Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 BÆKUR MORGUNBLAÐIÐ Að taka til í húsinu sínu „ALLT mitt líf hefur verið fag- urt,“ segir hin aldraða Listalín í annarri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, Hús úr húsi. Kolfinna er nýflutt heim til mömmu eftir mis- heppnaða sambúð og tekur til við að þrífa heimili ókunnugs fólks i Þingholtunum í afleysingum fyrir ólétta vinkonu sína. Þetta er þroskasaga ungrar konu í leit að fögru lífi. „Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig menn fari að því að lifa fögru lífi,“ segir Kristín Marja. „Ég hef spurt sjálfan mig í hverju fagurt líf sé fólgið. Er uppsprett- unnar að leita í pen- ingum og velmegun, í menntun, í náttúrufegurð eða í listum? Sagan af Kolfinnu varð til í framhaldi af þessum vanga- veltum og ég held að svarið sem gamla konan gefur henni í bók- inni sé hið eina rétta svar.“ Höfundur lýsir Kolfinnu sem lítt menntaðri ungri konu í Reykjavík, sem tilheyrir þeim stóra hópi fólks á íslandi sem hefur orðið útundan í títt um- ræddri velmegun þjóðfélagsins. „Kolfinna starfar við að þrífa í öðrum húsum og mér hefur oft verið hugleikið hvað konur eru iðnar við að þrífa, bæði heima hjá sér og í störfum út um allan bæ. Þeim láist hins vegar að taka til þar sem þess er helst þörf og það er i eigin hugar- fylgsnum," segir Kristín Maija. „Áður en hægt er að taka upp nýja og bætta lifnaðarhætti þarf maður að hreinsa til hjá sjálf- um sér. Á ferðum sín- um hús úr húsi kynn- ist Kolfinna ólíkum og misþrifalegum einstaklingum; lögfræðingnum, fræðimanninum, gömlu konunni og óperusöngkonunni. Hún mæt- ir aðstæðum sem hafa mikil áhrif á hana, kynnist ástinni og án þess að gera sér grein fyrir hef- ur hún áhrif á þessar persónur sem kannski lifa ekki eins fögru lífi og virtist í fyrstu. Húsið er tákn sjálfsins í draumum og smám saman vaknar Kolfinna til vitundar um eigið líf og gerir uppreisn gegn fábrotnum hvers- dagsleikanum." Að öðru leyti fannst henni gott að þrífa hjá þessu fólki og hefði ekki haft yfir neinu að kvarta ef fræðimaðurinn hefði ekki verið með í þessum flokki. Sá maður virtist hafa þann fasta ásetning að rústa íbúð sinni vikulega. Ruslið minnkaði aldrei, hvernig sem hún þreif. Ævin- lega lágu bækur og blöð eins og hráviði á borðum, stólum og gólfum, ætíð var eldhúsið yfírfullt af óhreinu leirtaui og matarleifum, og ef hún fjarlægði tómar mjólkurfernur úr gluggakistum eða ónýtar hjólaslöng- ur af speglum, var strax búið að koma fyrir öðru skrani á þeim sömu stöðum. Þrifín í þessu húsi voru henni kvöl og til að geta lifað af þessar klukkustundir varð hún að koma sér upp ákveðnu geðleysi og ganga með jöfnu millibili út í garð- inn til að draga að sér hreint loft. Ofan á kvöl hennar bættist sú óvissa að vita aldrei hvort hann var inni í herberginu sínu eða ekki. Úr bókinni Hús úr húsi Kristín Marja Baldursdóttir Ættland skáld- skapar í þorpi BOKMENNTIR Skáldævisaga Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar eftir Guðberg Bergsson. Oddi prentaði. Forlagið 1997 - 320 síður. GUÐBERGUR Bergsson kallar bók sína skáldævisögu og hefur með þvi fyrirvara líkt og Halldór Lax- ness þegar hann skilgreindi ævi- minningar sínar. Þetta er nú kannski óþarfi því að ólíklegt hlýtur að teljast að ævisögur, allra