Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997
BÆKUR
MORGUNBLAÐIÐ
-r
Heimildir
úr fortíð
Bókin Listmálaraþankar (útg. Mál og menn-
ing, 1997) geymir minningabrot Hjörleifs Sig-
urðssonar listmálara. í bókinni eru það árín
um og eftir miðbik aldarinnar sem höfundurinn
hugleiðir einkum, en meðal þeirra sem þá létu
að sér kveða var Bragi Ásgeirsson listmálari
og gagnrýnandi, enda getur Hjörleifur þáttar
hans. Bragi las bókina og hefur sitt að segja
ÞAÐ má sjá greinilegan skyldleika milli hlutbundnu myndarinnar
„Frá Úlfljótsvatni" 1950 og þeirrar óhlutlægu „Hrókur" frá 1952.
um tímabilið sem Hjörleifur lýsir.
ÞAÐ var ekki vonum fyrr að ein-
hver myndlistarmaður kveddi sér
hljóðs á ritvellinum og sendi frá sér
hugleiðingar um árin um og eftir
miðbik aldarinnar. Er fréttist að í
vændum væri á bók frá hendi Hjör-
leifs Sigurðssonar, sem var einn af
róttækustu núlistamönnum tímanna
listrýnir um skeið og vel virkur í
félagsmálum, biðu margir með eftir-
vætningu eftir henni. Einkum þótti
forvitnilegt er sagt var að hann
myndi greina frá Haustsýningm
FIM, sem menn héldu nær glatað
tímabil fyrir heimilda- og upplýs-
ingaskort, metnaðarleysi og hand-
vömm. Biðin varð löng enda hefur
Hjörleifur ekki gengið heill til skóg-
ar um árabil, en nú er bókin komin
út og inniheldur margan og mikils-
verðan fróðleik.
Einkenni kynslóðar eftirstríðsár-
anna teljast einkum, hve ósýnt henni
var um skipulag og reglufestu ásamt
varðveislu heimilda um athafnasemi
félagsins í sýningarmálum. Yfirleitt
fór allt eftir hendinni á þessum árum
og kemur spánskt fyrir sjónir á síð-
ustu tímum er ungir ljósmynda svo
að segja hveija athöfn sína og færa
til bókar. Það hófst með tilkomu
Súm-hópsins 1969 er hafði blaða-
fulltrúa og áróðursmeistara á sínum
snærum. Greinarbestu heimildirnar
fram að þeim vatnaskilum verður
að telja sýningarskrár September-
sýninganna, undanfara
Haustsýninganna, en
varla er til blaðsnepill um
þær frá miðbiki aldarinn-
ar og fram á áttunda ára-
tuginn. Reyndi skrifari
allt sem hann gat að vekja
menn til dáða í þessu efni
er hann var formaður
sýningamefdnar í upp-
hafi áttunda áratugarins,
en án árangurs. Hafði
afdrifaríkar afleiðingar,
þar sem fáar heimildir eru
til um blómaskeið þeirra
1968-1976, jafnvel ekki
hvað varðar tvær risasýn-
ingar á Kjarvalsstöðum,
en hins vegar yfrið nóg
um athafnasemi Súm-félaganna
þennan áratug. Skráðar heimildir
gefa því alls ekki rétta mynd af
tímabilinu. Slá má föstu, að Haust-
sýningarnar mörkuðu landslag þess
framsæknasta sem var að gerast á
höfuðborgarsvæðinu um árabil og
væri afar fróðlegt að hafa ljósmynd-
ir, skrár og fleiri upplýsingar um
sýningarnar milli handanna, allt þar
til þær voru lagðar niður. Það hefur
eðlilega lengi verið von manna að
einhver kunnugur tæki sig til og
safnaði saman brotabrotunum, en
hér er um mikla eyðu í íslenzkri
myndlist að ræða og afleiðingarnar
löngu komnar fram. Og hvað Sept-
emberssýningarnar snerti, skrifaði
rýnirinn tvær greinar um þær á ald-
arfjórðungsafmælinu, en þegar kom
að þeirri þriðju sem
skyldi vera prýdd lit-
myndum rakst hann á
vegg, þar sem enginn
vissi hvar myndverkin
voru niðurkomin, þ.e.
þau sem ekki hefur
verið málað yfir eða
voru hréinlega glötuð!
Yngri kynslóðum er
hollt að líta til þessa
er þeir eru að tala um
seinni tíma eyður og
eiga við það sem þeir
og félagar eiga til á
vinnustofunum.
