Morgunblaðið - 04.02.1998, Page 3

Morgunblaðið - 04.02.1998, Page 3
++ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998 B (i KÖRFUKNATTLEIKUR ar brugðust 9- frestun leiks KFÍ við Keflavík tveimur r- dögum áður vegna veikinda í herbúðum u, KFÍ. Suðurnesjamenn vildu augljóslega á ekki smitast, en gi-ímurnar dugðu ekki til, >g því dæmi voru um veikindi einhverra iu Njarðvíkinga er þeir voru komnir aftur til ir síns heima. „Stuðningur- inn lygilegur“ STUDNINGSMENN KFÍ, „ísfólkið“, er liðinu nokkurra stiga virði í hverjum leik. ■ GIANFRANCO Zola og Roberto Di Matteo, ítalir í liði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspymu, hafa báðir framlengt samninga sína við félagið til ársins 2002. Því er lík- legt að hvor um sig ljúki ferlinum hjá liðinu, en Zola verður 35 ára við samningslok. ■ STEVE McManaman, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, á-- við smávægileg meiðsl að stríða í hnésbótarsin. Hann mun fá viðeig- andi meðhöndlun af sjúkraþjálfara í vikunni, en ef hann leikur ekki með Liverpool gegn Southampton á laugardag, verður hann að öllum líkindum dreginn út úr landsliðs- hópnum fyrir leik við Chile á Wembley á miðvikudag eftir viku. ■ NEWCASTLE hefur fengið mikla samkeppni í kapphlaupinu um Markus Babbel, varnarmann Ba- yern Miinchen, en Man. Utd., Liverpool og Tottenham hafa lýst yfir áhuga sínum á leikmanninum. Newcastle hafði boðið fimm milljón- ir punda í hann. ■ JUPP Heynckes, knattspyrnu- stjóri Real Madrid, þykir orðinn valtur í sessi eftir slakt gengi liðsins undanfarið. Nokkiúr aðrir stjórar í Evrópu eru taldir á óskalista for- ráðamanna spænska liðsins, t.d. hinir ítölsku Marcelo Lippi, hjá Ju- ventus, og Arrigo Sacchi, sem er laus og liðugur. ■ ARSENE Wenger, knattspymu- stjóri Arsenal, hafði einnig verið orðaður við Real Madrid, en hann sagðist sjálfur hafa fengið atvinnu- tilboð frá stóru félagi á meginlandíi- Evrópu, sem hann afþakkaði. Sagð- ist hann ánægður í starfi sínu hjá Arsenal. ■ EVERTON fékk tilboð í Gary Speed, sem var fyrirliði liðsins áður en hann neitaði að fara með liðinu til leiks við West Ham um helgina. Tilboðið var frá Newcastle og hljóðaði upp á fimm milljónir punda. ■ FÉLAGIÐ hafnaði tilboðinu með þeim skilaboðum að Newcastle yrði að bjóða hálfa milljón punda til við- bótar til að fá Speed, sem sagðist einmitt vilja fara til Newcastle þeg- ar hann fór fram á sölu á dögunum. Fótboltaferð SAMVINNUFERÐIR-LANDSÝN efnir til hópferðar til Manchester um páskana en fyrirhugað er að sjá leik Manchester Únited og Liverpool á Old Trafford föstudaginn 10. apríl. Eins er möguleiki á að fai'a á viðureign Everton og Leeds eða leik Bolton gegn Blackburn. Um er að ræða fjög- urra nátta ferð og verður gist í Liver- pool. 23. febrúar verður nágrannaslagur Liverpool og Everton á Anfield Road og geta Samvinnuferðir-Landsýn út- vegað miða á leikinn og skipulagt ferð héðan. Bikarúrslit - FORSALA aðgöngumiða á bikarúr- slitaleik Fram og Vals í handknattleik í Laugardalshöll á laugardag, hefst kl. 16 á fimmtudag í íþróttahúsi Fram. Þá gefst rétthöfum frímiða á vegum HSÍ kostur á að sækja miða sína, en eigi síðar en kl. 20 á fimmtudag. New York sýndí klærnar LARRY Johnson gerði 35 stig fyrh- New York Knicks, sem vann Miami Heat á sunnu- dagskvöld, 89:83. Rígur er á milli þessara liða, eins og sást í úrslitakeppninni síðasta vor og svo virtist sem leikmenn ætluðu að halda uppteknum hætti um helgina, en engu munaði að slagsmál brytust út efth- ruddalegt brot Alonzos Moumings, miðherja Miami, á Johnson, en þeir léku eitt sinn saman í Charlotte. í kjölfarið fór P.J. Brown, fram- herji Miami, af varamannabekknum og inn á völlinn í