Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 1
Valur Fannar Gíslason er að pakka niður í London og hefur tekið stefnuna á Noreg Stefán gerir þriggja ára samning við Strömsgodset Leikur fyrst með KR næsta tímabil STEFÁN Gíslason, bróðir Vals Fannars, hefur gert þriggja ára samning við norska 1. deildarliðið Strömsgodset. „Ég fer þó ekki tii Noregs fyrr en eft- ir ár - Ieik næsta keppnis- timabil með KR,“ sagði Stefán, sem lék með KVA í 2. deild sl. keppnistímabil, en var sl. vetur lyá Ar- senal. „Ég er ekki nema sautján ára og því mjög dýrmætt fyrir mig að fá að spreyta mig í úrvalsdeild- inni hér heima áður en haldið verður út. Ég hef mikla trú á Atla Eðvalds- syni sem þjálfara og það verður gaman að vera und- ir hans stjórn hjá KR,“ sagði Stefán, en árið sem hann verður hjá KR er hann á fyrsta samningsári þjá Strömsgodset, þannig að þegar hann kemur til Noregs á hann eftir tvö ár af sanmingi við liðið. Þess má geta að þeir bræður Stefán og Valur Fannar léku nokkra leiki saman með varaliði Arsenal sl. keppnistfmabil - Stefán lék þá með ung- lingaliði Arsenal. BRÆÐURNIR frá Esklflrðl, Valur Fannar og Stefán Gíslasynir. Morgunblaðið/Jim Smart Frá Arsenal til Strömsgodset Eg sé ekki eftir þeim tíma sem ég hef verið hjá Arsenal - ég hef gengið í gegnum góðan skóla. Möguleikamir að ná lengra hér eru ekki miklir, þar sem leikmanna- hópur liðsins er of stór og það eru sex leikmenn á undan mér í þeirri stöðu sem ég hef verið að leika. Þar í hópi eru leikmenn eins og Tony Adams, Martin Keown, Steve Bould og Scott Marshall,“ sagði Valur Fannar Gíslason, sem er að pakka niður þessa dagana. Hann hefur tekið stefnuna á Noreg, hef- ur átt í viðræðum við Óslóarliðið Strömsgodset. „Ég hef verið að ganga frá mín- um málum hér hjá Arsenal og hef fengið mig lausan frá liðinu. Samn- ingaviðræður hafa staðið yfir við Strömsgodset og ég vona að endar nái saman í byrjun janúar,“ sagði Valur Fannar, sem hefur verið hjá Arsenal síðan sumarið 1996. „Það er ekki hægt að bera Arsenal sam- an við önnur lið, en með því að fara til Noregs fæ ég tækifæri til að leika og sýna mig,“ sagði Valur Fannar, sem kemur heim í jólafrí. „Ef allt gengur eftir fer ég til Nor- egs flótlega eftir áramót.“ Valur Fannar mun hitta fyrir annan íslending hjá Strömsgodset, KR-inginn Óskar Hrafn Þorvalds- son, sem gekk til liðs við liðið á haustdögum. Með liðinu leikur einnig Marko Tanasic, fyrrum leik- maður Keflavíkurliðsins. Valur Fannar verður tólfti ís- lenski knattspymumaðurinn til að gera samning við norskt 1. deildar- Uð. f Noregi Stór hópur íslenskra knattspymumanna leikur með norskum 1. deildar- liðum næsta keppnis- tímabil. Brann Ágúst Gylfason Molde Bjarki Gunnlaugsson Lilleström Rúnar Kristinsson Heiðar Sigurjónsson Strömsgodset Óskar Hrafti Þorvaldsson Valur Fannar Gíslason Stefán Gíslason • Stefán fer til liðsins eftir ár. Stabæk Helgi Sigurðsson Víking Ríkharður Daðason Tromsö Tryggvi Guðmundsson Válerenga Brynjar Bjöm Gunnarsson Rosenborg Ámi Gautur Arason. SKfDI: KRISTINN BJÖRNSSON KEPPIR í AUSTURRÍKI OG Á ÍTALÍU / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.