Morgunblaðið - 03.02.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.02.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1998 B 9 4 I J i i 3 J í ] i 1 I 9 I I I í i I KNATTSPYRNA McAteer fótbrotinn JASON McAteer, leikmaður Liverpool í ensku úi’valsdeildinni í knattspymu, fótbrotnaði í leik liðsins við Blackburn sl. laugardag. Roy Evans, knattspymustjóri Liverpool, sagði meiðslin þó ekki jafnslæm og þau virtust í upphafi og að McAteer gæti hugsanlega hafið leik að nýju eftir um tvo mánuði. Þetta sagði hann eftir að röntgenmyndataka hafði leitt í ljós að sperrileggur á vinstri fæti írska landsliðsmannsins hefði brotnað. Salas seldur ARGENTÍNSK dagblöð skýi-ðu frá því í gær að Chilebúinn Marcelo Salas, framherji River Plate, væri á leið til ítalska liðsins Lazio. Munu ítalirnir greiða 21 milljón dollara, eða ráman einn og hálfan milljarð króna, fyrir kappann. Salas fær tæpar 190 milljónir ki'óna í árslaun Salas hjá Lazio. Ráðist á dómara RÁÐIST var á aðstoðardómara við störf á leik Portsmouth og Sheffield United í ensku 1. deildinni á laugardag. Ahangandi Sheffield stökk inn á völlinn og sló aðstoðardómarann Edward Martin í höfuðið, en hann var meðvitundarlaus í um fimm mínútur og var fluttur á sjúkrahús. Gerðist þetta í kjölfar þess að Simon Tracey, markverði Sheffield, vai- vikið af velli eftir merki Martins fyrir að handleika knöttinn utan víta- teigs. Áskorendum Manchester United tókst ekki að notfæra sér glappaskot meistaranna Vorum of kæra lausir MANCHESTER United, efsta liðið í úrvalsdeild ensku knattspyrn- unnar, tapaði óvænt á heimavelli fyrir Leicester, 1:0, á laugar- dag. Fyrir vikið hefur forskot liðsins minnkað í fjögur stig. Manchester-liðið er með 49 stig, en Chelsea, Blackburn og Liverpool fylgja meisturunum eftir með 44 stig. Tvö síðasttöldu liðin nýttu ekki gullið tækifæri til að komast enn nær, því þau gerðu markalaust jafntefli er þau mættust á laugardag. FOLK ■ TREVOR Sinclair gerði bæði mörk West Ham í jafntefli við Everton á laugardag, en þetta var fyrsti leikur hans síðan Lundúnalið- ið keypti hann af Queens Park Rang- ers fyrir fimm milljónir punda (um 600 millj. króna) í síðustu viku. ■ PATRICK Kluivert nýtur enn trausts hjá ítalska liðinu AC Milan, en hann hefur ekki náð sér á strik að undanfömu. Ruud Gullit, knatt- spyrnustjóri Chelsea í ensku úr- valsdeildinni, hafði gert sér vonir um að geta keypt Kluivert af ítalska liðinu. ■ JIM Duffy, knattspyrnustjóri Hib- ernian, liðs Ólafs Gottskálkssonar og Bjarnólfs Lárussonar í skosku úrvalsdeildinni í knattspymu, var sagt upp í gær, en liðið er í neðsta sæti deildarinnar. ■ GLASGOW Rangers, sem hefur verið nær ósigrandi í skosku knatt- spymunni um langt skeið, tapaði fyrir St. Joonstone á laugardag, en síðarnefnda liðið hafði ekki unnið Rangers í fimmtíu síðustu viður- eignum liðanna. ■ HEARTS komst upp að hlið Glasg- ow Rangers fyrir vikið og virðast meistaramir þurfa að hafa meira fyrir því að hampa bikarnum í vor en síðustu ár. ■ ARSENAL hefur selt framherj- ann Jehad Muntasser til Bristol City sem leikur í 2. deild í Englandi. Muntasser, sem er 19 ára og fædd- ur í Lýbíu, kom til Arsenal frá Atalanta á Italíu fyrir þetta keppn- istímabil og náði að leika einn leik með aðalliði félagsins. Síðasti fram- herjinn sem fór frá Arsenal til