Morgunblaðið - 14.02.1998, Page 18
18 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998
HALLDOR KELJAN LAXNESS
Hugtakið erfiði
var ekki til
INNANSVEITARKRONIKA
UNDUR að svo lítt gánghnáir menn skyldu eyða ævinni til að
reyna sig í þolhlaupi við stökkfráar sauðkindur. Pó það sé lyginni lík-
ast höfðu þessir fótstirðu menn, ekld nema í meðallagi sjónskarpir og
nokkuð brjóstþúngir, einlægt betur í kapphlaupinu við þessa eldfljótu
skepnu, og það kom sig af því held ég, að þeir fóru ætíð svo hægt að
sauðkindin misti áhuga á leiknum; sumpart einnig af því að þó sauð-
ldndin sé þrá þá voru þessir menn sýnu þrárri. Þeir mistu aldrei þol-
inmæðina þó skepnan hlypi undan þeim í fjalli, upp snarbratta urð,
sjónvitlaus af stygð. Aldrei töluðu þeir um að þetta væri erfitt, hug-
takið erfiði var ekki tíl. Mætti bæta því við að vitrir höfundar telja þá
hjátrú sprottna af getuleysi að til séu erfið verk; þau ein verk séu erf-
ið sem unnin eru með rángri aðferð. Pó þeir sæu illa kom aldrei fyrir
að kind kæmist undan þeim á fjalli; en öllu komu þeir til bygða án
þess á þeim sæust þreytumerki ellegar þeir fyndu til mæði. Þeir
kunnu ekki að flýta sér en þeir kunnu ekki heldur að vera of seinir.
Kýrin er móðir okkar allra
BREKKUKOTSANNÁLL
NÚ lfður frammundir miðjan aftan, og verður ömmu minni geing-
ið útúr kotinu að líta á kálið í góða veðrinu, og geingur hjá mér þar
sem ég er að skemta mér í grasinu. Hún tók víst ekki eftir mér; en
meðan hún er að skoða kálið, og snýr sér undan mér, þá heyri ég
ekki betur en hún segi, einsog hún væri að tala við sjálfa sig:
Ég vona mér hafi misheyrst í morgun að einhvur hér á bænum
hafi verið að tala ljótt um kúna.
Ekki geri ég það, gell ég þá við.
Að minstakosti vona ég að einginn hafi heyrt hann Bjöm hér í
Brekkukoti gera það, sagði hún.
Beljan fór í kálið, sagði ég.
Ég veit fátt jafnljótt og tala illa um kú, sagði amma mín, - nema
ef vera skyldi að setja á hana hundinn. Kýrin gefur okkur mjólkina,
Kýrin er móðir okkar allra. „Lóló min Lappa, sára ber þú tappa“.
„Blessuð skepnan", er sagt um kúna.
Ég sagði ekki neitt. Hún hélt áfram að skoða undir kálið hvort
hvergi væri rófa mátuleg í súpuna. Og sem hún heldur áfram að
bogra þama heyri ég hún segir enn innundir kálið:
Hvur ætli hafi verið að blessa hund hér útundir vegg í dag?
Ekki man ég til að ég hafi verið að því, segi ég.
Mér heyrðist einhver vera að blessa hund, sagði hún. Það hefur
líklega verið misheym. Um hunda er sagt grey garmur og skam.
Að minstakosti hefur einginn heyrt hann Bjöm hérna í Brekkukoti
blessa hund.
