Morgunblaðið - 14.02.1998, Síða 7

Morgunblaðið - 14.02.1998, Síða 7
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 7 HALLDÓR KELJAN LAXNESS Morgunblaðið/Ólafiir K. Magnússon HÉR er Margareta Krook leikkonan, sem lék Sigwlínu í Sölku Völku árið 1954. Myndin er tekin í Grindavík. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon. MYNDIN er tekin í Grindavík, er upptökur stóðu yfir á Sölku Völku árið 1954, sem Ame Mattson leikstýrði. Hér er mynduð sena, þar sem Gunnel Broström lék aðalhlutverkið, sjálfa Sölku Völku. Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson HALLDÓR Kiljan Laxness og kona hans frú Auður Laxness fyrir framan Stjömubíó í Reykjavík árið 1989, þegar kvikmyndin Kristnihald undirJökli varfmmsýnd, en henni leik- stýrði dóttir þeirra hjóna, Guðný Halldórsdóttir. Morgunblaðið/V aka-Helgafell STEINAR (Jón Laxdal) og Borgí (Helga Bachmann) við upptökur á Paradísarheimt árið 1979. Myndin er tekin í Spánskum forki í Utah í Bandaríkjunum. langa verki fóru Gísli Halldórsson, Sveinbjöm Matthíasson, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Saga Jóns- dóttir. Árið 1978 voru tvö nyög ólík sjónvarpsverk byggð á verkum Laxness frumsýnd í sjónvarpinu. Það fyrra var Lilja, gerð eftir smá- sögu Halldórs, og voru handritshöf- undar Hrafn Gunnlaugsson og Snorri Þórisson en Hrafn leikstýrði. Myndin var ekki nema 28 mín. að lengd og tókst giska vel í allri fram- kvæmd en með helstu hlutverk fóru Eyjólfur Bjarnason, Viðar Eggerts- son, Sigurður Sigurjónsson, Ellen Gunnarsdóttir og Áróra Helgadótt- ir. Hið síðara var Silfurtunglið, sjónvarpsgerð Hrafhs Gunnlaugs- sonar á samnefndu leikriti Laxness, sem vakti mikið umtal (það var end- ursýnt árið 1986 í styttri útgáfu). Eftirminnilegast úr þeirri upp- færslu er að líkindum söngur Sig- rúnar Hjálmtýsdóttur (Hvert ör- stutt spor...) en með önnur hlutverk fóru Egill Olafsson, Þórhallur Sig- urðsson, Steindór Hjörleifsson og Björg Jónsdóttir. Þá var enn komið að þætti Rolf Hádrich sem stjórnaði gerð sjón- varpsmyndar í þremur hlutum upp- úr Paradísarheimt árið 1980. Enn var í engu til sparað svo framleiðsl- an yrði sem vönduðust. Þættimir vom sýndir yfir jólahátíðina það sama ár og vora gerðir mikið til af sömu aðilum og áður gerðu Brekkukotsannál. Framleiðendur voru Norddeutscher Rundfunk ásamt íslenska sjónvarpinu, nor- rænu sjónvarpsstöðvunum og sviss- neska sjónvarpinu og sem fyrr fór Jón Laxdal með aðalhlutverkið en með önnur hlutverk fóru Róbert Amfinnsson, Fríða Gylfadóttir, Dietmar Schönherr, Gunnar Eyj- ólfsson, Helgi Skúlason, Helga Backmann, Anna Bjöms, María Guðmundsdóttir og Halla Linker svo nokkrir séu nefndir. Um þetta leyti varð skipuleg ís- lensk kvikmyndagerð að veraleika og nokkrum áram síðar var fyrsta alíslenska bíómyndin gerð eftir einni af skáldsögum Halldórs Lax- ness. Það var Atómstöðin, sem frumsýnd var árið 1984 og sýnd m.a. á kvikmyndahátíðinni í Cann- es. Fóra Tinna Gunnlaugsdóttir og Gunnar Eyjólfsson með aðalhlut- verkin en myndin var gerð undir leikstjórn Þorsteins Jónssonar af miklum metnaði. Hún var kostnað- arsamari en aðrar íslenskar bíó- myndir og mjög vönduð í ytra útliti, leikmyndum eftirstríðsáranna, búningum og endursköpun tima- bilsins. En kvikmyndagerðarmönn- unum var nokkur vandi á höndum því sagan kannski frekar en aðrar eftir Laxness bam síns tíma og skrifuð í hita pólitískra átaka um miðja öldina. Þorsteinn sagði seinna í viðtali að hann og sam- starfsmenn hans hefðu reynt að út- skýra hvers vegna landið var selt og gerðu Uglu að fyrirferðarmestu persónu myndarinnar en kannski hefði Búi átt að vera það. „Þannig hefðum við nálgast kjarnann betur og fyrir bragðið varð myndin kannski dálítið aðgerðarlaus." Ekki sagði Þorsteinn að Halldór hefði haft afskipti af myndinni eða hand- ritsgerðinni. „Hann las handritið yfir, en leit svo á að hann væri bú- inn að skrifa bókina og það væri okkar að túlka hana í kvikmynd. Hann bað okkur þó að fara mjúkum höndum um Bandaríkjamenn og at- riðið um bein Jónasar Hallgríms- sonar. Guðný Halldórsdóttir fékk smjörþefinn af kvikmyndagerð þegar hún starfaði með Hadrich áð- ur og hún hafði skrifað handrit að íslenskum kvikmyndum áður en hún gerði Kristnihald undir jökli eftir síðustu skáldsögu fóður síns. Kristnihaldið var fyrsta myndin sem Guðný leikstýrði. Það kom fram í sjónvarpsviðtali við Guðnýju fyrir skemmstu að faðir hennar hefði hvatt hana til þess að kvik- mynda söguna. Leikstjórinn sagði í viðtali í Morgunblaðinu á sínum tíma að sér hefði alltaf þótt sagan skemmtileg og viðráðanleg til kvik- myndagerðar vegna þess hvernig hún er skrifuð. „Hún býður eigin- lega uppá það að vera kvikmynd- uð.“ Myndin var tekin undir Snæ- fellsjökli og fór Baldvin Halldórs- son með hlutverk Jóns Prímusar, Sigurður Sigurðarson lék Umba og Margrét Helga Jóhannsdóttir fór með hlutverk Úu. Kristnihaldið var framsýnt árið 1989 og var ágætlega tekið og sagði í Morgunblaðinu að Guðnýju tækist að gera sögunni góð skil með skemmtilegum leik- hópi. Þess má geta að Guðný undir- býr nú framleiðslu á mynd sem hún byggir á sögu Laxness, Úngfrúin góða og húsið. Áhrifa Halldórs gætir beint og óbeint í íslenskum kvikmyndum eins og í öðram listum. Þegar Friðrik Þór Friðriksson var spurður að því í Morgunblaðinu áður en hann gerði Böm náttúrunnar, þá íslensku bíó- mynd sem farið hefur víðast, af hverju hann setti á hana þetta heiti en það er augljós skírskotun í Bam náttúrunnar, sagði hann: Laxness er örlagavaldur í lífi sérhvers íslend- ings. Naumast var til íslensk kvik- myndagerð þann tíma sem Halldór skrifaði sín skáldverk og þau era að mestu ónumið land íslenskum kvik- myndagerðarmönnum. Nú loksins þegar Islendingar era orðin kvik- myndaþjóð er tímabært að leita frekar í höfuðverk þessa örlagavalds þjóðarinnar. Betra eftii í kvikmyndir er vandfundið. Og fátt er eins vand- meðfarið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.