Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Hann Óli Magg er látinn. Myndir birtast frá 40 ára samfylgd undirrit- aðs blaðamanns við fréttaljós- myndarann Ólaf K. Magnússon á Morgunblaðinu við margvíslegar að- stæður. Hann fékk þó þessi 30 ár sem hann af sinni einstöku skynjun á aðstæðum og rólega viðbragði bjargaði okkur báðum um þegar flugvélin var að fljúga inn í fjall. Við höfðum rokið til þegar hafís fyllti alla firði á Ströndum og Austurlandi 1966 eftir að hafa ekki látið sjá sig í áratugi. Við flugum í lítilli rellu, sem hringsnerist inni á fjörðum obbann af deginum, en þar sem Óla langaði í lokin til að fá fleiri myndir af syðri Austfjörðunum eftir að tekið var eldsneyti á Egilsstöðum, lentum við í myrkri og mættum þoku norður af Vatnajökli. Ungur flugmaður og ekki enn kunnugur landinu lyfti sér upp fyrir skýin. Nokkru seinna sá hann gat í skýjabakkanum og stakk sér niður. Þama blöstu við mörg ljós og hann sneri sér við og spurði blaðamanninn hvort hann héldi ekki að þetta væri Selfoss. Eftir að hafa í huganum farið yfir fjöllin sem við áttum að hafa flogið yfir voru látnar í ljós efasemdir. Hann sagði við skulum bara gá og tók stefnuna á þessa ljósadýrð. Allt í einu sagði Óli með hægðinni: Beygðu til vinstri, fjall! Hann hafði séð svolítinn skugga koma upp á ljósin, sem reyndust vera á Laugarvatni. Við vorum að fljúga inn í fjallsöxlina þar fyrir austan. Nú tók Óli við stjóm- inni: Þú flýgur yfir Lyngdalsheiðina og varar þig á þessu fjalli sem er svo og svo hátt og svo yfir Mosfellsheið- ina. Á leiðinni af flugvellinum litum við hvort á annað og sögðum: Þetta gerum við aldrei aftur! Auðvitað var Óli með stórkostlegar myndir á filmunum og hvarf inn í loftlausan myrkraklefann til að standa þar við að framkalla með hraði fyrir næsta blað og svo áfram fram á nóttina. Óli var flugmaður, hafði komið frá námi í Bandaríkjunum eigandi flug- vél með nokkrum öðmm og með fín- an amerískan bíl, sem á þeim tíma þurfti leyfi fyrir. Og hann réðst eini ljósmyndarinn á Morgunblaðið og notaði þessi farartæki til að fara með blaðamennina allar helgar á héraðsmót, fundi og annað sem var talið nauðsynlegt til frétta á þeim tíma, þar til farartækin höfðu gengið sér til húðar. Þá var ekki til siðs að greiða fyrir slík afnot, ekki fremur en að borguð var yfirvinna sem teygði sig yfir kvöld og helgar. Þannig var ástandið þegar þessi skrifari kom á Morgunblaðið og ótt- aðist alltaf í fyrstu að þessi rólegi ljósmyndari með litlu myndavélina á maganum, sem lét fara lítið fyrir sér til að trufla ekki athafnir, hefði misst af rétta augnablikinu, en myndin var allt af þar. Og úrræða- góður var hann á hverju sem gekk. Einhverju sinni hafði bfll farið út af í myrkri í Hvalfirði og lá blikkandi neðan vegar, verið að ná út fólki. Óli stillti vélinni sinni upp í fjarlægð á tíma og gekk svo með lausa flassið sitt í kring um bílinn, og kom með sína mynd, eins og alltaf, þrátt fyrir græjur sem ekki þýddi að bjóða Ijós- myndurum upp á nú. Það hefði verið þess virði að eiga meira en í huganum myndina af því þegar í viðtölum kom að myndatök- unni og Óli, sem var með batteríið á mjöðminni, rétti mér flassið með orð- unum: Farðu þama upp á stóhnn, borðið eða hvað sem hann sá í stof- unni. Löngum stundum stóð maður uppi á húsgögnum og teygði fram handlegginn með flassið eins og Frelsisgyðjan. Þegar sá hinn sami fór í fyrsta skipti á Vatnajökul 1969 með einhvem rússneskan kassavél- argarm, enda langt í allar þessar sjálfvirku myndavélar og bað Óla um leiðbeiningar, sagði hann einfaldlega: Lestu á Ijósmælinn og sláðu svo tvö ljósop af. Birtan er svo mikil í snjó á íslandi. Þetta ráð hefur vel dugað. En þá ber þess að geta að Óh tók við filmunum og í framköllun bjargaði hann alltaf því sem bjargað varð, frá blaðamönnum og öðrum, en lerigi vel var aðalvandamáhð að ná filmum af atburðum, oft frá óvönum. Þar var Óh ótrúlegur galdramaður. Ógleym- anlegt verður kvöldið sem hann fann togarann Úranus í þokunni. Togarar höfðu farist í ofsaveðri við Nýfundnaland. Ekkert hafði í marga daga heyrst frá togaranum Úranusi og menn biðu í ótta. Á kvöldvaktinni kom frétt um að flugvél frá Keflavík- urflugvelli teldi sig hafa séð eitthvað í þokunni langt vestur í hafi og smellt mynd. Þegar þeir höfðu framkaliað sögðu þeir