Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 7
■ i MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 C 7 6 I M ) | M > ) ) i M ) i ) i ) í M ► i M M ) i 11 M ► ► ► I > SKÍÐI Efstu íslensku skíðamennirnir á styrkleikalista Alþjóða skíðasambandsins (FIS) Smanburður Svig Stórsvig Risasvig á stöðu þeirra 28/10 1997 6/1 1998 28/10 1997 6/1 1998 28/10 1997 6/1 1998 28. okt. 1997 og FIS- Sæti FIS- Sæti FIS- Sætiá FIS- Sætiá FIS- Sæti á FIS- Sætiá 6. janúar 1998 S stig á lista stig álista stig heimsl. stig heimsl. stig heimsl. stig heimsl. Kristinn Björnsson, Ólafsfirði 13,89 53. 9,83 28. 27,38 1 75. 25,52 184. 21.95 71. 26,30 96. Haukur Arnórsson, Ármanni 26,87 167. 27,54 169. 40,57 422. 38,71 459. Arnór Gunnarsson, ísafirði 28,47 179. 29,14 182. 48,14 579. 46,28 627. Jóhann H. Hafstein, Ármanni 60,41 670. 57,36 655. 39,92 405. 36,90 421. 74.60 632. 74,95 660. Sveinn Brynjólfsson, Dalvík 49,90 462. 50,57 514. 47,30 555. 45,44 602. 83.97 797. 84,32 836. Brynja Þorsteinsdóttir, Akureyri 36,71 170. 36,71 179. 45,79 222. 47,77 340. 41,45 170. 43,77 1 74. Theodora Mathiesen, KR 53,57 333. 50,91 326. 42,43 274. 39,33 219. Sigríður Þorláksdóttir, ísafirði 51,31 300. 48,19 289. I Þau náðu ekki inn á topp-500 listann í október og eru því ekki gjaldgeng á ÓL: Björgvin Björgvinsson, Dalvík 57,25 611. 48,17 469. 44,68 504. 42,82 540. Dagný L. Kristjánsdóttir, Ak. 63,80 569. 54,29 422. Fimmtán íslendingar til Nagano rei l»k(' ÍSLENSKA landsliðið í alpagreinum hefur æft erlendis í vetur og hafa sameiginlegar æfingar verið i Lillehammer í Noregi undir stjórn landsliðsþjálfarans, Guðmundar Sigurjónssonar. Efri röð f.v.: Guðmundur Sigurjónsson, þjálfari, Theódóra Matthiesen, Sveinn Brynjólfs- son, Sigurður M. Sigurðsson og Kristinn Björnsson. Neðri röð f.v.: Brynja Þorsteinsdóttir, Amór Gunnarsson og Haukur Arnórsson. Jó- hann Haukur Hafstein og Sigríður Þorláksdóttir voru fjarverandi þegar myndin var tekin. »EIKNAÐ er með að átta keppendur og sjö manna fylgdarlið verði sent á vegum íþrótta- og Ólympíusambands ís- lands á Vetrarólympíuleikana í Nagano sem verða settir 7. febrú- ar. Skíðamennirnir sem hafa náð lagmörkum Alþjóða ólympíu- nefndarinnar eru: Kristinn Björnsson, Haukur Arnórsson, Arnór Gunnarsson, Jóhann Hauk- ur Hafstein, Sveinn Brynjólfsson, Theodóra Matthiesen, Brynja Þorsteinsdóttir og Sigríður Þor- láksdóttir. Aðalfararstjóri Islands í Naga- no verður Krisiján Vilhelmsson frá Akureyri, sem er varaformað- ur Skíðasambands íslands. Þjálf- arar ísienska liðsins verða Guð- mundur Sigurjónsson, sem er landsliðsþjálfari og Valdemar Valdemarsson verður honum til aðstoðar. Steinunn Sæmundsdótt- ir, fyrrum skíðadrottning úr Ár- manni, verður sjúkraþjálfari liðs- ins, auk þess sem hún mun verða aðstoðarþjálfari kvennaliðsins. Kristinn Svanbergsson, fram- kvæmdastjóri Skíðasambandsins, verður liðinu til halds og trausts. Fulltrúar