síst skálda, séu nákvæmar eftirmyndir veruleikans, skýrsla um það sem í raun og veru gerðist. Ævisaga skálds gerist í huga þess og eftir á hefur hún breyst í skáldskap. Það er styrkur frásagnarinnar og stílsins en stundum veikleiki sagnfræðinnar og heimildanna. „Var þá ekkert til nema skáld- skapur í lífinu?" spyr það skáld sem var á valdi skáldskaparins eins og hann væri eini veruleiki þess. Og á öðrum stað stendur: „Dulmagn bernsku minnar hefur ekki risið eins og jörð úr hvísli hafsins eða svifið í lausu lofti úr útlöndum fullorðins- áranna til að setjast að í því sem ég kalla eina ættland mitt, skáld- skapnum. Þetta er eitthvað svipað þeim mun sem er á því að segja frá í orðum og rituðu máli. Talað mál hentar oft ekki dulmagninu, jafnvel ekki einu sinni hvíslið þótt allur skáldskapur eigi uppruna og rót að rekja til þess.“ Skáldskapur og veruleiki Það sem m.a. gerir Föður og móður og dulmagn bemskunnar at- hyglisverða bók eru „andstæðumar" skáldskapur og veruleiki sem era ekki neinar andstæður þegar á alit er litið. Með frásögn sinni af Grinda- vík og lífinu þar og í næsta ná- grenni skoðar Guðbergur fólk og samfélag en er um leið altekinn af fögra sólarlagi og mannlegum örlög- um, ekki síst þeim sem ekki era efni í hetjufrásagnir eða gyllingu mann- lífsins. Andleg mál eru vart á dagskrá í þorpinu, það er bert og sneytt öðru en lífs- baráttu og daglegu amstri. Aðkomumenn bera kannski með sér einhverja menningu, en lítið fer fyrir henni. Menningin er í Reykja- vík og útiöndum og þangað virðist álíka langt að fara. Guðbergur segir frá uppruna sínum og fer stundum lengra aftur en hann þekkir af eigin raun. Formæður og forfeður birtast sjónum lesandans í frásögnum annarra og minningum og hugurinn er ekki allur í Grinda- vík því að faðirinn er Snæfellingur með ýmis einkenni fólks af þeim slóðum í blóðinu. í spor kvenna Eins og við þekkjum úr skáldsög- um Guðbergs hefur hann ótrúlega innsýn í hugsanagang fólks og lýsir siðum þess oft út í hörgul. I nýju bókinni kemur þetta ekki síst í ljós og gegnir furðu hve hann á auðvelt með að setja sig í spor kvenna. Sumt sem hann skrifar um móður sína er með því besta í bókinni, en hann gerir líka föður sínum skil þótt ekki sé það af sama kærleika og þegar hann er að skrifa um móður sína. Dauði hennar til dæmis virðist tímamót í lífi manns og skálds. Það verður eflaust fróðlegt að fylgjast með því þegar fræðimenn fara að bera saman frásagnir þess- arar bókar og Tangasögur Guðbergs til dæmis. En best er að vera ekki að láta önnur verk höfundarins flækjast fyrir sér heldur njóta minn- inganna sem eru tilfinningalega réttar en sagnfræðilega rangar svo að stuðst sé við orð höfundarins. Barnið Guðbergur er næmara en gengur og gerist og það er forvitni- legt að kynnast því hve náið sam- band hans er við konur og hve hon- um er títt að sjá veröldina með þeirra augum. Þær stjórna í senn og láta stjórnast af öðrum konum og karlmönnum. Lífið í þorpinu er eins og í öðrum sjávarþorpum og getur því lýsingin gilt um fleiri þorp og sagan nánast gerst hvar sem er á íslandi. Karlmennirnir róa á sjó, smíða og dytta að húsum, drekka sig fulla eða liggja í leti. Heim- ili og bamauppeldi kemur þeim lítið við nema það trufli þá. Viðbrögðin geta þá orðið á versta veg þótt kannski