Morgunblaðið - 14.02.1998, Side 11
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 11
HALLDÓR KELJAN LAXNESS
Þjóðleikhússafn
SKÁLDIÐ virðir fyrir sér líknn af leikmynd að sýningu Þjóðieikhússins á Prjónastofunni Sóiinni ásamt leikstjór-
anum Baldvini Halldórssyni og höfundi leikmyndarinnar Gunnari Bjarnasyni.
Þjóðleikhússafn
ÍSLANDSKLUKKAN í Þjóðleikhúsinu 1950. Herdís
Þorvaldsdóttir sem Snæfríður Islandssól og Brynjólfur
Jóhannesson sem Jón Hreggviðsson.
Þjóðleikhússafn
ÍSLANDSKLUKKAN í Þjóðleikhúsinu 1985. Tinna
Gunnlaugsdóttir sem Snæfríður íslandssól og Helgi
Skúlason sem Jón Hreggviðsson.
þetta nýja leikhús - absúrd leikhús
- í uppsiglingu og ég gekk næstum
í svefni á hönd því og setti saman
ein fjögur leikrit í þeim stí1 í hvelli,
þ.á m. Snæfellsjökulsleikritið upp-
úr Kristnihaldinu, Buxnapressar-
ann, Strompleikinn og Prjónastof-
una. Þetta var í absúrd-stílnum
miðjum."
Leikhúsgestir vissu fæstir
hvemig bregðast skyldi við og
voru jafnvel ekki tilbúnir að fylgja
skáldinu inn á þessar framandi
lendur. I Strompleiknum og
Prjónastofunni Sólinni eru persón-
urnar ólíkindaleg blanda af þjóð-
legum sérvitringum og alþjóðleg-
um táknmyndum, tungutakið er
rammíslenskt blandið slettum úr
nýtilorðnu borgarmáli; skáldið
bregður íslensku samfélagi eftir-
stríðsáranna undir sjóngler absúrd-
ismans og ekki laust við að stund-
um fái áhorfandinn glýju í augun.
I Strompleiknum er hefðbund-
inni aðferð þó enn að nokkru hald-
ið til haga, megintákn sett í raun-
særra samhengi og persónurnar
einnig, þannig að segja má að þrátt
fyrir „absúrd spretti" vísi leikritið
ekki síður aftur fyrir sig til Silfur-
túnglsins en framávið í átt að
Prjónas tofunni.
• • •
Prjónastofan Sólin er tilraun
með form. Framúrskarandi djörf
tilraun höfundar til að leysa sig úr
viðjum hins hefðbundna, reyna á
þanþol formsins í allar áttir án til-
lits til endanlegrar útkomu. Þar
koma engu að síður fyrir kunnug-
legir þræðir sem rekja má í gegn-
um Strompleikinn til Silfurtúngls-
ins og til baka aftur ef vill. Prjóna-
stofan Sólin stendur þó sem barn
síns tíma í leikritun Halldórs Lax-
ness, en nýtur efans enn um sinn
þar til fram kemur sýning á verk-
inu sem sker úr um lífskraft þess.
I Dúfnaveislunni fléttast loks
saman þeir þræðir sem spunnir
eru í fyrri leikritum. Þó er ástæðu-
laust að hefja Dúfnaveisluna á stall
og segja það besta leikrit Halldórs.
Þegar best tekst til gefa fyrri leik-
ritin því ekkert eftir en það er jafn-
ljóst að með Dúfnaveislunni náði
Halldór tökum á því formi sem
hann leitaði eftir í Prjónastofunni
og Strompleiknum.
Með Dúfnaveislunni er mótaður
stíll í íslenskri leikritun sem ber
hvað skýrust höfundareinkenni;
persónusköpun, inntak og form
renna áreynslulaust saman, ís-
lenskur veruleiki í fortíð og nútíð
er umgjörð og innihald án þess að
hinni absúrd sýn sé sleppt. Því
má halda fram að Dúfnaveislan sé
það leikrit sem standi hvað best
undir nafni sem íslenskur absúr-
dismi í leikritun okkar á þessari
öld. Það er til marks um stærð
Halldórs Laxness í íslenskum
bókmenntum að samhliða því að
vera mestur realistinn í íslenskri
skáldsagnagerð tekur hann sæti
sem fremstur absúrdistinn í ís-
lenskri ieikritun. í ljósi þessa
mætti svo skoða eftirfarandi orð
sagnameistarans sjálfs um leikrit-
un sína.
