Morgunblaðið - 12.02.1998, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1998 B 5'
KÖRFUKNATTLEIKUR
KÖRFUKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/Golli
„Mikils vænst
af okkur“
Helgi Jónas Guðfinnsson, tæpra 22
ára bakvörður Grindavíkur, hefur
leikið vel í vetur - gert 19,1 stig að
meðaltali í leik í úrvalsdeildinni. Hann
og Darryl Wilson mynda eitt besta
bakvarðapar deildarinnar og eru að
sönnu illstöðvanlegir. Fyrir sex árum
var Helgi valinn besti leikmaður fimm
liða undanriðils í Belgíu árið 1992, sem
var liður í undankeppni fyrir Evrópu-
keppni drengjalandsliða, en úrslita-
keppni hennar fór fram í Tyrklandi.
Sá árangur Helga Jónasar sýnir vel
hversu sterkur leikmaður hann er.
Helgi Jónas og félagar í íslenska liðinu
urðu í öðru sæti síns riðils, en í honum
öttu þeir kappi við Litháa, Belga, Kýp-
urbúa og Englendinga. Þannig öðlað-
ist íslenska drengjalandsliðið rétt til
að leika í úrslitakeppninni í Tyrklandi
og hafnaði í níunda sæti.
„Þegar litið er til baka, tel ég mig
hafa notið ákveðinna forréttinda að fá
að ferðast jafn mikið og við gerðum
þegar við vorum í þessari keppni. Við
fórum víða, t.d. til Litháens," segir
Helgi.
Hann hefur ferðast víðar en til íyrr-
nefndra Evrópulanda, því hann hefur
þegar fengið smjörþefinn af banda-
rískum körfuknattleik - lék með Lely-
menntaskólanum í Naples í Flórídaríki
veturinn 1993 til 1994. „Eftir að ég
kom heim þaðan var ég eitt ár í Fjöl-
brautaskóla Suðumesja, en ætlaði síð-
an aftur út - samt í annan skóla. Ég
sendi einkunnir mínar út, en þá kom í
ljós að ég var í rauninni útskrifaður,
hafði þegar lokið þeirri menntun sem
telst til menntaskólastigs í Bandaríkj-
unum. Ég fór því ekki utan, eins og til
stóð, og þá fór þetta eiginlega allt í
rugling hjá mér. Ég var ekki búinn að
taka inntökupróf í háskóla, svokallað
SAT-próf, og það er svolítið erfitt að
komast aftur inn í skólakerfið í Banda-
ríkjunum þegar maður hefur verið frá
á annað borð. Ég ákvað að reyna ekki
frekar við það og hélt því áfram að
læra hér heima og lauk námi á íþrótta-
braut,“ segir Helgi Jónas.
Hvenær byrjaðirðu að leika
körfuknattleik?
„Ég byrjaði að leika mér í körfu-
bolta þegar ég var ellefu ára. Ég
flutti til Grindavíkur á ellefta ári, en
átti áður heima á Neskaupstað. Þar
var ég mikið á skíðum og lagði meiri
áherslu á skíðaíþróttina þar til ég
varð þrettán ára. Þá ákvað ég að
skella mér í körfuknattleikinn og
stunda hann á vetuma í stað þess að
vera á skíðum."
Dreymir þig ekki um að fara aftur
til útlanda og leika körfuknattleik?
„Jú, mig langar til þess, en ekkert
sérstaklega til þess að fara til Banda-
ríkjanna. Ég er spenntari fyrir því að
reyna fyrir mér einhvers staðar í
Evrópu, því þar hafa gefist fleiri
tækifæri vegna Bosman-málsins. Ég
hef því meiri áhuga á að komast
þangað.“
Stefnir þú sem sagt að því að kom-
ast að í einhverri sterkri deild í Evr-
ópu?