Bristol City heitir Andy Cole. Bayern dregur á Kaiserslautern Efsta lið þýsku 1. deildarinnar í knattspymu, Kaiserslautern, varð af tveimur stigum er það gerði 1:1 jafntefli við Schalke, Evrópu- meistara félagsliða, á útivelli á laug- ardag. Búlgarinn Marian Hristov kom Kaiserslautern yfir á níundu mínútu með góðu vinstri fótar skoti frá vítateigsjaðrinum eftir sendingu frá svissneska landsliðsmanninum Ciriaco Sforza, en hann náði boltan- um af Thomas Linke, varnarmanni Schalke. Marco van Hoogdalem jafnaði fyrir Sehalke með glæsilegu skoti af um þrjátíu metra færi þegar tæp- lega stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik. „Þegar á heildina er litið, eru úrslitin sanngjörn,“ sagði Otto Rehagel, þjálfari Kais- erslautern. „Við hefðum getað verið 2:0 yfir í leikhléi, en Schalke gerði okkur erfitt fyrir í síðari hálfleik." Þetta voru orð að sönnu, því hans menn fengu kjörið tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur lifðu fyrri hálfleiks, en Jens Lehmann tókst að stöðva skot Olafs Marschalls í tæka tíð. Umrætt jafntefli ásamt sigri Bayern Munchen á Hamborg varð til þess að forskot Kaiserslautern, sem var fjögur stig fyrir umferð helgarinnar, er orðið aðeins tvö stig. Bayern átti ekki 1 vandræðum með að leggja Hamborg að velli, 3:0. Brasilíumaðurinn Giovane El- ber skoraði eftir aðeins ellefu sek- úndur og hefur enginn verið svo fljótur að skora í þýsku knattspyrn- unni. Ólíklegt er að önnur lið blandi sér í baráttu Bayern Mtinchen og Kais- erslautern um meistaratitilinn. Stuttgart er í þriðja sæti, tíu stigum á eftir Kaiserslautem, en liðið gerði jafntefli, 1:1, við Duisburg á heima- velli á föstudag. Nevio Scala og læri- sveinar hans í Dortmund, Evrópu- meistararnir sjálfir, eiga undir högg að sækja, sem fyrr. A föstudag tap- aði liðið fyrir Bochum á útivelli, 2:1. Meistarar Manchester United höfðu ekki tapað á heimavelli í níu mánuði, áður en gamla brýnið Tony Cottee kom rúmlega 55 þús- und áhorfendum á Old Trafford í opna skjöldu með eina marki leiks- ins á 28. mínútu eftir þunga sókn Leicester. Man. Utd tapaði síðast á heimavelh fyrir Dortmund í Meist- aradeild Evrópu í apríl sl. Mark Cottees dugði gestunum til sigurs, þótt heimamenn hafi reynt eftir fremsta megni að næla í stig í síð- ari hálfleik. Man. Utd hefur nú tap- að þremur af síðustu fjómm deild- arleikjum, en hefur samt fjögurra stiga forskot. „Eg átti ekki von á sigri, en ég er vitaskuld mjög ánægður með hann. Þeir sóttu fast að okkur í síð- ari hálfleik, en við vörðumst vel,“ sagði Martin O’Neill, knattspyrnu- stjóri Leicester. „Heppnin var með okkur að þessu sinni, en ég held að þetta tap meistaranna hafi ekki mikil áhrif á gang mála í deildinni. Þeir eru með mjög gott lið og ég er á því að liðið verði meistari f vor,“ sagði hann. „Við áttum þetta skilið,“ sagði Alan Ferguson, stjóri Man. Utd. „Við vorum einfaldlega of kæru- lausir til að geta unnið knatt- spymuleik. Baráttugleði Leicester var mjög mikil og liðið vann fyrir þessum sigri.