Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 B 7
Kviknaktir karlmenn
„í DAG varð ég kona.“ Á þessum
orðum hefst samnefnd skáldsaga
sem Gunnar Dal hefur sent frá
sér. Tilefnið er að söguhetjan,
hin fjórtán ára gamla Guðrún,
hefur í fyrsta sinn á klæðum og
„breytist þar með úr barni í
konu“.
„Því fer fjarri að
þetta sé epísk skáld-
saga,“ segir höf-
undurinn, „þvert á
móti er þetta einstök
bók hvað form snert-
ir og raunar innihald
líka. Ástæðan er sú
að ég hef ekki áhuga
á að skrifa eða lesa
bók um fjórtán ára
stúlku sem er að
kynnast ástinni í
fyrsta skipti og
stendur fyrir framan
spegil og skoðar hár
sitt, brjóst og aðra
sköpun. Það er búið
að skrifa tíu þúsund
þannig bækur.“
Gunnar segir að hver höfund-
ur gefi sér sínar forsendur þegar
hann skrifar bók. „Mínar for-
sendur eru óvenjulegar að því
leyti að þær koma alls ekki fram
í bókinni. En vegna þess hve þær
eru óvenjulegar verður Guðrún
óvenjuleg stúlka og fyrir vikið
verður það sem hún segir líka
óvenjulegt."
Forsendurnar sem Gunnar
gefur sér eru að ein kona hafi
verið til í upphafi, Frú habilis.
Síðan hafi komið Frú erectus,
Frú sapiens og Frú sapiens
sapiens eða Nútímafrúin. „Síð-
an gef ég mér að í Vesturbæ
Reykjavíkur sé komin fram
stúlka, Guðrún, sem sé Fimmta
konan. Og þar sem hún er ný,
með nýja tegund af vitsmunum,
hefur hún allt aðra sýn á heim-
inn en annað fólk, jafnvel þótt
hún viti ekki að hún er öðru-
vísi og aðrir ekki heldur.“
Að sögn Gunnars er megin-
uppistaðan í bókinni goðsögur,
fyrst og fremst sögur um konur,
sem Guðrún fer að grúska í.
„Þar sem Guðrún er Fimmta
konan skilur hún að í öllum þess-
um sögum er karlmaðurinn að
kortleggja sjálfan
sig og setjast í sæti
Guðs almáttugs. Fyr-
ir vikið stendur hann
í hennar augum uppi
kviknakinn í
heimsku sinni. Þá er
hún sífellt að bera
sig saman við bræð-
ur sína, sem eru
gáfaðir menn í há-
skóla, og er alltaf
jafn hissa á gáfna-
fari þeirra."
Gunnar kveðst líta
á I dag varð ég kona
sem uppreisnarrit.
„Þar á ég við upp-
reisn en ekki bylt-
ingu. Bylting er nefnilega af
hinu illa en uppreisn alltaf af
hinu góða!“
Segir höfundurinn bókina
eiga að höfða til allra aldurshópa
en kveðst sérstaklega vona að
börn og unglingar geti lesið
hana sér til ánægju, þó ekki
væri nema út frá sögunum. „Þær
eru auðvitað ekki mínar, þótt ég
endursegi þær - þetta er klass-
ískur arfur.“
Lífið eftir lífið
Gunnar Dal sendir frá sér
aðra bók fyrir jólin, Lífið eftir
lífið. Um hvað skyldi hún fjalla?
„Það getur verið að ég fari
rangt með en ég veit ekki betur
en þetta sé fyrsta mystíska
skáldsagan sem skrifuð hefur
verið á íslensku, þótt evrópskar
bókmenntir séu fullar af bókum
af þessu tagi. Sagan hefst þeg-
ar maður deyr og endar þegar
hann fæðist - gerist með öðrum
orðum öll annars heims, öllu
heldur annarra heima.“
Að sögn Gunnars blandast
inn í söguna gamall reynslu-
heimur úr evrópskum bók-
menntum og hans persónulega
trúarreynsla.
desember.
Já, ég er orðin kona.
Já, ég er orðin kona. Það
leita á mig alls konar hugs-
anir. Ég verð að skilja marga hluti.
Hafa formæður mínar ekki alltaf
þurft að skilja meira en karlmenn
til þess eins að geta lifað? Þær
þurfa að sjá og skilja, virða hlutina
fyrir sér og íhuga þá.
Karlmaðurinn hljóp af stað með
vopn sín til að elta bráð sína. Kon-
urnar voru heima og þær litu í
kringum sig. Þær sáu frækorn falla
í jörðina og þær tóku eftir því að
upp af þeim uxu tré og grös. Karl-
mennirnir voru veiðimenn og þeir
hlupu út og suður og héldu áfram
að vera veiðimenn.
