Morgunblaðið - 16.12.1997, Side 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Nýjar bækur
• RÆTUR MÁLSINS, föst orða-
sambönd, orðatiltæki og máls-
hættir úr íslensku biblíumáli er
eftir Jón G. Frið-
jónsson, prófess-
or. Þetta er sjálf-
stætt framhald
bókarinnar
Mergur málsins
sem hlaut ís-
lensku bók-
menntaverð-
launin 1993.
í kynningu
segir m.a.: „Það
má telja einstakt
að Islendingar geta lesið það og
skilið sem skrifað var á Íslandi fyr-
ir liðlega átta öldum og síðar. Með-
al elstu heimilda um íslenskt mál
eru rit biblíulegs efnis og er Biblían
um margt einstök heimild um sögu
íslenskrar tungu ... í Rótum málsins
er fjallað um föst orðasambönd,
orðatiltæki og málshætti í íslensku
biblíumáli. Sú afmörkun felur í sér
að ekki er einungis fjallað um bibl-
íuleg orðasambönd heldur einnig
fjölmörg önnur sem eru hluti af
íslenskri biblíumálshefð þótt uppr-
uni þeirra sé ekki biblíulegur. Þess
eru mörg dæmi að túlkun verald-
legra orðatiltækja hafi breyst þann-
ig að þau séu skilin kristnum skiln-
ingi... Enn fremur er algengt að
orðatiltæki og málshættir af verald-
legum rótum séu notuð í biblíumáli
og verði þannig hluti af íslenskri
biblíumálshefð."
Rætur málsins eru eitt stærsta
og viðamesta safn orðatiltækja og
málshátta sem sett hefur verið sam-
an á íslandi. „Bókin er einnig ómet-
anleg málsöguleg heimild sem á
erindi við allar kynslóðir. Hún nýt-
ist sem uppflettirit fyrir þá sem
vinna með og vilja forvitnast um
íslenska tungu en um leið er bókin
afþreyingar- og skemmtilestur.
Rætur málsins eru prýddar
hundruðum teikninga eftir lista-
manninn Freydísi Kristjánsdóttur.
Myndimar varpa skemmtilegu ljósi
á þær líkingar sem liggja að baki
málsháttunum og orðatiltækjunum."
Útgefandi erlslenska bókaútgáf-
an. Bókin erprentuð hjá Féiags-
prentsmiðjunni Gutenberg og bund-
in inn hjá Félagsbókbandinu - Bók-
felli. Bókin er 608 bls. Leiðbeinandi
verð: kr. 7.980.
• KÚGUN kvenna er eftir John
Stuart Mill í þýðingu Sigurðar Jóns-
sonar frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal.
Einnig em í bók-
inni ritgerðir
Bríetar Bjam-
héðinsdóttur og
Páls Briem um
kvenfrelsi. Inn-
gang skrifar
Auður Styrkárs-
dóttir. Bókin
kom fyrst út árið
1900 á kostnað
Hins íslenska
kvenfélags.
Mill segist einkum leitast við að
sýna fram á tvennt í riti sínu. Ann-
ars vegar að þau rök sem notuð
eru gegn réttindum kvenna séu
haldlaus. Hins vegar að aukið frelsi
kvenna og þátttaka þeirra í starf-
semi samfélagsins myndi bæta al-
mannahag.
Fyrirlestur Páls Briem Um frelsi
ogmenntun kvenna var fluttur 19.
júlí 1885 og var gefínn út í Reykja-
vík hjá Sigurði Kristjánssyni, bók-
sala, síðar sama ár. Páll kallar er-
indi sitt „sögulegan fyrirlestur“,
enda leitast hann við að gera grein
fyrir sögu kvenfrelsismála.
