Morgunblaðið - 14.02.1998, Síða 23
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998
HALLDÓR KILJAN LAXNESS
efni og undirbúa sögu hans í drögum og lauk
verkinu Heimsljós 1940. Til að glöggva mig á
mynd persónunnar vitjaði ég flestra þeirra
staða sem skáldið var teingdur meðan hann
lifði í holdinu, því umhverfið er partur per-
sónuleikans - og öfugt. Ég skoðaði leiksvið
hans, talaði við fólk sem haft hafði áhrif á
hann og hann á það. Þessir staðir voru flestir
á Vestfjarðakjálkanum nema kirkjugarður-
inn og tukthúsið í Reykjavík. [...] Loks fór ég
uppá Eyafjallajökul síðla vetrar og lá þar í
tjaldi til að hafa fyrir augum þann stað þar
sem sjálf mitt samsamaðist loftinu í einu éli.
Ekkert afl milli himins og jarðar hefði getað
dregið mig útí skíðagaungur og útilegur á
jöklum nema þetta skáld.
En hvers vegna að æða út í sveitir, upp á
heiðar og jökla að heimsækja óbreyttan al-
múgann? Halldór svarar því óbeint í sömu
bók: „Eg kann ekki önnur svör en þrástagast
á þeirri reynslu minni að sá sem er skáld-
sagnamaður að náttúru og þálfun glati hæfi-
leik sagnfræðíngsins til að gera mun á fræg-
um mönnum og ófrægum í riti. Sé skáldsaga
ósvikin er þar ekki farið í manngreinarálit.“
• • •
Eins og margir hafa vafalaust tekið eftir
við lestur bóka Halldórs skrifaði hann líka
mikið upp til sveita - og erlendis. Þetta segist
hann hafa gert til að „losna við daglegt arga-
þras heimafyrir og ótal staðbundnar skyldur
einsog geingur, í von um að geta einbeitt sér
að verkefni."
Fyrstu bók Heimsljóss skrifaði (lauk?)
Halldór til dæmis á ferðalagi til Suður-Amer-
íku, haustið 1936. í Skáldatíma segir Halldór
að nóg hafi verið við að vera í skipinu á leið-
inni.en-áþví voru rithöfundar á lélð tilskálda-
þings í Búenos Aires:
[...] og margir höfðu ærið að vinna að skifta
um föt allan daginn milli þess sem þeir spók-
uðu sig hver fyrir öðrum við máltíðir og leiki.
Það sem einkum gladdi hug minn var hinn
ágæti skrifsalur á efri þiljum. [...] Ég var í
hópi þeirra höfunda sem notuðu þetta kær-
komna tækifæri til vinnu, og var kominn of-
an snemma á mornana og lét ekki staðar
numið fyren ég var örmagna nær kvöldi og
tími kominn til að fara í smókíng til kvöld-
borðsins.
Aðra bók Heimsljóss skrifaði Halldór í
Moskvu, veturinn 1937-38, þá þriðju á Laug-
arvatni og Þingvöllum, síðsumars 1939 og þá
fjórðu og síðustu í Reykjavík og nágrenni,
veturinn 1939-40.
Að sögn Halldórs Guðmundssonar bók-
menntafræðings sem vinnur nú að rannsókn
á verkum Halldórs Laxness fyrir fjórða bindi
Islensku bókmenntasögunnar, beitti skáldið
sig einnig hörðum aga þegar hann vann
heima við. „Hann skrifaði á hverjum degi, hóf
vinnu um hálf tíu leytið og stóð þá iðulega við
púlt í vinnustofu sinni á Gljúfrasteini. Hann
lét ekkert trufla sig, sama hvað um var að
vera í fjölskyldunni og lokaði að sér ef því var
að skipta. Hann vandist fljótt af ritvél og
handskrifaði heldur með blýanti. Stundum
sagði hann þó Auði konu sinni fyrir sem sat
við ritvélina. Klukkan tvö lagði hann frá sér
blýantinn og fór út að ganga. Eftir það sagð-
ist hann ekki geta hugsað sér að sjá aftur
penna eða ritvél þann daginn."
• • •
Halldór segir í Skeggræðum gegnum tíð-
ina að hann hafi oft lagt eyru við orðum og
orðatiltækjum sem honum voru kunn og fest
sér þau í minni. Sum þeirra hafi hann svo
notað í verkum sínum þegar honum þótti við
eiga. „En ég hef ekki gert mikið af því að
skrifa upp orð sem ég hef heyrt,“ bætir Hall-
dór við.
