Morgunblaðið - 14.02.1998, Side 28

Morgunblaðið - 14.02.1998, Side 28
HALLDÓR KILJAN LAXNESS 28 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 Morgunblaðið/Þórir Óskarsson HALLDÓR aíhendir Jóhannesi Nordal verðlaunapeninga sína og -skjöl frá Nóbelsstofnuninni til varðveislu í Seðlabankanum. n>iK trustms | , american.sca^mn^an íoonoahon í atc u> conto HALLDöR KlUKt* LKKNESS \ ^nKncan-Smr^rLvíariffmniiaUon's m mogNikn of hi»<ontTimiuon» \o 'vorki litcrauirc aod to thc t>f undcrstandín& bctwccn thc Umtcd StatCJ and lccland. Kíwtoancrrt ,.1*111» MPHUUD AW0 HIH»T1( *SV*N SÍÐASTA viðurkenning sem Halldóri hlotnaðist; frá The American Scand- inavian Foundation í fyrra. Morgunblaðið FJÖLMIÐLAMENN ræða við Halldór á sjötíu ára ríthöfundarafmæli hans áríð 1989. Heldur áfram ab næra okkur, þótt hann kveðji Kveðja frá Leikskáldafélagi íslands í návist snilligáfu verður himin- ljóst í kringum okkur. Engu er lík- ara en við höfum verið viðstödd mikla hátíð; og að sá skemmtilegi og uppáfinningasami meistari sem færði okkur hana hafi ráðið yfir svo mögnuðum galdri, að veislan er . þrotlaus og heldur áfram að næra okkur þó að hann kveðji. Það er ekki lítils virði að Halldór Kiljan Laxness skyldi gefa leikritun jafn mikinn gaum og hann gerði. Með því jók hann veg þessarar van- ræktu bókmenntagreinar svo um munaði. Sem leikskáld var Halldór virkastur á fyrri hluta sjöunda ára- tugarins þegar íslensk leikritun var í endurfæðingu, vakin af einkar ný- stárlegri leikritun eftirstríðs-Evr- ópu, sem ýmist hefur verið kennd við fáránleika eða tilvistarstefnu. Þá samdi hann sín einstæðu verk, satírísku skemmtunarleikina Strompleikinn, Prjónastofuna Sól- ina og Dúfnaveisluna, þar sem víða 4 er beittara heimsháð en í prósa- skáldskapnum - að Gerplu og Atómstöðinni ekki undanskildum. Ekki er minna vert um margvísleg- ar hugleiðingar hans og ritgerðir um tegundina drama. I greinum sem prentaðar eru t.a.m. í Upphafi mannúðarstefnu, Skáldatíma og Yfirskyggðum stöðum er skrifað af djúpum skilningi um eðli og innstu rök leikritunar, hvemig hún í grundvallaratriðum skilur sig frá prósaskáldskap. Það voru þörf skrif. Þessar greinar eru nauðsjm- leg lesning þeim sem vill fást við leikritaskrif og ekki síður þeim sem gefa sig út fyrir að skrifa gagnrýni um slík skrif, en ýmsir bókmennta- fræðingar seinni tíma hafa naumast grun um hvað sú básfælna skepna dramatíkin á yfirleitt að fyrirstilla. Við eigum eftir að átta okkur á hlut leikverka hans í heildarverk- inu, hvernig leikritun varð rökrétt skref í lok sjötta áratugarins og síð- an hvemig hún dró úr fyrirferð hins alvitra Plús Ex og leiddi skáldið á ný til hins tæra prósa í Kristnihaldi undir Jökli, Innansveitarkróníku og endurminningabókunum. Snemma á fimmta áratugnum hafði Halldór lýst því hversu mikilsvert það er ■ fyrir höfund að átta sig á því að „bók er sjónhverfmg". Þessi orð skýra ef til vill að hluta hvers vegna hann sneri sér að leikritagerð, að sögn firrtur þörfinni til að skrifa skáldsögur. Sá sem skrifar leikrit er í senn höfundur og óvandabund- inn áhorfandi að sköpun annarra á því sama höfundarverki. Þetta skildi HaOdór Laxness vel, þvi leik- arinn er eins konar Plús Ex hold- gerður uppi á leiksviði fyrir allra augum. Kannski var þessi gjöfula dvöl í leikritun skáldinu lífsnauð- syn, tækifæri til að skoða sagnar- andann og beisla sögumanninn á ný, rétt eins og fyrsta leikritið, Straumrof, varð endurnæring frá glímunni við Sjálfstætt fólk snemma á fjórða áratugnum. Við eigum eftir að skoða og skil- greina hvemig leikritin eru ekki einungis sprottin af óþoli gagnvart siðbrenglun tímans heldur eiga sér dýpri rætur í allri hugsun skáldsins og ævistarfi. Þannig má til dæmis rekja þræði Silfurtúnglsins að minnsta kosti allt aftur til Alþýðu- bókarinnar og umþenkinga skálds- ins þar um „Kvikmyndina amerísku 1928“. Við eigum einnig eftfr að átta okkur á þeim áhrifum sem Silfur- túnglið hafði á yngri