Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 11
fHmrgtutÞIafófe ÓLAFUR K. MAGNÚSSON MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 B 11 MYNDHÖGGV ARINN Sig-urjón Ólafsson myndhöggvari mótaði höfuð Gunnars Gunnarssonar rithöfundar f leir. Hér sýnir Ólafur landsmönnum listamanninn að störfum í vinnustofu sinni í Laugarnesinu. Náði á eina mynd tveimur af mestu listamönnum síns tíma. Er ómetanlegt að eiga í filmusafni, sem einhvern tíman verður unnið úr í bækur eða á sýningu, myndir af gengnum listamönnum íslands. Ólafur K. Magnússon, frændi minn og foðurbróðir, er látinn. Ég hef ekki aðeins misst frænda minn, heldur einnig góðan vin. Óli var yngstur fimm bræðra og bjó hjá ömmu minni á Sólvallagötunni mín fyrstu æviár. Ég var tíður gestur hjá ömmu minni á Sóló og átti því mikið saman að sælda við Óla á þessum tímum. Þolinmæði hans og umhyggja fyrir litlum frænda á þessum árum verður seint þökkuð til fulls og aldrei gleymd. Seinna á lífsleiðinni urðum við Gunnhildur nágrannar Óla og Evu um árabil og á þeim tíma var mikill samgangur miili heimila okkar. Við áttum ekki ófáar kvöldstundirnar saman þar sem við ræddum sameiginleg áhugamál okkar, bátaútgerð og sögu seinni heimsstyrjaldarinnar. Óli sagði skemmtilega frá og ég dáðist að því hversu vel hann setti sig inn í þau viðfangsefni, sem heill- uðu hann á hverjum tíma. Óli kom árið 1946 frá námi í Bandaríkjunum og var þá einn af fá- um íslendingum sem höfðu lært ljós- myndun og kvikmyndatökur. Á þeim tíma var htið um íslenska kvik- myndagerð og hann réð sig til starfa til Morgunblaðsins sem ljósmyndari. Þar starfaði hann alla sína starfsævi, þar til hann fór á eftirlaun fyrir stuttu. Ég geri ráð fyrir að aðrir geri grein fyrir starfsferli hans á sviði blaðaljósmyndunar, en ég tel ekki of- sagt að þegar fram í sækir verði hann tahnn faðir íslenskrar blaða- Ijósmyndunar. í mörg ár var Óh eini fastráðni Ijósmyndarinn á Morgun- blaðinu og hann rakti alla þætti ís- lensks þjóðlífs með myndum sínum. Hann tók jafnt myndir af póhtískum atburðum og persónum sem eldgos- um, sldpssköðum og íþróttaviðburð- um. íslensk saga á þessari öld væri snöggtum litlausari fyrir framtíðina, ef þrautseigja og hstsköpun þessa frænda míns hefði ekki notið við. Því listamaður var hann. Hann hafði ein- stakt lag á að vera á réttum stað á réttum tíma þegar merkir atburðir voru að gerast í sögu okkai- síðustu 50 árin. Það er komið að kveðjustundu og ég get seint fullþakkað þér, frændi minn góður, fyrir samverustundirn- ar og svo ég nefni ekki allar mynd- irnar sem þú hefur fært mér í gegn- um árin. Við Gunnhildur og fjöl- skylda okkar vottum þér, Eva mín, Kristni, Berglindi, Önnu Lóu, Mar- gréti Lind og Magnúsi Sverri og fjölskyldum þeirra samúð okkar og biðjum góðan Guð að veita ykkur styrk á erfiðri stundu. Magnús Gunnarsson. Með hnum þessum langar mig að minnast tengdafóður míns, Ólafs K. Magnússonar. Fyrir 10 árum kynnt- ist ég Ólafi þegar ég og Margrét Lind felldum hugi saman. Mér varð strax Ijóst að tilvonandi tengdafaðir minn var merkilegur karl, sem farið hafði víða, upplifað margt og eftir hann lá stórkostlegt ævistarf sem ljósmyndari Morgunblaðsins áratug- um saman. Ekki síður skynjaði ég fljótt að Ólafur hafði að geyma hlýj- an og sannan persónuleika. Þegar við eignuðumst okkar fyrsta bam, Ólaf Alexander, þá hálfgerðir krakkar með engar eign- ir eða fé á milli handa, stóð heimili Evu og Óla okkur opið og bjuggum við þar í rúmt ár. Frá þessum tíma á ég ljúfar minningar, þar sem við fengum allan þann stuðning, upp- örvun og hlýju sem við höfðum þörf fyrir og samskiptin hefðu ekki get- að verið betri. Sérstök tengsl mynd- uðust milli nafnanna en Oli K. var einstaklega bamgóður maður. Ég var heppinn, ég var orðinn meðlim- ur í samhentri, stórri og skemmti- legri fjölskyldu