Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 B 3 BOKMENNIIR 1V1 inningabók KÆRI KEITH eftír Jóhönnu Kristjónsdóttur, Fróði 1997-152 bls. • HVERS vegna skrifar fólk bækur um ást- arlíf sitt og einkalíf? Kemur okkur það við? Vafalaust fínnast engin einhlít svör við slík- um spumingum. Þó er ekki óeðlilegt að spurt sé í þessa veru þegar flett er í gegnum nýút- komna bók Jóhönnu Kristjónsdóttur, Kæri Keith. Það er raunar ekki ýkja langt síðan lesendur gátu kynnt sér þjóðþekkt og storma- samt hjónaband Jóhönnu og Jökuls Jakobs- sonar í bók hennar, Perlum og steinum. En nú gengur hún jafnvel enn lengra í afhjúpun- um á einkalífí sínu því að nýja bókin fjallar um slitrótt ástarsamband Jóhönnu við giftan mann, Keith R. Flatman að nafni. Hér er vissulega á ferðinni saga af ást í meinum. Elskhuginn er ekki einungis giftur maður heldur einnig andfætlingur okkar frá Ástralíu og samband elskendanna því stop- ult og með stórum hléum. Það gerir samband- ið heldur ekki einfaldara að Jóhanna er geð- rík kona og sættir sig aldrei fullkomlega við þetta lauslega samband og af því spretta átök. Eigi að síður helst það í rúman áratug. En er að vísu löng tímabil mestanpart síma- samband og bréfaskipti. Samt styrkist það og verður einlægara og heitara með tíman- BÆKUR Ást í meinum um. Því lýkur ekki fyrr en við andlát Keiths. í fljótu bragði mætti þetta virðast rýrt efni í minningabók. Þó er það mikil tíska í útlöndum að þekkt fólk beri ástir sínar og einkalíf á torg sjálft eða í gegn- um einhvers konar ævisögurit- ara. Mikil eftirspurn er eftir slík- um sögum og vel greitt fyrir enda fátt manninum eðlislægra en hnýsni um náungann. Færa má að því rök að bók Jóhönnu sé af því tagi. Og þó ekki. Ef vel er skoðað ristir hún dýpra en flestar slíkar minn- ingabækur. Fyrri hluti bókarinn- ar er þó ekki svo ólíkur ýmsum þvílíkum bókum. Forvitni lesenda er svalað og það eru kryddlegin hjörtu í matarkörf- unni. En bókin í heild er þegar allt kemur til alls sprottin af sönnum og einlægum sökn- uði og ást. Kannski er hún líka uppgjör höf- undar við þennan þátt lífsins og óður til ástar- innar. Þetta er líka saga af fólki sem verður heltekið af tilfinningum sínum og er þannig úr garði gert að það lætur þær, þrátt fýrir erfíð skilyrði, hafa forgang í lífinu. Jóhanna kann vel til verka. Þannig velur hún form sem hæfir efninu vel. Bókin er byggð upp sem mörg bréf og elskhuginn jafn- an ávarpaður. í þeim er ástarsag- an rakin, fundarstöðum víða í Evrópu og Asíu lýst og ytri skil- yrðum þessa ástarsambands gerð skil. Lýsingar Jóhönnu á stund og stað eru ávallt settar fram með nákvæmni dagbókarinnar og eng- in viðleitni er til að fegra eða skreyta veruleikann. Þrátt fyrir ánægjustundir fylgir sambandinu mikill sársauki og margháttaður vandræðagangur. Það eykur oft gildi bókarinnar að Jóhanna er vakandi yfír umhverfí sínu og lýsingar á hinum ýmsu stöðum sem hún á leið um á ferðum sínum til að hitta elskhugann eru eftir- minnilegar og ekki síður árvökult blaðamanns- augað sem sundurgreinir veruleikann í knöpp- um stíl. Um Kúveit og Kúveita sem hún sæk- ir heim í einni slíkri ferð segir hún t.a.m. Jóhanna Kristjónsdóttir „Kúveit var annarlegt gervisamfélag og að Kúveitum gast mér alls ekki. Hroki þeirra og auðlegð voru yfírgengileg og ofstæki þeirra og mannfyrirlitning féll mér ekki í geð. Það voru mikil viðbrigði að koma frá hinum hljóð- látu og yfírlætislausu Ómönum til Kúveit þar sem allt gekk út á gull og aftur gull. Eða réttara sagt olíu og aftur olíu.