Bríet Bjamhéðinsdóttir flutti
Fyrirlestur um hagi ogréttindi
kvenna 30. desember 1887 í Bár-
unni í Reykjavík. Fyrirlesturinn var
auglýstur sem fyrsti opinberi fyrir-
lestur konu á íslandi. Sigurður
Kristjánsson gaf fyrirlesturinn út
árið eftir.
Útgefahdi er Hið íslenska bók-
menntafélag. Bókin er 33. Lær-
dómsrit Bókmenntafélagsins og er
376 bls. Ritstjóri: Vilhjálmur Arna-
son. Leiðbeinandi verð: 2.990 og
2.392 kr. fyrir félagsmenn.
John Stuart
Mill
Jón G.
Fridjónsson
BÆKUR
Uppsláttarrit
um börn
BÆKUR
Uppsláttarrit
BÓKIN UM BARNIÐ
eftir Vibeke Manniche. Þýðandi Jó-
hanna G. Erlingson. Útgefin af
Skjaldborg 1997.
BÓKIN um bamið tekst á við með-
göngu og fæðingu bams og lýsir síð-
an þroska þess fram að sex ára aldri.
Á síðustu ámm hafa þó nokkrar slík-
ar bækur verið þýddar á íslenzku, og
einnig hafa komið út frumsamdar ís-
lenzkar bækur sem foreldrar ungra
bama geta stuðzt við. Skemmst er
að minnast stóru Sálfræðibókarinnar,
sem gefín var út fyrir nokkram áram
og skrifuð var af fjölda höfunda (og
rann út eins og heitar lummur) og
þá ekki síður mjög góðrar bókar um
bamasálarfræði eftir sálfræðingana
Álfheiði Steinþórsdóttur og Guðfínnu
Eydal.
Ekki kemur neitt það fram í Bók-
inni um barnið sem skýrt gæti hver
Vibeke Manniche er, en bókin virðist
hafa verið gefin fyrst út í Danmörku
og er því líklega þýdd úr dönsku.
Hins vegar hefur hún verið staðfærð
meira en títt er um slíkar bækur
þannig að um allt aðra bók hlýtur
í raun að vera að ræða. Maður spyr
sig því hvort þýðandinn hefði ekki
átt að láta slag standa og gefa út
bók í eigin nafni. Vinnan þar að
baki hefði líklega orðið talsvert meiri
og tímafrekari og eigin þekking á
málefninu þurft að vera enn víðtæk-
ari. Gera þarf sömu kröfur til stað-
færðra upplýsinga og til frumtext-
ans. Þessi skil milli höfundar og
þýðanda trufla mann við lesturinn.
I bókinni er leitast við að vera já-
kvæður og uppörvandi. Rætt er um
vandamál sem upp geta komið, hvað
megi teljast eðlilegt, og stálinu
stappað í foreldra ungra barna. Víða
finnst mér þó gæta nokkurrar óná-
kvæmni og hlutunum vera lýst öðru-
vísi en ég sé þá.
Eitt mál má ég til með að drepa
á, en það er sá (nýi) siður að kenna
börn við móður sína við fæðingu.
Án efa er það hugsað til þess að
fírra karlmenn vandræðum af óskil-
getnum börnum sem þeim kunna að
verða kennd, en ég tel að breyting-
in, sem er ættuð frá Hagstofunni,
skapi fleiri og alvarlegri vandamál
en þau sem henni var ætlað að leysa.
Áður fyrr gaf móðir nýfædds barns
upp nafn á barnsföður (hvort sem
það reyndist síðan rétt eða rangt)
og í stöku tilfellum voru börn svo
gott sem eingetin. Þetta dró dilk á
eftir sér eins og mörg dæmi sanna.
Til þess að leysa þetta er nú viðtek-
in venja að kenna barn við móður
sína þar til faðirinn hefur formlega
gengizt við skyldum sínum, sbr. bls.