„En tilgangur verkanna, að
minnsta kosti ytri tilgangur, er sá
að setja saman hugvekjur í
skemmtiformi handa fólki. Eins og
þú hefur tekið eftir, virðast margir
íslendingar ekki þola hvað ég iegg
mikla áherzlu á sjálfan sjónleikinn í
leikverkum mínum. Eg hef verið að
reyna að ala sjálfan mig upp á gam-
als aidri einmitt í þeirri grein. En
sannleikurinn er sá, að Islendingar
vija bara heyra sögu, en bera yfir-
leitt iítið skyn á sjónleik, sem von
er. Teater hefur lengstum verið
fyrir utan líf þeirra og hugsana-
gang. I sagnaskáldskap er skír-
skotað til lesandans með því að
gera söguna sem trúlegasta, ann-
ars missir hann áhugann. En lífið á
fjölunum er sérstakur heimur,
sannur eða ósannur eftir atvikum,
það fer eftir því hvernig maður
sldlgreinir satt og ósatt; og hvernig
manni tekst með óbeinni mála-
færslu að rökstyðja mái sitt á leik-
sviðinu. Leikhússena getur birt
mikinn sannleika, þó hún sé óhugs-
andi í veruleikanum. Hér er allt
undir því komið hvernig leikskáidið
heldur á máium. Erindi ieikrits er í
senn að skemmta áhorfandanum og
veita honum fróðiega kvöldstund.
Það er ekki ætlazt til að maður
komi í leikhúsið með logaritmatöfl-
ur upp á vasann til að fá botn í það
sem gerist á sviðinu. Maður verður
aðkoma eins ogkrakki."
Leiksýningaskrá
1928 Laxness semur Söiku Völku sem kvikmyndahandrit í Los Ang-
eles.
1934 Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir sjónleikinn Straumi-of 29.
nóvember.
1947 Kaflar úr Sölku Völku leiknir í útvarp.
1948 Kaflar úr Sjálfstæðu fólki leiknir í útvarp.
1950 Leikritið Snæfríður íslandssól sýnt undir nafninu íslands-
klukkan við opnun Þjóðleikhússins 22. apríl.
1952 íslandsklukkan sýnd að nýju á fimmtugsafmæli skáldsins.
1954 Þjóðleikhúsið frumsýnir Silfurtúnglið 9. október. Salka Valka
kvikmynduð.
1955 Þættir úr Sölku Völku, Ljósvíkíngnum, Sjálfstæðu fólki og ís-
landsklukkunni leiknir í útvarp. Silfurtúnglið sýnt í Malyleikhúsinu í
Moskvu.
1956 íslandsklukkan sýnd að nýju í Þjóðleikhúsinu. Silfurtúnglið
sýnt í Suomen Kansallisteatteri í Helsinki.
1959 Silfurtúnglið þýtt og gefið út á kínversku. Leikurinn hefur
einnig verið gefínn út á tékknesku og prentaður í frönsku tímariti.
1960 Leikfélag Akureyrar sýnir íslandsklukkuna.
1961 Strompleikurinn frumsýndur I Þjóðleikhúsinu 11. október.
1964 Prjónastofan Sólin kemur út í sænskri þýðingu.
1965 Leikfélag Seyðisfjarðar með Kiljans-k\'öld.
1966 Þjóðleikhúsið frumsýnir Prjónastofuna Sólina 20. apríl, Dúfna-
veislan frumsýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur 29. apríl.
1966 íslandsklukkan gefin út á hljómplötu.
1968 íslandsklukkan leikin á ný í Þjóðleikhúsinu. Leikfélag Akur-
eyrar sýnir Dúfnaveisluna,
1969 Smásagan Jón í Brauðhúsum leikin í sjónvarp. Leikfélag Nes-
kaupstaðar sýnir Dúfnaveisluna.
1970 Leikgerð skáldsögunnar Kristnihalds undirJökU frumsýnd hjá
Leikfélagi Reykjavíkur 20. júní. Islandsklukkan flutt í útvarp. Dúfna-
veislan sýnd í Árhus Teater í Árósum.
1971 Straumrof leikið í útvarp. Þættir úr Dúfnaveislunni leiknir í út-
varp.
1972 Atómstöðin frumsýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur 14. mars.
Hús skáldsins leikið í útvarp. Þjóðleikhúsið frumsýnir Sjálfstætt fólk
23. aprfl. Þáttur úr Dúfnaveislunni gefinn út á hljómplötu. Leikfélag
Akureyrar sýnir Strompleikinn.
1973 Sjónvarpskvikmynd byggð á Brekkukotsannál frumsýnd í ís-
lenska sjónvarpinu og síðar sýnd í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, V-
Þýskalandi og víðar. Atómstöðin leikin í útvarp.
1974 Kristnihald undir Jökli sýnt í Tröndelag Teater í Þrándheimi.
Strompleikurinn leikinn í útvarp, einnig þættir úr íslandsklukkunni.