að ekkert væri á filmunni. Ekki gat Morgunblaðið þó fengið hana vegna einhverra herreglna, enda væri þetta ekkert. Dugði ekki minna en milligöngu bandaríska sendiheirans til að fá hana. Óli hvarf inn í myrkraherbergið. Á fyrstu myndinni mátti sjá depil, rétt eins og punkt í letri. Aftur og aftur hvarf Óh inn í myrkraherbergið, síðast var hann með stækkarann kominn í stiga upp undir loft með myndina á gólf- inu. I hvert sldpti kom meira í ljós og smám saman kom skipið út úr þokunni. Þarna var Úranus og hægt að færa þjóðinni fréttina um að skip- ið og mannskapurinn hefði bjargast. Svo vildi til að meðan Oli Magg liggur á líkbörunum þurfti ég vegna bandarísks sjónvarpsþáttar um eld- gosið í Vestmannaeyjum í janúar 1973 að fletta í Morgunblaðinu upp á fyrstu gosnóttinni þegar við flugum í annarri af tveim fyrstu flugvélun- um þar yfir rúmum hálftíma eftir að gosið hófst. Við skildum blaðamann og ljósmyndara eftir á flugvellinum og við Óli snerum við til að skrifa nýtt blað, sem var til fyrir hádegi. Forsíðuna þakti mynd sem Óli hafði tekið úr lofti á litlu vélina sína. Hann hafði náð allri gjósandi gossprung- unni er ógnar húsunum sem sjást þarna upplýst í myrkrinu. Stórkost- leg mynd! Ungu ijósmyndaramir okkar komu og við vorum sammála um að myndir Óla bæru af öllum þeim myndum sem birtar voru þá og áfram. En þegar ég sneri við út í Eyjar hélt Öli eins og svo oft áður inn í myrkraherbergið til að bjarga og framkalla myndir allra annarra sem bærust úr Eyjum, þar á meðal mínum. Hann gekk alltaf í það sem þurfti. Óli var ekki í stjömuleik. Þegar myndin var komin segir sig sjálft að enginn tími var til að ganga frá filmum, þótti gott að ná næsta blaði. Filmum bara hent í kassa þar til síðar. Gott ef gafst tími til að skola filmur almennilega. En í þessum myndum Ólafs K. Magnússonar hgg- ur ómetanleg saga síðustu hálfrar aldar. Hann er horfinn, en ekki kæmi mér á óvart að aldrei deyi orðstír sá er Óli hefur sér góðan getið. Elín Pálmadóttir. Okkur brá mikið þegar við fréttum af fráfalli vinar okkar og læriföður, Óla K., eins og hann var alltaf kall- aður. Það rifjast upp öll góðu ráðin, sögumar og þó sérstaklega þær um síðari heimsstyrjöldina, en um það og fjölmargt annað var hann hafsjór af fróðleik. Það var alveg sama hvaða vanda- mál komu upp, Óli gat alltaf beint á rétta braut og sagði þá gjaman með áherslu og horfði yfir gleraugun: „Maður skiptir ekki um hest á miðju vaði.“ Við sem nutum þeiira forrétt- inda að kynnast og læra af Óla K., ljósmyndara þjóðarinnar, eram sammála um það að betri lærimeist- ara hefðum við ekki getað fengið. Óli var fyrsti fréttaljósmyndari þessa lands og að öðram ólöstuðum fremstur meðal jafningja. Verk hans munu lifa áfram sem ómetanlegar heimildir um hðna tíma, ekki einungis skrá myndir hans sögu íslands, heldur bera þær þess vitni að þar fór maður með óvenju næmt auga fyrir augnablikinu og hstfengri uppbyggingu myndarinnar. ðli K. hefur alltaf verið fyrirmynd okkar hér á ljósmyndadeild Morg- unblaðsins. Við sendum fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Framtíðin mun meta hann af meiri verðleikum en samtíð hans gerði. Höfðinginn er fallinn og við söknum hans sárt. Samstarfsfólk á Ijósmynda- deild Morgunblaðsins. ÚRANUS FUNDINN Úranus fundinn, stóð á forsíðu Morgunblaðsins 14. janúar 1960 með mynd af skipinu. Matthías Jo- hannessen, ritsljóri Morgunblaðs- ins, segir frá því í sýningarskrá fréttaljósmyndara 1977, að hann hafi óskað eftir myndinni, því fólk þyrfti að sjá hana til að trúa að tír- anus væri ofansjávar. Hann lýsir síðan baráttu Morgunblaðsmanna við að fá filmuna hjá vamarliðs- mönnum, sem sögðu hana ekki sýna neitt að gagni. Það væri eng- in leið að þekkja skipið af mynd- inni. Matthías segir Ólaf K. Magn- ússon þá hafa sagft: „Ef ég fæ filmuna, skal ég framkalla tíran- us.“ Það fannst varnarliðsmönnum ótrúlegt, en létu filmuna samt af hendi eftir nokkurt þref. Næsta dag, 14. janúar 1960 birtist tíranus auðþekkjanlegur á forsíðu Morg- unblaðsins undir fyrirsögninni: „tíranus fundinn og skipshöfn hans heil á húfi. Kominn af Nýfundnalandsmiðum loksins..." „A tuttugu ára ritstjóraferli mín- um þykir mér vænst um þessa for- sfðu Morgunblaðsins - og þessa mynd,“ segir Matthías.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.