8 í bókinni. Út úr þessu koma
Önnudætur og Sigríðarsynir, og
margar einstæðar mæður glepjast
því miður til að halda slíku nafni
áfram á barninu. Margra alda hefð
er fyrir því að kenna böm til föður,
og þótt lengi hafí verið heimild fyrir
því að kenna sig við móður, hefur
slíkt aldrei orðið vinsælt hér á landi.
Réttur bams til þess að eiga bæði
föður og móður er ótvíræður í ís-
lenzkum lögum. Betra væri að gera
foreldrum skylt að hafa ákveðið
hvaða nafn barnið eigi að bera og
að faðernið sé formlega staðfest
strax í upphafi, jafnvel í mæðra-
vemdinni, þannig að sem fæst böm
þurfí að heita óskírður Jónuson langt
fram á fyrsta æviár sitt.
Bókin er sett upp á aðgengilegan
hátt, með_ skýru letri og ágætu efn-
isyfirliti. í bók af þessu tagi er það
nauðsynlegt því að hún hlýtur að
verða notuð fyrst og fremst sem
uppsláttarrit. Þá er atriðisorðaskrá
vel unnin, þó alltaf megi reka augun
í eitthvað sem gleymzt hefur (til
dæmis óværð?).
Landlæknir skrifar nokkur orð á
bókarkápu og vitnað er í bókarlok
með þökk til fjölmargra sem hafa
aðstoðað eða leiðbeint þýðanda. Ekki
var þar að sjá að heilsugæzlan væri
sett í öndvegi, þótt ungbamaeftirlit
og mæðravernd sé samkvæmt lögum
um heilbrigðisþjónustu í hennar
verkahring.
Ég vil svo ítreka að mér fínnst
þýðandi hafa tekið á sig tvíþætt hlut-
verk sem hefði mátt höndla betur og
öðruvísi.
Katrín Fjeldsted
„í LÍFAKRI er það bæði
ég og skáldskapurinn
sem ég er að fást við.
Það er óhjákvæmilegt
að ljóðið, sem slíkt,
gangi nærri mér þar
sem ljóð þurfa að miðla
tilfinningum og ég legg
mig fram um að tefla
fram myndum úr sálar-
lífí og náttúra. Það era
og verða alltaf tengsl á
milli þessara þátta hjá
okkur og einmitt þess
vegna koma ljóðin okkur
öllum við,“ segir Ágúst-
ína Jónsdóttir, sem sent
hefur frá sér sína fjórðu
ljóðabók, Láfakur.
Lífakur einkennist, líkt og fyrri
bækur Ágústínu, af knöppum ljóð-
stfl. „Ég gef mér að lesendur hafí
gaman af að glíma við sjálft ljóðið,
orð þess og hugblæ og þar með einn-
ig það sem skynja má á milli orða
og lína. Þar af leiðandi vil ég ekki
taka af þeim ánægjuna með því að
segja of mikið. Frelsi ljóðsins og les-
andans felst í margræðninni og ég
vil hvorki hefta það né hugmyndaflug
njótandans, því það er áreiðanlega
ekki minna en mitt. Þess vegna
njörva ég ljóðin mín ekki niður -
vængstífí þau ekki. Ljóð verða að
hafa frelsi til að svífa.“
Að áliti Ágústínu má ekki heldur
svipta ljóð dulúð sinni. Ljóð sé í eðli
sínu „mystík". „Lesandinn verður allt-
af að geta skynjað eitthvað nýtt þegar
hann les ljóð, jafnvel skilið það öðra-
visi en síðast. Ef ljóð er nakið hefur
lesandinn ekkert að hlakka til þegar
hann hefur lesið það einu sinni.“
Þar fyrir utan segir Ágústína það
að mörgu leyti henta sér vel að glíma
við eitt og eitt orð í einu, „þangað
til það er orðið á við tíu orð“. Leit-
ast hún líka annað slagið við að
„detta niður á ný og hugguleg orð“
í skáldskap sínum. „Það hlýtur að
vera í verkahring skáldsins að smíða
ný orð. Þar fyrir utan er íslenskan
ekki eins gagnsæ og við höldum og
alltaf er hætta á að gagnsæi hennar
fari forgörðum og þá er illa farið.