þar sem yndislegir tengdaforeldrar mínir fóru fyrir velhepnuðum systkinahópi ásamt mökum þeirra og bömum. Það er með söknuði sem ég minn- ist allra samtala okkar um heima og geima en Óli K. var sannkallaður viskubrunnur enda fylgdist maður- inn mjög vel með líðandi stund. Ósjaldan kom ég að honum að hlusta á Útvarp Reykjavík, BBC í öðru útvarpi, CNN í sjónvarpinu og hann mitt í öhu þessu upplýsinga- flóði að lesa íslensku dagblöðin. Þá var Ólafur sérfróður um ýmis mál- efni samanber seinni heimsstyrjöld- ina og flugsögu Islands. Óli K. var líka ævintýramaður. Ungur að árum og með stóra drauma í farteskinu hélt hann til náms til Bandaríkjanna til að nema kvikmyndun. Einhvernveginn æxl- aðist það svo að hann var fyrir mis- tök skráður í ljósmyndun, til heilla fyrir íslenska blaða- og ljósmynda- sögu. Stuttu seinna lærði hann kvik- myndun í Hollywood og lærði að fljúga. Á lífsleið sinni eignaðist Ólafur m.a. flugvélar, merkilega bíla og bátinn Magnús. Flestir eiga sér drauma en verða að láta sér nægja að dreyma - Óli K. hafði áræði, þrek og vilja til að draumar hans yrðu að veruleika. Ef ég ætti að líkja Ólafi við ein- hverja persónu kemur mér helst til hugar Bjartur í Sumarhúsum, í Sjálfstæðu fólki. Bjartur í Sumar- húsum og Ólafur áttu það sameigin- legt að vera litríkir, hjartahreinir, sauðþrjóskir, frjálsbomir íslending- ar, sem létu sér fátt um höfðingja finnast en var annt um fjölskyldur sínar og forðuðust í lengstu lög að eiga nokkrar útistandandi skuldir. Óli K. var því allt í senn hjarta- hreinn hsta- og ævintýramaður, viskubrunnur, traustur eiginmaður, og góður fjölskyldufaðir. Það er hryggilegt til þess að hugsa að ekki skuli hafa verið skrásettar æviminningar hans, en Ólafur neit- aði ávallt viðtölum þar sem hann kunni ekki við sig í sviðsljósinu - hans hlutverk var að gera atvikin ódauðleg. Óli K. var mér mikils virði. Hann var ekki aðeins tengdafaðir minn og afi bamanna minna heldur fann ég í honum gegnum innilegt samband okkar föðurímynd sem var mér svo kær. Ég þakka fyrir að hafa verið svo lánsamur að kynnast Ólafi, eftir á ég minninguna um yndislegan tengdaföður. Innilegustu samúðarkveðjur mín- ar og hluttekningu sendi ég Evu, börnum og bamabörnum Ólafs, ættingjum og vinum. Jóhann Pétur Reyndal. < „Óli dáinn!“ varð okkur hjónun- um að orði þegar okkur barst and- látsfregn Óla bróður og mágs. Okk- ur fannst hann eiga margt eftir að gera, því margar hafði Óli hug- myndimar í kollinum af öllu mögu- legu tagi, sumt fjarlægt að okkur fannst, en hann var svo sannfær- andi í sínum málflutningi um það sem hann var að brjóta heilann um, að fljótlega var maður kominn á hans band. Við dáðumst að þraut- seigju þinni, Eva, í sambandi við bátinn og ferðalögin tengd honum. Þar stóðst þú við hliðina á þínum manni. Ein hugmyndin var að leggja land undir fót og fara alla leið til heimsborgarinnar New York og síðan til Hollywood að læra ljós- myndun. Það þurfti kjark til að framkvæma þessa hugmynd fyrir 50 áram, en þetta vafðist ekki fyrir Óla. Margar em þær ljósmyndimar í fjölskyldualbúmi okkar hjónanna sem Óli tók í gegnum árin. Þegar ég rifja upp árin sem Óli var í Amer- íku, koma alltaf upp í hugann aldeil- is forláta hattar sem hann gaf mér, aðra eins hatta hef ég aldrei eign- ast. Það var alltaf hægt að treysta smekknum hans Óla. Hann átti svo marga drauma og áhugamál, m.a. var svifflug eitt af þeim, sem hann stundaði eins og efni stóðu til. Þetta eru aðeins nokkur kveðju- og þakkarorð frá okkur hjónunum til Ola. Eva mín, böm, tengdaböm og bamabörn. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð í sorg ykkar, aldrei erum við mannanna börn til- búin að mæta dauða ástvina okkar, sama hvenær það er á lífsleiðinni. Hvíl þú í friði. Jóhann og Margrét. « .t.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.