Morgunblaðið - 15.02.1998, Page 4

Morgunblaðið - 15.02.1998, Page 4
4 B SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ EG ER staddur á æfíngu hjá sumo-félagi Kitakyushu borgar og er að bíða eftir að kapparnir komi út í æfinga- tjaldið þar sem ég og fleiri útlend- ingar sitjum nær hver ofan á öðrum því hér er ekki gert ráð fyrir áhorf- endum. Það er tíundað fyrir okkur að við megum ekki fyrir nokkra muni stíga á upphækkaða moldar- gólfið sem æfingin á að fara fram á og eftir nokkrar tilfæringar tekst mér að böggla fætuma á mér saman og setjast niður en reyni að hugsa ekki um hvernig í ósköpunum ég á að fara að því að standa upp aftur þegar fætumir verða orðnir dofnir og tilfinningalausir. Lífshætta Ég get stoltur kallað mig sumo- aðdáanda enda em glímukeppnirnar eitt af uppáhaldssjónvarpsefni mínu. Keppnismótin, sem árlega em sex talsins, fara fram til skiptis í helstu stórborgum landsins og stendur hver keppni yfir í fimmtán daga þar sem keppt er í nokkmm styrkleikaflokkum. Veikasti flokkurinn hefur keppni klukkan 10 á morgnana en sterkari flokkar hefja keppni klukkan 3 eftir há- degi. Mig langar mikið, og ætla einhvemtíma í framtíð- inni, að komast til að sjá keppnina og mesta sportið væri þá að sitja fremst við keppnishringinn þótt það sé töluverð áhætta, já, það get- ur verið bókstaflega lífs- hættulegt. Lífshættulegt segi ég, þvi það kemur oftar fyrir en ekki að átökin í hringnum enda með því að keppendur endasendast út úr hringnum og lenda úti í áhorfendaskaranum og eins og menn vita em þessir menn ekki smáir heldur stórir og þungir, allt frá 90 kílóum upp í 270 kíló! Ég hef haft sérstaka ánægju af þvi að horfa á Konishki, sem er feitasti sumo-kappinn, reyndar sá þyngsti sem sögur fara af, um 270 kíló. Hann hætti keppni í lok síðasta árs og ætlar að snúa sér að þjálfun, enda var hann farinn að þjást af ýmsum krankleika sökum stærðar sinnar en að sögn er líklegt að hann grennist fljótt aftur og nái sér eftir að hann hættir að borða Chanko-súpuna í öll mál. Konishki nýtur mikilla vinsælda meðal almennings, enda alþýðlegur auk þess að vera fyrrverandi meist- ari og gerir sjónvarpið gjarnan stutta þætti um hann og hans dag- lega Mf. Hann komst í heimsfréttim- ar fyrir nokkmm árum þegar hann og þekkt leikkona hérlend, smávaxin og nett, gengu í hjónaband, nokkuð sem ekki er leyfilegt nema topp- glímumönnum, þótt ég hafi heyrt því fleygt að því hjónabandi sé nú lokið. Konishki er reyndai- ekki japanskur. Hann er einn af þremur útlending- um sem keppa í sumo í Japan en allir hafa þeir sett mikinn svip á íþrott- ina. Þeir em allir frá Hawaí og óhemju sigursælir. Vígalegir á velli Japönsk kona hefur farið stómm orðum við mig um mikilfengleika þess að sjá sumo-kappa augliti til augUtis. Ég var heldur ekki svikinn þegar þeir stigu ur fylgsnum sínum, þar sem þeir búa allir saman ásamt meistara sínum, og inn í tjaldið. Mis- stórir vom þeir en allir vígalegir á velli með hárið óaðfinnanlegt og gengu sperrtir. Og þá hófst upphitunin. Það er staðið gleitt, hnén eru bogin og svo er fótunum lyft upp til skiptis þannig að annar fóturinn myndi að minnsta kosti 90 gráðu hom við hinn. Skipst er á að telja í æfingamar og fljótlega fór svitinn að boga af þeim. Svona hituðu þeir upp næstu 20 mínútum- ar og þá tóku við ýmsar aðrar æfing- ar. A meðan þessu fór fram höfðu þrír hugrakkir ferðafélagar mínir