En það er er alltaf skemmtilegt að
verða til þess að ný orð
fæðast inn í tungumálið
okkar."
Sem fyrr segir sækir
Ágústína mikið til líf-
ríkis náttúrannar við
skáldskap sinn. Jörðin
sem við lifum á - og
verðum að lifa á - er í
hennar huga merkilegt
fyrirbæri og alveg þess
virði að tengja „þann
akur“ við ljóðagerðina.
Tók hún meira að segja
mið af móður jörð þegar
hún setti bókina upp.
„Það er nokkuð erfíð
glíma að raða ljóðum
saman í eina sterka
heild. Þegar ég raðaði efninu í Líf-
akri saman var ég hvað uppteknust
af hrynjandinni og svo af ljósi og
skuggum en þessir þættir skipta
akur lífsins, það er jörðina, miklu
máli, ekki síður en manninn sjálfan."
Ágústína sækir jafnframt mikið í
aðra listmiðla, svo sem sjónlistir. Sér
þess ekki einungis merki í myndmáli
hennar, sem er ríkt, heldur jajfnframt
í útliti Lífakurs, sem listakonan hann-
aði sjálf. Ljósmyndimar í bókinni vora
unnar á sérstakan hátt og hugsaðar
til þess að tengja saman ljóð og mynd
án þess að skapa of mikla spennu þar
á milli. Meginvinnan er þó alltaf bund-
in Ijóðunum sjálfum. í ljóðum á sér
stað einhver athyglisverður galdur sem
erfitt er að lýsa en auðvelt að upplifa
og njóta. Það er sá galdur sem á hug
minn allan!“
Hún
Eitthvað sárt
í morgundeginum
tár
úr gleri?
Eitthvað sterkt
tönn
úr rafi?
Úr Lífakri.
Frelsi til að
svífa
Ágústína
Jónsdóttir
Að halda tilfinningum sínum á lífi
SKÁLDÆVISAGAN
Faðir og móðir og
dulmagn bernskunn-
ar eftir Guðberg
Bergsson er frásögn
höfundar af bernsku
sinni í Grindavík, fjöl-
skyldu og forfeðrum
og lífi þessara tíma.
Minningunum lýsir
hann sem sagnfræði-
Iega röngum en til-
finningalega réttum.
Sagan gerist að mestu
í huga drengsins Guð-
bergs en inn á milli
stígur skáldið fram
og leggur mat á við-
fangsefni.
„Þessi bók varð til af ásettu
ráði. Rétt eins og sumir rithöf-
undar fara í stríð til að þess eins
að geta skrifað um stríð, fór ég
í hús foreldra minna í Grindavík
til að geta skrifað um foreldra
mína. Það liggur beint við að
skrifa um foreldra sína því þeir
eru fyrsta fólkið sem maður
kynnist. Enginn dvelur nema
einu sinni inni í annarri mann-
eskju, í móðurkviði, en það sem
ég reyni í skrifum mínum er að
komast með huga minn inn í
foreldra mína og sjálfan mig,“
segir Guðbergur. „Eg dreg
gjarnan tíma og tilfinningar
saman í einn atburð, t.d. varð
móðir mín tvisvar sinnum ófrísk
en í bókinni gerist
það aðeins einu sinni
vegna þess að út frá
sjónarhóli fagurbók-
menntanna þá skipt-
ir það engu máli.