„Já, markmiðið er fyrst og fremst að
komast á markaðinn í Evrópu. Þá gild-
ir einu hvort viðkomandi deild er mjög
sterk eða ekki - bara að maður nái að
sanna sig. Hugsanlega leiðir eitt af
öðm og maður komist að lokum í
sterka deild, eins og Herbert Arnarson
gerði. Hann fór til Hollands, í ágæta
deild, þaðan komst hann svo til Belgíu,
en þar er mun sterkari deildarkeppni."
Margir telja að Grindavíkurliðið
með þig, Wilson og Tsartsaris innan-
borðs eigi bókstaflega að verða meist-
ari í vor.
„Það er vitaskuld mikils vænst af
okkur í vetur, að vinna titla. Við emm
með mjög góðan bandarískan leik-
mann og Grikkinn hefur reynst okkur
mjög vel. Sfðan kemur á daginn
hvemig liðið nær að vinna saman. Það
skiptir rosalega miklu máli, en það
hefur ekki gengið mjög vel hjá okkur
undanfarið. Mér hefur fundist nokk-
uirar niðursveiflu gæta hjá okkur upp
á síðkastið, þó að við höfum verið að
vinna síðustu leiki.
Mér finnst vanta meiri leikgleði í
liðið og þegar maður vinnur svona
marga leiki, verður maður of góðu
vanur og er farinn að taka því sem
sjálfsögðum hlut. Þá er hætt við því að
lið missi dampinn - öll leikgleði hverf-
ur bara. Við verðum að byggja hana
upp fyrir bikanírslitaleikinn," segir
Helgi Jónas.
Körfuknattleikslið Grindvíkinga
er líklegt til afreka í úi-vals-
deildinni í vetur. Það vennir efsta
sætið um þessar mundir og leikur til
úrslita í bikarkeppninni gegn KFÍ á
laugardag. Að margra mati á liðið
þessari velgengni að fagna vegna
komu Bandaríkjamannsins Darryls
Wilsons og Grikkjans Konstantinos
Tsartsaris síðastliðið haust, en sá
síðarnefndi fékk þó ekki leikheimild
fyrr en um miðjan nóvembermánuð.
Asamt Helga Jónasi Guðfinnssyni
mynda þeir skemmtilegt þríeyki,
sem jafnan reynist andstæðingum
Grindavíkurliðsins óþægur ljár í
þúfu.
Darryl Wilson og félagar í Miss-
issippi State-háskólanum komust í
undanúrslit NCAA-deildakeppninn-
ar [Final Four] vorið 1996, en urðu
að láta í minni pokann er þeir mættu
Syracuse, en þá gerði Wilson 24
stig. Milljónir áhorfenda fylgjast
jafnan með þessum leikjum, en und-
anúrslit bandaríska háskóla-
körfuknattleiksins eru mjög vinsælt
sjónvarpsefni vestanhafs. Tveir
samherjar Wilsons í Mississippi Sta-
te leika nú í NBA-deiIdinni; þeir
Erick Dampier og Dante Jones. Wil-
son var þó stigahæstur leikmanna
liðsins með 17,8 stig að meðaltali í
Ieik, en Iið hans lék í einum
sterkasta riðli NCAA-deildarkeppn-
innar, sem sýnir vel hversu góður
leikmaður er þar á ferð.
Hvemig stendur þá á því að þessi
snjalli leikmaður er að leika
körfuknattleik á Islandi? „Ég spilaði
ekkert á síðasta keppnistímabili, því
þá var ég að ljúka námi í kennslu-
Margir velta fyrir sér hvers vegna Grikk-
inn ungi, Konstantinos Tsartsaris, Banda-
ríkjamaðurinn Darryl Wilson og Helgi
Jónas Guðfínnsson, sem leika allir
með körfuknattleiksliði Grindavíkur, eru
ekki að leika í sterkari deild en hér á
landi. Edwin Rögnvaldsson ræddi við
þríeykið og leitaði svara við þessari
spurningu auk annarra.
fræðum. Ég taldi mig því knúinn til
að hefja leik að nýju síðastliðið
haust og tók einfaldlega fyrsta til-
boði sem barst,“ segir Wilson, sem
hefur gert 33,7 stig að meðaltali fyr-
ir Grindavík á yfirstandandi tíma-
bili.