Konurnar fundu upp landbúnað
og lærðu að yrkja jörðina. Og með
því hófu þær manninn upp á nýtt
stig án þess að nokkur karlmaður
tæki eftir því að þetta var þeirra
starf. Þær hófu manninn upp á
hærra stig með sínu hljóða starfi
og með athugun sinni á því sem
var að gerast í kringum þær. Og
mannkynið yfirgaf stig veiði-
mannsins og komst upp á stig akur-
yrkju sem leiddi til borgarmenning-
ar.
Það eru engin nöfn kvenna skráð
í þessari sögu.
Það voru konurnar sem hugsuðu.
En í sögu hugsunarinnar sem
lesin er í skólum er aðeins að finna
nöfn á karlmönnum.
í sögu heimspekinnar er víst
ekkert kvenmannsnafn.
Úr í dag varð ég kona.
Gunnar Dal
Vesturferðin
BOKMENNTIR
Barnabók
VESTUR í BLÁINN
eftir Kristínu Steinsdóttur. Vaka-
Helgafell, 1997 - 184 bls.
í ÞESSARI sögu fiéttar höfund-
ur saman tveimur sögum, annars
vegar frásögn um stúlkuna Þóru
sem býr í Reykjavík nútímans og
hins vegar sögu Magneu sem fór
til vesturheims á síðastliðinni öld.
Þessar tvær stúlkur eiga sér báðar
sína sögu og síðan hittast þær og
ræðast við og skiptast á skoðunum
um viðhorf hvorrar um sig til þess
lífs sem þær lifa.
Þóra er fjórtán ára og býr með
pabba sínum og yngri systur Soff-
íu en mamma er farin frá þeim
og gift í Svíþjóð. Fyrir Þóru er
mamma hennar dáin og hún vill
aldrei á hana minnast. Sagan hefst
þegar þær systur eru á ferðalagi
með pabba og tjalda á Jökuldals-
heiði við bæjarrústir Hólmasels.
Um nóttina hrynur torfveggur úr
bæjarrústinni og minnir þar með
á þá örlagasögu sém átti sér stað
þarna í heiðinni eftir að Öskjugos
lagði byggðina í eyði. Þegar heim
kemur byijar skólinn og Þóra fer
á málverkasýningu með hópnum
sínum. Hún verður fyrir sterkri
lífsreynslu á Listasafninu og hverf-
ur inn í málverk sem heitir Heim-
þrá og sýnir unga stúlku á skipi
sem horfir döpur fram fyrir sig.
Magnea Hrólfsdóttir fer með
móður sinni og bróður til Kanada
frá Seyðisfirði eftir að
fjölskyldufaðirinn
verður úti. Hreppurinn
borgar undir Qölskyld-
una vestur um haf til
að losna við hana af
sínu framfæri og ekki
er spurt um hvort fólk-
ið kæri sig um þennan
flutning. Fyrst er siglt
til Glasgow, síðan til
Quebec og þaðan farið
með lest eða fótgang-
andi til Winnipeg. Síð-
an er enn haldið áfram
til Nýja íslands, ann-
aðhvort á flekum á
vatninu eða gangandi.
Aðbúnaður fólksins,
sem kemur að haustlagi til fyrir-
heitna landsins, er skelfilegur, eng-
in hús og gífurlegur kuldi. Dauðinn
er mjög nálægur þessum landnem-
um og í sögunni er það Magnea
sem verður að horfa á bak fjölda
vina og ættmenna þótt hún sé
aðeins 14 ára. En hún er sterk,
æðrulaus og hugrökk og er stað-
ráðin í að lifa af.
í sögunni fáum við að kynnast
kjörum þeirra sem fluttu til
Kanada eftir Öskjugosið. Þar hefur
höfundur leitað víða fanga enda
er sagan mjög áhrifamikil og erfið-
leikum þeirra sem leituðu að nýju
lífi á Nýja íslandi lýst á áhrifamik-
inn hátt þótt sagan sýni hvergi
algert vonleysi. Hins vegar voru
vandamálin svo yfirþyrmandi að
erfitt er fyrir nútímabörn á íslandi
að skilja að nokkur skyldi lifa af
allar þær hörmungar sem land-
nemanna biðu eftir að
þeir stigu á skipsfjöl
hér á landi.
Höfundur lætur
þessar tvær stúlkur
ræðast við eftir að
Þóra er komin inn í
sögusvið Magneu.
Hvor hefur sína lífssýn
og báðar eru þær dá-
lítið hneykslaðar á
hinni. Magnea skilur
ekki af hverju Þóra er
óánægð með sitt líf og
finnst það vera algert
sældarlíf miðað við
það sem hún býr við.
