Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998
HALLDÓR KELJAN LAXNESS
Að Halldóri látnum
Seint mun fónn þó feiknum niður sáldi
festa íþeirri slóð
hvar þjóðin fylgdi sínu skæra skáldi
og skáldið sinni þjóð.
Eiríkur Hreinn Finnbogason.
Eitt skœrasta
leiðarljósið við
mat á sögu
aldarinnar
Á hinum fáu dögum, sem liðnii'
eru frá andláti Halldórs Kiljans
Laxness, hafa Islendingar verið
rækilega minntir á það, hve víða
hann bar hróður lands og þjóðar.
Hans er minnst I öllum
menningarlöndum austan hafs og
vestan sem eins af fremstu
rithöfundum aldarinnar. Upprifjun
á hinum litríka æviferli skáldsins í
Gljúfrasteini hefur einnig beint
athyglinni að því, hve óþreytandi
hann var að kynna lesendum sínum
strauma og stefnur líðandi stundar.
Halldór Laxness var ekki skáld,
sem dró sig í hlé í átökum
samtímans. Hann lifði og hrærðist í
þeim og verk hans endurspegla
hlutdeild hans. Jafnframt var hann
fjarlægur á sinn sérstaka hátt og
áhrifamáttur hans var oft frekar
óbeinn en beinn.
I sögunni skýra menn þróun á
einstökum öldum með vísan til lífs
og starfa einstaklinga. Halldór
Laxness verður eitt af skærustu
leiðarljósunum við mat á
Islandssögu tuttugustu aldarinnar.
Enn verður deilt um
stjómmálaafskipti hans og viðhorf
til þeirrar stjórnmálastefnu, sem
reis og hrundi á meðan hann lifði.
Sá þáttur úr lífi hans hverfur ekki
frekar en bókmenntirnar, sem
halda nafni hans á loft.
Engum Islendingi hefur hlotnast
sami alþjóðlegi heiður og Halldóri
Laxness. Þegar hann hlaut
Nóbelsverðlaun í bókmenntum
staðfesti hann gagnvart allri
heimsbyggðinni, að höfundur á
tungu fámennrar þjóðar getur
staðið jafnfætis við þá, sem rita á
eitthvert heimsmálanna. Hann var
þá og verður um ókomin ár
verðugur fulltrúi hinnar aldalöngu
íslensku bókmenntahefðar. Verður
það aldrei metið til fulls, hvaða
gildi viðurkenning hans hafði og
mun hafa fyrir íslensku þjóðina,
þegar hún skilgreinir sig sjálf í
samanburði við aðrar fjölmennari
þjóðir. í upplýsinga- og
þekkingarsamfélaginu, þar sem
menntun og menning skiptir meira
máli fyrir farsæla þróun þjóða en
nokkru sinni fýrr, verður fordæmi
Halldórs Laxness enn mikilvægara
en áður. Áhrifa hans mun því ekki
síður gæta á 21. öldinni en þeirri,
sem nú rennur sitt skeið.
Við kveðjum í dag sannan
heimsborgara, sem hvarf þó aldrei
frá uppruna sínum. Halldór
Laxness sýndi betur en nokkur
annar, hvernig virkja má
alþjóðlega strauma með höndum
íslensks listamanns og búa til verk,
sem eru rammíslensk en hafa þó
sterka alþjóðlega skírskotun. Slík
afrek verða ekki unnin án óbilandi
kjarks, elju og listrænnar snilldar.
Eg færi frú Auði Laxness,
afkomendum skáldsins og
ástvinum öllum innilegar
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Halldórs Laxness.
Björn Bjarnason.
