Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR8. JANÚAR 1998 C 3 Hinchcliffe fer til Tottenham ENSKI landsliðsbakvörður- inn Andy Hinchcliffe hjá Everton fer til Tottenham - kaupverð er þrjár millj. punda. Þær fréttir bárust úr herbúðum Everton í gær, að hann væri búinn að ákveða sig og heldur til London í dag til að gangast undir læknisskoðun áður en end- anlegur samningur verður undirritaður. Hinchcliffe er 28 ára, mjög fjölhæfur varn- armaður, sem kemur til með að styrkja vöm Tottenham sem er í næstneðsta sæti í úrvalsdeildinni. Tottenham hefur verið að styrkja lið sitt til að komast af botn- svæðinu og fékk liðið Júrgen Klinsmann, fyrirliða þýska landsliðsins, til liðs við sig frá Sampdoria á ítal- íu. Hinchcliffe mun væntan- lega leika sinn fyrsta leik með Tottenham gegn Manchester United á Old Trafford um helgina. Malcolm Macdonald telur miðherja Man. Utd. aldrei betri ÍNÉK FOLK ■ JOE Royle, fyrrverandi knatt- spymustjóri Everton og Oldham, hafnaði í gær boði Norður-íra um að gerast landsliðsþjálfari þeirra. ■ NOKKRŒ fyrrverandi leikmenn N-írlands, sem eru knattspymu- stjórar, era nefndir til starfsins: Jim- my Nicholl, Sammy McQroy, Jimmy Quinn og Pat Rice, en ólíklegt er að Rice sé tilkippilegur, þar sem hann er ánægður í starfi sem unglinga- þjálfari Arsenal. ■ CHRIS Kamara var rekinn sem knattspymustjóri Bradford City. Joe Royle hefur verið orðaður við starfið. ■ ROY Hodgson, knattspymustjóri Blackbura, hefur skrifað undir nýj- an þriggja ára samning við liðið, sem hefiir gengið mjög vel undir hans stjóm í vetur. ■ PAUL Warhurst, miðherji Cryst- al Palace, leikur ekki með liðinu næstu tvo mánuðina. Hann fótbrotn- aði í þriðja skipti á knattspymuferli sínum - í bikarleik gegn Scuntorpe um sl. helgi. ■ MOUSSA Saib, miðheiji landsliðs Alsírs, sem leikur með Valencia á Spáni, segist vera á leiðinni til Tottenham. Saib, sem er 28 ára mið- vallarleikmaður, mun skrifa undir þriggja ára samning á næstu dögun, en Tottenham borgar fjórar millj. punda fyrir hann. Saib kemur ekki til Lundúnaliðsins fyrr en í mars, eða eftir leiki Alsírs í Afríkukeppninni. ■ CHRISTLAN Wömer, varnarleik- maður Bayer Leverkusen mun fara til franska liðsins París St Germain eftir þetta keppnistímabil. ANDY Cole í faðmi félaga sinna, Teddy Sheringham og David Backham, eftir að hafa skorað eitt af fjölmörgum mörkum sfnum í vetur. Cantona hélt Cole niðri MALCOLM Macdonald, fyrrver- andi miðherji Newcastle, Ars- enai og enska landsliðsins, telur að Andy Cole hafi aldrei veríð betrí en nú og hann hafi sprungið út hjá Manchester United vegna þess að Eric Cantona er ekki lengur á Old Trafford. eole gerði tvö mörk í 5:3 sigri Manchester United á Chelsea, hefur gert 19 mörk á tímabilinu og 50 alls fyrir United. ,Andy Cole hefiir grætt á því að Cantona hætti,“ sagði Macdonald. „Cantona var stöðugt að gera lítið úr honum opinberlega í leikjum og framkoma hans gerði honum erfiðara fyrir á æfingum og í búningsherbergjum. Nú er Cole í liði sem hefur komið saman upp á topp- inn. Hann fær boltann beint í fæt- uma en þarf ekki að hlaupa til að ná sendingu. Hann er hluti af heildinni og fellur vel inn í hana.