Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR * > Meinlegt eðli mennskrar þjóðar Bókmeimtir Ljóölcikir SÍGILDIR LJÓÐLEIKIR Helgi Hálfdanarson þýddi. Prentuð í Svíþjóð. Mál og menning 1997 - 366 síður. RITÆFINGAR eftir Helga Hálf- danarson hafa verið fáséðar í blöðum að undanförnu og ber ekki endilega að harma það. Skýringin er nú kom- in eða að minnsta kosti hluti henn- ar. Bókin Sígildir ljóðleikir er alveg fullgilt ársstarf eða jafnvel ævistarf þegar hugsað er til ýmissa mætra manna. Það eru einkenni hinna bestu þýð- enda að þeir eru óragir við að taka sér það fyrir hendur sem virðist næstum óvinnanlegt. Helgi er einn þeirra og slakar d hvergi á. Nú hefur hann þýtt ljóðleiki eftir Cald- erón, Corneille, Racine, Dantas og Ibsen og með því klifið tindana „á ferli leikmennta síðari alda“. Glíman við Gaut Um þýðinguna á Pétri Gaut segir Helgi að verkið sé samið öllu fremur sem lesleikur en sviðsverk. Þetta telur Helgi að Einar Benedikts- son hafi haft í huga þegar hann þýddi verkið: „Á þetta benti ég, þegar merkur leikari gat þess við mig, að glæsilegur texti Einars Bene- diktssonar hæfði ekki svo vel leik- sviði sem lestri, og hvatti mig til að gera þýðingar-tilraun með þarfir leik- húss umfram allt í huga.“ Glingrað við texta Þrátt fyrir mótbárur fór Helgi samt að „glingra við textann" og hygg ég að þakka megi leikaranum frumkvæðið að enn einni snilldar- þýðingu í íslenskum bókmenntum. Auðvitað er ekki hægt að stilla sig um að bera Einar og Helga sam- an, en það er alls ekki sanngjarnt. Orðfæri Einars Benediktssonar er ekki alltaf samtímans og vandað tungutak Helga ekki heldur svo að segja má að gaman hefði verið að fá enn nútímalegri Gaut, kannski með því að færa þessa litríku per- sónu í gervi samtímans. Þessa ábyrgðarlausu umræðu skal ég þó láta niður falla að sinni. Pétur Gautur, þótt gamall sé, er að efni til verk sem nútíminn á auðvelt með að tileinka sér. Hér er komin per- sóna sem er ófyrirleitin og lætur stjómast af löngunum sínum og drottnunarkennd ná- kvæmlega eins og þeir frægðarmenn sam- tímans sem mest er hampað og virðast höfða hvað best til fólks og vera kjömir til met- orða. Pétur kvartar aft- ur á móti yfír því sem mektarmaður Marokkó að hann hafí ekki ver- ið metinn að verðleikum heima fyrir og er þá á dagskrá spá- maðurinn og eigið föðurland. Kvennakór syngur um Guðs spámann" sem leysir allar lífsgátur og á við Gaut. Hann kveð- ur: „Ég las það á bók - og með vissu veit - | /það varð enginn spá- maður heima í sveit. - /Hér uni ég betur dag frá degi/ en áður við brask í vesturvegi./ Það var óhreint og rotið ráðabmgg/ þar sem leyndist á botni banvænt grugg.“ Margar orðræður Gauts em kynngimagnaðar. Það verð ég að viðurkenna að mér sýnist skyld- leiki þýðinganna tveggja mikill. Ofangreind tilvitnun er til dæmis þannig í þýðingu Einars Benedikts- sonar: „Eitt orð sá ég prentað - sem alltaf stóð - / „enginn varð spámað- ur hjá sinni þjóð.“ - / Hér fellur mér vel. Það var langtum leiðara/ lífíð á meðal Karltúns reiðara. /Mér fannst í því eitthvað óhreint og hul- ið,/ eitthvað á bak við, rotið og dul- ið. Hin fræga ræða Gauts í upphafi þegar hann skýrir vítavert athæfi ofurhugans fyrir Ásu, móður sinni, er þannig hjá Helga: Kúlan small! steyptist boli beint á glannann; en um leið og skepnan skall Einar Benediktsson skauzt ég upp á hrygginn röskur, kreisti vel að vinstra eyra, vildi í sama bili keyra hnífinn beint og hart í skjann- ann; - Viðureigninni lýsir Einar svo: Kúlan hvein. Kollhnís beint á trýnið small hann. En í sama andartaki yfir um þvert ég sat á baki. Þreif hann svo í annað eyra, ætlaði