."
Hefðum
átt skilið
að sigra
HEKMANN Hreiðarsson átti
góðan leik að vanda með
Crystal Palace en var óánægð-
ur með 1:1 jafnteflið við Aston
Villa í ensku úrvalsdeildinni.
„Við vorum miklu betri og
áttum skilið að fá þrjú stig en
einn hjá okkur fékk rautt
spjald undir lokin, sem gerði
útslagið, og þeir jöfnuðu,“
sagði Hermann við Morgun-
blaðið. „Þeir fengu engin færi
og við vorum óheppnir þegar
þeir skoruðu en við áttum að
vera búnir að gera út um
þetta. Við lékum oft vel og ég
kvarta ekki yfir eigin frammi-
stöðu."
Palace hefur ekki enn sigr-
að á heimavelli en Hermann
sagði það ekki skipta neinu.
„Við hugsum ekki um það,“
sagði varnarmaðurinn sem fer
til Svíþjóðar í vikunni vegna
æfingaleiks Gautaborgar og
Palace. „Við höfum verið að
sigra á útivelli og heima-
sigramir koma.“
■ LÁRUS Orrí Sigurðsson átti
mjög góðan leik í vöm Stoke sem
vann Wolves 3:0. Hann fékk 9 í
einkunn hjá Daily Star, 7 í tveimur
ensku blaðanna en reyndar ekki
nema 6 í einu þeirra.
■ STEVE Bull, miðheiji Wolves,
hefur gert 299 mörk fyrir liðið og
stuðningsmennirnir bíða því spennt-
ir eftir því næsta. Hann átti skot í
þverslá Stoke á sjöttu mín. en fékk
sig lítið hreyft eftir það - slíkir
voru yfirburðir Lárusar Orra og
Stephen Tweed í vörn Stoke, eins
og það var orðað í Daily Mail.
■ GUÐNI Bergsson var ekki góð-
ur í vörn Bolton, frekar en félagar
hans, gegn Sheffield Wednesday.
Fyrirliðinn fékk ekki háar einkunn-
ir í ensku blöðunum; 4 í einu þeirra,
Sunday People, fjórum sinnum fékk
hann 5 í einkunn og hæst 6, í News
of the World.
■ ARNAR Gunnlaugsson, sem
lék í fyrsta skipti frá byijun með
Bolton, þótti hafa staðið sig nokkuð
vel. Oll þau sex blöð sem Morgun-
blaðið fékk upplýsingar úr í gær,
gáfu honum 6 í einkunn.
■ HERMANN Hreiðarsson fékk
einkunnina 7 í fjórum blöðum og 6
í tveimur þeirra fyrir leikinn gegn
Aston Villa. Hann var einu sinni
nálægt því að skora; knötturinn
hrökk til hans eftir hornspyrnu en
þrumuskot Hermanns fór framhjá.
■ VALUR Fannar Gíslason kom
inná sem varamaður hjá Brighton
eftir leikhléð. Hann náði sér ekki á
strik frekar en samheijarnir og lið-
ið tapaði 1:2 á heimavelli gegn
Rotherham í 3. deildinni.
■ ÞORVALDUR Örlygsson lék
ekki með Oldham í 3:1 sigrinum á
Gillingham í 2. deildinni á föstu-
daginn.
■ ÓLAFUR Jóhannesson, sem
þjálfað hefur Skallagrím í Borgar-
nesi síðastliðin tvö ár, hefur skrifað
undir tveggja ára samning við 2.
deildarlið Selfyssinga.
■ EINAR Jónsson var við stjórn-
völinn hjá Selfyssingum síðustu
þrjú keppnistímabil en hyggur á
þjálfun annars staðar.