“ Chelsea endurheimti annað sætið Ruud Gullit og lærisveinar hans í Chelsea endurheimtu annað sætið vegna hagstæðara markahlutfalls en Blackbum og Liverpool, eftir auðveldan 2:0 sigur á Bamsley, neðsta liði deildarinnar, á heima- velli. Gianluca Vialli og Mark Hugh- es gerðu mörk Chelsea. Liðinu hafði gengið illa í undanfómum leikjum, en nokkrir leikmenn þess hittu Gullit að máli á skrifstofu hans í síðustu viku og funduðu síð- ar með án knattspymustjórans með öðrum leikmönnum liðsins til að leita bóta á slöku gengi. „Ég vissi fyrir leikinn að allt færi vel, því leikmenn mínir vom staðráðnir í að standa sig og snúa blaðinu við,“ sagði Gullit. Stórmeistarajafntefli á Anfield Viðureignar Liverpool og Black- burn á Anfield Road í Liverpool var beðið með mikilli eftirvænt- ingu, því þar fóra þau tvö lið sem fyrirfram voru talin þau einu sem ógnað geta meisturunum á loka- sprettinum um meistaratignina í vor. Leikurinn olli þó vonbrigðum - úr varð markalaust jafntefli. Heimamenn Liverpool vora mun nær því að skora, fengu mörg góð marktækifæri, en Tim Flowers, markvörður Blackbum, varði vel. „Liverpool var betra í síðari hálf- leik og ég var feginn að heyra dóm- arann flauta leikinn af,“ sagði Roy Hodgson, stjóri Blackburn. „Mínir menn eiga samt hrós skilið, því þeir vörðust vel og höfðu góðar gætur á lykilmönnum andstæðing- anna. Við hefðum ekki átt sigur skilinn að þessu sinni, en við áttum heimtingu á einu stigi.“ Roy Evans, knattspyrnustjóri Liver- pool, sagði lið sitt hafa átt skilið að sigra, að jafntefli hefði verið næst- um ígildi taps. „Við vorum frábær- ir. Þeir náðu vart skoti að marki. Við fengum fullt af færum og sönn- Reuters MATT Elliott, leikmaður Leicester, nær knettinum af Norðmann- inum Ole Gunnar Solskjær, en Rob Savage bfður átekta. Sol- skjær og félagar í Manchester United töpuðu í fyrsta sinn á heimavelli í níu mánuði á laugardag. uðum hvers við eram megnugir,“ sagði Evans. Arsenal sighr nú lygnan sjó í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar, með 41 stig, átta stigum á eftir Man. Utd, en á einn leik til góða. Lundúnaliðið sigraði Southampton öragglega á Highbury, 3:0. Öll þrjú mörkin komu í síðari hálfleik, en Hollendingurinn Dennis Berg- kamp braut ísinn á 62. mínútu. Enn tapar Crystal Palace á heimavelli Hermann Hreiðarsson og félag- ar hjá Crystal Palace hafa enn ekki unnið á heimavelli í deildarkeppn- inni. í þetta sinn töpuðu þeir fyrir Leeds, 2:0. Rod Wallace og Jimmy Floyd Hasselbaink skoraðu mörk gestanna á sjöundu og elleftu mín- útu. Crystal Palace er nú í fjórða neðsta sæti, en þrjú neðstu liðin falla niður í 1. deild að vori. Svíinn Tomas Brolin, sem gekk til liðs við Palace á dögunum, var að leika gegn gamla liði sínu, Leeds, og var allt annað en ánægður með úrslitin. „Þetta var mikilvægur leikur. Ekki vegna þess að hann var gegn Leeds, heldur vegna þess að við þurfum á stigunum að halda,“ sagði Brolin, en hann á ekki góðar minningar frá Leeds, sem sagði upp samningi sínum við Svíann. Tottenham tókst ekki að koma sér af hættusvæðinu eftir tap iyrir Derby, 2:1, á útivelli. Kosta Ríka- maðurinn Paulo Wanchope hélt upp á 22. afmælisdag sinn með sig- urmarki á 76. mínútu. Guðni Bergsson lék ekki með Bolton vegna leikbanns, er Sheffi- eld Wednesday tók hðið í kennslu- stund og sigraði, 5:1, í Bolton. Heimamenn komust þó yfir, 1:0, með marki frá Scott Sellars á 22. mínútu, en í kjölfarið hrundi leikur þeirra og gestirnir unnu auðveld- lega. Bæði íslendingaliðin í ensku úrvalsdeildinni eru því í mikilli fall- hættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.