SVERRIR HERMANNSSON valdi
Þar sem ég þóttist
óhultur um að fólk
heyrði til mín
GRIKKLANPSÁRIÐ
ÞAÐ er nú einusinni keppikefli sérhvers íslendíngs að gefa útaf
sér eitthvað í bókarlíki. En ekki verður leingi lifað á skáldfrægð
einni, jafnvel ekki í Flatey á Breiðafírði, og þar sem ég hef nú
einlægt haft meiri unun af saunglist en ritlist vaknaði hjá mér
forvitni um hvort á þessari ey mundi vera til hljóðfæri einsog í
Homafirði. í kofforti mínu hafði ég meðferðis, einsog ævinlega,
sígild bindin tvö af saunglögum Schuberts, auk heftis með nokkrum
íslenskum einsaungvum við píanó og ég er laungu búinn að týna
núna. En þar vom þau lög sem heita Hún amma mín það sagði mér,
Gissur ríður góðum fáki og Nú ríkir kyrð; og ekki má gleyma Um
undrageim í himinveldi háu sem lángt frammeftir ævi var
hlægilegast kvæði sem ég kunni: semsé hinn frægi kál- og
kartöflugarður íslenskra einsaungvara í sveitum. Nú kom það í ljós
að í skólahúsi Flateyar reyndist vera harmóníum með fjölbreyttri
stillíngu sem sóknarformaður og kennari leyfðu mér að prófa. Þegar
ég var orðinn einn í þessu húsi, og vitaskuld fult af maðkaflugu
einsog til ber í skólum og kirkjum á sumrin, þá fór að verða altítt að
ókennilegur hávaði bærist úr húsinu alla leið niðrá fiskreiti þorpsins
á ólíklegum tímum sólarhríngs. Undirritaður var að sýngja. Það
væri vanþakklæti við skaparann að neita því að ég hefði haft eitthvað
í áttina við saungrödd: með leyfi að segja, ég hafði bjartan tenór
tiltölulega óklemdan og með lítílli æfíngu var hægt að liðka og fá til
að taka við sér. Og nú voru upprunnir þeir dagar fyrir mér að ég
mátti sýngja einsaung frá morgni til kvölds í húsi þar sem ég þóttist
óhultur um að fólk heyrði til mín. Þetta er eina tímabilið á ævi minni
sem guð einn hefur haft frið til að heyra mig sýngja; en því miður
stóð sú dýrð ekki leingi. Það hefur kanski verið á þriðja degi
þessarar saungtíðar að ég gekk útúr skólanum einn hábjartan dag á
miðnættí kríngum jónsmessu: þá verður mér litið til hvar prestsfrúin
og dóttir hennar sitja skamt undan á mosavöxnum gijótgarði; þær
ber við döggina á túnunum í miðnæturhúminu. Konumar stóðu upp
og heilsuðu mér af kurteisi og þökkuðu fyrir saunginn, dóttirin
eftílvill ögn feimnislega; en frúin bað afsökunar og sagði að það væri
víst ekki fallegt til afspumar að fólk færi að þakka opinberlega fyrir
það sem það hefði stolist til að heyra.
GYRÐIR ELÍASSON valdl
Morgunblaðið
SVEITUNGAR Halldórs Laxness efndu til samkomu í Hlégarði á áttræð-
isafmæli hans 1982. Þar hittu þeir hinn aldna heiðursborgara sinn. Við hlið
hans situr Salóme Þorkelsdóttir.
Sögur blekbónd-
ans dalbúanum
mikils virði
Heiðursborgari Mosfellssveitar,
Nóbelsskáldið Halldór Laxness, er
fallinn frá. Þær eru margar
perlumar sem hann hefur þrætt á
perluband íslenskra bókmennta.
Ungur fór hann út í heim en
gleymdi aldrei bernskustöðvum
sínum og byggði sér að lokum bú-
stað í Mosfellsdalnum. Hugstæð
eru þau verk hans sem fjalla um
fólkið í þessum dal, sem hann ólst
upp í frá þriggja ára aldri. Með
þeim hefur hann opnað augu okkar
Dalbúa fyrir þvi umhverfi og
mannlífi sem hér þróaðist. Bæk-
umar í túninu heima, Innansveit-
arkronika, Heiman ég fór og Sag-
an af brauðinu dýra veita okkur
innsýn í það líf sem fólkið í Daln-
um Úfði. I þeim er að finna hugljúf-
ar bernskuminningar sem Halldór
færði í letur. í í túninu heima er
auðvelt að hverfa með honum aftur
í tímann, þegar faðir hans tekur
hann sér við hönd fyrsta daginn í
sveitinni, þeir ganga austur fyrir
tún, sjá þar lítinn læk með rauðum
steinum og setjast. Það er vor-
morgunn, sólskinsdagur og dreng-
urinn sér lóuna í fyrsta sinn og
hann langar að grípa fuglinn og
taka hann með sér heim og eiga
hann - og Sagan af brauðinu dýra
um hana Guðrúnu Jónsdóttur,
vinnukonu prestsins á Mosfelli,
sem villtist í þokunni þegar hún
var send að sækja brauð úr
seyðslu í hverasandi sunnan við
ána. Hún fannst eftir fjóra daga
uppi á heiði og var með brauðið
ósnert í skjólunni. Aðspurð af
hveiju hún hefði ekki fengið sér af
brauðinu sagði hún þessi fleygu
orð - því sem manni er trúað fyrir
er manni trúað fyrir. Hún lét sér
duga rigningarvatnið af steinun-
um. Oft verður mér hugsað til þess
hvemig bækur Halldór hefði skrif-
að ef hann hefði ekki alist upp í
þessum dal við fótskör ömmu sinn-
ar sem hann segir svo fallega frá í
bókinni Heiman ég fór. Þessar
bækur em e.t.v. ekki taldar með
merkustu bókmenntaverkum Hall-
dórs Laxness en þær eru Dalbúan-
um mikils virði sem hefur búið í
nábýli við blekbóndann í Gljúfra-
steini.
