Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 12
12 B MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER1997 ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Ég kveð Óla Magg frænda minn, manninn hennar Evu móðursystur minnar, með sökn- uði. Þegar Óli og Eva höfðu verið gift í nokkur ár og ekkert bólaði á fyrsta barninu (sem var ákaflega óíslenskt fyrirbæri og gaf til kynna að sennilega væru þau hjónin ófær um að eignast börn) hafði ég borið gæfu til, þessi ár, að fá að leika barnið þeirra og löngu áður en ég man eftir mér naut ég þeirra forrétt- inda að fá að pissa á hnén á flottasta manninum í bænum, Óla Magg, sem var nýkominn frá Hollywood og átti bát og flugvél og þrumukerru og leit út eins og stórsjarmör úr amer- ískri bíómynd. Þegar Kristinn, fyrsta barnið þeirra, fæddist þýddi ekki að reyna að segja mér að hann væri ekki bróðir minn þessi litli tröllkarl með svarta hárið og bassaröddina og frumburður þeirra vakti mikla lukku hjá öllum vinum og ætt- ingjum sem voru löngu hættir að þora að spyrja af hverju í ósköpunum þau færu ekki að fjölga mannkyninu eins og eðli- legt fólk og öllum létti stórlega við fæðingu drengsins. Sængur- gjafirnar fyiltu heila skemmu og hamingjuóskunum rigndi yf- ir þau og stuttu seinna var ljóst að annað lítið kraftaverk var á leiðinni til þeirra, Berglind kom inn í þennan heim, öllum til ómældrar gleði og þar með var ég líka búin að eignast lang- þráða systur. Gleðigjafarnir sem Óli og Eva færðu mér og þessum heimi urðu fimm og kunningjarnir sem höfðu ætlað að ærast yfír barnleysi þeirra á sínum tíma voru farnir að senda þeim bæklinga um getnaðar- varnir. Mér hefur eiginlega alltaf fundist ég vera elsta barn Evu og Óla og var orðin forrík fyrir rest, átti fímm systkini. Óli var ekki bara næstum því pabbi minn, hann var líka vinur minn, hann talaði alltaf við mig eins og ég væri viti borin mann- eskja og meira en það, mér fannst ég alltaf vera fullorðin þegar Óli sat með bátablöðin sín og nennti að segja mér allt um seinni heimsstyrjöldina eða hvernig vinnan í Hollywood gekk fyrír sig þegar hann var þar. Óii var heldur aldrei með neina smámunasemi þó að mað- ur mætti ekkert endilega með sama kærastann í heimsókn, hann kom alltaf eins fram við alla og mér fannst jafn eðlilegt að segja Evu og Óla frá öllum sorgum og sigi'um í mínu lífi eins og að deila þeim með mömmu og pabba. Ég sakna Óla frænda. Eg bið Guð að hugga elsku Evu og börnin þeirra og okkur öll sem syrgjum hann núna. Edda Björgvinsdóttir. KJARVAL í LISTAMANNA- SKÁLANUM Opnun á sýningum Kjarvals var jafnan viðburður og á þessari mynd frá opnuninni í Listamanna- skálanum 1949 lýsir Kjarval af innlifun einhverju af verkum sín- um fyrir ýmsum kunnum borgur- um. Þarna má m.a. þekkja Sigur- geir biskup Sigurðsson og börn hans Guðlaugu og Sigurð, þá er listamaðurinn sjálfur, Birgir Finnsson, alþingismaður, Sigurður Sigurðsson, berklalæknir, Guð- brandur Magnússon í Áfenginu og Kristján í Kiddabúð. Á þessari sýn- ingu voru ýmis fræg málverk svo sem Fantasía og Fjarðarmynni. FLUGIÐ OG TJÖRNIN FLUGMAÐUR gefur Tj arnaröndunu m, skammt frá styttu Þorflnns karls- efnis, þar sem styttan stóð í áratugi í hólma syðri Tjarnarinnar í Reykja- vík og Katalínaflugbátur Flugfélags Islands er í aðflugi. Myndin er tekin á Speed Graphic-myndavélina, sem Ólafur eignaðist í Hollywood. ÓLAFUR GERIST KJARVALSKUR MIKIL vinátta var milli Ólafs K. Magnússonar og Jóhannesar S. Kjarvals og hitti hann málarann oft og tók af honum margar mynd- ir, sem urðu landsþekktar. Vegna vinfengisins vissi Ólafur því oft ná- kvæmlega hvar Kjarval hafði verið er hann málaði sínarþekktustu myndir. Hér fangar Ólafur kyrrð- ina á hinum helga stað Þingvöllum - og úr verður ný „Fjallamjólk“. ÓL.K.M. Tvítugur námsmaður í Hollywood árið 1946. Ólafur K. Magnússon Ijósmyndari. KJARVAL HAFNAR FÁLKAORÐUNNI Einhverju sinni seint á sjöunda áratugnum hafði stjórnvöldum tekist að telja Kjarval á að þiggja Fálkaorðuna. Boðað var til athafnar í Ráðherrabústaðnum, þar sem viðstaddir voru meðal annarra Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra, sem skyldi afhenda listamanninum orðuna. En þegar Kjarval varð þess áskynja að þröngur hópur blaðamanna og ljósmyndara var viðstaddur atburðinn fór hann brátt að ókyrrast og þegar að því kom að forsætisráðherra ætlaði að ávarpa Iistamanninn, greip Kjarval fram í og sagði með þjósti: Ég vil ekki þessá orðu ykkar - hún er búin að eyðileggja Gunnar Gunnarson og hún er búin að eyðileggja Lax- ness og ég ætla ekki að láta hana eyðileggja mig. Löngu seinna mun Kjarval þó hafa tekið við orðunni en athöfnin fór fram í kyrrþey og allir fjölmiðlar víðsfjarri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.