leikskáld, næstu kynslóð, því dramatík hafði verið illa vanrækt og raunar niður- lægð um langt skeið þegar það leik- rit kom fram. Ef til vill varð hann okkar fyrsti höfundur til að semja leikrit gagngert með ögrandi leik- svið Þjóðleikhússins í huga. Hann var reyndar það mikill kunnáttu- maður á list leikhússins að hann sá það sjálfur fyrir að margar af sög- um hans yrðu leiknar á leiksviði, en ófáar skáldsagna hans hafa verið færðar í leikform, jafnt af innlend- um sem erlendum leikritahöfund- um. Enda hafa fáir skáldsagnahöf- undar skrifað jafn eftirminnileg til- svör, smíðað jafn heilar og dramat- ískar persónur, eða sviðsett atburði af jafn djúpu, dramatísku innsæi. Halldór Kiljan Laxness var fé- lagsmaður í Leikskáldafélagi ís- lands frá stofnun þess. Að leiðarlok- um standa íslensk leikskáld í óborg- anlegri þakkarskuld við þennan ör- láta jöfur og geta sennilega aldrei gert betur en svara með stolti í ei- lífðinni: Við vorum uppi á öld Hall- dórs Laxness. Við vottum Auði Sveinsdóttur, bömum Halldórs og bamabömum einlæga samúð okkar. Áml Ibsen. ✓ Obrotgjarn bautasteinn í tilverunni Halldór Laxness er látinn. Lang- ar mig til að minnast hans með nokkrum orðum, sem félagi í Rit- höfundasambandi Islands sem er fæddur um líkt leyti og Halldór fékk Nóbelsverðlaunin í bókmennt- um. Fyrst er að telja að hann reynd- ist móður minni vel í hennar rit- störfum: En það var Amalía Líndal (1926-1989), blaðamaður og rithöf- undur frá Bandaríkjunum. En hún fékk bókina Ripples from Iceland útgefna í Bandaríkjunum árið 1962. Henni segist svo frá í viðaukanum að seinni útgáfu bókarinnar 1988; í þýðingu minni hér: „Tíunda eintakið fékk Halldór Laxness, Nóbelsverðlaunahafinn frá 1955; en hann hafði áður sent mér, sem blaðamanni, eintak af skáldsögu sinni Paradísarheimt. Hann bauð okkur hjónunum nú óð- ara út að borða, og lýsti þar yfir ánægju sinni með bókina. Hann lagði svo til að ég legðist í skemmti- siglingar á meðan verið væri að kryfja og melta bókina uppi á ís- landi. „Þetta geri ég alltaf þegar mínar bækur koma út,“ útskýrði hann. Ég átti senn eftir að uppgötva af hverju hann hafði varað mig við: Hann var sjálfur uppivöðsluseggur, og vissi þó alltaf nákvæmlega hvað hann var að gera. En hér var ég, sem hafði færst það í fang íjgranda- leysi mínu að „segja löst á Islandi". Þannig skildi ég nú ummæli hans eftir á.“ Sem dæmigerður unglingur í Kópavogi, varð ég fyrst var við Laxness þannig, að minningabókin hans Innansveitarkróníka, þótti til- komumikil jólagjafabók hjá foreldr- um mínum. Fór ég þá að bíða spenntur eftir nýjum hreinræktuð- um skáldsögum frá hendi þessa aldna skáldjöfurs. I Menntaskóla minnist ég að Vig- dís Finnbogadóttir, síðar forseti Is- lands, heimsótti okkur eitt sinn til að kynna okkur rithöfundinn Hall- dór Laxness. Galt hún þá kröftugu neiyrði við þeirri fyrirspurn minni, hvort skáldjöfurinn væri ekki ögn farinn að dala. Ég var aldrei látinn lesa neitt eft- ir Laxness í skóla, en ég fór þó að grípa í bækur hans á eigin spýtur, til að mynda mér skoðun á þeim; enda var hann viðurkenndasta dæmið um óbrotgjaman bautastein í tilverunni hér. Næst heyrði ég talað um hann á háskólaárunum mínum í Kanada: Landi okkar einn hafði dálæti á að segja „snillingasögur" af honum of- an af Islandi, á góðri stundu. Þóttu mér þær sögur orka nokkurs tví- mælis, þótt sannferðugar, upp- byggilegar og græskulausar ættu að heita, því óánægjubroddar gagn- vart þeim sem skara fram úr, báru kímnina uppi. Er fyrsta Ijóðabókin mín kom út, 1989, sendi ég Laxness þegar áritað eintak; og hafði langþráður draum- ur minn þá ræst; að svara áskorun fordæmis hans í einhverju. Áhrifa frá frjósömum íslenskustíl hans hefur enda að vonum gætt sums staðar í skrifum mínum. Nýlega las ég æskuminningar Laxness, til að fá meiri mannfræði- lega innsýn í kvöldvökumenningu bændasamfélagsins. Komst ég þá á þá bráðabirgðaskoðun að Laxness hafi ætíð staðið með