tekið því kostaboði að taka þátt í æf- ingunni og undir lok upphitunarinn- ar stormuðu þeir inn á moldargólfíð í sumo-buxum sem skámst upp í rass- inn og fóm að hita upp líka. Þeir vöktu skiljanlega þó nokkra kæti hjá viðstöddum og fengu óspart klapp og í SUMO eru leyfðar um 70 tegundir af glímubrögðum. Morgunblaðið/Þóroddur væri loks sest að snæðingi sem stæði sleitulaust fram á kvöld! Auðvitað. Þessarar kjarnmiklu súpu fékk ég að neyta eftir að hafa fylgst með æf- ingunni og bragðaðist hún ekki ólíkt íslenskri kjötsúpu en munurinn er helst sá að í súpuna er sett fleira matarkyns en kjöt, kál og rófur, og ómögulegt er fyrir mig að telja upp hér hvað það var nákvæmlega, í það minnsta varð ég fljótt vel mettur. Eiginkona húsmeistarans hefur mikilvægu hlutverki að gegna því hún þarf að sjá um flest sem snýr að samskiptum kappanna við veröldina utan hússins og sér um að leysa úr vandamálum kappanna og lítur eftir þeim eins og móðir. Og það eru ekki einungis glímukappar og móður- og fóðurímynd þeirra sem búa í húsun- um, stundum búa sumo-dómarar, sérstakir sumo-hárgreiðslumenn, sem ekki veitii- af enda hárgreiðslan kapítuh út af fyrir sig, og fólk sem vinnur að kynn- ingu og öðrum hlutum i hús- unum. Kappamir sem ég sá voru eins og áður sagði frekar lágt settir í metorðastiga sumo, enda ungir að árum. Þeir klæðast allir brúnum, þykkum bómullarbuxum sem skerast upp í rassinn og um miðjuna myndast breitt belti sem notað er við glímutökin. Annars er margt í sam- bandi við sumo og hefðina í kringum íþróttina sem ekki verður farið nákvæmlega út í hér. Búningar af ýmsum tegundum gegna mildlvægu hlutverki og hafa ákveðna meiningu, fyrmefiid hár- greiðsla og búningur og lát- bragð dómarans í keppninni meðal annars. Það skal þó upplýst hér að hæsta stig sem sumo-kappi getur náð á ferlinum, ef hann er mjög sigursæll, er yokozuna, eða stórmeistari, en í dag em tveir yokozuna-kappar með- al keppanda í sumo, hinn 25 ára gamli, strákslegi Taka- nohana, sem er 185 cm á hæð og einungis 150 kíló og svo Akebono, hinn grimmi- legi, 28 ára kappi frá Hawaí en hann er hvorki meira né minna 204 cm á hæð og 234 kíló, þyngstur og stærstur glímukappa eftir að fyrmefndur Konishki lagði gMmu- skýluna á hilluna. Glímt á eldingarhraða Nú stendur yffr fyrsta keppni árs- ins í sumo og spá menn því að þessir tveir eigi eftir að láta að sér kveða enda báðir vel upp lagðir og til í tuskið. Akebono meiddist reyndar fyrir síðustu keppni og gat ekki tekið þátt, sér til mikillar mæðu. Hann er þó sagður hafa notað hvíldartímann vel til að ná sér af meiðslunum og til að grenna sig! Til þess fékk hann til sín sérstakan megrunarþjálfara sem aðstoðaði hann í sömu vandræðum fyrr á ferMnum og er kappinn nú mættur, ögn léttari á fæti og í enn betra formi en áður. Mér rennur alltaf kalt vatn milli skinns og hör- unds þegar ég sé Akebono í hringn- um og því kom það mér skemmtilega á óvart þegar ég sá hann í sjónvarp- inu um daginn gera að gamni sínu og var hann þá hinn vinalegasti. Áður en ég fór að fylgjast með sumo af einhverjum áhuga hélt ég satt að segja að menn þyrftu nú lítið að kunna, bara mæta í hringinn, vera nógu feitir þannig að erfitt væri að hreyfa mann úr stað og síðan ein- hvemveginn að ryðja andstæðingn- um út úr hringnum. Mér skjátlaðist með þetta eins og annað því í sumo eru leyfðar um 70 tegundir af gMmu- brögðum. í glímunni sjálfri