leyfisleysi. í gær vai- hann síðan úr- skurðaður í eins leiks bann fyrir uppátækið. Bandaríkjamanninum David Bevis líkar lífið á ísafirði David Bevis, Bandaríkjamaðurinn sem gekk til liðs við KFÍ í ágúst á síðasta ári, hefur leikið mjög vel í vetur og verið ein styrkasta stoð ísafjarðarliðsins, sem er á öðru tímabili sínu í efstu deild. Bevis er 24 ára og lék með körfuknatt- leiksliði Arkansas Tech-háskólans í 1. deild NAIA-deildakeppninnar og útskrifaðist þaðan vorið 1995, en að því loknu fékk hann sig fullsaddan af körfuknattleik - eða svo hélt hann. „Það leið ekki á löngu þar til ég fór að sakna körfuknattleiksins. Þá varð ég al- veg sjúkur í að spila á nýjan leik og hér er ég nú,“ segir Bevis, en hann lék ekkert í um tvö ár eftir útskriftina. „A lokaári mínu í skólanum komust við í undanúrslit NAIA- deildarinnar og vorum hársbreidd frá þ\ú að leika til úrslita. Þegar ég kom hingað vildi ég stíga skrefi lengra og vinna til verðlauna. Við fáum nú að spila bikarúrslitaleik við Grindavík og ég er vitaskuld mjög ánægður með það.“ „Taldi feril minn á enda“ Hvað varð til þess að þú komst hingað? „Umboðsmaður minn hefur sambönd hér og sá til þess að mér var boðinn samningur. Eg fékk nokkur tilboð í fyrra frá ýmsum Evrópulöndum, en hafnaði þeim því ég hafði einfaldlega ekki áhuga á að leika körfuknattleik - taldi feril minn á enda. En löngunin var greinilega innra með mér og ég sagði umboðsmanni mínum að mig langaði til að spila aftur. Hann svipaðist um og við fengum tilboð frá ísafirði. Hann sagði mér að þetta væri mjög vinaleg borg, eða bær . . . ég á alltaf erfitt með að segja „bær“, því ég er vanur að segja „borg“,“ segir Bandaríkja- maðurinn og hlær. „Ég jgæti ekki beðið um neitt meira. I fyrsta lagi er þetta undur- fagur staður og í öðru lagi er stuðningur bæjarbúa hreint lygi- legur. Þeir eru langbestu stuðn- ingsmenn landsins. Við erum nær allstaðar á heimavelli - það er al- veg ótrúlegt," segir Bevis, sem lék jafnan frammi fyrir rúmlega þús- und áhorfendum í íþróttahöll, þar sem rými var fyrir um fjögur þús- und manns í sæti. „Maður finnur mun meira fyrir nærveru tæplega þúsund áhorfenda í litlu íþrótta- húsi, eins og leikið er í hér á landi, alltaf frekar að við sigrum. Og ef ég stend mig vel í sigurleik, er ekkert annað en gott um það að segja. Svo fremi sem við vinnum, skiptir annað ekki máli. Mér skilst að þetta sé annað ár KFÍ í úrvalsdeild. Mig langar bara til að láta gott af mér leiða, leika með hag liðsins fyrir brjósti og hjálpa því að ná eins góðum ár- angri og það mögulega getur,“ segir Bevis. „Ég held að forráðamenn liðsins hafi viljað fá mig hingað snemma til að sjá hvort ég myndi ná mér á strik, því ég hafði ekki leikið í tvö ár. Þeir héldu sig við mig, en ég var lengi að aðlagast leikaðferð- inni, sem hér tíðkast, og dómgæsl- unni.“ „Besta liðið í deildinni“ Hvert er markmið liðsins á þessu tímabiii? „Þegar ég sá fullmyndaðan leik- mannahóp okkar í haust, vissi ég að við gætum staðið okkur vel og tel okkur nú vera með besta liðið í deildinni. Ég efast ekki um það. Þegar við leikum eins og við eigum að okkur, tel ég að ekkert íslenskt lið geti sigrað okkur. En stundum kemur fyrir að við leikum undir getu og til þess að bæta úr því þurfum við að vera stöðugri. Ég held að markmiðið hér hafi einungis verið að komast í úrslita- keppnina, því liðið var einum sigri frá því í fyrra. Vitaskuld var það mitt markmið líka, en frekar lítil- fjörlegt. Ég vil komast eins langt og mögulegt er með þann mann- skap sem við höfum. Við erum mjög góðir þegar við vinnum sam- an - og það hefur komið á daginn. Sú varð rauninn í síðari hálfleik [viðureignar KFÍ og Njarðvíkur