Morgunblaðið - 06.02.1998, Qupperneq 1
B L A Ð
A L L R A
LANDSMANNA
|
Birkir í stað
Ólafs
BIRKIR Krístinsson markvörður
Norrköping- í Svíþjóð sem er
með liði sínu í æfingabúðum á
Spáni kemur til Kýpur í kvöld.
Hann var valinn í íslenska lands-
liðshópinn í staðinn fyrir Ólaf
Gottskálkssson sem fékk þær
fréttir frá Skotlandi að hann
yrði i byrjunarliði Hibernian í
úrvalsdeildinni á morgun, ef
hann kæmi til Skotlands. Ólafur
hefúr ekki verið í liði Hibernian
upp á síðkastið og vildi þvi helst
ekki sleppa þessu tækifæri.
Vert er að geta þess að Árni
Gautur Arason var fyrsti vara-
markvörður inn í landsliðshóp-
inn en hann er nú í æfingabúð-
um með liði sínu, Rosenborg frá
Noregi, í Suður-Afríku og KSÍ-
mönnum þótti of langt að fá
hann þaðan til Kýpur.
Arnar í bann
ARNAR Gunnlaugsson leikur
ekki með fslenska landsliðinu í
knattspyrnu á móti Slóvakíu á
morgun á Kýpurmótinu. Arnar
var rekinn af leikvelli gegn Sló-
veníu í gær, fyrir ljótin munn-
söfnuð í garð dómarans. Hann
fékk eins leiks bann fyrir að
vera vikið af velli í gær.
■ Háspenna / D3
BLAÐ
Morgunblaðið/Golli
1998
U FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR
Efstu og
neðstu liðin
sigmðu
EFSTU og neðstu lið úrvalsdeild-
arinnar í körfuknattleik sigruðu öll
í gærkvöldi, þegar fimm leikir fóru
fram í 17. umferð. Grindvíkingar
héldu efsta sætinu með sigri á
Njarðvík í æsispennandi leik í Gr-
indavík, 83:80 og hafa nú 30 stig.
Haukar eru í öðru sæti, fjórum
stigum á eftir, eftir sigur á Keflvík-
ingum, 68:67 í leik sem einnig bauð
upp á mikla spennu.
Hér til hliðar fer Sigfús Gizurar-
son, leikmaður Hauka, framhjá
Fannari Ólafssyni og þrátt fyrir
góða tilburði Fals Harðarsonar,
sem var stigahæstur Keflvíkinga
með 28 stig, tókst honum ekki að
stöðva Sigfús frekar en lið Hauka.
Vert er að geta þess að Banda-
ríkjamaðurinn í liði Keflvíkinga,
Dana Dingle, er meiddur. Hann
var því illa fjarri góðu gamni í gær
og munar vitaskuld um minna.
ÍR og Þór eru enn neðst í deild-
inni, en sigruðu bæði í gær; Þórs-
arar lögðu ÍA á Akureyri og ÍR
lagði Valsmenn að Hlíðarenda. Þau
hafa nú bæði 6 stig en Valsmenn
eru næstir fyrir ofan með tíu.
i
i
!
!
'
fl
íf
*i i
Björn meðal bestu
fimleikadómara heims
BJÖRN Magnús Tómasson,
fimleikadómari og þjálfari Ár-
manns, fékk mjög góða umsögn
frá tækninefnd Alþjóða fim-
leikasambandinu, FIG, vegna
frammistöðu hans á heims-
meistaramótinu sem fram fór í
Lausanne í Sviss sl. sumar. 70
dómarar dæmdu í mótinu og
voru tveir þeirra íslenskir.
Tækninefnd FIG heiðraði 15
þeirra fyrir frábær störf fyrir
skömmu og var Björn einn
þeirra. Menn innan FimJeika-
sambandsins segja að þetta sé
ein mesta viðurkenning sem ís-
lenskum fimleikum hefur
hlotnast.
Fimmtán íslendingar og þar
af íjórir karlar hafa alþjóðleg
dómararéttindi i fimleikum.
Þetta er í fyrsta sinn sem ís-
Ienskur dómari fær
slíka viðurkemi-
ingu. í bréfi sem
Björn fékk frá
Hardy Fink, for-
manni tækninefnd-
ar FIG í karla-
greinum, ein hon-
um þökkuð frábær
störf - dómgæsla í
hæsta gæðaflokki.
„Við væntum þess
að fá að vinna með
þér aftur í framtíð-
inni í mótum á veg-
um FIG,“ segir
meðal annar í bréfi
Fink.
Björn sagði þetta mikla við-
urkenningu og hvatningu fyrir
sig. „Þetta ætti að opna fleiri
dyr fyrir íslenska dómara á er-
lendum vettvangi í
framtíðinni. Þetta
var í fyrsta sinn
sem ég dæmdi á
heiinsmeistaramóti
og því jákvætt að
fá slíka viðukenn-
ingu,“ sagði Björn
sem tók dómara-
próf fyrst 1993 og
síðan aftur 1997,
en dómarar þurfa
að endurtaka próf
á Ijcgurra ára
fresti til að halda
réttindum sínum.
Björn hefur verið
fimleikaþjálfari
hjá Ármanni í tíu ár og segir
að mikill uppgangur sé í fim-
leikum á íslandi um þessar
mundir.
BJÖRN
Mjög ósátt-
ur við tapið
Ísland tapaði, 2:3, fyrir Slóvenum í
fyrsta leik Kýpurmótsins í knatt-
spymu í gær og Guðjón Þórðarson,
landsliðsþjálfari í
Steirþór knattspymu, vai- að
Guðbjartsson vonum ekki ánægður
með úrslitin. „Ég er
Kypur mjög ósáttur við tap-
ið,“ sagði hann við Morgunblaðið.
„Við yfirspiluðum mótherja okkar í
fyrri hálfleik og fengum fjögur eða
fimm dauðafæri sem hefði að minsta
kosti átt að gefa okkur tvö til þrjú
mörk. En við vomm ekld nógu
skynsamir, hik var á mönnum og svo
var völlurinn afleitur."
Guðjón sagði að fátt hefði komð
sér á óvart. „Við þurfum meiri aga í
leikinn. Við duttum niður í um
stundarfjórðung í seinni hálfleik og
fengum þá tvö ódýr mörk á okkur.
Fyrra markið var ákvörðun dómar-
ans en maðurinn átti auðvitað ekki
að vera laus í seinna markinu."
Slóvenar fógnuðu innilega í lokin
en Guðjón sagði að það hefði eldd
átt að vera hlutskipti þeirra. „Þeir
náðu aðeins einu sinni að opna vöm-
ina hjá okkur og náðu þá fyrirgjöf.
Að öðru leyti hélt vörnin. Það segir
líka margt að þeir gera tvö mörk úr
vafasömum vítaspymum. En við
sóttum oft vel og sköpuðum okkur
góð marktækifæri. Þórður [sonur
þjálfarans] hefði getað verið með
þrennu, Arnar Gunnlaugsson eitt
eða tvö mörk, Pétur [Marteinsson]
eitt og Bjarni [Guðjónsson, yngri
sonur þjálfarans í landsliðinu] eitt.
Með þessi atriði í huga er mjög nið-
urdrepandi að tapa en við verðum
að taka því.“
■ Ekkl nóg / B3
GLÍMA: ANDRI LEÓ EGILSSON SIGRAÐI Á ÞORRAMÓTINU / D4