“ Annan kost hefur bókin umfram margar slíkar minningabækur. Hörundurinn hlífir sér ekki. Jóhanna sýnir okkur enga hetjumynd af sér og elskhuganum. Þvert á móti eru þau í bókinni ákaflega breyskar og viðkvæmar manneskjur og einmitt sá tónn gerir bókina læsilega og áhugaverða. Aftur á móti líst mér síður á lífsspekilegar umræður Jóhönnu um eðli tilviljunar og lögmála, bæði í byrjun bókar og víðar. Einhvern veginn fellur mér ekki sá rammi utan um þetta ástarsamband. Hvort tilviljun ræður eða ekki þegar tvær sálir sameinast er aukaatriði í þessu sam- hengi og viðbúið að svo hástemmdar hugleið- ingar dragi úr mikilvægi þess sem máli skipt- ir í sögunni, ástinni og söknuðinum. Kæri Keith er ósérhlífíð verk. Efni bókar- innar er þess eðlis að ýmsum kann að þykja hún hneykslanleg eða jafnvel skrifuð til að svala hnýsni lesenda. Hinu er þó ekki að leyna að hér er ijallað af mikilli alvöru um heitar tilfínningar og sára reynslu. Hún á því erindi til okkar vegna einlægninnar og vegna þess að hún er á sinn hátt uppgjör höfundar við þennan þátt ævinnar. Skafti Þ. Halldórsson. Dagbækur mjög spennandi ÚT er komin skáldsagan Erta eftir Diddu, en hún gaf út ljóða- bókina Lastafans og lausar skrúfur fyrir tveimur árum. Um er að ræða dagbók Ertu, stúlku úr Reykjavík, í 52 vikur, sem bæði hefst og lýkur á föstudegi. En hvers vegna ákvað Didda að rita slíka sögu? „Það var enginn sérstakur hvati að þessari sögu, annar en sá að mér finnst dagbækur mjög spennandi form, vegna þess að íjieim er fólk hvað einlægast. Eg ímynda mér það, að allir séu dýpri en þeir líta út fyrir að vera og að þeir séu að hugsa oft miklu tilfinningalegri sprengingar heldur en þeir láta í ljós. Við höldum ávallt ákveðinni ró okkar út á við. Við erum kurteis við hvert annað, kunnum öll ákveðnar reglur í samskiptum o.s.frv., en við hugsum oft miklu tilfinninga- legri, viðkvæmari og undarlegri hluti sem við þorum ekki að nefna vegna þess að við erum hrædd við viðbrögð annarra. Ég vil meina það að allir séu svona,“ segir Didda. „Mér fannst mjög spennandi að búatil þessa stúlku, sem gæti alveg heitið Erta og hún gæti í raun verið hver sem er. Hún þarf ekki endilega að vera áberandi eða þekkt. Hún gæti verið stúlka sem ég rækist á annan hvern dag þar sem hún vinnur - í bankanum, búðinni eða hvar sem er. Hún bara geng- ur framhjá mér alltaf úr strætó eða eitthvað slíkt. Hún er einnig ef til vill sú sem brosir mest, er kurteisust og kann allar regl- urnar, en er að skrifa í dagbók- ina sína þessar hugrenningar sínar um það af hverju við látum eins og við látum, af hverju við segjum ekki það sem okkur langar til eða af hverju við meg- um það ekki. Það fannst mér mjög spennandi. Ég vildi líka gera hana að mjög skapandi einstaklingi. Hún skrif- ar sögur, leikrit og Ijóð. Það fínnst mér einmitt n\jög íslenskt, þvi það skrifa allir á Islandi - á einn eða annan máta. Hún skrifar bara fyrir dagbókina sína og það getur verið að það sé bara nokk- uð illa gert af mér að birta dag- bókina hennar. Það má vel vera. Mér fínnst hún oft segja mér ansi sterka hluti, persónulega." ÖSTUDAGUR: get kannski átt í samskiptum við þessa bók. sé til. hef- ur ekki gengið vel und- anfarið að eiga í nánu sambandi við pappírinn. vil frekar vera í mínum gömlu (góðu) innan sviga efasemdum um sjálfa mig. spurning um að byija eða bara vera. ég er svona og verð að sætta mig við það. hver einasti sentímetri af mér þarf svo að fá að anda, og ég ætla að geyma kútana í mínum svarbrúnu. lét klippa mig í dag, eitt- hvað við það að horfa á hárin falla, dökk og dimm. samt ekki svo slæmt að vera ég - þannig. bandaríkja- menn að tala um upp- skeru af hveijum fer- metra af jörð. eins um alla veröld. byggist allt á því sem kemur upp úr jörðinni. laugardagur: hver er þessi ég sem aðrir sjá? og við hvem em eiginlega allir að tala, horfa á þegar sett em upp samskipti við mig? sjá bara þessa 159 cm, þessi öguðu 56 kg, horfa í lítil svarbrún augu og heyra smámælt orð út um þunnar varimar. úr hvaða landslagi er ég eigin- lega? vildi óska þess að ég hefði stærri fætur, vildi að ég notaði 38 en ekki 35. sunnudagur: ég hef ekki hug- mynd um að hveiju ég leita. en ég ætla að finna það. veit ekki hvað það er sem ég á að gera, en svo finn ég þessa hvöt, þrýsting innra með mér til þess að sækja eitthvað. held að tilfinningin sé ekkert ólík þeirri sem fólk finnur fyrir þegar það verður þyrst. en þá veit það að það þarf vatn. ég veit ekkert hvað ég þarf, veit bara að ég verð að finna það. Úr Ertu. Didda Speglalest BOKMENNTIR Skáldsaga NEMA ÁSTIN eftír Friðriku Benónýs, útgefandi: Fróði. Rvík 1997.135 síður. ÞAÐ var gaman að lesa skáldsögu Friðriku Benónýs, Nema ástin. Hún er spennandi og vel skrifuð og segir lesanda sínum margt. Til dæmis um þörf líkamans fyrir sjálfan sig og aðra líkama. Þörf líkamans til að vera elskaður og elska. Þörf líkam- ans til að njóta aðdáunar og njóta. Þörf líkamans til að láta horfa á sig og spegla sig. í sögunni er líkaminn sem speglar sig bæði hraustur og veikur. Og kaflabrotin sem sagan er búin til úr spegla hver annan og fleyta efninu áfram með einhvers konar speglasendingum. Höfundur- inn býr til einhvers konar spegla- lest. Verkfræði þessarar lestar er vel hugsuð og kemur lesandanum á leiðarenda, skilur við hann á síðustu blaðsíðunni sorgmæddan og vitran. Því af bók Friðriku er margt að læra, til dæmis um afstöðu konu á okkar tímum í okkar heimi til líkama síns. Sagan er líka ástarsaga Myndirnar sem höfundurinn dreg- ur upp eru skýrar og litsterkar. Stundum líkjast þær auglýsingum. Sá skyldleiki passar vel við efni verksins og ekki síst við persónugerð þess sem segir söguna og er jafn- framt aðalpersóna hennar, Diljá, sem er tæplega fertug og stendur frammi fyrir veikindum. Sjá má af lýsingum Diljáar að hún er mjög upptekin af útliti og yfírborði hlut- anna, meðvituð um lík- ama sinn í því umhverfi sem hann er staddur í þá og þá stundina. Diljá er síðan haldin þeirri þráhyggju að veikindi hennar séu refsing fyrir atvik úr fortíðinni sem henni tekst ekki að sætta sig við. Veikleik- ar hennar og hégómi, innibyrgður guðsótti og fleiri þættir valda því að hún verður staðráðin í því að refsa sjálfri sér fyrir allt sam- an. Úr aðstæðum sínum býr hún til einvígi á milli sín og líkama síns annars vegar og hinsvegar sín og ástarinnar sinnar - sem hún fær ekki drepið sama hvað hún reynir en drepur þó samt. Höfundurinn sýn- ir