Morgunblaðið - 12.02.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.1998, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ■ SPÁNSKA íþróttablaðið _ AS sagði frá því í gær, að Inter á Ítalíu hefði hug á að skipta á Ronaldo og ítalska leikmanninum Christian Vi- eri, sem leikur með Atletico Mad- rid. ■ AC Milan hefur einnig áhuga á Vieri, sem hefur skorað þrettán mörk fyrir Atletico í jafn mörgum leikjum á Spáni í vetur, eða síðan hann var keyptur til liðsins frá Ju- ventus. ■ JESUS Gil, eigandi Atletico Mad- rid, hefur sagt að Vieri sé besti knattspyrnumaður heims í dag. ■ ANNAÐ blað á Spáni - Marca, sagði frá því í gær að Valencia hefði hug á að selja argentínska landsliðsmanninn Ortega eftir HM í sumar. Ortega skrapp til heima- lands síns í gær. Hann tekur út leikbann í tveimur næstu leikjum Valencia þar sem hann er í leik- banni fyrir að ráðast að dómara eft- ir tap liðsins fyrir Valladolid um sl. helgi. ■ HOLLENSKA liðið PSV Eind- hoven hefur hug á að fá Eric Ger- ets, fyrrum fyrirliða Belgíu, sem næsta þjálfara liðsins. Hann þjálfar nú FC Brugge í Belgíu. Samningur hans við liðið rennur út í sumar. ■ GERETS lék á árum áður með Eindhoven. Hans hlutverk verður að taka við starfi Dick Advocaat, sem er á fórum til Glasgow Ran- gers. Gerets lék með Ásgeiri Sig- urvinssyni hjá Standard Liege í Belgíu. ■ KRISTJÁN Halldórsson, knatt- spymumaður, var á dögunum val- inn íþróttamaður ÍR fjTÍr árið 1997. Kristján var fyrirliði meistara- flokks félagsins sem tryggði sér þátttökurétt í efstu deild sl. haust. ■ NEW York Knicks hefur gert samning við bakvörðinn Brooks Thompson. Orlando Magic fékk kappann í sínar herbúðir 1994, en í vetur var hann með Phoenix í 13 leikjum en hóf leiktíðina með Irak- lis í Grikklandi en gerði þar stuttan stans. ■ EVANDER Holyfield heims- meistari í þungavigt hnefaleika segist frekar vilja mæta Vaughn Bean en Englendingnum Henry Akinwande næst þegar hann þarf að verja IBF-tign sína í hringnum. Akinwande er hinsvegar efstur á áskorendalista WBA þar sem Holyfield á einnig titil að verja. ■ HOLYFIELD og Akinwande ei'u undir handleiðslu sama þjálfara og sagðist meistarinn vonast til þess að ekki kæmi til að þeir þyrftu að mætast því þá þyrfti þjálfarinn að taka afstöðu til hvorn lærisveina sinna hann vilji styðja. ■ OSCAR de la Hoya heimsmeitari WBC í veltivigt hefur fengið frestað einvígi sínu við Frakkann Patrick Charpentier sem fram átti að fara 14. mars vegna meiðsla sem hann hlaut í æfingu á dögunum. ■ KRISTJÁN Halldórsson þjálfari Noregsmeistara kvenna í hand- knattleik, liðs Larvikur, stýrði fé- lagi sínu til sigurs í norsku bikar- keppninni í handknattleik um liðna helgi. Larvik vann Byásen 14:13 í úrslitaleik. Markvörður Laivik og danska Iandsliðsins, Lene Rantala, átti stórleik og lagði öðrum leik- mönnum fremur grunninn að sigri. ■ LEIKMENN Runar unnu bikar- inn í karlaflokki eftir 18:17 sigur á Sandefjord. ■ GHENADIJ Khalepo, landsliðs- maður í handknattleik frá Hvíta- Rússlandi, sem er í herbúðum þýska liðsins Nettelstedt, hefur ákveðið að ganga til liðs við Lemgo eftir þetta keppnistímabil. ■ KHALEPO, sem er 2,02 m, hefur skrifað undir samning til júní 2000. Hann mun taka stöðu Marc Baum- gartner, sem fer til svissneska liðs- ins Winterthur. Sjötta ÖL-gull Dæhlies NORSKI skíðagöngukappinn Björn Dæhlie sigi-aði í 10 km göngu