Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Tímabært að setja spennu inn í íslenskar skáldsögur Leikir fyrir böm á öllum aldri „ÞESSI bók fjallar fyrst og fremst um merkingu hugtak- anna Iíf og dauði núna undir árið 2000,“ segir Arnaldur Ind- riðason um fyrstu skáldsögu sína, Syni duftsins. Sagan hefst á því að tveir menn deyja á voveiflegan hátt í Reykjavík. Smám saman fá lesendur að kynnast þessum mönnum, hveijir þeir voru, hvernig þeir tengdust í fortíðinni og hvers vegna þeir deyja. Arnaldur er aftur á móti fámáll um lok sögunnar, sem von er, nema hvað þau komi á óvart. „Þessi saga er ráðgáta og við get- um hvort sem er kallað hana húmoríska hroll- yekju eða bara spennusögu - 'það rúmast svo mikið í því hug- taki,“ segir Arnaldur. „Ég lagði reyndar ekki upp með spennu- sögu sérstaklega, heldur að skrifa spennandi sögu, með knappri frásögn, mörgum sam- tölum og stuttum köflum sem myndi halda athygli lesandans fram til söguloka." - Þetta rennir stoðum undir það að frásagnaraðferðin minni að mörgu leyti á kvikmyndir, svo sem segirá bókarkápu? „Það er auðvitað ljóst að ég er bíófíkill og hef alla tið verið. Ég tek þvi ansi mikið úr frá- söguhætti bíómynda inn í þessa sögu, einkum hvað varðar hraða framvindunnar. í annan stað er þetta líka á margan hátt mjög myndræn frásögn - það er auð- velt að sjá hana fyrir sér sem kvikmynd." Segir Arnaldur Syni duftsins reyndar á einum tíma hafa verið hugsaða sem kvik- myndahandrit. Síð- an hafi sagan hlaðið utan á sig og orðið að skáldsögu upp á tæpar 300 síður. „Ég hafði ekkert fiktað við skáldsög- una áður og hafði mjög gaman af að setjast niður og sjá hvernig hún verður til - í þessu tilviki varð hún eiginlega til af sjálfu sér. Síðan fannst mér líka tími til kominn að búa til spennu í íslenskar skáldsög- ur, setja „plot“ inn í þær, það vantar átakanlega." Arnaldur segir það meining- una að halda áfram á sömu braut, þetta hafi verið skemmtileg lífsreynsla - en „maður veit aldrei hvað verð- ur“. Þá má geta þess að Synir duftsins hafa þegar vakið at- hygli utan landsteinanna, eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu. Höfundurinn segir á hinn bóginn allt of snemmt að spá fyrir um hvern- ig þau mál muni þróast. ÍTILL bensínpollur Lítill bensínpollur hafði myndast undir honum. Bensínslóð náði úr herberginu og inn í stofuna og eldfimur vökvinn huldi vegg og húsgögn og fatahrúgur. Bens- ín var einnig í eldhúsinu og frammi við útidyrnar. Maðurinn í stólnum haggaðist ekki. Hann gaf ekki frá sér hljóð og reyndi ekki að losa sig. Rólegur beið hann þess sem verða vildi, líkt og honum fyndist að hvað sem fyrir hann kæmi ætti hann skilið. Hann virtist sáttur. Það heyrðist lágt hviss þegar eldspýtunni var strokið snögglega eftir stokknum og eldur kviknaði. Maðurinn í stólnum horfði fram fyrir sig og tár runnu niður kinn- amar en hann braust ekki um. Hann reri fram í gráðið og vamim- ar bærðust í barnalegum skóiasöng sem hann raulaði eins og til að róa sig. Logandi eldspýtan var sett milli fingra gamla mannsins og hann hélt á henni andartak áður en hún féll í gólfið. Eldurinn blossaði upp á svipstundu