Morgunblaðið - 03.02.1998, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1998
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNB LAÐIÐ
Auðveld-
ur sigur
Stjörn-
unnar
Stjarnan lagði ÍR, 28:25, á
heimavelli sínum í Ásgarði í 1.
deild karla í handknattleik á laug-
ardag. Sigur heima-
Edwin manna var aldrei í
Rögnvaldsson hættu eftir að þeir
skrífar höfðu unnið til hans
í upphafí síðari hálf-
leiks með góðum varnarleik og
prýðilegri sóknamýtingu, en
heimamenn komust yfir í fyrsta
sinn er þeir skoruðu í fyrstu sókn
sinni eftir hlé.
IR-ingar, sem léku betur en
gestgjafar þeirra lengst af í fyrri
hálfleik, áttu í mesta basli í fyná
hluta síðari hálfleiks. Eftir að hafa
skorað úr fyrstu tveimur sóknum
sínum eftir hlé, opnaðist vörn
þeirra upp á gátt og Stjörnumenn
skoruðu fjögur mörk án þess að IR-
ingar næðu að svara fyrir sig. Þá
var staðan orðin 21:16 fyrir heima-
menn.
Bæði lið settu einn mann fyrir
framan vörn sína til að reyna að
trufla samleik andstæðinganna.
Sæþór Olafsson gegndi því hlut-
verki hjá Stjörnunni, en Ragnar
Óskarsson hjá ÍR, en hann lék frá-
bærlega og gerði þrettán mörk -
var eini maðurinn sem lét eitthvað
að sér kveða í sóknarleik Breiðhylt-
inga. Ólafur Sigurjónsson lék þó
ágætlega eftir að hann kom inn á í
síðari hálfleik og gerði fjögur mörk.
IR-ingum tókst tvívegis að
minnka muninn í þrjú mörk, 22:19
og 26:23. I fyrra skiptið voru tæp-
lega tuttugu mínútur til leiksloka
og allt gat gerst. Nær komust þeir
þó ekki, misstu boltann margsinnis.
Stjörnumenn féllu í sömu gryfju
síðustu fimmtán mínútumar og
gestirnir hefðu hæglega getað nýtt
sér mistök Garðbæinga ef þeir
hefðu verið þolinmóðari, en það er
auðvelt að vera skynsamur eftir á.
Leikmenn Stjörnunnar áttu allir
þokkalegan leik, í það minnsta.
Hilmar Þórlindsson og Heiðmar
Felixson voru ógnandi, en Hilmar
lék lengst af á miðjunni eftir að
hafa, snemma leiks, skipt við Arnar
Pétursson sem fór í skyttustöðuna
vinstra megin. Að auki stóð Sæþór
sig vel sem fremsti maður í vöm.
„Það hefur verið viss ládeyða í
hópnum að undanförnu, en það má
segja að kveikjuþráðurinn hafi loks
brunnið upp og sprengjan hafi
spmngið í upphafi síðari hálfleiks.
Stemmningin í liðinu var fin að
þessu sinni,“ sagði Valdimar
Grímsson, leikmaður og þjálfari
Stjömunnar, í leikslok.
Maðkur í
mysunni?
Norska meistaraliðið Larvik, sem
Kristján Halldórsson þjálfar, vann
Amadeo frá Spáni 26:20 í síðasta
leik sínum í meistaradeild Evrópu
og varð í þriðja sæti í sínum riðli
með sex stig. Leikmenn Larvik
höfðu gert sér vonir um að sigur
myndi tryggja þeim sæti í næstu
umferð en svo var ekki sökum þess
að Podgorica frá Júgóslavíu vann
óvænt efsta liðið, Kometal Skopje
frá Makedóníu, 32:25 og fylgir
Skopje áfram. Lið Makedóníu-
stúlkna hefur haft yfirburði í riðlin-
um og þykii- ýmsum sem það hafi
verið maðkur í mysunni hjá þess-
um fyrrum löndum.
Lina Olsson aðalskytta Larvikur
meiddist á hné í leiknum og er
óvíst að hún geti verið með í bikar-
úrslitaleiknum gegn Byásen um
næstu helgi.