Þóra skilur ekki af
hverju Magneu finnst
hún aldrei vera nógu góð og af
hverju hún ásakar sjálfa sig ef eitt-
hvað kemur fyrir. Hún á líka erfitt
með að skilja af hveiju fólkið varð
að fara út í svona mikla óvissu og
hvers vegna því var gert ómögu-
legt að lifa á Islandi. Þetta útskýr-
ir vinkona hennar fyrir henni.
Saga Kristínar er vel sögð og
fléttan góð. Hún fellur aldrei í þá
gryfju að gera þessa átakanlegu
sögu væmna. Hún segir ekki of
mikið en þroskaður lesandi getur
lesið í það sem ekki er sagt t.d.
um móður Magneu og indíánann
Hvíta örn. Bréfið sem finnst í
skattholinu segir líka þeim sem lifa
í nútímanum hvað varð úr ævi
Magneu Hrólfsdóttur. Það má lesa
af undirskrift bréfsins sem skatt-
holið geymir.
Sigrún Klara Hannesdóttir
Kristín
Steinsdóttir
Lífsgleði
BOKMENNTIR
Æviminninjjar
MEÐ HÁLFUM HUGA
ÞROSKASAGA
eftir Sigurð A. Magnússon. Mál og
menning 1997. Bls. 395.
FREMST í bókinni tilfærir Sig-
urður A. Magnússon tilvitnun í þýð-
ingu Brands ábóta á Alexanders
sögu þar sem segir að náttúran hafi
sett það lögmál að sögumaður skuli
„aldregi um kyrrt sitja og hafa laus-
ung fyrir staðfesti". Það eru torfund-
in betri einkunnarorð fyrir þessa
bók. í raun hefði hún fremur átt að
draga undirtitil sinn af eirðarleysinu
en þroskanum og í stað þess að reyna
í bókarlok að draga aila þræði sam-
an til að sjá tilgang með bröltinu
hefði Sigurður kannski átt að undir-
strika að lífshlaup hans
- eins og það birtist
lesandanum - er oftar
meira í átt við skálka-
sögu en klassískan
„Bildungsroman". Hún
er hin rapsódíska saga
ævintýramanns sem
þrátt fyrir háleit mark-
mið „lendir í því“ að
ævi hans er fremur öðru
helguð því að lifa hveija
stund til fulls en á lítið
sameiginlegt með þeim
þykkjuþungu vakning-
arsögum sem sjálfsævi-
sögur hafa jafnan verið
allt frá því að Ágústínus
setti saman „Játning-
ar“ sínar. Þroskinn
krefst þess að einstaklingurinn þró-
ist frá óreiðu til gullinsniðinnar
reglu. Að hann vaxi upp úr óræktar-
beði og endi sem þráðbein eik með
þunga krónu, heilsteyptur, fuliorðinn
og viss á sínu og því sem hann vill
keppa að en þegar við sleppum hendi
af hinum 28 ára gamla Sigurði sem
stendur á dekkinu á Lagarfossi og
mænir á Engey, Sundin og höfuð-
staðinn, á leiðinni heim eftir langa
útivist, er hann í raun andstæða alls
þessa. Hann hefur að vísu aflað sér
menntunar og hitt margan manninn
en lífshlaup hans hefur samt ekki
markast svo mjög af skipulagðri leit
að þessari menntun heldur er hún
saga tilviljana sem eiga þegar allt
kemur til alls fremur rætur í lífs-
glaðri og kjarkaðri skapgerð sögu-
mannsins en i þeirri guðlegu forsjón
sem hann segir að beri ábyrgð á
henni. Drifaflið í þessu lífshlaupi er
óslökkvandi þorsti í að upplifa og
skynja, að vera staddur í góðum
félagsskap á góðri stund við söng
og spil, eiga andríkar samræður og
hafa uppi háfleyg spekimál með álit-
legan kvenmann sér við hlið.
Þroskinn í bókinni væri þá kannski
sá að smám saman sækir þessi „laus-
ung“ á og tekur æ stærri toll af lífi
Sigurðar. Þvi í fyrsta hluta bókarinn-
ar þar sem segir frá Danmerkurdvöl
Sigurðar veturinn 1950-1951 birtist
lesandanum ungur maður sem í raun
er mjög þroskaður í hefðbundinni
merkingu þess orðs; sterkt mótaður
af kristnum lífsviðhorfum sem eru
sakkan í lífi hans. Við fáum ávæning
af hugmyndabaráttu Sigurðar þegar
þessi viðhorf taka að blandast tilvist-
arspeki samtímans og verða að veija
sig fyrir margvíslegri annarri spurn
og á þessu skeiði lífs síns setur hann
einnig niður tilraun til skilgreiningar
á pólitísku inntaki sinnar kristni sem
er sérkennileg blanda íhaldssemi og
húmanisma: Hann telur kommúnism-
ann „ómanneskjulegan" og kapítalis
mann ekki síður en sér lausnina
greinilega í siðvæðingu vestrænna
framleiðslu- og stjórnarhátta þótt lítt
fari hann í saumana á þeim vanga-
veltum. En sum sé, þarna virðist
vera að upphefjast sjálfsævisaga
menntamanns sem rekur stiauma og
stefnur í sínu andlega lífi en í raun
er aðeins verið að leika forspilið að
höfuðviðfangsefni þessara minninga:
Konunni. Fljótlega fara þær að tipla
inn á sjónarsviðið þær ótal konur sem
hrífa hann, töfra og trylla og sem
að endanum steypa honum í örvænt-
ingu og þunglyndi og strekkja svo á
taugunum að hann situr ungur mað-
urinn uppi með magasár og tóm í
sálinni sem hann virðist síðan enn
ætla að fylla með nýjum ástarævin-
týrum. Það er eitthvað órætt og djúpt
við þá sögu, eitthvað ókannað sem
knýr á um að komast upp á yfirborð-
ið en það drukknar hálfpartinn í því
fjölskrúðuga efni úr öðrum áttum
sem Sigurður vill koma að fyrir hvem
mun.