Atburðunum sem
gerðust í kringum
þessar tvær þungan-
ir þjappa ég því sam-
an í eina í þágu list-
rænnar tjáningar.“
Guðbergur segist
alltaf skrifa út frá
eigin tilfinningum og
viðhorfi til lífsins og
hann reyni að halda
lífi í hverri tilfinn-
ingpi eins lengi og
hann lifi sjálfur en alitof sjald-
gæft sé að fólk reyni að halda í
allar þær tilfinningar sem kvikni
innra með því á lífsleiðinni. „Ég
skrifa yfirleitt um það sem hefur
búið lengi innra með sjálfum mér
og ég leita aldrei til annarra um
efni, fer út á götu eða hlýði á
samtal Jóns og Gunnu og færi
þau síðan í skáldsagnabúning.
Efnið þarf alltaf að vera vel
melt innra með sjálfum mér áður
en ég skrifa um það og ég reyni
að vera eins gjöfull og ég get,“
segir Guðbergur. „Þær bók-
menntir sem eru byggðar á hræi
tilfinninganna þykja mér afskap-
lega leiðinlegar bókmenntir.
Ævisögur eru yfirleitt byggðar á
ástarhræi sem lesandinn leggst
síðan á eins og hrægammur.
Þessi hrælykt virðist höfða til
fólks vegna þess að fæstum tekst
að halda tilfinningum sínum á
lífi og þær deyja tiltölulega
snemma."
Sjálfur lýsir höfundur ánægju
með bókina, segir hana heiðar-
lega þó yfirleitt sé hann mjög
gagnrýnin og lítt hrifinn af eigin
skrifum. Annað bindi bernsku-
minninganna er þegar tilbúið frá
hendi höfundar og bíður útgáfu
um næstu jól. Talið berst að ís-
lenskum bókamarkaði sem er ríg-
bundinn við árstíð jólanna. „Það
er ekki hægt að segja að hér á
landi sé raunverulegur bók-
menntaáhugi. Utan við jólabóka-
markaðinn liggur bókaútgáfa
niðri og á því getur engin há-
menning þrifist. Enda er íslensk
menning ekki nema í meðallagi,"
segir Guðbergur. „Við eigum
hvorki auðmenn andans né hug-
ans til að skapa hámenningu. Það
dapurlega er að cnginn skuli vilja
svipta hulunni af þessu „sæmilega
þokkalega" samfélagi og sjá veru-
leikann. Við erum að vísu að byija
að mynda innlendan borgaraleg-
an kjarna, og þá á ég ekki við
langskólagengið fólk sem við höf-
um nóg af, heldur menntafólk.
Þessi kjarni verður eflaust ein-
hverntímann þroskaður en slíkt
tekur langan tíma.“
Móðir mín var skyldu-
rækin sem sýndi sig
meðal annars í því
að maturinn átti að komast heitur
í munninn á manninum hennar í
staðinn fyrir að kólna af því að
strákar hlupu af stígnum út á
klappirnar til að stríða afli sem
var miklu sterkara en þeir. Við
þrömmuðum yfir sanda og upp
rofabörð, svo tóku við grýttar flat-
ir kenndar við brunna, þótt enginn
brunnur væri á þessum stað nema
í óttanum við ógnvænlega botn-
lausa gatið sem maður bjó til í
huganum og hafði ofan af fyrir
sér með því að eitthvert gin laukst
skyndilega upp, gínandi undir fót-
unum svo jörðin gleypti okkur með
húð og hári. En í veruleikanum
opnuðust hvorki brunnar né gin,
og í þessu sem öðru urðum við
að sætta okkur við atburðarleysið
kryddað hugarburði. Éggerði það
óspart, ekki vegna þarfar fyrir
spennu heldur seiðmagn, þangað
til við nálguðumst væntanlega
húsið og heimilisföðurinn, lafmóð,
og sáum hann standa í haugi af
hefilspónum, útvaðandi í sagi á
höndunum og í andliti. Við horfð-
um á hann þannigtil reika, með
vinnugrímu, og þekktum hann
varla. Þá sagði hann:
Já, þið gónið, en svona eiga sann-
ir pabbar að vera.
Úr Faðir og móðir og dul-
magn bernskunnar.
Guðbergur
Bergsson