Þessi síðustu orð skáldsins stangast svo-
lítið á við þá mynd sem blasir við manni þeg-
ar fjölmargar glósubækur hans eru skoðað-
ar. Hluti þessara bóka er varðveittur á
handritadeild Landsbókasafns Íslands-Há-
skólasafns í Þjóðarbókhlöðunni. í þessum
bókum, sem allar eru með blýantsskrift erf-
iðri aflestrar, er meðal annars að finna fjöl-
mörg orð og orðtök sem Halldór hefur
greinilega skrifað upp eftir fólki sem hann
hitti eða upp úr einhverju sem hann var að
lesa. I þessum bókum er annars hvað innan
um annað og allt í belg og biðu. Sumar þess-
ara bóka hafa eins konar titil, til dæmis
„Rússnesk ferðadagbók" frá 1932. Ljóst er
að þarna liggur mikið efni órannsakað sem
gæti gefið góða vísbendingu um vinnuað-
ferðir skáldsins.
Við höfum aðeins verið að skoða tilurð
Heimsljóss í þessari grein en á handritadeild
ekki Heimsljósi á beinan hátt. Talsvert er um
orðtök, svo sem að „eiga rúmt um hendur" I
sem þýði að „vera efnaður". Og orðtakið „tek-
ur sjór til sín“. Hér er sömuleiðis að finna
ýmsar færslur eins og um dagbók væri að
ræða. Einnig uppkast að útvarpserindi, lista
yfir „vinstri framsóknarmenn" og fleira. Svo
er þessi skilgreining á menntuðum þjóðum og
ómenntuðum:
Mismunurinn á menntuðum og ómenntuð-
um þjóðum liggur m.a. í því, að þeim fyrr-
nefndu þykja yfirnáttúrulegir hlutir rann-
sóknarverðir, en þeim síðari þykja yfimátt-
úrulegir hlutir sjálfsagðir.
(Báðir voru á því stigi að þykja yfimáttúru-
legir hlutir sjálfsagðir, hvorum á sinn hátt; en
hvorugum þótti aftur á móti náttúrulegir
hlutir rannsóknarverðir.)
• • •
Að mati Halldórs er höfundurinn miðlægur
í hverju hugverki, eins og áður sagði. í
Skáldatíma segir hann að sú eina persóna
sem máli skipti í listaverki sé listamaðurinn
sjálfur og að þetta eigi ekki hvað síst við um
þá sem segi sögu. „Höfuðpersóna hverrar
skáldsögu er höfundurinn sjálfur, sögumað-
urinn.“ I Skeggræðunum er ágætis skýring á
þessu viðhorfi en þar segist Halldór ekki láta
sér detta það í hug að bera á móti því að
„bæði Ólafur Kárason og nokkrir tugir af
öðrum persónum í sögum mínum séu greini-
leg endurspeglun sjálfs mín. í því sambandi
má ekki láta sér sjást yfir Bjart í Sumarhús-
um. Þetta er allt runnið úr sjálfsvitund höf-
undarins, á þar heima og er óaðskiljanlegt
henni.“
í Skeggræðunum segir Halldór ennfremur
að höfundurinn geti aðeins sagt frá atburð-
um, mönnum, hugmyndum, flækjum og
árekstrum, sem hann hafi sjálfur lifað; höf-
undurinn geti ekki farið út fyrir sína eigin
reynslu, en hann ritstýri henni. „Hann býr
sér til grind sem er þegar bezt lætur eins
rökrétt og grind í húsi, síðan fyllir hann upp í
grindina með reynslu sjálfs sín. Maður er ^
andsvar við þeim áhrifum, sem hann verður
fyrir í lífinu.“
En höfundurinn verður jafnframt að búa
yfir hæfni til að koma þessari reynslu á blað á
listrænan hátt, segir Halldór, en það tekst
ekki alltaf: „Ymsar ástæður liggja til þess að
það mistekst. Það getur stafað af slappri
greind höfundarins, sljórri tilfinningu hans
um það sem gerist kringum hann, eða af því
tjáningarmiðillinn er ekki í lagi. Dögum oftar
ber fyrir augu texta, þar sem höfundinum er
fyrirmunað að tjá sig.“
Þetta viðhorf Halldórs til hlutverks höf-
undarins í skáldskapnum er náskylt hinni
rómantísku snillingshugmynd nítjándu aldar-
innar. En Halldór lenti líka í töluverðum erf-
iðleikum með þennan alltumlykjandi höfund
á seinni hluta ferils síns. Sögumaðurinn, þessi
Plús-Ex, er hann kallaði svo, var orðinn ein-
um of fyrirferðarmikill í verkunum og hann
vildi bola honum burt. Þetta var á sjöunda
áratugnum og Halldór sneri sér að leikrita-
gerð þar sem Plús Ex hefur engan (eða
a.m.k. mjög takmarkaðan) þegnrétt. Skáld-
sögurnar sem komu í kjölfarið einkenndust
líka af þessari viðleitni að láta sögumanninn
(höfundinn?, hið innra ég textans) hverfa sem
mest í verkinu. Nægir að nefna Kristnihald
undir Jökli sem kom út árið 1968 og er at-
hyglisverð atlaga að þessu markmiði með
hinum hlutlausa mannfræðilega skrásetjara,
Umba.