Benedikt Guðmundssyni, sem var
ráðinn þjálfari Grindavíkur síðast-
liðið sumar, var boðið til æfingabúða
í New Jersey í Bandaríkjunum fyrir
yfirstandand tímabii. Þar lék Kon-
stantinos Tsartsaris listir sínar og
vakti athygli Benedikts, sem bauð
honum að koma til íslands. Fram-
haldið þekkja allir áhugamenn um
körfuknattleik hér á landi, en Grikk-
inn ungi hefur skorað 21,6 stig, tekið
16,7 fráköst og varið 4,1 skot að
meðaltali í deildarleikjum vetrarins.
„Ég átti um tvennt að velja síð-
asta sumar; annars vegar að halda
kyrru fyrir í Grikklandi og leika
áfram með sama liðinu í fjórðu deild,
hinsvegar að koma hingað - og hér
er ég! Astæðan er einföld. Ég vildi
spila í sterkari deild. Hér er leikinn
mun betri körfuknattleikur en í
fjórðu deildinni í Grikklandi. Mig
langaði að láta reyna á það hvort ég
kæmist í bandarískan háskóla, en ég
var einu ári of ungur. Mér verður
vonandi að ósk minni síðar,“ segir
Tsartsaris.
Wilson, sem er 23 ára, fæddist í
Mississippiríki, en hann hóf að leika
körfuknattleik í Alabama þegar
hann var ellefu ára. Hann lék með
liði South Lamar-menntaskólans áð-
ur en hann gekk í háskóla.
„Og nú er farið að snjóa!“
Wilson segist vera ánægður hér á
landi, þó hann bíði eftir tilboðum
ÞRÍEYKIÐ sem reynst hefur andstæðingum Grindvíkinga óþægur
Ijár í þúfu í vetur. Bandaríkjamaðurinn Darryl Wilson, hinn há-
vaxni Konstantinos Tsartsaris frá Grikklandi og landsliðsmaður-
inn Helgi Jónas Guðfinnsson.
liða úr sterkari deildum í Evrópu.
„Hér er allt til fyrirmyndar og mér
líkar vel hérna, en ég leyfi mér að
kvarta undan veðrinu. Hér er kuldi,
rigning, hálka - og nú er farið að
snjóa! En að öðru leyti er allt eins
og best verður á kosið. Mér líkar vel
við samherja mína og þjálfarann,"
segir Wilson.
Þú kvartar undan veðrinu, en það
hefur ekki verið nærrijafn slæmt og
ímeðalári?
„Það er gott. Ég hlýt þá að vera
heppinn. Allir verða einhvern tíma
heppnir, enda er það hverjum manni
nauðsynlegt."
Tsartsaris tekur undir með félaga
sínum. „Ég er sama sinnis. Ég er
mjög ánægður hérna, en ég verð að
viðurkenna að mér er svolítið kalt. í
heimaborg minni í Grikklandi snjóar
ef til vill einu sinni á fimm ára
fresti."
Ekki er laust við að menn eigi
erfítt með að trúa því að hinn 208 cm
hái Tsartsaris sé aðeins átján ára er
þeir fylgjast með honum á vellinum.
Hann fæddist í grísku borginni Ver-
ia og hóf að leika með körfuknatt-
leiksliði borgarinnar, Filippos Veri-
as, fyrir aðeins fimm árum. Hann
lék með unglingaliðinu í þrjú ár, en
var síðan valinn í aðalliðið, sem leik-
ur í fjórðu deildinni í Grikklandi,
eins og fram kom í orðum Grikkj-
ans.