að fara að keyra reddann í hann, rétt við skallann . Atriðið í konungshöll Dofrans er með því skemmtilegasta í verk- inu. Dofrinn ávarpar Gaut og vill breyta honum í þurs (þýðing Helga): Meinlegt er eðli mennskrar þjóðar, og furða hve lengi það loðir við! Ef eijur verða við okkar lið, getur það skrámazt, en grær þó óðar. Minn tengdasonur er þjáll og þekkur og glaður í kristnu glæðunum slekkur; freyðandi mjöðinn fijálslega drakk hann og fús í gumpinn halanum stakk hann, - til alls var hann hvatur sem um var beðið; ég hugði að allt væri Adams-geðið úr honum rokið á dyr; en sjá! hans fyrri maður er farinn á stjá. Nú hlýt ég að sönnu, sonur minn, að svæfa mannlegan breyskleik þinn. Gautur er þó ekki samþykkur því að láta rispa vinstra auga og skera burt hægri glyrnuna þótt prinsessan og ríkið sé í boði. Áð því leyti er hann ósamkvæmur sjálfum sér. Kappsamir Gautar samtímans myndu ekki hugsa sig tvisvar um og allra síst leggja á flótta. Varast ber þó of félagslegan skiln- ing. I bréfi til Hegels skrifar Ibsen að í Noregi (þar sem bókin vakti mikinn úlfaþyt) og Danmörku hafi menn fundið meira af heimsádeilu en var tilgangur hans: „Af hveiju geta menn ekki lesið bókina sem ljóð? Þannig hef ég skrifað hana,“ segir Ibsen. Helgi segir um Gaut Ibsens að einmitt sjálft rímið sé veigamesti þáttur formsins, verkið sé allt „þaul- Morgunblaðið/Jón Svavarsson HELGI Hálfdanarson les úr Sígildum ljóðleikum á Súfistanum við Laugaveg í liðinni viku. HENRIK IBSEN. Þetta er elsta Ijósmyndin af skáldinu tekin í Kristianiu 1861 eða 1862. Ljósmyndarinn, Eduard Larsen, var á þessum árum bókmenntamaður, en gerðist síðar ljósmyndari. í lipurri þýðingu Helga og sama má segja um hin, ekki síst Fedru eftir Racine, en efni í þennan harmleik sótti skáldið til hins gríska Evrípídesar og lagði áherslu á að tilgangur harmleiksins væri að leggja stund á að fræða og skemmta. Uppáhaldsform þýðandans þegar um ljóðleiki er að ræða, stakhendan, nýtur sín vel í Fedru. Hinar alexandrínsku ljóðlínur Corneilles og Racine sem eru svo dæmigerðar fyrir franska tungu reynir Helgi ekki að stæla. Helgi nær sér til dæmis vel á strik í Fedru þegar hún skiptist á orðum við Hippólítos, lýsir ást sinni á Þeseifí konungi, föður hans: Víst er svo prins; ég brenn af þrá til Þeseifs. Hann elska ég; þó ekki sem hann var í fór til Undirheima, hverflynd sál, sem ótal konum unni, og hugðist flekka beð Hadesar; nei, heldur tryggan, stoltan, töfrandi’ af æsku, og styggan lítið eitt, hrifandi sérhvert hjarta, goðum líkan, eða’ eins og þú ert orðinn fagur nú. bundið í margslunginn sírímaðan brag“. Fá eða engin orð leikskálds nema vera skyldu einræður Hamlets eru jafn oft höfð eftir og heitið á leikriti Calderóns Lífið er draumur. Don Pedro Calderón de la Barea var Spánveiji uppi á sautjándu öld. Gaman væri að heyra leikritið flutt Það er auðvitað óþarfí að taka fram, allir vita sem vilja, að töfrar þýðinga Helga Hálfdanarsonar eru ekki síst fólgnir í því hve eðlilegt tungutak þeirra er, einfalt en þó tigið. Sígildir ljóðleikir skipa sér í flokk helstu bóka hans. Jóhann Hjálmarsson V aknað til lífsins FLESTAR persónur fyrstu skáldsögu Siguijóns Magnússon- ar, Góða nótt, Silja, eru utan- veltu. Jónatan er næturvörður, Silja á við veikindi að stríða og yfir fjölskyldunni í Smáíbúða- hverfinu hvílir drungi. Líf þeirra og samskipti eru í föstum skorð- um og smávægilegar breytingar þar á hafa í för með sér upp- Íausn. Persónurnar þurfa allt í einu að meta stöðu sína og sam- bandið við aðra alveg upp á nýtt. „Ég hef verið spurður að því hvers vegna ég bjóði Silju sér- staklega góða nótt í titli sögunn- ar og hvort í því felist einhver skelfileg hrakspá. En svo er alls ekki. Ætli hugmyndin sé ekki þannig til komin að Silja er mjög upptekin af Vetrarferðinni eftir Schubert, en hún hefst einmitt á laginu Gute Nacht sem nokkuð kemur við söguna.