karla með hefðbundinni aðferð á Ólympfuleikunum f Nagano í nótt. Þetta voru sjöttu gullverðlaun hans á Ólympíuleikum sem er met. Hanu var 8 sekúndum á undan Austurríkismanninuin Markus Gandler sem varð óvænt í öðru sæti. Ólympíumeistarinn í 30 km göngunni, Finninn Mika Mylyla, varð þriðji og Vladimir Smirnoff fjórði. Lee lokaði markinu FH-INGAR halda þriðja sætinu í 1. deild, sigruðu Víkinga, 21:17, í Víkinni og Víkingar eru því enn í næst neðsta sæti, fimm stig- um á eftir ÍR. Heimamenn léku hreyfanlega og góða 5-1 vörn í fyrri hálfleik og komust áhugalitlir og hugmyndasnauðir sóknar- menn FH ekkert á móti þeim. Heimamenn voru 10:8 yfir í leikhléi og voru óheppnir að hafa ekki meiri forystu því tíu mínútum fyrir hlé voru þeir 9:4 yfir en FH gerði fjögur mörk gegn tveimur á lokakaflanum. ingu í síðustu umferð, Páll Björg- vinsson var ekki með í gærkvöldi. Vörnin var sterk í fyrri hálfleík og í sókninni var leikið af skynsemi. Boltinn gekk hratt á milli manna og þótt mörgum þætti sem leikmenn héldu boltanum fulllengi sýndu þeir mikla þolinmæði og biðu eftir góðu skotfæri. Birkir Ivar Guðmundsson varði mjög vel og í vörninni var Hjörtur Arnarson sterkur fyrir framan. FH lék hörmulega í fyrri hálfleik en tók sig á eftir hlé. Lee átti frá- bæran leik, fékk aðeins tvö mörk á sig í þær tæpu 18 mínútur sem hann lék. Sigurjón Sigurðsson átti góðan leik, skoraði fjögur mörk og átti nokkrar ágætar línusendingar og Hálfdán var traustur á línunni auk þess sem Guðmundur Pedersen átti ágætan leik eftir hlé. Morgunblaðið/Kristínn SIGURJÓN Sigurðsson lék vel með FH-ingum. Hér skorar hann eitt af fjórum mörkum sínum. Hvað svo sem leikmenn FH gerðu í leikhléi, fóru í kalda sturtu eða eitthvað annað, virkaði það því þeir komu *®*^^^* mun ákveðnarí til Unnar leiks e^'r M®- Vörn- Sveinsson *n tók á móti sóknar- skrifar mönnum Víkings og í sóknin gekk upp. Eftir sjö og hálfa mínútu var FH komið 13:12 yfir, hafði gert fimm mörk gegn tveimur mörkum heima- manna. Næstu fimm mínútur var jafnt á með liðunum, staðan 15:14 fyrir Víking þegar Suik Hyung Lee fór í mark FH. Hann gerði sér lítið fyrir og hélt markinu hreinu næstu 14 mínúturnar en félagar hans gerðu þrjú mörk á meðan og sigur- inn var tryggður. Víkingar gerðu eina breytingu á liði sínu frá því þeir lögðu Aftureld- Tólf mínútur nægðu Fram Blikar féllu í Eyjum að tók Framara 30 mínútur að ná úr mesta skrekknum eftir bikarúrslitaleikinn um síðustu helgi er þeir mættu ÍR- I ingum í Seljaskóla í Benedjktsson gærkvöldi. Leikur skrifar þeirra var frekar handahófskendur í fyrri hálfleik og um tíma virtist sem baráttuglaðir ÍR-ingar ætluðu að sigla fram úr. I byrjun síðari hálf- leiks var meiri festa í leik Safamýr- arpilta, þá gerðu þeir út um leikinn á stuttum tíma og nánast formsat- riði að ljúka leiknum, lokatölur 24:19. Gríðarleg barátta á kostnað leiks- ins var hjá Iiðunum í fyrri hálfleik. Mikið óðagot var á báðum fylking- um og talsvert um mistök. Hraða- upphlaup og dauðafæri fóru for- görðum og eins virtist kveikjuþráð- ur leikmanna vera stuttur, svo á stundum mátti engu muna að upp úr syði. IR-ingar léku framliggjandi vörn og voru fastir fyrir og óyfir- vegaðir sóknarmenn Fram áttu í vandræðum. Sama var upp á ten- ingnum hinum megin vallarins þar sem Framarar léku sína hefð- bundnu 6-0 vörn sem ÍR-ingum gekk illa að finna