og umvafði manninn, stólinn, skrif- borðið, gólfið og fór leiftursnöggt meðfram gólfinu inn í stofuna og upp um veggina. Húsið varð al- elda á svipstundu. Rúðurnar sprungu og eldurinn glefsaði út í myrkrið. Maðurinn reyndi að standa upp en féll aftur fyrir sig út um dyrnar og inn í stofuna í logandi eldhafið. Úr bókinni Synir duftsins. BARNABOK Leikir LEIKIRÁ LÉTTUM NÓTUM Bryndís Bragadóttir tók saman. Teikningar eru eftlr Brian Pilking- ton. Prentvinnsla var í höndum Odda hf. Hörpuútgáfan 1997 - 72 síður. LEIKJABÆKUR hafa skemmt mörgum gegnum tíðina en verið ófá- anlegar um skeið, sem ekki er gott á þessum síðustu og tilbreytingar- snauðustu sjónvarps- tímum. Bryndís Braga- dóttir foreldri og kenn- ari hefur bætt úr þeim skorti og tínt saman úr ýmsum áttum leiki sem hentað gætu fyrir yngri og eldri og alla fjöl- skylduna, eins og hún kemst sjálf að orði í formála. Litlir þátttak- endur læra líka að vinna saman og skemmta sér, sama hvort þeir fara með sig- ur af hólmi eða ekki. Efni bókarinnar er skipt í kafla eftir því hvort um er að ræða leiki þar sem margir geta tekið þátt, þrautir eða þá að þátttakendum er ætlað að etja kappi hver við annan. Reyndar verður manni hverft við að sjá keppnir í fleirtölu sem yfirskrift fyrsta kaflans og annars staðar í bókinni, orðfæri sem heyrist alltof oft og óþarft að gefa gildi með birtingu á prenti. Leikjum er lýst á einfaldan hátt í texta með þægilega stóru letri, tekið fram hversu margir þátttak- endur þurfa að vera og hvaða fylgi- hlutir eru nauðsynlegir; appelsínur og epli, dagblöð, treflar og skeiðar, tónlist, sogrör og nálar, smápening- ar, flöskur, ferðataska og föt, svo eitthvað sé nefnt. Sums staðar fylgja líka teikningar af frísklegum krökk- um til frekari útskýringar. Dagblaðadansinn er líklegur til þess að vekja kátínu, svo og epla- og fataboðhlaup, fiskaleikurinn, grettan mikla, kapphlaup með herða- tré milli hnjánna og örkin hans Nóa. Að fela hlut er sígild skemmtan og einnig gaman að spreyta sig á því að blása á kerti með bundið fýrir augun, myndastyttu- og látbragðsleik og rúsínu- húsinu fyrir þau minnstu. Bílaleikurinn er líka hin besta skemmtan fyrir yngsta fólkið og unga í anda þar sem þátttakendur þykjast vera bílar og reyna að passa sig á að keyra ekki hver á annan. Hægt er að búa til hóp- bifreið með bílstjóra og farþegum í halarófu á eftir og þá æsist nú leik- urinn. Segir höfundur reyndar algengt að þátt- takendur endi í einni hrúgu á miðju gólfí. í þriðja hluta bókar- innar eru nokkrar þrautir, til dæmis að fella eldspýtnastokk með nefínu, kyssa kóngsdóttur, leysa hjónaband- ið og sveija nálareið. Allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfí, fyrir barnaafmælið, hanastélið eða bara heima á sunnu- eða frídegi til þess að færa mann- fólkið nær hvert öðru og Qær sjón- varpinu og myndbandstækinu. Helga Einarsdóttir Arnaldur Indriðason Bryndís Bragadóttir A ÞRIÐJA áratugnum voru stofnaðir þrír kommúnista- /-mskóiar í Moskvu til að þjálfa ^^atvinnuflokksmenn og áróðursmeistara, Austurháskólinn, Vesturháskólinn og Lenínskólinn. Nokkrum árum áður hafði Hendrik Ottósson stungið