Morgunblaðið - 14.02.1998, Page 21

Morgunblaðið - 14.02.1998, Page 21
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 21 HALLDÓR KILJAN LAXNESS .»-1 /V<~y , « Æ.. EI ■** /*», ■ 1 »-/ /L. /r tf U/f. „ -,/•' > rð "*-•■ ' /9 «.wV , -,t- » / ,- V ' . •’ •/ ■ c<^ -^s*. * •*- -- /. /--w.,./ /y 'fá?''. y s o... HANDRIT íslundsklukku Halldórs Laxness. HALLDÓR ogAuðurmeð dætrunum Sigríði og Guðnýju. ...að tungumálið sé á einhvern hátt stœrra en líf- ið sjálft Þegar dyrnar lukust á hæla Steins hins unga forðum var engu líkara en öllu væri lokið, aftur yrði ekki snúið, eða hafði hann ekki af- máð sjálfan sig og afneitað fegurð hlutanna, ómælisdjúpum tímans og tungumálsins, með því að ofurselja sig annarlegum trúarkenningum? Var vefarinn ekki allur? Svo héldum við sem hörmuðum ákvörðun Steins Elliða, sjálfskaparvíti hans, þvi okk- ur féll miklu betur við oflátunginn, sem sveiflaðist um heiminn í ábyrgðarlausri og þverstæðufullri orðlistarvímu, líkt og í honum byggju margir skuggar, hver þeirra með sín viðhorf og sinn stíl, sundur- tættir af óheilindum, misræmi og ofsafullri ósátt, mennskh- fram úr hófí og um leið goðumlíkir í leit sinni að hugmyndum til að deyja fyrir. Var þetta ekki kynngimagnað mannseðlið sjálft, spurðum við stundum, sambland skepnuskapar og engildóms, holdiklædd fjarstæða, sem ekki reis undir sköpum þess að vera til; því Steinn stóð frammi fyrir sömu valkostum og Hamlet, að vera eða vera ekki, og hann valdi vitlaust, héldum við, sagði skilið við lífíð og erótíkina fyrir stórkostlega stein- gerða blekkingu. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig Steini liði i steinbyrginu suður í Rómaborg, hvað hann hefði fyrir stafni, um hvað hann hugsaði dægrin löng; minntist hann stund- um Diljár og Þingvalla í bænum sín- um og draumum - eða gerði hann sér enga grein fyrir mikilfenglegum missi sínum, sínum stórfelldu mis- tökum, hversu einstaklega heimsku- leg ákvörðun hans var? Þegar ég les sögu Steins Elliða á nýjan leik er ég ekki lengur jafn viss og áður; var ákvörðun hans ekki í raun eins rétt og hugsast kann, stórkostlegt upphaf, fórn fyr- ir okkur öll hin, þótt hann afneitaði með því venjulegum áhyggjum, hyrfi inn í lífsvist sem kennd er við stein, sökkti sér niður í ókennilega þögn, stykki inn í fjarrænan ósýni- leika... og skildi eftir sig unga stúlku í tárum. Er það ekki með út- breiddari lygum nútímans að and- leg iðkun munksins sé á einhvern hátt röng, jafnvel glæpsamleg, lít- ilsverðara hlutskipti en erótískt og fjármálalegt fljótræði daganna; voru hin meintu endalok ekki upp- haf að ægifögrum hring hugsunar og skáldskapar, auðugum æviferli, sem smám saman hefur sveigst að innra samræmi eigin upphafs, hring sem fullnast á þessum dögum með smurningu og dauða skálds, raun- verulegum endalokum, sem um leið eru einhvers konar endurtekning; því þótt munkurinn hafi kafað ómælisdjúp tungumálsins, fært okkur stórkostlega texta um víddir sálarinnar, harmleiki, skopsögur og dýrðleg ljóð um mennskuna í henn- ar breytilegu myndum, má greina órofa samhengi í þeim öllum - óró- legt afl og stríða öldu, tráarlega glímu hins unga Steins, harmrænt gleðispil efasemda, afneitunar og djúpsærrar vissu, sem samtíð okkar bregst yfirleitt við með tómlæti eða kaldhæðni, hlálegri blekkingu um að hægt sé að töfra burt það sem máli skiptir með tali og skrifum. Skáldið vissi betur og þó hefur eng- inn komist nær því að skapa slík hughrif með þessum lesanda: að tungumálið sé á einhvern hátt stærra en lífið sjálft. Dyr lokast enn og aftur, ný og gömul endalok opnast: okkar gamli Steinn er horfinn í faðm heilagrar kirkju á nýjan leik, til einhvers kon- ar dásvefns eða óendanleika; en við stöndum eftir eins og maður sem hefur dottið niðrum gíg, sveitt, sótug og lútersk með munnana fulla af ónýtum orðum. Matthías Viðar Sæmundsson. Hann var það allt Á sjötugsafmæli sínu 23. apríl 1972 var Halldór Laxness sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í íslenskum fræðum við heimspekideild Háskóla Islands með titlinum „doctor litter- arum islandicarum honoris causa“, en það er sérstök viðurkenning sem aðeins örfáum hefur hlotnast. Með þessu vildi deildin auðsýna „fulltrúa þeirrar listgreinar sem menning vor byggir á þann mesta sóma sem Há- skólanum er frekast unnt og þar með greininni sjálfri“, eins og segir í ræðu rektors af þessu tilefni. í stuttu ávarpi þar sem Halldór þakk- ar þann virðingarvott sem honum var sýndur segir hann m.a: „Ég er ekki háskólamaður þó ég hafi orðið var við það aftur og aftur, að Há- skóli íslands hefur lagt fram eða léð stuðning sinn nokkrum þeim hlutum þar sem mitt nafn var við bendlað. Þó er það í raun og veru í fyrsta skipti í dag sem fundum mínum og Háskólans ber sarnan." Hann óskar Háskólanum til ham- ingju með þá nýbreytni að veita þeim mönnum viðurkenningu sem um langan aldur hafi starfað að menningarmálum án þess að til- heyra neinu skilgreindu svæði eða tiltekinni grein sem Háskólinn hafi afmarkað sér og segir að lokum: „Ég veit ekkd hvort þessari heið- ursnafnbót fylgir „ius docenti", en hvað sem um það er, þá veit Há- skólinn nú hvar mig er að finna, og ég segi eins og gamla fólkið sagði stundum við mann: „Nefndu nafnið mitt, ef þér liggur lítið við.“ Ekki bar Háskólinn gæfu til að svara boði skáldsins um að halda fyrirlestra, og er því „Háskólafyr- irlestrum Halldórs Laxness" fá- tækari. Halldór var nefnilega ekki aðeins stórbrotið skáld heldur einnig mikill og frumlegur fræði- maður. Hann var málfræðingur, sagnfræðingur, bókmenntafræð- ingur, heimspekingur, og gott ef ekki líka guðfræðingur og náttúru- fræðingur. Hann skrifaði mikið af fræðilegum ritgerðum, einkum um íslenska bókmennta- og menning- arsögu, en einnig um umhverfis- mál og náttúruvernd og var í því •-» efni langt á undan sínum tíma. Óll rit hans byggjast á rannsóknum, einnig skáldverkin, þótt úrvinnslan sé þar listræn fremur en fræðileg. Togstreitu vísinda og skáldskapar ræðir hann víða í verkum sínum, allt frá smásögunni Lilju til Kristnihalds undir Jökli þar sem hún kemur beinlínis upp á yfir- borðið í samtölum þeiri’a séra Jóns Prímusar og dr. Godmans Sýng- manns. í Lilju sem og fleiri verk- um tákngerist listin í söng sem vís- indin þagga niður. „Skilningurinn" er nefnilega ekki „uppspretta hins æðsta söngs“ eins og Nonni litli í Sjálfstæðu fólki kemst að þegar hann horfir á systur sína gi-áta: * „Samlíðunin er uppspretta hins æðsta söngs. Samlíðunin með Ástu Sóllilju á jörðinni.“ Texti Halldórs Laxness hefur fylgt mér frá því ég lærði að lesa og mun alltaf gera. Það líður varla sá dagur að leiti ekki upp í hugann einhver setning úr verkum hans, vængjuð orð, full af lífsspeki og leiftrandi húmor sem veita í senn samkennd og nýja sýn. Fyrir bók- menntafræðinga eru verk hans óþrjótandi uppspretta sem þeir ausa óspart úr og geta ekki annað. íslensk fræði og íslenskar bók- ^ menntir eru óhugsandi án hans. Tuttugustu öldinni gaf hann rödd. Við erum heppin þjóð að hafa átt hann að og geta nefnt nafnið hans þegar okkur liggur lítið við. Helga Kress forseti heimspekideildar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.