Morgunblaðið/Kristján
SIGTRYGGUR Albertsson, markvörður KA, var í essinu sínu í Evrópuleiknum gegn Trieste frá Ítalíu. Hann varði mjög vel og kórónaði
svo góða frammistöðu með því að gera síðasta mark leiksins beint úr aukakasti eftir að leiktímanum var lokið.
„Sætur sigur“
KA-menn fengu tyrstu stigin í Meistaradeildinni með því að sigra Trieste
Islandsmeisturum KA tókst ætl-
unarverk sitt, að ná í stig í Meist-
aradeild Evrópu í handknattleik er
þeir lögðu Generale
ReynirB. Trieste að velli á
Eiríkssori Akureyri um helg-
skrifar ina, 21:19, í síðasta
leik liðsins í Evr-
ópukeppninni í vetur. Leikurinn
var mjög spennandi undir lokin en
KA lék af skynsemi síðustu mínút-
una og tryggði sér sigurinn með
því að leika út leiktímann og skor-
aði svo reyndar síðasta mark sitt
úr aukakasti eftir að leiktíma lauk.
„Við lögðum mjög mikinn metn-
að í þennan leik og ætluðum að
ljúka keppninni með því að sigra
Trieste. Eg er mjög ánægður með
leik liðsins í dag, strákamir börð-
ust vel og léku ágætlega. Það hefur
verið afar dýrmæt reynsla fyrir lið-
ið að taka þátt í þessari keppni og
frá sjónarhóli leikmanna og þjálf-
ara er ekki spuming um að taka
þátt á þessum vettvangi. Það er að
vísu kannski ekki alveg víst að
hægt sé að segja það sama er málið
er skoðað frá peningahliðinni,"
sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA,
sem var að vonum brosmildur að
leikslokum.
Trieste yfir
i leikhléi
Leikurinn fór fremur rólega af
stað og var talsvert um mistök í
sóknarleik beggja liða og fremur
lítið skorað. Trieste var sterkara
framan af og hafðir þriggja marka
forystu, 7:4, um miðjan hálfleikinn.
Þá fór að ganga betur í sókn KA
ásamt því að vömin náði betur
saman og þegar sjö mínútur vom
til loka leiksins hafði KA náð að
vinna upp forskot gestanna og
staðan orðin 8:8. Litlu síðar komst
svo Trieste yfir, með marki sem
reyndist það síðasta í hálfleiknum
þvi bæði liðin misnotuðu þrjár
sóknir í lok hálfleiksins. Staðan í
hálfleik var því 9:8 fyrir Trieste.
KA menn komu ákveðnir til leiks
í seinni hálfleik og eftir fjöguma
mínúta leik höfðu þeir jafnað á ný
og staðan 11:11. Mjög góður
leikkafli KA kom svo um miðjan
hálfleikinn þar sem þeir nýttu
sóknir sínar vel, á meðan hvorki
gekk né rak hjá Trieste. Vöm KA
var sterk svo ekki sé minnst á Sig-
trygg í markinu sem varði vel og
lokaði markinu í um tíu mínútur.
Þegar Trieste tókst loks að finna
leiðina í mark KA að nýju höfðu
heimamenn náð fjögurra marka
forystu, 18:14, og átta mínútur til
loka leiksins. Þessi kafli lagði
grunninn að mjög góðum sigri KA.
Það sem eftir lifði leiksins var mjög
mikil barátta á báða bóga og leik-
mönnum oft heitt í hamsi. Greini-
legt var að Trieste lagði allt í söl-
urnar til að knýja fram sigur, því
hann þurftu þeir til þess að tryggja
sér áframhald í Evrópukeppninni.
