Morgunblaðið - 14.02.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.02.1998, Qupperneq 24
3*1 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 HALLDOR KILJAN LAXNESS * Skapaði nýja sýn á örlög og ætlunarverk þjóðarinnar í greinarkorni um Halldór Lax- ness sjötugan lét ég þess getið, að hann hefði ekki einasta fært okkur fjölmörg ómetanleg listaverk, sem gert hefðu íslenskar samtímabók- menntir gjaldgengar á alþjóðavett- vangi, heldur hefði hann einnig «*■ unnið það einstæða afrek að ger- móta hugmyndir alh-a landsmanna um sögu sína og samtíð, skapa nýja sýn á örlög og ætlunaverk þjóðar- innar frá fyrstu tíð frammá þennan dag. Ekki nóg með það, heldur hefði Halldór verið svotil eini heim- ildamaður umheimsins um Island og íslendinga. Hann hefði verið sá einstaklingur sem teiknað hefði skýrasta og fjölbreytilegasta mynd af eyþjóðinni við ysta haf fyrir er- lenda lesendur. Þessi síðasta staðhæfing á ekki lengur við með sama hætti og fyrir aldarfjórðungi, meðþví á síðustu árum hafa bókmenntaverk yngri skálda verið þýdd á margar tungur ^ og njóta vaxandi vinsælda víða um vestanverða álfuna. Hitt fer samt ekki milli mála að Halldór fann hljómgrunn víðar en nokkur annar íslenskur höfundur, ef frá eru tald- ir Snorri Sturluson og höfundar ís- lendingasagna. Þess hef ég þrá- sinnis orðið var svo að segja hvar sem ég hef borið niður, jafnt í Grikklandi, Indlandi, Israel og Jap- an sem í Bandaríkjunum og Sovét- ríkjunum. Minnist ég sérstaklega fundar sem við þrír íslenskir blaða- . menn áttum vorið 1966 við ljóð- skáldið Alexander Tvardovskí, sem þá var ritstjóri bókmenntatímarits- ins „Nóví Mír“ og gaf út verk ým- issa höfunda sem ekki áttu uppá pallborðið hjá sovéskum valdhöf- um. Mér var kunnugt um að þeir Hamsun og Hemingway höfðu átt þvílíkum vinsældum að fagna í Sov- étríkjunum að þriðji áratugurinn var kenndur við þann fyrri og fjórði áratugurinn við þann seinni. Nú spurði ég Tvardovskí hver þeirra höfunda sem þýddir hefðu verið á rússnesku á þessari öld væri að hans mati merkilegastur. Hann svaraði að bragði: „Ég er alls ekki að skjalla góða gesti, en að (^ minni hyggju er Halldór Laxness tvímælalaust stórbrotnasti höfund- ur þessarar aldar sem við höfum haft kynni af.“ Þetta er ekki rifjað upp til að ýta undir sjálfsánægju íslendinga og gort þeirra af samlöndum sem frammúr skara, heldur einungis til að árétta þá staðreynd að við eign- uðumst fyrir glettni örlaganna af- burðamann sem skilið hefur eftir sig óafmáanleg spor jafnt í hugar- heimi sérhvers hugsandi íslend- ings sem í heimsbókmenntunum. Ekki kæmi mér á óvart þó Halldóri Laxness yrði þegar stundir líða skipað á bekk með þeim Balzac, Tolstoí, Dostójevskí, Hamsun, ^ Joyce, Proust og Musil. Verk Halldórs eru samin af sér- kennilegri stflsnilld, skarpskyggni og mannskilningi. Þau búa yfir sannleik sem er óbundinn stund og stað. Sífrjótt ímyndunarafl, ófresk- ur innlifunarhæfileiki, lygileg fjöl- breytni stfls og frásagnarháttar, lifandi áhugi á hræringum samtím- ans: þetta eru eigindirnar sem gera verk Halldórs síung og áhugaverð. Mannlýsingar hans eru svo bráðlif- andi, að margar af persónum hans eru okkur jafnhandgengnar og nánustu vinir eða nágrannar. Um 'fc' kvenlýsingamar hef ég heyrt af vörum trúverðugra kvenna, að Halldór lýsi þáttum í kvenlegu eðli sem engum karlmanni eigi að vera leyfilegt að vita um! Við Halldór áttum margt saman að sælda eftirað ég kom heim frá námi haustið 1956. Skrifaði ég tals- vert um hann í erlend tímarit og fjallaði um sumar bækur hans hér heima. Halldór var einkennilega viðkvæmur fyrir gagnrýni, sem olli því að stundum slettist uppá vin- skapinn, en það stóð sjaldan lengi, því hann var maður sáttfús. Eftir lengsta „kuldaskeiðið" kom hann mér í opna skjöldu með því senda mér fallegt heillaóskaskeyti á fimmtugsafmælinu. Skemmtilegast þótti mér að hitta hann undir fjög- ur augu. Þá var hann opinskár og einlægur, en í fjölmenni var stund- um einsog hann brygði yfir sig brynju eða gripi til leikaratilburða. Skemmtilegri eða hugmyndaríkari sögumann hef ég aldrei fyrirhitt. Islenska þjóðin stendur í þakkar- skuld við Halldór Laxness fyrir framlag hans í öllum greinum rit- listar. Ljóð hans voru tímamóta- verk á sínum tíma. Smásögur hans eru meðal gersema bókmenntanna ekki síður en skáldsögumar. Rit- gerðir hans margar eru einstæðar í íslenskum bókmenntum. Eittsinn lét hann þess getið við mig, að eig- inlega