Ólympíunefndar fs- lands í Nagano verða EUert B. Schram, forseti íþrótta- og Ólympíusambands íslands og Stefán Konráðsson, framkvæmda- sljóri þess. Þeir fara í boði Al- þjóða Ólympíunefndarinnar. Islenska liðið mun halda til Japans 4. febrúar. Liðið fer héð- an til Kaupmannahafnar og það- an í beinu flugi til Japans. Ellert og Stefán verða ekki í Nagano allan tímann, líklega í viku til tíu daga. Fjórir af átta hafa sýnt framfarir Vetrarólympíuleikarnir verða settir í Nagano í Japan 7. febrúar. Reiknað er með að átta Islendingar verði sendir á leikana. Valur B. Jónatansson skoðaði af því tilefni árangur íslensku skíðamannanna í vetur og komst að því að helmingur þeirra hefur ekki náð að bæta sig. Vetrarólympíuleikarnir í Nagano í Japan hefjast eftir mánuð. Um helgina mun Ólympíunefnd íslands endanlega ákveða hvaða skíðamenn verða fulltrúar íslands á leikunum. Átta skíðamenn, þrjár konur og fimm karlar, hafa náð lágmörkum Alþjóða ólympíunefndarinnar í alpa- greinum og er búist við að þeir verði allir sendir til Japans. Til að öðlast þátttökurétt á leikunum þurftu skíðamennirnir að vera innan við 500 á styrkleikalista Alþjóða skiðasam- bandsins á heimslistanum sem kom út í nóvember sl. Þeir skíðamenn sem náðu lág- mörkunum eru: Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði, Haukur Arnórsson og Jóhann Haukur Hafstein úr Ár- manni, Ai-nór Gunnarsson og Sigríð- ur Þorláksdóttir frá ísafirði, Sveinn Brynjólfsson frá Dalvík, Brynja Þor- steinsdóttii’ frá Akureyri og Theo- dóra Matthiesen úr KR. Kristinn Björnsson Alþjóða skíðasambandið sendi frá sér nýjan styrkleikalista í gær. Þai’ kemur fram að fjórir íslensku skíða- mannanna hafa bætt sig frá síðasta lista en hinir færst aftar. Ki’istinn Björnsson fer lang fremstur í flokki íslensku skíðamannanna - hefur bætt sig um 25 sæti frá því á listan- um í nóvember og er nú kominn í 28. sæti í svigi, sem er frábær árangur. Kristinn hefur tekið þátt í sex mót- um í vetur og skilað sér niður í þremur þeirra, heimsbikarmótinu í Park City þar sem hann varð í 2. sæti og síðan í tveimur Evrópubikar- mótum, í því fyrra í 3. sæti og síðan í 4. sæti í mótinu á þriðjudag. Hann er nú með 9,83 stig í svigi en var með 13,89 á síðasta lista. Hann hefur að- eins keppt í svigi í vetur, en hann hyggst keppa í stórsvigi í Nagano. Haukur Arnórsson Haukur hefur tekið þátt í 11 al- þjóðlegum mótum (FlS-mótum) í vetur og skilað sér niður í sjö þeirra. Hann er nú i 169. sæti í svigi og 459. sæti í stórsvigi. Hann hefur bætt stöðu sína stigalega á heimslistanum frá því í nóvember en fallið niður um tvö sæti í sviginu og 37 sæti í stór- svigi. Besti árangur hans í vetur er 4. sæti í svigi á móti í Aurdal í Nor- egi 11. desember og fékk hann fyrir það 37,01 FlS-stig. ____ Arnór Gunnarsson Arnór hefur tekið þátt í tíu mótum í vetur og komist í mark í sex þeirra. Hann er númer 182 á nýja heimslist- anum í svigi og hefur