Allir viija sigra okkur
Sumir körfuknattleiksáhugamenn
á íslandi eru þeirrar skoðunar að
Wilson, Tsartsaris og Helgi Jónas
Guðfinnsson séu nógu góðir saman
til að færa Grindvíkingum íslands-
meistaratitil í vor auk bikarmeist-
aratignarinnar nk. laugardag upp á
eigin spýtur. „Það er of snemmt að
segja nokkuð um það núna. Auk
þess eru fimm leikmenn inná í hvoru
liði, en ekki þrír,“ áréttar Gríkkinn.
Kom
mér
á óvart
DARRYL Wilson segir félaga
sinn, Konstantinos Tsartsaris,
mjög efnilegan og eiga mögu-
leika á að verða að prýðisgóðum
leikmanni á heimsmælikvarða.
„Eg tel að hann geti orðið nyög
góður leikmaður, því hann er
aðeins átján ára og er mjög
hæfileikaríkur. Hæfni hans kom
mér á óvart - hann getur skor-
að þriggja stiga körfur, hefur
nyög góðar hreyfingar undir
körfunni, er mjög sterkur varn-
armaður og getur varið mörg
skot. Hann getur nánast alit og
verður örugglega frábær leik-
maður.“
En hvern telur Wilson besta
erlenda leikmanninn hér á
landi, að leikmönnum Grinda-
vikurliðsins frátöldum? „Hér
eru margir góðir leikmenn, en
ef ég á að velja einhvern sér-
stakan er það Sherrick Simpson
[Haukum],“ sagði Darryl Wilson
er Morgunblaðið spurði hann
hvaða erlendi leikmaður honum
þætti skara framúr hér á landi,
ef Grindavíkurliðið væri frá-
talið. „Hann getur leikið undir
körfunni eða fyrir utan, er mik-
ill íþróttamaður og getur skap-
að félögum sinum skotfæri.
Damon Johnson [Akranesi] er
einnig nyög snjall og er mikil-
vægur liði sínu eins og Simpson.
Báðir er íjölhæfir, geta skorað
þriggja stiga körfur, eru leiknir
með boltann og góðir varnar-
menn. Þessir tveir eru bestu
leikmenn deildarinnar, að mínu
mati, en vissulega má ekki
gleyma Warren Peebles hjá Val.
Hann hefur reynst sínu liði
mjög dýrmætur og lék mjög
vel gegn okkur í undanúrslitum
bikarkeppninnar," segir Wil-
son.
Morgunblaðið/Þorkell
Troðið með tilþrifum
TSARTSARIS treður í fyrsta deildarleik sínum með Grindavík,
sem var í Keflavík hinn 20. nóvember sl. Grikkfnn gerði átján
stig I frumraun sinni á íslandi.
Darvyl Wilson um Tsartsaris?
Dreymir um
að leika í
NBA-deildinni
Wilson segir körfuknattleik flókn-
ari íþrótt en svo að telja megi að Gr-
indvíkingar eigi íslands- og bikar-
meistaratitilinn vísan. „Körfubolti er
tilviljunarkennd íþrótt, sem snýst
mikið um að menn séu vel upplagðir.
Auk þess er heppni þung á metun-
um. Það er aldrei að vita hver mun
eiga góðan dag eða slæman og menn
eiga alltaf á hættu að meiðast. Við
erum með þrjá mjög
góða leikmenn, en
þetta er hópíþrótt og
það eru fimm menn í
hvoru liði á vellinum
samtímis.
Önnur lið hafa ef-
laust orðið vör við
þetta hugarfar fólks,
að við hljótum að
vinna. Það verður til
þess að þau leggja sig
meira fram en ella
þegar þau mæta okk-
ur. Allir vilja sigra
okkur. Auk þess erum
við ekki eina liðið í úrvalsdeildinni
sem hefur góða leikmenn innan-
borðs,“ segir Bandaríkjamaðurinn.