í hugum sveitunga hans er Hall-
dór Laxness ekki aðeins virtur
sem skáld heldur einnig sem
mannvinur, dýravinur, náttúru-
unnandi og gróðurvemdarmaður.
Nokkuð er liðið síðan hann hætti
að ganga um holtin ofan við
Gljúfrastein ásamt hundinum sín-
um. Undanfarin ár hefur hann átt
athvarf í Reykjalundi þar sem
hann hefur notið umönnunar.
Héðan úr Mosfellsdalnum eru
sendar hugheilar samúðarkveðjur
til Auðar eiginkonu hans og fjöl-
skyldunnar allrar. Auður var hon-
um stoð og stytta í störfum hans
og sem húsmóðir á gestkvæmu
heimili, þar sem allir eru boðnir
velkomnir, kotungar jafnt sem
höfðingjar.
Blessuð sé minning Halldórs
Laxness.
Salome Þorkelsdóttir.
Hataðasti maður
Islands nú þjóð-
ardýrlingur
MARGT breytist á nokkrum ára-
tugum. Fyrir hálfri öld var Halldór
Laxness hataðasti maður íslands. í
dag er hann þjóðardýrlingur.
Þegar við hyllum sigui’vegara
gærdagsins hættir okkur til að
gleyma að allt sem er nýtt og merki-
legt er nýtt og merkilegt vegna þess
að það er ólíkt öllu sem við þekkj-
um. Það kemur því eins og skrattinn
úr sauðarleggnum og vekur um-
svifalaust deilur og andstöðu.
Engin persóna hefur haft meiri
áhrif á líf mitt og minna en Halldór
Laxness. Og án efa gegnir sama
máli um þjóðina í heild: Enginn hef-
ur markað dýpri spor í vitund henn-
ar síðan frelsishetjan, Jón Sigurðs-
son, safnaðist til feðra sinna árið
1879.
En Halldór Laxness var ekki,
fremur en aðrir frumkvöðlar,
óskeikull. Ég hugsa oft til þess að
sú harða afstaða sem hann tók gegn
heimskapítalismanum mótaðist
einmitt hér í Los Angeles þegar
hann bjó hér, auralaus og smáður, á
árunum 1927-1930.
Halldór, eins og Guðmundur
Kamban síðar, íhugaði að verða
þátttakandi í listgrein sem aragrúi
listamanna um allan heim leit þá
hýru auga. En honum ofbauð svo sá
veruleiki sem blasti við hér ytra að
hann hrökklaðist frá - um aldur og
ævi læknaður af kvikmynda-
veirunni.
Dauði þöglu myndanna árið 1928
- og þar með endalok 90% af öllum
stjömum hvíta tjaldsins - verð-
bréfahrunið hrikalega í október
1929 og heimskreppan í kjölfarið
sköpuðu ekki beinlínis vinnuskilyrði
sem ungur höfundur og hugsjóna-
maður sóttist eftír.
Það er kaldhæðnislegra en orð fá
lýst að einmitt þessar óblíðu mót-
tökur urðu til þess að þetta unga
séní flæmdist frá Hollywood og
hvarf heim á klakann, hóf að skrifa
sín bestu verk og gerðist hluthafi í
byltingarklíkunni frægu í Garða-
stræti 15.
Hópurinn sem dafnaði undir
vemdarvæng Erlends Guðmunds-
sonar, óbreytts en hámenntaðs toll-
heimtumanns, taldi ekki hlutverk
sitt að spá í bollana í Unuhúsi, held-
ur að undirbúa umbyltingu samfé-
lagsins - friðsamlega vitaskuld - í
nýstárlegra horf.
Enn liðu þó mörg ár þar til sá
sem þessar fátæklegu línur ritar
kviknaði til lífs. Var jafnvel örvænt
um hvort ég léti sjá mig áður en allt
um þraut. Var sagt að án efa hafi ég 3
dokað við meðan tvær atóm-
sprengjur riðu yfir heiminn. Daginn
eftir Nagasaki skreið ég loks út.
