Morgunblaðið - 12.02.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.1998, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA __________________________ 'fifi f)Í -6 33 *lí‘ -ii —8 6Í fð ÍJ €»í -iJ —& ~ f; •—l' FRJALSIÞROTTIR Guðrún Arnardóttir hætt við þátttöku í EM innanhúss Hef ekki áhuga á að vera farþegi í Valenciu GUÐRIJN Ai-nai'dóttir, frjáls- íþróttakona úr Armanni, keppir ekki á Evrópumeistaramótinu inn- anhúss sem fram fer í Valencia á Spáni í lok þessa mánaðar eins og hún ætlaði sér. Hún sagðist ekki sjá tilganginn í því að fara á EM til að keppa í 400 metra hlaupi. „Ég hef ekki áhuga á að vera farþegi í Valenciu. Þessi ákvörðun að hætta við þátttöku er eingöngu mín. Þjálfarinn lagði hart að mér að fara. Ég hef ekki náð að keppa á neinum innanhússmótum til að búa mig undir EM eins og ég ætl- aði mér. Það er sjálfri mér um að kenna, hálfgert skipulagsleysi. Ég sé því ekki neinn tilgang í því að fara til Spánar án þess að vera í keppnisæfíngu. Þetta eru viss vonbrigði fyrir mig því ég ætlaði mér upphaflega að keppa í Va- lencia og það átti að vera há- punkturinn á vetrinum,“ sagði Guðrún í samtali við Morgunblað- ið í gærkvöldi. Hún sagði að æfíngarnar í Bandaríkjunum hefðu gengið vel og hún væri jafnvel í betri grunnæfingu en á sama tíma í fyrra. Hún reiknar með að keppa á fyrsta mótinu utanhúss í lok apr- íl. Hápunktur sumarsins yrði Evrr ópumeistaramótið sem fram fer í Ungverjalandi í ágúst. Þar keppir hún í 400 metra grindahlaupi. Kristján aftur til Lyn KRISTJÁN Brooks, marka- kóngur 1. deildar í knatt- spyrnu á liðnu tímabiii, fer til Lyn í Noregi í dag. Éins og greint hefur verið frá æfði ÍR-ingurinn með liðinu á dögunum og að sögn Olafs Garðarssonar, umboðs- manns hans, var þjálfarinn ánægður með hann. „Þjálf- arinn sagðist vera að skoða fleiri leikmenn en hafði svo aftur samband og sagðist vilja fá hann í leik fyrir helgi,“ sagði Óiafur. Reuters MICHAEL Owen, sem er hér í baráttu við Ronald Fuentes, er yngsti landsliðsmaður Englands á líð andi öld, var 18 ára og 59 daga gamall í gærkvöldi þegar hann lék fyrsta landsleik sinn. Owen sló enska metið Michael Owen hjá Liverpool og Dion Dublin hjá Coventry léku í fyrsta sinn með A-liði Eng- lands í knattspymu í gærkvöldi. Báðir voru í byrjunarliðinu og báðir spiluðu allan leikinn en Owen er yngsti landsliðsmaður Englands á öldinni, 18 ára og 59 daga gamall í gær. Merkilegur áfangi en Iíklegt er að hann vekji ekki eins mikla at- hygli og búist var við vegna úrslit- anna. Chile vann 2:0 í vináttuleik á Wembley og var fyrsti sigurinn í fimm landsleikjum frá 1950 sann- gjarn. Marcelo Salas, Knattspyrnumað- ur Suður-Ameríku á liðnu ári, gerði bæði mörk gestanna. Fyrst í kjölfar einstaklingsframtaks þar sem hann plataði mótherjana upp úr skónum og síðan úr vítaspyrnu. Salas, sem gengur væntanlega frá félagaskipt- um úr River Plate í Lazio á Italíu í dag, braut ísinn með frábæru marki rétt fyrir hlé og innsiglaði öruggan sigur skömmu fyrir leikslok. „Mig hefur ávallt dreymt um að spila á Wembley og að skora á staðnum er frábært," sagði hann. Glenn Hoddle, sem tefldi ekki fram sterkasta liði Englands, sagði að leikurinn hefði skilað miklu. „Við erum komnir niður á jörðina á ný. Við vorum ekki á tánum en þetta er engin hörmung heldur koma úrslit- in okkur til góða.“ Kristinn Svanbergsson hjá SKÍ „Kristinn besti svig- maður heims“ KRISTINN Svanbergsson, fram- kvæmdastjóri Skíðasambands Is- lands og flokksstjóri íslenska landsliðsins á Ólympíuleikunum, sagði fréttamönnum I Nagano sl. fóstudag, 6. febrúar, að Kristinn Björnsson væri besti svigmaður heims. Kristinn lét þessi orð falla í mót- ttöku þegai' keppendur í alpa- gi-einum voru boðnir velkomnir og eru þau höfð eftir honum í frétta- tilkynningu á heimasíðu veti'ar- ólympíuleikanna á alnetinu. Hann gi-einir frá því að átta skíðamenn séu í íslenska liðinu: „Þeir eru allir góðir, en stærsta von okkar er Kristinn Björnsson, hann er besti svigmaður í öllum heiminum um þessar mundir,“ segir Kristinn. Wffl mmmmm HEIMSMEISTARARNIR FRÁ BRASILÍU FENGU SKELL / B8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.