væri hann miklu fremur rit- gerðasmiður en skáldsagnahöfund- ur, og benti á langa röð ritgerða- safna í bókahillunni. Þó leikrit hans séu misjöfn að gæðum, eru tilraun- ir hans á þeim vettvangi meðal þess merkilegasta sem fram hefur kom- ið hérlendis. Enginn Islendingur hefur skilað viðlíka lífsverki. Fyrir það þökkum við öll að leiðarlokum. Ég sendi Auði, Guðnýju, Sigríði, Einari og Maríu ásamt öðrum af- komendum og aðstandendum hug- heilar samúðarkveðjur. Sigurður A. Magnússon. Frá nœsta bæ Listamenn og skáld, rithöfundar og fræðimenn munu að makleikum minnast í dag - er þjóðin drúpir höfði - eins mesta sonar sem hún hefur eignast. Hér verður ekki slegist í þann hóp, heldur aðeins sögð örfá þakklætisorð í minning- arskyni um genginn vin æskuheim- ilis þess sem hér heldur á penna. Það varð einn þáttur í lífsláni for- eldra minna að þau bundust ævi- langt vináttu- og tryggðaböndum við nágranna sína og ekki síst við æskuheimili Halldórs Kiljans í Laxnesi sem var næsti bær þá, eins og sagt er. Faðir minn og Halldór höfðu kynnst þegar hann var ungur maður, en Halldór barn og ungling- ur í föðurhúsum og kynni héldust áfram, þótt Halldór væri oft lang- dvölum erlendis og ættfólk hans flyttist brott frá Laxnesi. Heim- sóknir Kiljans skálds voru ætíð skemmtileg tilbreytni. Hann kom gjarnan að vetrarlagi, oft gangandi utan af Mosfellsheiði eða af fjöllum í nágrenninu, þá jafnan með nýj- ustu bók sína áritaða og færði vini sínum. Reyndar hafði bóndinn í Stardal sjaldan eirð að bíða þess, ef heimsókn Halldórs dróst, heldur var þá einnatt búinn að eignast og lesa síðasta verk skáldsins. Þannig voru venjulega til tvö eintök af bók- um Halldórs í safni hans og veitti ekki af, því sumar voru lesnar upp til agna á þessu oftast fjölmenna heimili og risu umræður og deilur um þær stundum hátt! Samskipti þessara fornvina og heimila þeirra tóku á sig nýja og fjölbreyttari mynd eftir að Halldór tók sér bólfestu á ný í nágrenninu ásamt ungri konu sinni og reisti Gljúfrastein. Ekki síst eftir að það kom í Ijós að hann hafði nú eignast sem lífsfórunaut einstaka mann- kosta- og hæfileikakonu sem vann brátt hug allra nágranna þeirra hjóna; varð í senn ein af vinsælustu húsfreyjum sveitarinnar, jafnframt því að vera eiginkona, stoð og stytta í lífi heimsborgarans og skáldsins, - blekbóndans í Gljúfra- steini, eins og Halldór nefndi sig stundum í gamni. Hún er sú kona sem íslenskar bókmenntir og menning eiga áreiðanlega stærri Morgunblaðið/Bjarni MID: Tinna Gunnlaugsdóttir, leikkon a, heilsar upp á Hall- dór Laxness fyrír frumsýn- ingu kvikmyndarinnar Atóm- stöðin, 6. mars 1984. Tinna var í einu aðalhlutverkanna, lék Uglu. Halldóri á hægri hönd er Vigdís Finnboga- dóttir, forseti Islands. skuld að gjalda og meira að þakka en nokkur gerir sér grein fyrir. Faðir minn kunni vel að meta og naut innilega að lesa hinn sérkenni- lega stfl Halldórs. Þótt þeir væru sjaldnast samferða í skoðunum á þjóðmálum kom það aldrei að sök og margt kvöldið skemmtu þeir hvor öðrum með kímilegum sögum og skrítlum. Halldór samdi þá af fingr- um fram margt lítið listaverk sem týndist út í bláinn um leið og hlátur- inn sem það vakti þagnaði. Móðir mín mátti stundum þola önn fyrir þegar reiðar vinkonur hennar býsn- uðust yfir þeim lýsingum í skáldsög- um Haildórs sem þeim fannst fara út yfir öll borgarleg velsæmismörk. Einni svaraði hún þannig að ungum syni sínum áheyrandi: - Jú, satt er að margt finnst hrjúft, ófrýnilegt og hrikalegt í bókum hans. En skáld- sögur hans minna mig jafnan á ís- lenskt landslag. Þar eru svartir sandar, foræði, - en líka háfjöll og heiðríkja hvítra jökla, og fyrr en varir ertu komin í blómskrýdda fífíl- brekku með hunangsilm úr grasi. Nú er Halldór Kiljan horfinn úr þessum heimi, - en hann er ekki allur - og verður aldrei meðan nokkur skilur islenska tungu og bókmenntalistaverk eru einhvers metin á þessari jörð. Auði, konu Halldórs, bömum þeima beggja og nákomnum ættingjum eru hér að lokum frá mér og mínum sendar dýpstu samúðarkveðjur. Egill Jónasson, Stardal. EFST: Halidór Laxness heilsar upp á leikara Drama- ten, Konunglega leikhússins í Stokkhólmi, eftir sýningu söngleiksins „En liten ö i havet", sem byggður er á Atómstöðinni. Morgunblaðið NEÐST: Matthías Johannessen formaður Þjóðhátíðamefndar 1974 tekur á móti Auði og Halldóri Laxness, þegar þau komu á Þingvöll.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.