Og vití menn. Veröldin sem við
mér blasti var ekki síður torræð en
sú sem mætti skáldinu hér í Borg
englanna fyrir 70 árum. Botnaði ég
lengi vel lítið í móður minni, minna í
föður mínum og minnst í þeim
urmul listafólks sem alla tíð var
heimagangar á Reynimel 49.
Og verst gekk mér að skilja Hall-
dór Laxness. Breytti litlu þótt hann
fengi verðlaun kennd við Nóbel
þann sem fann upp dýnamítin.
Botnaði ég lengi vel ekkert í hvaða
dularfulla samband gat verið á milli i
þessara ógnvænlegu efna og þess
sem þjóðskáldið var að bralla.
Ekki bætti úr skák að þá, eins og
ævinlega þegar eitthvað spennandi
var í uppsiglingu, var mér holað
niður hjá ættingjum í annarri sýslu
meðan ósköpin dundu yfir. Þegar
ég loks fékk aftur að sofa í litla
rúminu mínu var hátíðin gengin um
garð og ég litlu nær um tilstandið.
Engu að síður var skáldið af og
til að minna á sig. Oft var upphafið
það að faðir minn, Ragnar í Smára,
sem var dagfarslega málglaður og
laus við vöflur, varð allt í einu þög-
ull og dálítið dularfullur í framan
eins og maður sem fréttir að konan
hans fari ekki einsömul.
Var leyndin slík að til undantekn-
inga heyrði ef nokkuð kvisaðist um
burðinn fyrr en barnið var fætt. A
slíkum augnablikum - þegar hand-
ritið var komið í höfn og innsti
hringur búinn að leggja blessun
sína á verldð - var engu líkara en
skáldið losnaði úr álögum.
Gleymi ég aldrei þegar ég - í
jólafríi frá námi við erlendan há-
skóla - ásamt foreldrum mínum,
sótti skáldið og Auði konu hans
heim. Var engu líkara en maðurinn
sem fáeinum mánuðum áður virtist
öldungis áhugalaus um mannlegan
félagsskap hefði haft hamskipti.
Hann var í brúnleitum tweedföt-
um að breskum sið og hélt á stórum
vindli. Hann var alvörugefinn en al-
úðlegur og talaði linnulaust þar sem
hann gekk um gólf og pataði út í
loftið eins og hann þyrfti að fá útrás
eftir einangrun og einbeitingu und-
angenginna mánaða.
Hann minnti mig á enskan aðals-
mann, aðeins kúltíveraðri og mál-
efnalegri. Málfarið var lýtalaust og
gersneytt þeirri skrúðmælgi sem
einkenndi ritverk hans. Og í stað
þess að reka í vörðumar eins og
hann var vanur talaði hann skyndi-
lega án minnsta hiks eða efa.
Hann talaði hvorki um ísland né
Sovétríkin og aldrei um sósíalisma.
Þess í stað talaði hann um ástand
heimsmála út frá sjónarmiði mann-
eskjunnar, einstaklingsins, lítil-
magnans. I nær þrotlausri tveggja
t£ma ræðu varð ég aldrei var við
neitt sem gat kallast fals eða for-
dómar.
Það var á þessu vetrarkvöldi á
Gljúfrasteini fyrir þrjátíu árum sem
ég sldldi hvemig í öllu lá. Hann
hafði staðið mér of nærri. Öll sú
viska sem ég drakk í mig í föður-
húsum var frá honum og byltingar-
hópnum harðsnúna í Unuhúsi. Og
sama gilti um þjóðina alla.
En það var aðeins upphafið. Ég
var ekki í vafa um að þetta kvöld
var hann að leggja mér lífsreglum-
ar. Ég veit það hljómar kjánalega
en á einni kvöldstund lærði ég
meira en á fjóram vetram á hörðum
bekkjum háskólans í Edinborg: um
sjálfan mig, ísland og umheiminn.
En umfram allt skildi ég að það
era ekki verðlaunin sem máli
skipta, heldur að berjast fyrir því
sem þú trúir á. Einungis þeir sem
skilja að ekkert í þessum heimi fæst
án baráttu, einungis þeir munu
sigra. Hinir mæta í jarðarförina.
Jón Óttar Ragnarsson,
Los Angeles.