í undanúrslitum bikarkeppninnar sl. sunnudag, sem KFI vann, 99:70]. Það sama var upp á teningnum í Grindavík [15. janúar sl„ er KFI hafði betur, 112:96, í framleng- ingu]. Þá komum við mjög ákveðn- ir til leiks í síðari hálfleik og lékum vel. Sá leikur var „stríð“, en það var þannig leikur, sem allir vilja sjá. Ég hef heyrt frá fleiri en ein- um aðila að það hafi verið einn besti leikur í sögu úrvalsdeildar- innar, einkum síðari hálfleikurinn, og ég er ánægður með að hafa átt þátt í honum. Hefurðu nokkuð hugleitt hvað þú gerir eftir þetta tímabil? „Nei, ég einbeiti mér bara að þessu tímabili um þessar mundir. Ég spái ekkert í framhaldið fyrr en við höfum spilað síðasta leikinn í vor. Núna vil ég bara beita mér fyrir því að við vinnum eins marga leiki og unnt er og náum meiri stöðugleika. Það er það sem ég ít- rekaði við félaga mína í liðinu, að gefa allt sem við eigum í hvern ein- asta leik, sama hver andstæðing- urinn er. Meira get ég ekki farið fram á. Við höfum gert þetta hing- að til og vona að svo verði áfram,“ segir David Bevis. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson ins í vetur, voru í vígahug er þeir héldu if biðu þeirra. heldur en þegar jafnmargir sitja á víð og dreif um áhorfendastæðin í stórum íþróttahöllum, eins og í skólanum heima.“ Hafði aldrei komið til útlanda En hvað fór í gegnum huga þinn þegar þú komst fyrst til ísafjarð- ar? „Ég vissi áður en ég fór að heiman, að þetta yrði mér mikil lífsreynsla, því ég hafði aldrei farið til útlanda áður - ekki einu sinni til Mexíkó eða Kanada. Ég vissi í raun _ekki við hverju ég átti að bú- ast. Ég leitaði upplýsinga á alnet- inu, las um Island og gerði árang- urslausa tilraun til að finna bæinn, sem ég átti að búa í, á korti. Hann reyndist síðan svo fallegur. Ég hef aldrei áður hrifist jafn mikið af náttúrufegurð. Ég kom hingað 1. ágúst og held að ég hafi verið fyrsti nýi Bandaríkjamaðurinn, sem kom til úrvalsdeildarliðs fyrir tímabilið. Ég hafði því nægan tíma til að undirbúa mig og margir voru fúsir til að sýna mér bæinn og um- hverfið. Vegna þess hve lítill bær- inn er, er ekki hægt að gera mjög margt, en það er ef til vill af hinu góða,“ segir Bevis. Aldrei séð neitt verra Þú hefur ekki enn kynnst al- vöruvetri á þessum slóðum. „Það er víst rétt, fólkið hefur verið að segja mér að bíða rólegur. Ég veit ekki hvað gengur að veðr- inu. Ég hef séð mjög slæmt veður hér suma daga, aldrei séð neitt verra á ævinni, en mér skilst að það sé ekkert í líkingu við það sem gengur og gerist hér í meðalári. Þú berð mikla baráttu- og leik- gleði með þér á vellinum. „Ég hef setið nær aðgerðalaus í tvö ár og hugsað um körfubolta, en núna þegar ég er loks byrjaður að spila aftur vil ég leggja mig allan fram. Þetta er fyrsta árið mitt og ég vil sanna að ég eigi heima hér eða hvar sem mig langar til að leika. Margir virðast líta á körfuknattleik sem hálfgerða ein- staklingsíþrótt, en hafa verður í huga að fjórir samherjar eru með manni á vellinum, fimm aðrir á varamannabekknum - og auk þess allur þessi fjöldi áhorfenda. Ég hef alltaf borið hag liðsins fyrir brjósti, í stað aðeins eigin árang- urs. Vitaskuld er mjög gaman að eiga góðan leik, en ég óska þess +jjjP Sundþjálfari Sundfélagið Ægir óskar eftir að ráða aðalþjálfara frá og með næsta keppnistímabili. Æskilegt er að hann hafi íþróttakennaramenntun og hafi lokið C-stigs þjálfaranámi. Umsóknir, með upplýsingum um nám og fyrri þjálfarastörf, sendist sundfélaginu Ægi (þróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 106 Reykjavík, netfang: sfaegir@mmedia.is, fyrir 12. febrúar nk. Sundfélagið Ægir. +

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.