Sigtryggur góður
Gestirnir söxuðu smátt og smátt
á forskot KA og þegar þrjá mínút-
ur lifðu af leiknum var staðan 19:18
fyrir KA. Heimir Ámason skoraði
fyrir KA þegar rúm mínúta var eft-
ir. Trieste lék stutta sókn sem end-
aði með marki er tæp mínúta var
til leiksloka. KA-menn tóku þá
leikhlé og lögðu greinilega vel á
ráðin um hvernig skyldi leika það
sem eftir var. Þeir héldu boltanum
til loka leiksins, en rétt áður en
flautað var af var dæmt aukakast á
Trieste. Sigtryggur markvörður
skundaði fram völlinn og tók
aukakastið eftir að leiktímanum
lauk og skoraði af öryggi.
Ef á heildina er litið lék KA
ágætlega, slakir kaflar voru vissu-
lega til staðar en liðinu tókst alltaf
að bæta leik sinn og var vel að
sigrinum komnir. Hjá KA átti Sig-
tryggur mjög góðan leik; varði vel,
oft á mjög mikilvægum augnablik-
um. Karim Yala var mjög sprækur
í sókninni og fór oft illa með vöm
Trieste. ítalska liðið hefur eflaust
oft leikið betur en að þessu sinni og
gekk leikmönnum þess oft á tíðum
mjög illa að finna taktinn. Þeir létu
dómara leiksins fara í taugamar á
sér og að leikslokum var þeim
mjög heitt í hamsi, töldu þeir sig
eiga ýmislegt vantalað við dómar-
ana með þjálfara sinn fremstan í
flokki. Þeir hafa líklega viljað
skella skuldinni á þá svartklæddu
en tapið í leiknum gerði það að
verkum að þeir komast ekki áfram
í Evrópukeppninni. Framkoma
þeirra var ekki til fyrirmyndar og
ætti ekki að sjást.
„Þetta var mjög erfiður leikur,"
sagði Jóhann G. Jóhannsson, fyrir-
liði KA, eftir leikinn. „Við vissum að
við áttum að geta unnið þetta lið ef
við lékjum vel. Leikur okkar í fyrri
hálfleik var ekki nógu góður og því
vomm við staðráðnir í því að gera
betur í þeim seinni og það tókst og
uppskeran var sætur sigur.“
Ekki ræt-
ist ur hja
Essen
ILLA gengur hjá Patreki Jó-
hannessyni og félögutn í Ess-
en að rétta úr kútnum í
þýsku 1. deildinui í hand-
knattleik. Um helgina beið
liðið lægri hlut fyrir Julian
Róbert Duranona og sam-
herjum í Eisenach, 22:20 á
útivelli. „Það er hrikalega
erfltt að leika gegn Eisenach
á þeirra heimavelli, húsið er
algjör gryfja," sagði Patrek-
ur sem gerði aðeins 1 mark í
leiknum. Julian Robert gerði
einnig eitt mark. „Ég lék á
móti honum [Julian Róbert] í
vörninni og hann sá um að
fylgjast með mér er við vor-
um í sókn.“ Þetta var sjötti
leikur Eisenachs í röð án
taps og er liðið nú í 10. sæti
ineð 17 stig. Essen er hins
vegar ásamt Gummersbach
með 12 stig i 12.-13. sæti.
Dormagen er næst með 9
stig og Hameln rekur lestina
með 8 stig, en hvorugt félag-
ið lék um helgina.
Niederwilrzbach, sem
Konráð Olavson leikur með,
tapaði fyrir efsta liði deild-
arinnar, Kiel, 31:24 á heima-
velli Kiel. Staðan í hálfleik
var jöfn 13:13. Konráð skor-
aði eitt mark að þessu sinni.
Fyrrum þjálfari Rhein-
hausen, Rússinn Alexander
Rymanov, hefur tekið við
þjálfun Essen út leiktíðina af
Petre Ivanescu, sem tók við
fyrra starfi sínu hjá félaginu
sem tæknilegur ráðgjafi.
„Rymanov kom mjög skyndi-
lega til leiks við okkur í sfð-
ustu viku og mér líst vel
hann þótt ekki hafi hlutirnir
gengið upp hjá okkur um
helgina," sagði Patrekur. Til
stóð að Rymanov tæki við
þjálfun Gummersbach er
Rheinhausen varð gjaldþrota
um áramótin, en af því varð
ekki.
■ Staðan / BIO