Stundum á þetta annað efni full-
komlega rétt á sér, eins og t.d. þeg-
ar sagt er frá dvöl hans á Grikk-
landi - sá kafli stendur upp úr fyrir
margar sakir - en oft er eins og
það skorti á að hann hafi gert það
upp við sig hvaða sögu hann ætlaði
að segja. Hefði þessi bók ekki reynt
að blanda saman úttekt
á ferli menntamanns,
ferðabók með alfærðií-
vafi (alfræðiívafí sem
hefði gjörsamlega mátt
missa sín, hvað kemur
okkur við hvað Sigurði
t.d. finnst um Kemal
Atatúrk eða hver voru
úrslitin á Ólympíuleik-
unum í Helsingfors
1954?), lýsingu á ís-
lensku samfélagi eftir-
stríðsáranna og frá-
sögn af manni sem er
heltekinn af þrá eftir
einhverju sem hann fær
ekki höndlað en sem
hann er þess fullviss að
búi í líkama konunnar
og í því nána og snúna sambandi '
sem ástvinir flækja sig í. Já, hefði
hún ekki verið skrifuð sem „memo-
ir“-bók, endurminningar um allt sem
á daga sögumanns dreif heldur sem
afmörkuð úttekt á leit Sigurðar að
því sem hann í raun virðist vera hin
hulda miðja lífs hans á þessum árum,
- ástarþörfinni - hefði þetta orðið
sterkari bók. Því það er í þessum
hluta bókarinnar sem Sigurður verð-
ur hvað opinskáastur en um leið
feimnastur við að úrbeina sig sjálfan
og raða því afskorna upp á bekk.
Það er til að mynda eins og hann
sé feiminn við að draga ályktanir
af þeirri staðreynd að eftir því sem
hin kristna lífsskoðun fölnar fjölgar
konunum. Lífsfyllingarinnar er ekki
lengur Ieitað í handanheiminum
heldur í því sem er hér og nú, í ást-
inni, unaðinum og kynlífínu og þar
finnst Sigurði hann einnig „tapa“
sér, missa tökin á lífinu. Hve sterkt
hefði það ekki verið að draga línuna
á milli kristni og konu, á milli mennt-
unarinnar og hungursins eftir fyll-
ingu í því „óandlega"? Það hefði
skerpt drættina til muna.
Það kemur hins vegar ekki í veg
fyrir að það stafar ákveðnum ljóma
af manninum sem birtist í þessari
bók. Ef ég ætti að lýsa honum þá
er hér á ferð náungi sem gott væri
að hafa í nánd við sig þegar fagnað-
ur stæði fyrir dyrum og skralla þyrfti
fram á nótt. Maður sem væri traust-
ur félagi á ferðalagi um ókunnar
slóðir, hugrakkur, djarfur, ástríðu-
fullur og beinskeyttur en stundum
líkt og blindur á afleiðingar eigin
gjörða. I stuttu máli: Af síðum þess-
arar bókar rís mynd af viðfelldnum
náunga sem er heimsmaður með
meyrt hjarta, kjarkmaður sem er ef
til vill fyrst og fremst hugrakkur
af því að hann hefur engu að tapa
og sem er líka af þeim ástæðum
ævintýramaður. Enda er það ein af
lykilstundum þessarar bókar þegar
honum er tjáð á farþegaskipi á
Grikklandi að hann sé „gæddur ein-
stæðri áráttu til lífsgleði eða joie de
vivre" (bls. 77). Eins og Sigurður
segir var það honum „í senn undrun-
ar- og gleðiefni." Joie de vivre, -
það er nákvæmlega orðið yfir þessa
bók. Það er orðið yfir að „hafa laus-
ung að staðfesti“.
Kristján B. Jónasson.
Sigurður A.
Magnússon