Hlaupið og skotið
Wilson hefur mikla reynslu af
bandarískum körfuknattleik, bæði í
menntaskóla og háskóla, og hefur nú
fengið að kynnast íþróttinni í öðrum
löndum. Hvern telur hann helsta
muninn á leikaðferðum bandarískra
skólaliða og þeirra sem leika í ís-
lensku úrvalsdeildinni? „A.m.k. í
þeirri deild sem ég lék í var meginá-
herslan lögð á varnarleik. Þar var
hugarfarið þannig: „Vörn, vörn,
vörn . . . engin mistök." Einbeiting
var einnig mikilvægur þáttur í leikn-
um.
Það sama gildir um íslenskan
körfuknattleik, nema að hér er
meira lagt upp úr hraðaupphlaupum
og langskotum. I háskóladeildinni
heima voru mjög margir góðir há-
vaxnir leikmenn og boltinn var
sendur til þeirra undír körfuna í
hverri sókn. Þannig gekk boltinn
aftur út og síðan undir körfuna á ný
- beðið átekta.
Ég lék t.d. með miðherja sem
leikur nú í NBA-deildinni, Erick
Dampier, og vitaskuld var alltaf gef-
ið á hann og beðið, en hérna er bara
hlaupið og skotið. Það er gaman og
ekki ósvipað þeim leikstíl sem ég
átti að vepjast í menntaskóla. Það er
svolítið skemmtilegt að hverfa aftur
til menntaskólaáranna, ef þannig má
að orði komast," segir Wilson.
Tsartsaris lék mun hægari
körfuknattleik í Grikklandi en geng-
ur og gerist hér á landi. „Við lékum
langar sóknir og leituðum að hent-
ugustu lausninni. Fyrir vikið voru
ekki mörg stig skoruð í leikjunum,“
segir Grikkinn.
Las greinar um veðrið
Við hverju bjuggust kappamir
tveir eru þeir hugðust leggja leið
sína til íslands? „Eg vissi ekki við
hverju ég átti að búast. Ég sagði
bara: „farðu!“ við sjálfan mig. Af
nafni landsins að dæma, gerði ég ráð
fyrir að hér væri kalt, sem reyndist
auðvitað rétt. Ég reyndi því að hafa
eins mikið af hlýjum fatnaði með-
ferðis og ég gat. En mér hefur ekki
orðið meint af,“ segir Wilson.
Tsartsaris segist ekki hafa vitað
neitt um ísland þegar Benedikt
þjálfari bauð honum að leika með
Grindavík. „Ég leit bara á landakort
og leitaði að landinu. Mér leist ágæt-
lega á að fara þangað og sló til. Ég
las grein um veðrið á Norðurlöndum
og þar kom fram að það væri í raun-
inni ekki jafn kalt á Islandi yfir vetr-
artímann og á hinum Norðurlöndun-
um, t.d. Noregi og Grænlandi. Mér
leið strax betur við það.“
Hvað gerið þið á daginn, þegar
þið eruð ekki á æfmgu með liðinu?
„Við æfum upp á eigin spýtur í
íþróttahúsinu á morgnana, lyftum
lóðum, gerum skotæfingar og ég
þróa hreyfingar mínar undir körf-
unni. Síðan er slakað á, við horfum á
bíómyndir eða eitthvað slfkt,“ segir
Tsartsaris.
Wilson segist lesa mikið í frí-
stundum auk þess að „heimsækja
stundum vini mína í herstöðinni,"
segir hann.
