Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 ÓLAFUR K. MAGNÚSSON SKÁLDAÞING Árið 1964 sótti W.H. Auden ísland heim öðru sinni en hér hafði hann komið ungur maður ásamt skáldbróður sínu MacNeice og þeir skrifað saman bókina Letters from Iceland 1937. Að þessu sinni hitti hann hins vegar fyrir íslenska skáldbræður, og er hér á myndinni ásamt skáldjöfrunum Gunnari Gunnarssyni, Sigurði Nordal og Tómasi Guðmundssyni. MAÐURINN hefur ævinlega þurft á að halda einskonar sýndarveröld, helzt án sterkra tengsla við veruleikann. Úr þessari hálfmynd er goðsögnin sprott- in. Nú á dögum birtist hún einna helzt í þeirri sýndarveröld sem fjölmiðlar eru sífelldlega að bregða upp, ýmist í áróð- ursskyni eða til að sætta okkur við þann veruleika sem enginn hefur í hendi sér. Það er úr slíkum jarðvegi sem bamfóstra getur orðið eins konar þjóðhetja í miðjum harmleik sem á sér illskýranlegar forsendur enda eru þær óþarfar vegna þess að ímyndin skiptir öllu máli en hvorki veruleikinn sjálfur né hastarlegt umhverfi um líf okkar. Það er engin tilviljun að ímynd á sér rætur í ímyndun - og segir alla söguna. Allt sem máli skiptir eru tilfinningar og það er nóg af þeim, brengluðum og óbrengluðum, í því tæki sem nú stjómar viðbrögðum fólks í heiminum, sjónvarpinu. Þess vegna verða til hug- tök eins og prinsessa fólksins, án tengsla við veraleik- ann; sprottin úr goðsögn og fjölmiðlaímynd. Við sem vinnum á fjölmiðlum þekkjum þessa tilburði. Við reynum að stemma stigu við áherzlubrenglun og túlka veraleikann, en sitjum oftar en ekki uppi með ímyndina. Ólafur K. Magnússon gerði sér grein fyrir þessu öllu og túlkaði umhverfið af þeirri raunsæju og skilgóðu nærfæmi sem var fremur í tengslum við veraleikann sjálfan en sýndarskynjun sem er forsenda goðsagna og ævintýra. I þessari tilbúnu veröld er þess jafnvel krafizt að harmleikir séu einskonar afþreying; markaðsvara. Ulionskviða í nútímaumbúðum. Blaðaljósmyndun er af öðrum toga. Hráefni hennar er veröldin sjálf, goðsagnalaus en áhrifamikil í allri sinni hrópandi þögn. Tíminn stöðvaður eins og síðasta andvarp. Þessi veruleiki var viðfangsefni Ólafs K. Magnússon- ar. Og hann hafði slík tök á því að undrun sætti oft og tíðum. Ólafur K. Magnússon var einn af máttarstólpum Morgunblaðsins; einstakur fréttaljósmyndari. Sumar mynda hans einnig listilega teknar, en era umfram allt fréttamyndir. Verða ekki teknar aftur á hverju sem gengur. Þær lýsa því sem var að gerast og Olafur var alltaf á réttum stað á rétt- um tíma. Margar mannamynda hans era ógleymanlegar. Mér er nær að halda að hann hafi tekið vel flestar myndimar í þáttinn I fáum orðum sagt, sem ég skrifaði í Morgunblaðið áram saman. Samstarf okkar var því í senn náið og persónu- legt. Það var gaman að vinna með Ólafi. Hann var alltaf sjálfum sér og blaðinu til sóma. Það fór lítið fyrir honum, en samt náði hann alltaf réttu myndunum. Hann var ómetanlegur Morgunblaðinu öll þau ár sem hann starf- aði þar og ég hafði vonað að honum tækist að raða myndasafni sínu og gera það aðgengilegt - og þá ef til viÚ með það í huga að gefin yrði út bók með beztu mynd- um hans. Þetta safn er sögulegur fjársjóður, einstætt verk um átakamikla samtíð. Kannski verður þessi bók einhvem tímann gefin út, vonandi. En það er mikilvægt að safnið varðveitist. Ólafur K. Magnússon var mikill blaðamaður. Hann hafði einstæða tilfínningu fytir því sem skipti máli. Sem blaðaljósmyndari minnti hann á þann fræga fréttamann AP, Ed Gilmore. Hann sást sjaldnast þar sem aðrir vora, en hann hafði sambönd og kunni að nota þau. Hann náði fréttum sem öðram sást yfir. Hann gat lýst ástandinu í brezka sendiráðinu við Laufásveg þegar að- súgur var gerður að því í þorskastríðinu. Samt var hann víðs fjarri, sat niðri á Hótel Borg og talaði við þá sem vora innan dyra í sendiráðinu og vissu allt um ástandið þar. Meðan egg og grjót dundi á húsinu var Chopin leik- inn í stofunni. Þetta vissi Ed Gilmore en ekki þeir sem horfðu á grjótkastið. Þeir urðu að láta sér nægja að lýsa aðfórinni að húsinu, en vissu ekkert um ástandið innan dyra. Lýsing fréttamanns AP birtist í mörgum blöðum víða um heim, mig minnir á forsíðu The Harald Tribu- ne. Þannig getur blaðamaður unnið sem hefur tilfinningu fréttamannsins, en hún er eins og einhvers konar eðlis- ávísun sem er meðfædd og lærist ekki. Og þannig vann Ólafur K. Magnússon, nánast ósýnilegur. En hann vissi alltaf ef Chopin var leikinn undir grjótkasti. Matthías Johannessen. TIMINN STÖÐVAÐUR EINS OG SÍÐASTA ANDVARP STYTTAN OG BORGARSKÁLDIÐ ÞAÐ er mikið um dýrðir í Austurstræti þar sem eiginkona Tómasar Guðmundssonar býr sig undir að afhjúpa styttu af manni sínum en hlédrægt borgarskáldið snýr sér undan eins og hann viti ekki alveg hvernig hann eigi að vera í öllu umstanginu. Það andartak fangar ljósmyndin meðan athygli allra annarra beinist að styttunni. SPAUGARAR Páll ísólfsson tónskáid og Brynjólfur Jóhannesson leikari höfðu báðir það orð á sér að vera gamansamir í besta lagi og hrókar alls fagnaðar þegar svo bar undir. Þessi mynd Ól. K. M. nær vel þessum eðlisþáttum listamannanna, en leiðir þeirra lágu oft saman - m.a. í GuIIna hliði Davíðs Stefánssonar þar sem Páll samdi tónlistina en Brynjólfur lék Jón bónda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.