leiðir framhjá. Eini leikmaður IR sem einhverjum árangri náði í sókninni var Ragnar Oskarsson sem gerði sjö af 10 mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Framarar höfðu tveggja til þríggja marka forystu og voru 7:5 yfir eftir rúmar fimmtán mínútur. Pá gerðu heimamenn fimm mörk í röð og virtust vera að snúa leiknum sér í hag. Þá tóku Framarar leikhlé og komu tvíefldir til baka úr því, gerðu fjögur mörk í röð og höfðu eins marks forskot í hálfleik, 11:10. Eins og fyrr segir gerði Fram út um leikinn á fyrstu 12 mínútum síð- ari hálfleiks með því að gera sex mörk gegn tveimur og ná forystu, 17:12. Eftir það var enginn vafi hvorum megin sigurinn lenti, þrátt fyrir að talsvert lifði af leiktímanum. Sókn- arleikur IR leystist upp í algjört stjórnleysi, Ragnar sem hafði leikið vel í fyrri hálfleik náði sér engan veginn á strik og gerði ekkert nema vitleysur og skaut í tíma og ótíma, án árangurs. Endaði með því að hann var kældur um tíma af Matthí- asi Matthíassyni þjálfara, en hresstist ekkert við það. Aðrir leik- menn sýndu litla burði til þess að sauma að Framvélinni sem mallaði á hálfum hraða síðasta stundar- fjórðunginn og þurfti lítið fyrir sigrinum að hafa. ÍR-ingar sýndu í gærkvöldi að þeir geta barist af krafti í vörninni og markvörður liðsins, Hrafn Mar- geirsson, er ágætur. En fljótlega þegar á móti blæs rennur af leik- mönnum mesti móðurinn. Guð- mundur Þórðarson var besti maður ÍR-inga og hélt Oleg Titov svo vel niðri að sá hinn síðarnefndi fékk lít- ið svigrúm. Aðrir leikmenn ÍR verða að temja sér meiri yfirvegun. Framliðið var lengi af stað og tókst að gera skyldu sína, en það sýndi engan stórleik. Guðmundur Helgi Pálsson lék best. Ekkert gengur hjá Alfreð og lærisveinum ALFREÐ Gíslason og félagar hans hjá Hameln töpuðu enn einu sinni í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær, nú fyrir Lemgo 33:25. Ha- meln vermir neðsta sætið með 8 stig eftir 19 Ieiki. Bayer Dormagen er í næstneðsta sæti með 9 stig og siðan kemur Gummersbach með 12 stig. TIIW Kiel er efst með 35 stig en síðan kemur Lemgo með 30 stig. Kiel lék við Gummbersbach í undanúrslitum bikarkeppninnar í gær og sigraði, 30:28. Kile leikur til úrslita við Schutterwald 4. aprfl. Nýliðarnir án stiga eftir sautján umferðir Sigfús G. Guðmundsson skrifar Eyjamenn tóku á móti stigalausu liði Breiðabliks í Eyjum og sigi'- uðu eins og við var að búast, 35:23. Þetta var 17. tap Breiðabliks í vetur og er liðið þar með fallið í 2. deild. Leik- menn IBV voru værukærir í upphafi leiks og reynd- ar allan fyrri hálfleikinn. Þeir léku með hálfum huga og köstuðu bolt- anum nokkuð oft klaufalega frá sér. Blikar náðu að halda í við þá og munurinn í hálfleik var aðeins fjög- ur mörk, 15:11. Heimamenn komu mun ákveðn- ari til leiks í síðari hálfleik og léku af meiri festu. Bilið milli liðanna óx jafnt og þétt. Sigmar Þröstur varði oft prýðilega í markinu og Eyja- menn keyi'ðu hratt á Blika og var forskot þeirra mest 14 mörk. Sigmar Þröstur átti góða kafla í marki Eyjamanna og flestir leik- manna liðsins áttu sína góðu kafla en ei’fitt er að halda einbeitingu út heilan leik þegar yfirburðimir eru þetta miklir. Guðmundur Karl Geirsson, markvörður Blika, varði oft ágætlega og var einna bestur í máttlitlu liði þeirra. ■ Úrslit / B6 ■ Staðan / B6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.