Lítil
minning
um Halldór
Einu sinni sem oftar hitti ég
Halldór í samkvæmi. Hann lét
móðan mása um lítilsvirðingu sem
hann hefði sýnt mér með einhverj-
um orðum sínum síðast þegar við
hittumst, hvar sem það nú var. Ég
kom af fjöllum og gat ekki annað
sagt en að þó svo hann hefði lítils-
virt mig væri mér ekki nema sómi
að því að hann skyldi hafa haft fyrir
því. Hann lét þetta sem vind um
eyru þjóta og sagði: „Þú verður að
fyrirgefa, Þorsteinn, að mér finnst
þú alltaf vera lítill drengur. Þegar
fólk er komið á minn aldur þá hætt-
ir því til að gleyma að litlir drengir
verða lærðir menn og prófessorar.“
Daginn eftir kom sending ofan af
Gljúfrasteini. Það var ný bók hans
með áletrun: „Þakka hlýhug þinn.
Halldór."
Nú rifjast þetta upp fyrir mér
vegna þess að andspænis Halldóri
Kiljan Laxness og minningunni um
hann var ég og verð aldrei annað
en lítill drengur. Svo þakka ég hlý-
hug hans.
Þorsteinn Gylfason.
AUÐUR og Halldór Laxness í vinnustofunni á Gljúfrasteini.
Morgunblaðið/Þorsteinn Jónsson
SVIÐSMYND úr Atómstöðinni. Búi Árland (Gunnar Eyjólfsson) & fundi. Meðal annarra á myndinni má þekkja
Steindór Hjörleifsson, Þorstein Hanncsson og Rúrik Haraldsson.
I lifandi myndum
Morgunblaðið
UNDIRBÚNINGUR fyrir tökur á Paradísarheimt. Hér ræðir leikstjórinn
Rolf Hádrich við Nóbelsskáldið. Myndin er tekin 25. september 1977.
Eftir Arnald Indriðason
HALLDÓR Laxness hafði
lag á að vera þar sem
hlutimir voru að gerast
og þegar hann ungur
vildi skrifa kvikmyndahandrit og
kynnast kvikmyndagerð lá leiðin til
Hollywood. Þá stóð yfír mikið
blómaskeið í kvikmyndaborginni.
Þöglu myndirnar höfðu runnið sitt
skeið og talmyndirnar voru að taka
yfir og framundan var það sem síð-
an hefur verið kallað Gullöld
Hollywood. Halldór kippti sér lítt
upp við það og hafði mjög ákveðnar
skoðanir á fánýti Hollywoodmynda
eins og fram kemur í Alþýðubók-
inni: „Oft má sjá í blöðum okkar all-
harða dóma um leirburð og annan
þvættíng sem ritaður er á íslandi
og gefinn út í bókaformi. En allur
sá leirburður og þvættíngur sem
birst hefur á íslensku í ræðu og riti
frá landnámstíð er hégómi hjá
þeirri stórframleiðslu á myndaleir-
burði er flæðir yfir land vort frá
Ameríku. í samanburði við amer-
ískar kvikmyndir verður allur ís-
lenskur leirburður gullaldarbók-
menntir."
Einn tilgangur Halldórs með
dvölinni í Los Angeles var að skrifa
kvikmyndahandrit og hann vann að
tveimur í senn. Annað hét „A Wom-
an in Pants“ eða Kona á buxum,
sem síðar varð skáldsaga og fékk
heitið Salka Valka. Munaði litlu að
myndin fengist gerð vestra eftir því
sem Halldór sagði síðar í sjón-
varpsviðtali en af því varð þó ekki.
Salka Valka reyndist samt íyrsta
skáldsaga Halldórs sem kvikmynd-
uð var en þó ekki fyrr en tveimur
áratugum eftir útkomu hennar.
íslendingar kunnu lítið fyrir sér í
kvikmyndagerð langt fram eftir
öldinni. Nokkur áhugi vaknaði á
henni á þögla skeiðinu og um miðja
öldina réðust menn í að gera leikn-
ar íslenskar kvikmyndir kannski
vegna áhrifa frá erlendri hersetu
og straumi erlendra bíómynda í
kvikmyndahúsin. Óskar Gíslason
og Loftur Guðmundsson gerðu 16
mm leiknar myndir og kvikmynda-
fyrirtækið Edda film var stofnað.