fallið niður um þrjú sæti frá því á nóveberlistanum. Hann er númer 627 í stórsviginu og hefur hrapað niður um 48 sæti. Besti árangur hans í vetur er 5. sæti í svigi sem fram fór í Rjukan 22. nóvember en fyrir það fékk hann 25,71 FIS- stig. Jóhann Haukur Hafstein Jóhann Haukiu- hefur tekið þátt í flestum mótum íslendinganna í vet- ur, eða 14 alls. Hann hefur hins vegar ekki klárað nema fjögur mót. Hann er nú í 421. sæti í stórsvigi en var í 405. sæti á nóvemberlistanum. I svigi er hann í 655. sæti en hefur færst upp um 15 sæti frá síðasta lista. Besti árangur hans í vetur er 18. sæti í stórsvigi á móti í Geilo 7. desember. Fyrir það fékk hann 33,90 FlS-stig. Sveinn Brynjólfsson Sveinn hefur tekið þátt í ellefu mótum í vetur og skilað sér niður í sex þeirra. Hann er nú fallinn út af topp-500 listanum, er númer 514 í svigi og 555 í stórsvigi. Hann var númer 462 í svigi á nóvemberlistan- um. Besti árangur hans í vetur er 13. sæti í stórsvigi á móti í Aurdal 14. desember. Fyrir þann árangur fékk hann 41,52 FlS-stig. Theódóra Matthiesen Theódóra hefur keppt í tíu mótum í vetur og komst í mark í átta þeirra. Hún hefur bætt sig verulega bæði í svigi og stórsvigi. Er nú 219. sæti í stórsvigi, en var í 274. sæti á nóvem- berlistanum. í sviginu er hún 326 og hefur bætt sig um sjö sæti. Besti ár- angur hennar í vetur er 2. sæti í svigmóti í Geilo 8. desember. Fyrir það fékk hún 32,02 FlS-stig. Brynja Þorsteinsdóttir Brynja hefur tekið þátt í sex mót- um í vetur og skilað sér niður í tveimur. Hún hefur ekki náð að bæta sig á heimslistanum, fallið niður um níu sæti í sviginu og er nú í 179. sæti. í stórsviginu er hún í 340. sæti og hefur fallið niður um 118 sæti. Besti árangur hennar í vetur er 10. sæti í svigi í Aurdal 2. desember. Fyrir ár- angur sinn þar fékk hún 43,68 FIS- stig. Sigríður Þorláksdóttir Sigríður hefur tekið þátt í fimm mótum í vetur og náð að skila sér niður í þeim öllum. Hún hefur bætt stöðu sína á heimslistanum frá því í nóvember, er nú í 289. sæti en var í , áður númer 300. Besti árangur hennar í vetur er 4. sæti í svigi í Aur- dal 11. desember. Fyrir árangur sinn þar fékk hún 42,49 FlS-stig. Björgvin og Dagný Björgvin Björgvinsson frá Dalvík og Dagný L. Kristjánsdóttir frá Akureyri komust ekki inn á topp-500 listann í nóvember og eru því ekki gjaldgeng á Ólympíuleikana í Nag- ano. Þau eru hins vegar bæði komin inn fyrir 500 á nýja listanum sem ■ kom út í gær. Björgvin er í 469. sæti í svigi og Dagný í 422. sæti í stór- - svigi. Þau eru bæði 17 ára og eiga því fi’amtíðina fyrir sér. Þess má geta að Ólympíunefnd ís- lands hefur ekki formlega gefið það út hverjir verða fulltrúar Islands í Nagano en samkvæmt heimildum blaðsins er líklegt að það verði þessir átta sem taldir eru upp hér að fram- an. Síðasti dagur til að skila inn þátt- tökulista fyrir leikana er 10. janúai’.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.