Hér var Halldór enn sem fyrr á harðaskeiði
með samtímaþróun í bókmenntum heimsins.
Einmitt um þetta leyti fór fram byltingarkennd
umræða í Frakklandi og fleiri löndum um höf-
undarhugtakið, vanda þess og viðgang í bók- ^
menntunum. Arið 1968 skrifaði franski heim-
spekingurinn, Roland Barthes, fræga grein
sem neindist „Dauði höfundarins". I henni boð-
aði Barthes hvarf höfundarins úr bókmenntun-
um en þetta hvarf taldi hann að myndi geta af
sér nýjar bókmenntir sem hann kallaði skrifen
þau eru það „hlutlausa, margþætta og dulda
svæði þar sem sjálf okkar rennur undan, það
svart-hvíta þar sem sérhver sjálfsmynd er horf-
in, einkum þó sjálfsmynd þess sem skrifar." Ári
síðar birti svo landi Barthes, Michel Foucault,
grein þar sem hann reyndi að svara spuming-
unni: Hvað er höfundur? Foucault reyndi að út-
skýra hvers vegna bókmenntunum gengi jafh ^.
ei-fiðlega og raun ber vitni að losa sig við höf-
undinn. Og þá erum við í vissum skilningi aftur
komin að upphafsspumingu þessarar greinar:
Hvemig verður listaverk til? Það væri vonandi
að tilraunir Halldórs, Barthes, Foucaults og
fleiri til að átta sig á hlutverki og gildi höfund-
arins í því sköpunarferli hafi fært okkur nær
svari við þeirri spumingu.
HALLDÓR við skriftir á Bókasafninu á Laugarvatni sumarið 1933. Þetta sumar var Halldór
að vinna að Sjálfstæðu fólki en fleiri bækur hans urðu til þama.
er að finna glósubók sem Halldór segir á titil-
blaði (eða fyrstu blaðsíðu) að sé „Minnisatriði
fyrir Ljós heimsins". Raunar hefur í fyrstu
staðið „Minnisatriði fyrir „Ysta hafen strik
hefur verið dregið yfir þennan titil og Ljós
heimsins sett í hans stað. Gefur þetta ef til
vill til kynna að Halldór hafi í fyrstu ætlað að
kalla bókina Ysta haf en þau orð koma
einmitt fyrir í Heimsljósi.
í þessari tilteknu glósubók, sem Halldór
merkir raunar „Nót 3“, standa meðal annars
ýmsar efnislegar eða þematískar athuga-
semdir um skáldsöguna. Undir yfirski'iftinni,
„Stríð Ljósvfkingsins", stendur þetta:
Fyrsta bókin hvernig bernskan lamar hann
og gerir hann ófæran til að taka nokkurn
hlutrænan málstað.
Önnur bókin, barátta milli andans og efnis-
hyggjunnar, sem lýkur með því að OK. flýr
undan báðum, og missir báðar, en hafnar hjá
þeirri flogaveiku.
Baráttan milli auðvaldsins og hins vakn-
andi sósíalisma; ÓK flýr til Skálavíkur á náðir
einverunnar og andans.
Halldór hripar einnig niður þessa athuga-
semd um Ólaf Kárason innan sviga:
(Reynir alltaf að flýja undir verndarvæng
þess afls, sem hann heldur að sé sigursælt, en
afsakar bleyðuskap sinn með ástinni til „and-
a ns“ og „fegurðarin nar“.)
HALLDÓR í vinnustofu sinni á Gljúfrasteini
skömmu eftir að hann og Auður kona hans
fluttu þangað 1945. Halldór skrifaði á hverj-
um degi, hóf vinnu um hálftíuleytið og stóð
þá iðulega við púlt í vinnustofu sinni. Hann
vandist fljótt af ritvél og handskrifaði heldur
með blýanti.
Einnig em hér minnisatriði um eitthvað
sem hann telur sig þurfa að skrifa: „Skrifa
kapítula þar sem Kristján heimtar að strákn-
um sé ekki gefið að éta.“ Athyglisvert er að
orðinu „ekki“ er skotið inn með leiðréttinga-
tákni seinna; kannski Kristján hafi fyrst átt
að heimta að stráknum yrði gefið að éta. Og
síðan em þama hugmyndir og setningar sem
hann vildi muna, svo sem: „Rímur, vísur og
önnur kvæði var ei nema ónytsamur hégómi.“
Hér er ýmislegt annað sem kannski tengist