megi finna einn og einn ljúfling. Sagan gerist þó að mestu í huga drengsins, en inni á milli stígur hinn þroskaði sigldi menntamaður, skáldið, fram og ieggur eigið mat á viðfangsefni. Hráleiki lífsins hefur þó oftar orðið en fágunin. Guðbergur Bergsson hefur með árunum tileinkað sér stíl sem í senn er hæðinn og margfaldur, sannfærir lesandann en leiðir hann síðan í villu eins fljótt og kostur er. Guðbergur er yfirleitt mjög fyndinn án þess að rembast við það. í Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar er Guðbergur oftast á slóðum einlægninnar og forðast mótsagnir nema þegar við á, til dæmis í eintali skáldsins við sjálft sig. Hann er jafnvel eilítið hefðbund- inn á köflum í frásögn sinni. Sumir kaflarnir sýnast mér alltof langir. Höfundurinn veltir sér uppúr því sem flestir myndu kalla smáræði. Frásögnin verður þá ekki nógu iæsi- ieg, ekkert óvænt að finna. Kannski er þetta meðvitað til að spegla til- breytingarleysi hversdagsins? Stíllinn lyftist sérstaklega og verður afar fallegur og skáldlegur þegar drengurinn hrífst eða rithöf- undurinn minnist fegurðar hins ein- falda lífs í þorpinu. Oft er það móðir- in sem ræður ferðinni þá. Lífsspeki hennar er á einhvern hátt taóísk, en umfram allt hefur hún merkingu sem sver sig í ætt við það besta í skáldverkum Guðbergs. Jóhann Hjálmarsson Guðbergur Bergsson Nýjar bækur • SKÁLDSAGAN Skotereftir Rögnu Sigurðardóttur. Sagan fjallar um unga íslenska konu, Margréti, sem er að vinna um nokkurra mánaða skeið í Rotterdam í Hollandi. Dag nokkurn hittir hún Arno, aust- rænan og heill- andi karlmann, og feliur sam- stundis kylliflöt fyrir honum. En kynni þeirra verða endaslepp, því örfáum klukkustundum eftir fyrsta og síðasta ástarfund þeirra er hann skotinn á færi úti á götu. Unga konan stendur ein eftir með barn Arnos undir belti og hugann fullan af spurningum. Ragna Sigurðardóttir er fædd 1962 og býr í Danmörku þar sem hún starfar sem myndlistarmaður og rithöfundur. Hún hefur áður sent frá sér skáldsöguna Borg (1993), sem tilnefnd vartil bók- menntaverðlaunanna 1994 og tvær bækur sem eru í senn mynd- og bókmenntaverk: Stefnumót (1987) og 27 herbergi (1991). Útgefandi er Mál og menning. Skot er 136 bls., unnin íPrent- smiðjunni Grafík hf. Kápuna gerði Róbert Guillemette. Verð: 3.280 kr. • TÓTA og Tíminn er eftir Bergljótu Arnalds. Bergljót er höfundur bókarinnar Stafakarlar sem kom út á síðasta ári. í Tótu og Tímanum segir frá því þegar Tóta vaknaði við eitthvert skrítið hljóð. Er hún gægðist inn í stofu sá hún lítinn, ein- kennilegan karl klöngrast út úr gömlu standklukk- unni. „Ég er Tíminn," tilkynnti karlinn. „Ég er karlinn sem stjórn- ar klukkunum og segir þeim hvernig þær eiga að vera stilltar." Tóta og Tíminn er ævintýri ætlað börnum sem vilja læra á klukku. Myndirnar í bókinni eru litríkar og skemmtilegar. Útgefandi er Skjaidborg. Tðta og Tíminn er 38 bls. með fjölda litmynda. Leiðbeinandi verð er 1.580 kr. • BARNABÓKIN Kynlegur kvistur á grænni grein er eftir Sigrúnu Eldjárn. í kynningu segir: „Harpa er hugrökk stúlka en Hrói vinur hennar er satt að segja engin hetja. Dag einn fara þau út í skóg og hitta fyrir furðulegar og ógnvekjandi verur. Skyldi Hörpu takast að bjarga þeim?