“ Sigurjón lýsir sögunni sem eins konar stofuleik. „Sögusviðið er ekkert síður raunverulegt og lifandi fyrir mér en persónurn- ar,“ segir hann. „Stigar, gangar og stofur, allt er þetta mér jafn- sýnilegt og fólkið sem gengur þar um og hluti af þessu sama andrúmslofti. Þarna ríkir engin sérstök glaðværð, þetta er ekki það sem kalla mætti fjörug bók, en vonandi erum við ekki orðin of glaðsinna fyrir sögur af þessu tagi.“ Persónurnar virð- ast finna sig í ákveðn- um hlutverkum en þegar þessi hlutverk riðlast skín einsemd- in og tilgangsleysið í gegn. Hvað eiga per- sónurnar sameigin- legt? „Þessi hlutverk eru kannski mestan- part nafnið tómt og til orðin fyrir ein- hvers konar misskiln- ing eða þá einfald- lega af þörfinni fyrir annað fólk, drauminn um að skipta aðra einhveiju máli. Og hvern dreymir ekki um eitthvað slíkt? Með skáldsög- unni má þó kanna þessar kennd- ir og langanir og sýna af hveiju þær eru raunverulega sprottnar og hvert hið rétta eðli þeirra er.“ Siguijón víkur aftur að and- rúmslofti sögunnar: „Það er ná- tengt stíl eða stílblæ hennar,“ segir hann, „en stílnum verður þó, held ég, seint lýst með beinum hætti. Mér finnst líka að yfirleitt sé ekki auðvelt að ræða mik- ið um stíl á skáldsög- um, að minnsta kosti hef ég aldrei átt létt með það. Þó er það þannig með stílinn að sé hann lifandi ogí samræmi við efni og hugsun skáldsagna sem ég les þá virkar hann yfirleitt alveg beint á taugakerfið í mér. Ég veit ekki hvort aðrir hafa sömu sögu að segja, en þannig finnst mér ég oft komast að raun um hvort höf- undum hefur tekist það sem þeir ætluðu sér eða ekki. Hvort mér tekst það hins vegar sjálfum í Góða nótt, Silja, um það verða þó vitaskuld aðrir að dæma.“ egar hann svarar ekki gengur hún alveg til hans og leggur handleggina blíðlega um hálsinn á honum. Hún býst allt eins við því að hann taki þessu illa og stjaki henni frá sér. En hann gerir það ekki. Vísast er hann einfaldlega hissa enda hafa þau aldrei staðið svona fyrr, eins og fólk sem er sam- an í raun og veru, en henni finnst það gott og nýtur þess að hvíla vangann við jakkann hans, leðrið er hijúft og svalt og það lyktar af sígarettureyk. „Ég ætlaði alls ekki að særa þig, Haraldur minn,“ hvísl- ar hún eftir stutta þögn án þess að hreyfa höfuðið. „Það veit guð að mér gekk ekkert illt til með þessu sem ég sagði. Ég er bara að reyna að skilja...“ „Skilja? Nú, einmitt það. Og hvað viltu skilja?" spyr hann annarshug- ar. Úr skáldsögunni Góða nótt, Silja. Nýjar bækur • BRÓÐIRminn ogbróðirhans er eftir sænska höfundinn Hákon Lindquist. Þetta er fyrsta bók höf- undarins og er í þýðingu Ingibjarg- ar Hjartardóttur. Jónas veit að hann átti bróður sem dó áður en Jónas sjálfur fæddist. Dag einn finnur Jónas jakka bróður síns uppi á háalofti. Í einum vasanum liggur bréf stílað á Prinsa. Jónas fer að leita skýr- inga á hver Prinsi var og hvernig bréfið komst í jakkavasann og smám saman skýrist myndin af bróðurnum. Jónasi verður ljóst að bróðir hans átti í áköfu ástarsam- bandi við annan pilt skömmu fyrir dauða sinn. í kynningu segir: „Þetta er óvenjuleg og blæbrigðarík þroska- saga ungs pilts og segir frá ást sem er öðruvísi en margir eiga að venjast." Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 162 bls. Leiðbeinandi verð er 1.780 kr. Siguijón Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.