þennan tví- eða þrí- eða marg- verknað, að drepa en drepa þó ekki en drepa samt, verða að drepa og vilja það samt ekki, á trúverðugan og ferskan hátt. Inní skýrum og lit- sterkum myndheimi sem nýtir sér meðul sjónvarpsins, á sama tíma og aðalpersónan er fómarlamb útlits og myndar. Þar með velur höfundurinn sér nákvæmt og hentugt myndmál fyrir sögu sína, með góðri undirstöðu frá mjög vel saman settum orðum. Sagan kallast á við grískar goðsögur og skáldsögu Halldórs Laxness, Vefarann mikla frá Kasmír. Þessi leikur er ekki fyrir- ferðamikill og kannski til þess gerður að vekja lesandann til umhugs- unar. Snúa hlutunum við í huga hans. Byija að hugsa um Diljá úr Vefaranum á annan hátt en áður. Þetta á þó ekki við um Stein, sem er aukapersóna í Nema ástin. Hann er dálítið ósympatískur maður, og lesandinn stillir honum ekki upp í huga sér við hlið Steins Elliða úr Vefaranum og skoðar þá saman. En tilvitnanirn- ar sem fengnar eru úr bók Halldórs og settar framan við hvern af þrem- ur bókahlutum verksins henta verk- inu mjög vel. Já, þetta er ástarsaga þar sem aðskilnaðurinn er, að því er að lesandanum finnst, byggður á mis- skilningi og blindu. Því verður Ies- andinn sár og jafnvel reiður aðalper- sónunni. Lesandinn gerir sér betur grein fyrir mistökum aðalpersónunn- ar en hún sjálf getur gert. Því er sagan harmræn. Og þegar lesandinn stendur einn eftir á áfangastað hef- ur hann það á tilfinningunni að hann hafí lært af Diljá. Og muni breyta öðruvísi en hún. Breyta þegar þar að kemur „rétt“. Kristín Ómarsdóttir Friðrika Benónýs Má bora í nefið? BOKMENNTIR Barnabók GOTT AÐ BORA í NEFIÐ Höfundur: Daniela Kulot-Frisch. Is- lensk þýðing: Hildur Hermóðsdóttir. Mál og menning, 1997 - 28 bls. LENGI framanaf var það eitt aðalmarkmið barnabóka að kenna börnum góða siði og brýna fyrir þeim hversu hættulegt það gat verið velferð þeirra ef þau óhlýðnuðust boðum og bönnum fullorðna fólks- ins. í framhaldi af því komu svo bækur um það hvemig lítil böm gætu leyst hin aðskiljanlegustu mál, svo sem að fara í skóna sína, greiða sér og þar fram eftir götunum. I þessari bók eftir þýsku listakon- una Danielu Kulot-Frish er bryddað upp á nýjung þar sem börnin eru látin bijóta til mergjar ástæðuna fyrir því af hveiju það er talið svo skelfílegt að bora í nefíð eins og það er þó gott! Fílnum fínnst gott að bora í nefíð og sömuleiðis mús- inni og froskinum. Þegar Litli fíll, Froggi froskur og Mýsla vilja fá að vita af hveiju ekki má, fá þau fáránlegar útskýringar hjá foreldrunum eins og t.d. að fíng- urinn festist í nefinu eða þá að afleið- ingin verði nefbi-oddsnasaholusýking! En þau stuttu em ekki alveg tilbúin að trúa útskýringum foreldranna og leita sér nánari upplýsinga sem koma þeim svo sannarlega á óvart. Textinn er stuttur og orðskrípið „nefbroddsnasaholusýking" eina langa og torskilda orðið í sögunni sem er bara rétt svona til að krydda efni sögunnar. Myndir höfundar eru stórar og skýrar og styðja vel við textann þannig að lítil börn eiga auðvelt með að finna samsvörun milli myndar og texta. Það getur vel verið að einhveijum siðavöndum aðstandendum lítilla barna þyki boðskapur sögunnar nokkuð undarlegur en hann er alla vega vel til þess fallinn að vekja umræður og kátínu. Sigrún Klara Hannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.