Það kom sér í samband við Nordisk
Tonefilm í Stokkhólmi árið 1953 og
úr varð að sænska fyrirtækið tók
að sér gerð Sölku Völku og var
kunnur sænskur leikstjóri, Arne
Mattsson, ráðinn til að stýra henni.
Kom kvikmyndahópur hans hingað
til lands og filmaði mest í kringum
Grindavík en myndin var frumsýnd
árið 1954. Árið eftir hlaut Laxness
Nóbelsverðlaunin f bókmenntum.
Með aðalhlutverkin fóru Gunnel
Broström, Folke Sundquist,
Birgitta Pettersson og Erik
Strandmark en kvikmyndatöku-
maður var Sven Nykvist. „Salka
Valka er óvenjulega góð kvik-
mynd,“_ var haft eftir Halldóri Lax-
ness. „í henni er ef til vill ýmislegt,
sem kann að koma Islendingi ann-
arlega fyrir sjónir; en þess ber að
gæta að hún er umfram allt sænsk
kvikmynd og ég held ekki að sænsk
kvikmyndalist hafi áður komizt
hærra.“ íslenskum gagnrýnendum
þótti myndin góð landkynning en
voru fljótir að benda á að hún væri
alsænsk mynd sem í þokkabót
skildi ekki þá séríslensku sögu sem
hún byggði á. Má segja að hér á
landi hafi myndin goldið nokkuð
fyrir samanburðinn á bókinni.
• • •
íslendingum tókst ekki að koma
sér upp varanlegri kvikmyndagerð
fyrr en undir 1980 en með stofnun
rfkissjónvarpsins kom loksins auk-
in þekking og þjálfun í gerð leik-
inna mynda og verk Laxness röt-
uðu fljótlega á skjáinn. En rétt eins
og í tilfelli Sölku Völku voru stór-
virkin í sjónvarpi, tvær þáttaraðir
byggðar á Brekkukotsannál og
Paradísarheimt, unnin í samvinnu
við erlenda kvikmyndagerðarmenn
og stjórnað af þeim.
Það fyrsta sem sjónvarpað var
eftir Laxness var Jón í Brauðhús-
um árið 1969, 23. mínútna einþátt-
ungur með þeim Val Gíslasyni, Þor-
steini Ö. Stephensen og Jónínu H.
Jónsdóttur undir leikstjórn Bald-
vins Halldórssonar. Þremm- árum
síðar, í febrúar 1973, var Brekku-
kotsannáll frumsýndur í sjónvarp-
inu. Leikstjórinn Rolf Hadrich
skrifaði handrit uppúr samnefndri
bók Laxness og leikstýrði sjón-
varpsmyndinni en um textaleik-
stjórn á íslensku sá Sveinn Einars-
son. Myndin var gerð í sameiningu
af Norddeutscher Rundfunk og ís-
lenska, sænska, norska og danska
sjónvarpinu. Hér var um viðamikið
samstarfsverkefni að ræða og ekk-
ert til sparað í búningum og leik-
myndum svo framleiðslan mætti
vera sem best úr garði gerð. Jón
Laxdal fór með hlutverk Garðars
Hólm, Þorsteinn Ö. Stephensen lék
afann og Regína Þórðardóttir
ömmuna en með önnur hlutverk
fóru Þóra Borg, Róbert Arnfinns-
son, Sigrún Hjálmtýsdóttir og
Helgi Skúlason svo nokkrir séu
nefndir. Sjálfur fór Halldór Lax-
ness með ofurlítið hlutverk.
Árið 1975 var sýnt sjónvarpsleik-
ritið Veiðifór í óbyggðum, byggt á
smásögu eftir Laxness. Helgi
Skúlason var leikstjóri en með aðal-
hlutverkin í þessu klukkustundar