Tsartsaris segist ætíð hafa verið
hávaxinn miðað við aldur. „Ég var
stór þegar ég fæddist," segir hann,
en var honum nokkurn tíma ráðlagt
að hefja körfuknattleiksiðkun vegna
þess hve hávaxinn hann var? „Nei,
nei! Ég byrjaði að spila körfubolta
með vinum mínum á leikvöllunum'*
og í skólanum. Ég fylgdist svolítið
með NBA-deildinni í sjónvarpinu, en
þá var alltaf sýndur einn leikur viku-
lega. Chicago Bulls er mitt lið á
þeim vettvangi, það
er langbesta liðið og
það breyttist sann-
ariega ekki þegar
Dennis Rodman
kom þangað. Mér
þykir hann mjög
skemmtilegur leik-
maður,“ segir Ts-
artsaris. «
Rodman er þó
ekki fyrirmynd
Grikkjans, hvað
frammistöðu á vell-
inum snertir, heldur
Shaquille O’Neal,
miðherji Los Angeles Lakers. „Ég
vil hafa allt til brunns að bera, sem
einkennir hans leik, nema þá helst
vítanýtinguna [48,7% í vetur]. Hann
er hræðileg vítaskytta. Ég tel mig
þegar orðinn betri en hann á vítalín-
unni.“
Óánægður
hjá Filippos
Fannst Tsartsaris ekki erfitt að
taka þá ákvörðun að fara að heiman
til að reyna að sanna sig? „Það var
vitanlega stórt skref, en ég hafði
þegar ákveðið að fara að heiman
þegar Benedikt bauð mér að koma
hingað, því ég var ekki ánægður hjá
liði mínu í Grikklandi. Hinn mögu-
leikinn var að fara til Bandaríkj-
anna, en það gekk ekki.“
Hvernig stóð á þeirri löngu bið
sem leið áður en þú fékkst loks að
spila fyrsta leikinn hér á tsiandi?
„Forráðamenn gríska Iiðsins vildu
ekki veita mér leikheimild vegna
þess að þeir sögðu að ég væri tán-*’
ingur og því eign þeirra. Þannig eru
reglurnar í Grikklandi. Liðin „eiga“
leikmenn sem eru 21 árs eða yngri
og þurfa ekki að gera samninga við
þá. Loks féllst Grindavík á að greiða
gríska liðinu einhverja upphæð og
ég fékk leikheimild til loka apríl-
mánaðar fyrir vikið, en síðan er ég
skuldbundinn gríska liðinu aftur,“
segir Grikkinn, en hann lék fyrsta
deildarleik sinn hinn 20. nóvember
sl. í Keflavík og gerði þá átján stig.
Frægir
andstæðíngar
Wilson hefur leikið gegn fjölda
þekktra NBA-leikmanna, t.d. Ray
Allen, Kitty Kittles, Antonioi
McDyess, Jason Caffey, Tim Dunc-
an o.fl. „Ég lék líka gegn Kobe
Bryant í „sumardeildinni" svoköll-
uðu [Summer League].“
Hver hefur þér þótt erfíðastur
viðureignar?
„Mér var eitt sinn falið að hafa
gætur á Ray Allen og það var erfítt,
því hann er svo virkur. Ég hef nú
ekki enn gefíð upp alla von um að
leika í NBA-deildinni. Ég tel mig
eiga möguleika á að komast þangað
og vonandi á ég eftir að leika gegn
öllum frægustu og bestu leikmönn-
um heims. Það er mitt markmið,"
segir Wilson.
Telurðu þig eiga góða möguleika
áþví?
„Það er aldrei að vita hvenær
maður fær tækifæri til að sanna sig.
Ég vona að ég verði heppinn og það
eina sem ég get gert er að gera mitt
besta - bíða og vona.“
Tsartsaris dreymir einnig um að
Ieika í NBA-deildinni, en gerir sér
grein fyrir því að leiðin þangað er
þyrnum stráð. „Mig dreymir um að
leika einhvern tímann í NBA-deiId-
inni, en núna stefni ég að því að
komast í giisku 1. deildina. Éf ég á
kost á að komast lengra en það, er
það vitaskuld af hinu góða, en ég
held að það sé of snemmt að búast
við einhverju slíku. Ef ég á kost á að
taka SAT-prófíð [inntökupróf í
bandaríska háskóla] fer ég í háskóla
í Bandaríkjunum.
Heldurðu að Filippos Verias
sleppi þér svo auðveldlega?
„Já, fyrstu deildarliðin í Grikk-
landi geta boðið þá upphæð sem það
vill fá fyrirmig."
„Eg leit á
landakort
og leitaði
að
íslandi"