Morgunblaðið - 10.02.1998, Side 1

Morgunblaðið - 10.02.1998, Side 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • flltirgttitHftfrife Prentsmiðja Morgunblaðsins Priðjudagur 10. febrúar 1998 Blað C Verzlunar- miðstöð NIJ er leitað tilboða í færanleg hús fyrir vinnuaðstöðu við bygg’ingarframkvæmdir við allt að 50.000 ferm. verzlunar- og- þjónustumiðstöð, sem á að rísa austarlega í Kópavogsdal. Stefnt er að því að hefja jarð- vinnuframkvæmdir í vor. / 2 ► ws Baðher- bergistæki ALGENGT er, að tæki í baðher- bergi séu valin út frá fagur- fræðilegum sjónarmiðum en ekkert hirt um þau tæknilegu, segir Sigurður Grétar Guð- mundsson í Lagnafréttum, þar sem hann fjallar um endurnýj- un á baðherbergjum. / 5 ► Staða- hverfi NÚ ERU fyrstu húsin tek- in að rísa í Staðahverfí, nýjasta hverfí Reykja- víkurborgar, sem rísa mun á ströndinni fyrir neðan Korp- úlfsstaði. Nafn sitt dregur hverfið af gömlu sveitabæjun- um á þessu svæði og öll götu- heiti enda því á heitinu staðir. Við Bakkastaði er bygginga- fyrirtækið Mótás að byggja tuttugu sérbýlisíbúðir í tveimur sex íbúða og einu átta íbúða húsi og eru íbúðimar hannaðar hjá Teiknistofunni Ármúla 6. Að sögn Bergþórs Jónssonar, framkvæmdastjóra Mótáss, hef- ur hönnun íbúðanna það að markmiði að hver íbúð sé eins mikið sérbýli og frekast er unnt. Við Brúnastaði er Mótás að byggja sextán raðhús og fjögur einbýlishús. Húsin verða afhent á tveimur byggingarstigum, annars vegar fokheld það er fullfrágengin að utan og fok- held að innan og svo lengra komin það er tilbúin undir tré- verk. Við Barðastaöi 17-19 er upp- steypu að ljúka við íjölbýlishús með 16 íbúðum, sem Guðleifur Sigurðsson byggingameistari byggir. Húsið er 3 hæðir, en íbúðimar em ýmist 2ja, 3ja eða 4ra herb. og hannaðar af Herði Harðarsyni arkitekt. Sérbýlið einkennir þessar íbúðir, en sér- inngangur er í allar 3ja og 4ra herb. íbúðir á efri hæðunum af svölum. Sérlóð fylgir íbúðum á jarðhæð. / 26 ► Áformaðar verslanabygg ingar breyta ekki þjóð- hagsforsendum ÝMIS áform eru nú uppi um fjár- festingar í verslunarhúsnæði á höf- uðborgarsvæðinu á næstu árum. Par er einkum um að ræða nýbygg- ingu í Smárahvammslandi í Kópa- vogi og stækkun Kringlunnar í Reykjavík. Hér er um áform einka- aðila að ræða og mikil samkeppni á þessu sviði hefur í för með sér, að viðskiptaleynd er um þau. Upplýs- ingar eru því af skornum skammti um marga þætti þessara fjárfest- inga. Af þeim sökum verður ekki komið við mati á þjóðhagslegum áhrifum þeirra á þessu stigi. Pannig liggur m. a. ekki fyrir hvemig fjármögnunin verður og að hvaða leyti erlendir fjárfestar munu taka þátt í henni, en lauslega má ætla, að þessar fjárfest- ingar gætu numið 5-7 milljörðum kr. yfír þriggja ára tímabil. Þetta kemur m. a. fram í svari for- sætisráðherra, Davíðs Oddssonar, við íyrirspum á Alþingi frá Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanni um fjárfestingaráform í verslunarhús- næði á höfuðborgarsvæðinu. Teikningin hér til hliðar er byggð á töflu, sem fylgdi svari forsætisráð- herra. Hún sýnir, að fjárfesting í verslunarhúsnæði hefur verið mjög lítil hér á landi á síðustu áram. Til samanburðar má benda á mikla fjár- festingu 1987, en þá var Kringlan byggð. Áform um 5-7 milljarða kr. fjárfestingu yfir þriggja ára tímabil virðist í þessu samhengi ekki líkleg til að breyta þjóðhagsforsendum að neinu marki. Þá verður að hafa í huga, að fjár- festing í stóriðju og orkuveram mun nema samtals 45-50 milljörðum kr. á árunum 1997 - 1999, en þungi þeirra fellur til árin 1997 og 1998. Hins veg- ar er reiknað með, að fjárfesting í verslunarhúsnæði verði einkum á næsta ári. í svari . forsætisráðherra kom fram, að ekkert benti til þess, að verslunarrými sé meira hér á landi á hvern íbúa en annars staðar, en fjár- festing í atvinnuhúsnæði hefur verið tiltölulega lítil hér undanfarin ár. Fjárfesting í verslunarhúsnæði á íslandi árin 1985-1996 ^ Sl öxtun og öryggi ðasta ári var ávöxtun ignarskattsfrjálsra bréfa AÐARBANKINN ERÐBREF Eignarskattsfrjáls bréf veita fjárfestum góða ávöxtun og öryggi auk skattfríðinda. Þau eru eingöngu samsett úr ríkistryggðum bréfum, s.s. húsbréfum, spariskírteinum og ríkisvíxlum. Fáðu nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum BúnaðarbankansVerðbréfa í síma 525 6060 eða í útibúum bankans. frá ráðgjöfum Búnaðarbankans Verðbréfa: Ávöxtun í fortíð þarf ekki að gefa vísbendingu um ávöxtun í framtíð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.