er tak- markið það að fá andstæðinginn til að snerta gólfið með öðrum hluta lík- ama síns en fótunum eða fá hann til að stíga út úr hringnum. Þetta gerist allt á eldingarhraða, að meðaltali stendur hver glíma yfir í um 6 sek- úndur. Af japönskum íþróttum er sumo sú sem heillar mig mest, hún er að minnsta kosti fjörugri en japanskur hafnabolti sem þó nýtur hreint gríð- arlegra vinsælda í landinu. En það gerir sumo einnig og hefur það um- fram hafnaboltann að vera japönsk í húð og hár og umvafin dulúð og spennu. Þótt margir gætu sjálfsagt talið að ekki sé mjög heill- andi að horfa á svo feita, nær allsnakta, karla slást á moldar- gólfi þá er raunin önnur eins og Þóroddur Bjarnason komst að er hann komst í návígi við sumo-kappa nýlega og fékk auk þess að smakka hina bragð- og kaloríuríku chanko, ekta sumo- súpu, eftir á. hvatningarhróp þegar þeir í lok æf- ingarinnar stigu inn í keppnishring- inn til að spreyta sig á sumo-köppun- um. Æfingunni lauk síðan með teygjuæfingum og þar sýndi það sig að maður þarf ekki að vera léttur sem fis til að fara í spíkat því allir gerðu glímumennirnir það með tölu og fóru létt með. Það var ekki ómerkari maður en sjálfur Shikimori Hidegoro, marg- faldur sumo-meistari, sem stjórnaði æfingunni en hann er svokallaður húsmeistari og hefur séð um að ala MAÐUR þarf ekki að vera léttur sem fis til að fara í spfkat því allir gerðu glímumenuirnir það með tölu og fóru létt með. ÁHORFENDUR fengu að bragða á Chanko, kjarnmikilli súpu, eftir að hafa fylgst með æfingunni og bragðaðist ekki ólíkt fslenskri kjötsúpu. upp þá upprennandi sumo-kappa sem í tjaldinu voru en flestir eru þeir enn ungir að árum. Sjálfúr hóf Shikimori líf sitt sem sumo-glímu- kappi þegar hann var 13 ára gamall og á ferli sínum hefur hann glímt alls 1.891 sinni, sem er met, og af þess- um glímum vann hann 964 sem einnig er gamalt met sem nýlega var slegið. Þad er ekki einungis að fólk heillist af keppninni sem fram fer heldur líka af atgervi kappanna, hár- greiðslu, umstanginu í kringum leiðsögn húsmeistarans. Gott sam- band og traust er á milli húsmeistar- ans og lærisveina hans, sem hægt er að líkja við stöðu mannlegra sam- skipta í gömlu léns samfélagi. íslensk kjötsúpa Þeir sem eru lægri í metorðastig- anum þurfa að þjóna þeim sem eru hærra settir, með því til dæmis að elda ofaní þá chanko, sumo-súpu, sem er drjúgt verk, enda sagði mér einn félagi minn að eftir að hafa æft af kappi frá 6 á morgnana til hádegis Þeir eru stórir og feitir og boröa íslenska kjötsúpu keppnirnai-, viðhafnarsiðunum og síðast en ekki síst þeirri sögu sem íþróttin á í landinu. Hægt er að rekja sögu sumo- glímunnar aMt til þriðju aldar eftir Krist en í upphafi var sumo-glíman stunduð á trúarlegum grundveMi. Fyrstu keppnirnar voru eins konar trúarathöfn til að biðja guðina um góða uppskeru og var slegist jafn- hliða helgum dansi og leikrænum at- riðum. Árið 642 safnaði keisarinn til sín glímuköppum hvaðanæva úr landinu til að halda stóra sumo- keppni til að skemmta kóreöskum trúboðum. Eftir þetta voru slíkar stórkeppnir haldnar árlega undir stjórn keisarans og í kjölfarið hófu reglur að þróast og bardagatækni einnig þannig að fljótlega fór glíman að líkjast því sem hún er í dag. Allir glímukappar tilheyra ákveðnu húsi og æfa daglega undir > > > \ K > \ \ > > > > > > > \ > i 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.