Það munu einmitt
ýmsar rangheimildir
sem voru að festast í
Hjörleifur
Sigurðsson
listasöguna sem urðu hvati þess að
Hjörleifur réðst í það þarfa verk að
rifja upp eitt og annað markvert frá
þessu glataða tímabili. Hins vegar
verður maður fyrir vonbrigðum hvað
Haustsýningarnar snertir en hann
rekur í engu sögu þeirra en flytur
hins vegar ýmis mikilsverð tíðindi
af hræringunum um og eftir 1950.
Bókin hefur þróast í þá átt að vera
ágripskennt ævisögurit, og skiptist
í nær 30 kafla, samtíningur úr mörg-
um áttum, þar sem listamaðurinn
minnist ýmissa tímamóta og sam-
ferðamanna í myndlistinni. Enn-
fremur frá starfsvettvangi árin sem
hann var forstöðumaður Listasafns
ASÍ, frumkvöðull safnakennslu, og
seinna formaður FÍM, auk vina og
velunnara. Lætur hann yfirleitt vel
af samferðamönnum sínum, en nefn-
ir ekki suma eins og Einar Hákonar-
son og Erró, sem má vera gleymska.
Þá segir hann frá mikilvægu tíma-
bili sínu sem listrýni, upphaflega
tengdum Tímanum og Morgunblað-
inu uppúr 1950 ásamt nokkrum
umsögnum í Ftjálsri Þjóð 1963.
Þarnæst tvo samfelldari kafla tengd-
um Birtingi 1955-56 og Vísi
1966-70. Þótt skrif hans skiptust
þannig á milli blaða og tímarita telst
hann einn mikilvirkasti og mikilvæg-
asti rýnir þessa tímaskeiðs. Um-
deildur þótt menn tækju mark á
skrifum hans, og að venju öllu meira
en þeir gangast við í daglegri sam-
ræðu. Myndlistarmenn voru fírna
óvægir í dómum á verk félaganna,
þótt hinir sömu umturnuðust við
gagnrýni á eigin verk. Aðrir voru
vægast sagt vafasamir heimildar-
menn og vont að henda reiður á
sannleiksgildi orðræðu þeirra, sem
skipti lit frá degi til dags.
Eðlilega fylgir sérstakur kafli um
Rómarsýninguna margfrægu 1955
og þær illvígu deilur er upp spunn-
ust, en mikilvægi hennar og afrakst-
ur reyndist minni en menn hugðu,
eins og svo oft áður. Norræna lista-
bandalaginu var alla tíð ósýnt um
framkvæmd og markaðssetningu
listsýninga. Þetta reyndist líka
brotakennt samsafn sem vakti minni
athygli en skyldi. Umræðan og svipt-
ingarnar fóru þannig helst fram í
Reykjavík en minnst í Róm, þar sem
formlegheit og skálaræður tóku við.
Það er auðvelt að staðfesta það
álit Hjörleifs, að strangflatalistin leið
ekki undir lok 1957 (!) hvorki hér
heima né erlendis, hún á sér ekki
aðeins langa sögu heldur eru ýmsir
sporgöngumenn höfuðpauranna enn
á fullu. í því sambandi er rétt að
tæpa enn einu sinni á því, að samheij-
ar Svavars Guðnasonar í Danmörku
hafa alla tíð haldið tryggð við þau
grunnmál sem þeir lögðu út af og
vegur þeirra sem enn lifa hefur aldrei
verið meiri. Með það og fleira í huga
eru myndir Hjörleifs og félaga fyrir
og eftir 1957 lifandi og ferskur þáttur
íslenzkrar samtímalistar engu síður
en það helsta sem gert hefur verið á
síðustu áratugum.
Undarleg hefur mér löngum þótt
sú árátta norrænna myndlistar-
manna að vera hveiju sinni samstiga
því nýjasta í útlandinu og sækja
andagift sína þangað, einkum í ljósi
hinnar fornu menningar sem þeir
hafa í næsta nágrenni og er um
margt einstök í heiminum. Það hefur
öðru fremur valdið því að stóru þjóð-
irnar skilgreina norræna yfirleitt
sem litla bróður í listinni sbr. upp-
sláttarrit. Hér skal sérstaklega litið
til þess, að þeir sem voru í nánustu
tengslum við uppruna sinn en stóðu
þó báðum fótum í nútímanum, eins
og Edvard Munch og Asger Jorn,
eru nafnkenndastir í dag. Engir voru
jafn ákafir að hafna fyrri gildum á
Morgunblaðið/Þorkell
SIGTRYGGUR Magnason, Auja, Björgvin ívar
og Bergsveinn Birgisson.
