Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANMA 1997 JfticrrgunMafrfö ■ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 BLAÐ Olafur Þór með Sheff. Wed. gegn Barnsley ÓLAFUR Þór Gunnarsson, mark- vörðurinn efnilegi úr ÍR, er nú í her- búðum Sheffíeld Wednesday á Hills- borough - verður þar í hálfan már.- uð. Ron Atkinson, knattspyrnustjóri liðsins, sem hefur verið að fá unga leikmenn utan Englands til æfínga, bauð Ólafí Þór, sem er 20 ára, og Pólveijanum, Pawel Wojtala, 25 ára miðverði frá Hamborg, til að æfa með liðinu og leika með varaliðinu. Þeir fá að spreyta sig með varaliðinu í leik gegn Bamsley annað kvöld. Ólafur Þór er afar efnilegur mark- vörður, var kjörinn besti leikmaður- inn á alþjóðlegu móti á Italíu með landsliðinu skipað undir 18 ára leik- mönnum 1996, en þá varði hann stór- kostlega í úrslitaleik gegn Slóveníu - var frábær í framlengingu og í vítaspyrnukeppni sem Islendingar unnu, 4:3, varði Ólafur Þór tvær víta- spyrnur. Ólafur Þór, sem er í námi í við- skiptafræði í Bandaríkjunum, ætlar sér að leika með ÍR-liðinu í efstu deild næsta sumar - til að öðlast reynslu. Hann mun leika með liðinu út allt keppnistímabilið, en ekki halda vestur um haf áður en tímabilið er úti, eins og tíðkast hefur með leik- menn sem eru í námi í Bandaríkjun- um á undanförnum árum. Ólafur Þór verður hann að öllum Iíkindum í leik- mannahópi 21 árs landsliðsins í sum- ar. ÍR-ingar, sem tryggðu sér rétt til að leika í efstu deild slT keppnistíma- bil, hafa fengið liðsstyrk. Garðar Newmann, fyrirliði Skallagríms, er kominn í herbúðir þeirra og einnig Sævar Gíslason frá Selfossi. Halldórog Ing- ólfurtil Álaborg- arog Parísar KARATEMENNIRNIR Hall- dór Svavarsson og Ingólfur Snorrason halda til Danmerk- ur á morgun, þar sem þeir verða í æfingabúðum með danska landsliðinu í Álaborg. Þeir félagar koma síðan heim eftir helgina, en fara um aðra helgi til Parísar þar sem þeir taka þátt í sterku alþjóðlegu móti, sem er eingöngu ætlað landsliðsmönnum. Reuters NORÐMAÐURINN Tore Andre Flo og Graeme Le Saux fagna - þeir skoruðu fyrlr Chelsea gegn Ipswlch á Portman Road í ensku delldarbikarkeppninnl í gærkvöldi, lelkmenn Ipswlch jöfn- uðu, 2:2. Chelsea, sem vann í vítaspyrnukeppni 4:1, m»tir Arsenal í undanúrslitum og Llverpool, sem vann Newcastle 2:0, mætlr Mlddlesbrough. Björn Borg ver sig BJÖRN Borg segir að greiðslur þær sem hann fékk einn liðs- manna fyrir að leika með sænska landsliðinu í Davis-Cup á árunum 1978 og 1979 hafi verið réttlætanlegar. Sænska tennissambandið hafi hagnast mikið á velgengni hans. Því hafi ekki verið óeðlilegt að hann fengi nokkurn hlut í þeim hagnaði fyrir að gefa kost á sér en á þeim tíma fengu sænskir tennismenn ekki greiðslur fyrir að leika með landsliðinu. A þessum tveimur árum sem um er að ræða fékk Borg um 220 þúsund dollara í sinn hlut. Borg sagði gær að hann myndi ekki hvort þetta væri rétt upphæð sem um væri að ræða. Upp á síðkastið hafa sænskir liðsmenn Davis-Cups liðsins skipt verðlaunagreiðslum á milli sín og tennissambandsins, en margar þjóðir greiða sínum leikmönnum fyrir að keppa fyr- ir þjóð sína burtséð frá verð- launafé. Fram til ársins 1981 voru engar peningagreiðslur í Davis-cup keppninni. BLAK Vamariið NATÓ með í bikarkeppninni Bikarkeppnin í blaki hefst á morgun með tveimur leikj- um í karlaflokki. Athygli vekur að varnarliðið á Keflavíkurflug- velli er meðal þátttakenda í bikarkeppninni, bæði karla- og kvennaflokki, og mætir Stjörn- unni í karlaflokki annað kvöld. „Það hefur verið gott samstarf við NATÓ í gegnum árin og stjórnin [stjórn Blaksambands- ins, BLÍ] samþykkti að leyfa NATÓ að vera með,“ sagði Guð- mundur Helgi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri BLÍ, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Guðmundur sagðist halda að þetta væri í annað sinn sem varnarliðið væri með í bikar- keppninni og að lið af Keflavík- urvelli hefði verið með í 2. deild- inni í blaki í nokkur ár, en sú deild er leikin í formi helgar- móta víða um land. „Það segir í reglugerð BLÍ að þátttakendur séu þau félög sem sambandið samþykki," sagði Guðmundur. Aðspurður hvort það bryti ekki í bága við reglugerðir ISl að erlend félög væru með í Is- landsmóti og bikarkeppni sagði Guðmundur: „Við förum með æðstu mál blakmála hér á landi og þó einhveijar reglur ÍSI hljóði ef til vill á annan veg verður að hafa í huga að þær reglur eru barn síns tíma. Þetta styrkir bikarkeppnina hjá okkur og ger- ir það að verkum að við fáum átta lið og því þarf ekkert lið að sitja hjá í fyrstu umferð.“ Þess má geta að fyrsta umferð er jafnframt átta-liða úrslit. Guðmundur sagði ennfremur að lið frá varnarliðinu hefðu oft verið með í hraðmótum og því um líku. „Liðin eru ekki sterk og því ekki líkleg til afreka. Ég skal ekki segja hvort þau fengju að vera með væru þau líkleg til að sigra,“ sagði Guðmundur. KNATTSPYRNA SKÍÐI: KRISTINN BJÖRNSSON í 28. SÆTIÁ HEIMSLISTANUM í SVIGI / C8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.