“ Eins og Macdonald er viss um að Cantona hafi haldið Cole niðri er hann sannfærður um að Teddy Sheringham, sem kom í staðinn fyr- ir Cantona, hafi opnað markið á ný fyrir Cole. „Þeir vinna vel saman,“ sagði hann og bætti við að mark- verðir og vamarmenn einbeittu sér að Sheringham sem auðveldaði Cole lífið. „Hann hefur endurheimt sjálfstraustið sem hann hafði áður og það er mikilvægt fyrir miðheija. Fyrra markdð hans á móti Chelsea er gott dæmi. Sheringham var óvaldaður hægra megin en Cole ákvað að skora sjálfur. Áður hefði hann sennilega reynt að gefa á sam- herja sinn en þetta er sjálfstraust.“ Macdonald var lengi útí í kuldan- um hjá Don Revie, landsliðsþjálfara Englands, en telur að Glenn Hoddle geti ekki litið framhjá Cole í Heims- meistarakeppninni í Frakklandi í sumar. „Landsliðsþjálfari Englands verður ávallt að velja þá miðherja sem standa sig best hverju sinni og um þessar mundir verður Glenn að horfa framhjá Les Ferdinand og Ian Wright. Cole hefur verið að leika vel með einu besta liði á Bret- landi frá stríðslokum - þetta er rétti tíminn fyrir hann að ná há- punktinum." Platini veðjar á Brasilíu- menn MICHELL Platini fyrrum fyrirliði franska landsliðsins í knattspymu og núverandi forseti undirbúningsnefndar heimsmeistarakeppninnar í knattspymu, sem fram fer í Frakklandi í sumar, segist veðja á að Brasiliumenn vinni heimsmeistaratitilinn í fimmta sinn í sumar. „Bras- iliumenn em líklegastir,“ sagði Platini en bætti við að hann reiknaði með að fimm aðrar þjóðir gætu blandað sér í baráttuna, þar á meðal landar hans. Auk þeirra nefndi hann Argentínu, ftal- íu, Þýskaland og England. Platini sagði einnig að það væm gömul sannindi jafnt sem ný að lykillinn að sigri væri sá að geta skorað. „Mikilvægast af öllu er að lið hafi leikmenn innan sinna raða sem geta skorað mörk.“ AC Milan vill Ravanelli Italska liðið AC MOan hefur mikinn áhuga á að fá Fabrizio Ravanelli til liðs við félagið en líberíski sóknarmaðurinn George Weah er meiddur og verður ekki með næstu tvo mánuðina. Talsmaður franska félagsins MarseOle, sem Ravanelli leikur með, sagði í gær að félagið væri búið að fá munnlegt tilboð í kappann og í því fælist að Marseille fengi Svíann Andreas Andersson auk álitlegrar peningaupphæðar, en hann vildi ekki segja hversu mikla peninga AC Milan væri tilbúið að greiða. RoUand Courbis, þjálfari Marseille, sagði að ítalska félagið ætti aUa hans samúð en þar sem skriflegt tilboð væri ekki væntanlegt fyrr en eftir tvo daga hefðu forráðamenn Marseille nægan tíma til að hugsa málið. RavanelU var keyptur frá Middlesbrough tál Marseille fyrir 570 miHjónir króna í sumar og byrjaði mjög vel með félaginu. Menn þar á bæ vora famir að líta td franska meistaratitilsins, en RavaneUi hefur aðeins gert tvö mörk í síðustu átta leikjum og ekki náð að standa sig eins og búist var við. „Ef ég væri hann væri ég farinn fyrir löngu," sagði talsmaður Marseille og Courbis þjálfari sagði að þar sem stærsta félag Evrópu vildi fá hann væri eðUlegt að Ravanelli hefði áhuga á að fara. Ravanelli vildi hins vegar ekki tjá sig um málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.