upp á því við for- ystumenn Alþjóðasambandsins að Islendingum yrði falið að stofna kommúnistaskóla til að þjálfa alþjóð- lega áróðursmenn, samkvæmt heim- ildum Jóns Ólafssonar, doktorsnema í heimspeki við Columbia-háskóla. Nokkrir íslendingar gengu í tvo síð- astnefndu skólana (þeirra á meðal Jens Figved, Jafet Ottósson; Andrés Straumland og Eyjólfur Arnason) og hefur Jón fundið ýmsar heimildir um skólagöngu þeirra, sem bæta við það, sem áður hefur verið skrifað um hana. Námið fólst ekki aðeins í því að sitja á skólabekk, heldur voru náms- menn við Vesturháskólann og Len- ínskólann sendir í vinnuferðir í sum- arleyfum og áttu þess þá kost að sjá hvað gerðist bak við pótemkín- tjöldin í Sovétríkjunum. Þóroddur Guðmundsson, sem Jjafði dulnefnið Ottó Stein, var send- ur til þorpsins Tsypnavolok á Kóla- skaga, skammt frá landamærum Finnlands og Noregs. Þar bjó fjöldi norskra sjómanna og mótmælti „Ottó Stein" því hvernig félagsút- gerðin á staðnum fór með Norð- mennina. Hann var sakaður um „stórkostleg pólitísk mis- tök ... algjörlega ósamboðin flokks- félaga" samkvæmt skýrslum Kom- intem um störf þeirra. Þessar villur Þórodds komu honum reyndar ekki í koll þótt viðsjárverðir tímar hefðu verið í Sovétríkjunum. Á fundi sagn- fræðinema um ísland og austurb- lokkina á föstudag var rneira að segja sagt að frásögn Jóns Ólafsson- ar sýndi að aðgangur að skjölum í austurvegi þyrfti ekki aðeins að verða til þess að sverta gamla kommúnista, heldur gæti einnig veitt þeim uppreisn æru. Helgi Skúli Kjartansson, dósent í Sagnfræði við Kennaraháskóla ís- Komintem og landnám VETURINN 1931 til 1932 voru fimm íslendingar við nám í Moskvu. Hér sjást þeir ásamt Einari Olgeirssyni, sem staddur var í borg- inni til að ganga frá inngöngu Kommúnistaflokks íslands í Komint- ern. Þeir eru frá vinstri Eyjólfur Árnason, Jens Figved, Einar, Andrés Straumland, Þóroddur Guðmundsson og Jafet Ottósson. íslendingar í lærí hjá Komintern, hið raun- verulega landnám ís- lands, banalega Árna Magnússonar og brott- nám kvenna á 12. og 13. öld eru meðal efnis Nýrrar sögu. Karl Blöndal hefur gluggað í ritið og einnig annað tímarit, Sögu. lands, hristir upp í viðteknum hug- myndum um landnám Islands með vangaveltum um það hvernig því kunni að hafa verið háttað í raun og veru. Helgi Skúli telur ósennilegt að fyrstu landnámsmenn hafí getað haft með sér mikinn búfénað í upp- hafí, en hægt hafí verið að lifa af gæðum landsins þar til bústofn hafði myndast. Landnámið hafí í raun skipst í tvö stig. Á því síðara hafí landnámsmenn alls ekki þurft að hafa með sér búfé af því að þá mátti kaupa það. Helgi Skúli veltir fyrir sér hvort þræiahald hafi náð mikilli útbreiðslu á íslandi og segir að það velti á því hvort kaupmenn hafí flutt vinnuafl til landsins sem fijálsa farþega eða ófijálsa verslunarvöru. Hann dregur í efa að fyrstu land- námsmennirnir hafí verið þau stór- menni, sem sagt er frá í heimildum. „En raunar má sjá það í hendi sér, þegar um hið eiginlega landnám er að ræða að menn sem vanist höfðu grónum auði og félagslegri virðingu hafí varla verið spenntir fyrir að sigla alfarnir út fyrir hinn þekkta heim til að lifa sem einhveijir skuggasveinar norður í Dumbshafí, þar sem ekkert samfélag var til að njóta virðingar í, og hugtökin auður og örbirgð eiginlega ekki í gildi,“ skrifar hann og bætir við að Island hafí á því stigi „miklu fremur verið staður fyrir menn sem ekki höfðu tekið virðingu samfélagsins að erfð- um, heldur brotið sér sjálfír braut...