annan fótinn í hinni alþýðlegu munnbókmennta- hefð Islands, og með hinn í hinni vestrænu skáldsagnamenningu; að hann hafi hugsað eins og sjálf- menntaður alþýðumaður en ekki eins og maður sem hefur tOeinkað sér langa formlega skólamenntun eða vísindalegan þankagang. En hvort tveggja þykir hafa sína kosti og galla fyrir rithöfunda. Enn er eftir að fjalla um mörg möguleg tengsl skáldsagna Hall- dórs við aðrar vestrænar bók- menntir. Mig grunar t.a.m. að Gerpla sé að nokkru leyti tilraun hans til að skrifa íslenska útgáfu af „Ódysseifskviðu", þroskasögu ferðalangs heimsenda og heima á milli; keimlíka því sem gríski skáld- sagnahöfundurinn Kazantzakis var að gera á sama tíma í söguljóði sínu Nútímalegu framhaldi að Ódysseifskviðu, en ekki að Laxness hafi verið fyrst og fremst að taka mið af Islendingasögunum, eins og mönnum varð þó eðlilega starsýn- ast á. Laxness skrifaði eitt sinn, svo sem frægt er orðið, að Jónas Hall- grímsson væri fremstur íslenskra skálda. Mér þykir nú sýnt, að við það megi bæta, að þeir tveir séu orðnir, ásamt Snorra Sturlusyni, þrír mikilvægustu rithöfúndar sem og einstaklingar íslandssögunnar. Tryggvi V. Líndal. Þakklœti Ur Steinahlíðum fellur grasgróinn steinn Hann er frjáls ferða sinna Steinninn stendur undir nafni - þungur fyrír - einsogstafli bóka skrífaður af snilld Kólfur klukkunnar slær út til heiðurs Halldórí Laxness í túninu heima Bókastaflinn sannar nafngift hans: Nóbelsskáldið okkar Kristinn Gísll Magnússon. Halldór Kiljan Laxness látinn Hljóðnar ys um ögurstund, auður heiðursstallur. Nákul fer um nakinn lund. Nú er Kiljan allur. Úr völdum þráðum vefarans vatt sinn eigin hnykil. Smá var aldrei hugsun hans, hún var ætíð mikil. Ást og hatur eltu hann eftir brautum frama. Um þann djarfa andans mann engum stóð á sama. Yfir hærum mikils manns mánadísir syngja. Hver ætlar nú í anda hans íslandsklukku hríngja? Kristján Árnason. Kjarni málsins Nú er hann þagnaður trumbu- sláttur Töframannsins sem sló takt- inn. Við erum í hálfgerðu reiðileysi, losti, ég sá það niðrí bæ fyrsta dag- inn sem við vissum að skáldið var farið. Það var brestur í augunum á fólki. Einsog töframir sem hefðu haldið þessari þjóð saman væru að splundrast. Einsog álög hefðu horf- ið, en ef fólk er ekki í álögum glatast það. Og hann hélt okkur í álögum. Töframaðurinn með trumbuna sína. Það er þessi taktur hans sem hefur haldið þjóðinni saman, og á meðan við hjörum sem þjóð nennum við að vakna á morgnana, jafnvel snemma, hérna yst á hjara veraldar. Það er að vísu ekkert í tísku að tala um þjóðir núna, en við gætum aldrei hangið hérna nema dálítill hópur. En það er skáldið á Gljúfrasteini sem hefur slegið taktinn með trumbunni sinni, læknað okkur með sögum, læknað sárin eftir allt þetta myrkur og hungur, áþján, gefið okkur máttinn aftur. Mátt til að búa okkur til mynd. Hann fann sér alltaf stað fyrir ut- an og í ellinni þegar hann var hætt- ur að skrifa fann hann sér líka stað fyrir utan. Alltaf svolltið fyrir utan, einsog íslenski einsetumaðurinn. En gleymdi aldrei kíkinum. Og við höf- um eignast litlar trommur því hann hefur vakið okkur, búið okkur til og við stígum fram á sviðið sem per- sónur með rödd og hreyfíngar; rödd úr eldgömlu myrkri og ókomnu Ijósi, hreyfingar úr hafi og fjalli, sem leikarar, dansarar, söngvarar, sagnamenn, fjallgöngumenn. Það er heilt leikhús sem sprettur upp. Við höfum heyrt þennan takt og töfrast. Þurfum við að losna undan oki bókmenntanna, skáldsagnanna, til að verða frjáls til að geta gengist þeim aftur á vald, því eftilvill er það kjarninn í okkur, og við verðum að hafa kjarna svo við splundrumst ekki. Galdurinn við ævintýrið er að losna úr álögum út úr ævintýrinu inn í galdurinn. Halldór Laxness var ekki bara maður, hann var töframaður. Hann var ekki bara pí- anóleikari, hann var trommuleikari. Hann var ekki bara skáld, hann lék skáld. Elísabet Jökulsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.