Ekki
vaxinn
BÓKAFORLAGIÐ Nykur heldur
upp á tveggja ára afmæli sitt um
þessar mundir. „Þessi tvö ár eru
aðeins inngangurinn að mjög
langri sögu, Nykurinn er bara í
startholunum. Hann er folald eða
trippi en að sjálfsögðu með öfuga
hófa og önnur einkenni alvöru
fullvaxins Nykurs,“ segir Björg-
vin ívar einn forsprakki útgáf-
unnar og annar höfunda bókar-
innar Litla gula hænan, sem hef-
ur undirtitilinn Síðasta kvöld-
máltíðin. Hinn höfundurinn er
Auður Þórhallsdóttir.
„Þetta er sjálfstætt framhald
af Litlu gulu hænunni sem allir
þekkja,“ segir Björgvin ívar
þegar þau eru spurð um verkið.
„Upphaflega skrifaði ég frumút-
gáfu af því sem ég kýs að kalla
ljóðræna sögu og með henni
hófum við Auja samstarf sem var
ekki átakalaust."
„Það lá margoft við vinslit-
um,“ segir Auja sem er höfundur
full-
Nykur
blekteikninganna í bókinni sem
sver sig í ætt við bækur eins og
Siðasta blómið í dalnum. Þetta
er ekki ljóðabók heldur ljóðræn
og myndræn saga af ævistússi
afturgenginnar goðsagnar í nýj-
umheimi.
A þessu ári koma einnig tvær
aðrar (jóðabækur út hjá Nykri,
Innrás liljanna eftir Bergsvein
Birgisson og Ást á grimmum
vetri eftir Sigtrygg Magnason.
„Fyrsta ljóðabók mín kom út
1992 og efnið í þessa bók hefur
safnast upp síðustu ár,“ segir
Bergsveinn Birgisson. „Hún skipt-
ist í fimm hluta, fyrstu þrír hlut-
arnir eru sjálfstæð Ijóðabók og
tveir síðustu hlutarnir eru kviður:
Blýlundarkviða, sem ég yrki til
hliðar við Sonatorrek Egils Skalla-
grímssonar, og Ódáinskviða, sem
ég orti nærri því fyrirvaralaust.
Það tók mig eitt og hálft ár að
vinna handritið og þar hjálpuð-
rnnst við sem að Nykri stöndum
að. Það er mikilsvert að standa
ekki einn í þessu. Fá yfirlestur og
gagnrýni frá hinum. Bókin fjallar
svo m.a. um trú, trúarbrögð, efann
og dauðann."
„Bókin mín fjallar um ást,
dauða og trú. Og það sem bjarg-
ar okkur frá þessum öflum er
húmorinn. Eg reyndi að hafa
stígandi í bókinni. Hún byijar
meinleysislega en verður ástríðu-
full þegar frá líður. Mig langaði
til að draga trúna og ástina niður
á jörðina. Ástin verður holdleg,
dálítið brútal, og svo kem ég
Guði fyrir í gsm-síma.“
Sigtryggur heldur áfram:
„Eg hef orðið var við það að
fólk haldi að ljóðið sé dautt en
ég held aftur á móti að það ríki
samfélagslegur doði gagnvart
því. Hver skynjar betur dauðann
í hinu og þessu en einmitt sá sem
þekkir bragðið af honum?“
„Ljóðalestur er sáluhjálparat-
riði,“ segir Bergsveinn.
„Eftir að rafræn viðskipti juk-
ust og ávísanaheftin fóru að
hverfa úr umferð,“ segir Björg-
vin Ivar, „er orðið erfiðara að
selja bækur sem ekki eru gefnar
út af „stærri“ forlögunum ef
ekki er hraðbanki í næsta húsi.
Fólk segir við okkur: - Ó! Nei
takk, ég er bara með kort! Og
ef ekki er hægt að bjóðast til
þess að ganga með því að næsta
hraðbanka er ekkert keypt.“
„Það er þó mjög auðvelt að
selja ljóðabækur úti á landi,"
segir Bergsveinn Birgisson. „Ég
seldi nærri því upp í kostnað á
Ströndunum þaðan sem ég er
ættaður. Það þarf nefnilega ekki
bara hraðbanka heldur þarf
maður líka að eiga góða að ef
dæmið á að ganga upp.“
„Ef fólk býr langt frá búðum,
eins og oft úti á landi, þá á það
yfirleitt reiðufé," segir Sigtrygg-
ur sem einnig hefur leitað upp-
runans úti á landi og selt þar
bækurnar sínar.
Auja: „Ég þarf að prófa að
fara út á land og selja því ég hef
alist upp í þremurlandshlutum."
„Ég er úr Breiðholtinu,“ segir
Björgvin ívar, „en sölusvæði mitt
er hundrað og einn. Því meira
sem maður hangir niðri í bæ því
meira selur maður.“