“ Hins vegar geti verið að höfðingj- amir hafí komið síðar með auð og fjölmenni, þegar forsendur voru fyr- ir því að þeir gætu notið virðingar. Án þess að sögufalsanir hafi átt sér stað hafi síðan „minning nafnleys- ingjanna [þurrkast] út úr sagna- geymdinni og aðkomuhöfðingjarnir [breyst] í frumlandnámsmenn“. Ýmislegt annað forvitnilegt er að fínna í Nýrri sögu, Sigríður Matthí- asdóttir, doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla íslands, ber saman þjóðern- isgoðsagnir íslendinga og Tékka og rekur hvernig hvorir tveggja hafa beitt svipuðum aðferðum til að „sýna fram á hvernig þjóðir þeirra hefðu blómstrað á gullöld og þá þegar haldið á lofti sömu hugsjónum og stjórnkerfi Vesturlanda byggist á nú á dögum“. Reginmunurinn sé sá að leiðtogar annarra vestrænna ríkja hafi tekið mark á fullyrðingum ís- lendinga, en Tékkar hafi ekki fengið sömu viðurkenningu. Margrét S. Björnsdóttir, forstöðu- maður endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands, fullyrðir að þegar gengið verði til þingkosninga árið 1999 muni íslenskt flokkakerfi hafa tekið varanlegum breytingum og þá muni flokkur sameinaðra jafnaðar- manna fá 45 til 50% fylgi: „Sá flokk- ur verði forystuafl í ríkisstjórn, sem hefji nýtt og róttækt umbótatímabil í íslenskri stjórnmálasögu." Tíminn mun leiða í ljós hvort af sameinuðu framboði verður, en til þess þurfa menn með völd, sem ef til vill eru takmörkuð, að bijóta odd af oflæti sínu í þágu heildarinnar og slíkt gerist yfírleitt ekki vandræðalaust. Þá er ljóst að erfiðara er að fella saman stefnur hinna ólíku afla í landsmálapólitík, en bæjar- og sveit- arstjórnarmálum. Már Jónsson, doktor í sagnfræði frá Háskóla íslands, fjallar í Nýrri sögu um síðustu ár Áma Magnússon- ar og söfnun hans og skráningu á handritum bæði fyrir og eftir brun- ann í Kaupmannahöfn 1728. Már lýsir banalegu Áma og eru sjúkdóms- lýsingar nákvæmar án þess að hann komist fyrir um sjúkdóm þann, sem dró handritasafnarann til dauða. Rétt er að láta þess hér getið að á meðan sól fór enn hækkandi á lofti kom út tímaritið Saga, sem Sögufélagið gefur einnig út. Hér er ekki pláss til að rekja efni Sögu, en þar er að finna grein Friðriks G. Olgeirssonar um breytingar á at- vinnulífi og búsetu við Eyjafjörð á ofanverðri síðustu öld og fram á þessa, umfjöllun Erlu Huldu Hall- dórsdóttur um ímyndir, veruleika og frelsishugmyndir kvenna á síðustu öld, grein Sigfúsar Hauks Andrés- sonar um tilskipunina um aukið versl- unarfrelsi árið 1816, ritgerð Sigurðar Gylfa Magnússonar um hlutverka- skipan kynjanna í íslensku samfélagi á 19. og 20. öld og frásögn Lýðs Bjömssonar af tilraunum dönsku stjórnarinnar til að bæta verkkunn- áttu á íslandi í lok 18. aldar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.