“ Þessa sögu prýða litmyndir Sigrúnar á hverri blað- síðu. Sigrún hefur ritað á annan tug barnabóka. Hún hefur mynd- skreytt allar sínar bækur auk bóka fjölda annarra rithöfunda. Sigrún hefur nú verið tilnefnd til H.C. Andersen verðlaunanna sem oft eru kölluð litlu nóbelsverðlaunin. Forlagið gefur út. Kynlegur kvistur á grænni grein er 32 bls. prentuð íDanmörku. Leiðbeinandi verð: 1.390 kr. • BARNABÓKIN Sagan af skessunni sem leiddister eftir Guðrúnu Hannesdóttur. í kynningu segir: „Stóra skess- an átti engan vin og enginn vildi vera með henni. Ekki fyrr en hún hitti hagamús sem kenndi henni gott ráð. Bókin er prýdd fallegum myndum eftir höfundinn sem hlot- ið hefur ýmsar viðurkenningar Bergljót Arnalds fyrir myndskreytingar sínar í barnabókum." Guðrún hefur áður sent frá sér bækurnar Gamlar vísur handa nýjum börnum og Fleiri gamlar vísur handa nýjum börnum sem geyma kveðskap gamalla tíma og eru myndskreyttar af höfundi. Auk þess myndskreytti hún barnabókina Risinn þjófótti og skyríjallið eftir Sigrúnu Helga- dóttur. Útgefandi er Forlagið. Sagan af skessunni sem leiddist er24 bls., prentuð íDanmörku. Leið- beinandi verð: 1.390 kr. • BARNAUÓÐABÓKIN Hala- stjarna er eftir Þórarin Eldjárn með myndum Sigrúnar Eldjárn. í kynningu segir: „Öfug- mælavísur og gamankveð- skapur Þórar- ins er ætlaður ljóðelskum börnum á öllum aldri. Litmyndir Sigrúnar blása þessum skáld- skap síðan byr undir báða vængi.“ Fyrsta bók Þórarins kom út árið 1974, og síðan hefur hann sent frá sér ijölmörg frumsamin skáldverk auk sviðsverka og þýð- inga. Halastjarna er þriðja barna- ljóðabókin eftir hann. Áður hafa komið út Óðfluga og Heims- kringla. Forlagið gefur út. Halastjarna er48 bls. prentuð íDanmörku. Leiðbeinandi verð: 1.390 kr. Þórarinn Eldjárn • SETIÐ við Sagnabrunn er eftir Þórð Tómasson í Skógum. í kynningu segir: „í bókinni er ijallað um huldufólk og aðrar vættir sem löngum hafa verið okk- ur íslendingum ofarlega í huga og sagt er frá bústöðum þeirra og sam- skiptum þess við mannfóikið. í þessari umfjöllun hans um dulda vætti koma fram ýmsar nýjar upplýsingar, en markverðust þykir líklega sú að Gilitrutt hafi verið jarðbúi álfaættar en ekki tröll eins og löngum hefur verið haldið fram. Þessa kenningu sína styður Þórður gildum rökum og nefnir til bústað hennar sem sýndur er á mynd. Þá fjallar höfundur ítar- lega um nafngift, skírn, feigð, feigðarboða og siði sem tengjast dauða manna og greftrun á fyrri tíð. Fjöldi frásagna er af minnis- verðum einstaklingum, atburðum og horfnu mannlífi og fjallað er um Guðmund kíki, einn síðasta förumann á Suðurlandi.“ Þórður hefur sent frá sér fjölda bóka um þjóðfræði. Er þar skemmst að minnast bókar um Þórsmörk sem kom út fyrir sið- ustu jól. Mál og mynd gefur bókina út og hana prýðir fjöldi mynda. Prentun: Steindórsprent-Guten- berghf. Bókband: Félagsbók- bandið-Bókfell hf. Verð: 3.990. • SALÓMON svarti er eftir Hjört Gíslason. Sagan segir af kraftmiklum og snjöllum hrút og tvíburunum Fíu og Fóa en bókin hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið. Lífsgleð- in skín af hverri síðu og boðskapur um manngæsku og umburðarlyndi sem öllum er hollt að kynnast," segir í kynningu Salómon svarti er endurút- gefin af Skjaldborg ehf. og er 106 bls. Leiðbeinandi verð er 1.480 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.