1975 Silfurtúnglið sýnt á 25 ára afmæli Þjóðleikhússins. Leikfélag
Akureyrar sýnir Kristnihald undir Jökli. Leikfélag Menntaskólans á
Akureyri sýnir Atómstöðina. Smásagan Veiðitúr í óbygðum leikin í
sjónvaip. Leikfélag Skagfirðinga, Leikfélag Selfoss og Leikfélag
Hveragerðis sýna Atómstöðina.
1976 Smásagan LUja kvikmynduð. Leikklúbbur Laxdæla sýnir Silf-
urtúnghð.
1977 Straumrof sýnt á ný hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Leikritið kem-
ur út í annarri útgáfu hjá Helgafelii.
1978 Silfurtúnglið sýnt í sjónvarpinu. Raatiko-dansflokkurinn í
Finnlandi sýnir Sölku Völku. Leikfélag A-Eyfellinga sýnir þætti úr
Kristnihakli undir JökU. Umf. Biskupstungna sýnir íslandsklukkuna.
Leikfélag Homafjarðar með Halldórs Laxness-dagskrá.
1979 Leikfélag Akureyrar sýnir Sjálfstætt fólk.
1980 Sjónvarpskvikmynd byggð á Paradísarheimt sýnd. Nemenda-
leikhúsið sýnir íslandsklukkuna. Skagaleikflokkurinn sýnir Atóm-
stöðina. Leikklúbbur Laxdæla sýnir Dúfnaveisluna.
1981 Þjóðleikhúsið sýnir Hús skáldsins. Leikfélag Reykjavíkur sýnir
Sölku Völku. Leikfélag Blönduóss sýnir Kristnihald undh- Jökli.
Áhugaleikhús í Norður-Finnlandi og Héraðsleikhúsið í Kajana sýna
leikgerð Sölku Völku.
1982 Leikfélag Akureyrar sýnir Atómstöðina.
1983 Ungmennafélagið Skallagrímur sýnir Dúfnaveisluna. Leik-
flokkurinn á Hvammstanga með kynningu úr verkum Halldórs Lax-
ness. Leikfélag Húsavíkur sýnir Sölku Völku.
1985 Þjóðleikhúsið sýnir Islandsklukkuna. Leikfélag Akureyrar sýn-
ir Silfurtúnglið. Leikfélag Flateyrar með Kiljansvöku. Leikhópurinn
Máni sýnir Kiistnihald undir Jökli.
1987 Dramaten í Stokkhólmi sýnir Atómstöðina (En liten ö í havet).
Leikfélag Ólafsvíkur sýnir Kristnihald undir Jökli.
1988 Salka Valka sýnd í Hjalmar Bergman leikhúsinu í Örebro í Sví-
þjóð.
1989 Leikfélag Reykjavíkur sýnir Ljós heimsins og Höll sumar-
landsins. Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir Sölku Völku.
1990 Borgarleikhúsið í Ósló sýnir Sölku Völku. Umf. Staf-
holtstungna með Laxness-k\>öld. Leikfélag Hveragerðis, Hvert ör-
stutt spor, dagskrá.
1991 Leikfélag Mosfellssveitar með Afmælisdagskrá. Leikfélag
Fljótsdalshéraðs með dagskrá úr verkum Halldórs Laxness. Umf.
Ármann, Stiklað á stóru, dagskrá.
1992 Leikhúsið Frú Emelía flytur Rhodymenya Palmata, kamm-
eróperu eftir Hjálmar H. Ragnarsson við Ijóðabálk Halldórs Laxness.
Leikfélag Akureyrar sýnir Islandsklukkuna. Þjóðleikhúsið: Hátfðar-
dagskrá í tilefni 90 ára afmælis höfundar: Strompleikur, (leiklestur),
Straumrof (leiklestur), Pijónastofan Sólin, (leiklestur) Veiðitúr í
óbygðum, (leiklestur). Leikfélag Mosfellssveitar sýnir Innansveitar-
kroniku. Leikfélag Dalvdkur sýnir Strompleikinn.
1993 Snúður og Snælda með kynningu á verkum skáldsins.
1994 Leikfélag Kópavogs sýnir Silfurtúnglið. Leikfélag Blöndóss sýn-
ir Atómstöðina. Leikfélag Selfoss sýnir Islandsklukkuna.
1996 Leikfélag Reykjavíkur sýnir Hið ljósa man, Umf. Dagrenning,
leikdeild sýnir Sjálfstætt fólk. Leikfélag Hveragerðis sýnir Sölku
Völku.
1997 Leikfélag Akureyi-ar sýnir Vefarann mikla frá Kasmír. Borgar-
leikhúsið í Tampere í Finnlandi sýnir Sölku Völku.