Morgunblaðið - 15.02.1998, Page 6
6 B SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
• •
Orlaga-
dómur
Titanic
Titanic slysið er mönnum hugleikið þessa
dagana. Sveinn Guðjónsson litast um á
baksviði þessa hildarleiks og rifjar upp
sögusagnir og staðreyndir varðandi þetta
mesta og umdeildasta sjóslys sögunnar.
SUMARKVÖLD eitt árið
1907 sat Sir J. Bruce Is-
may, aðalforstjóri White
Star Line skipafélagsins,
kvöldverðarboð á glæsi-
legu heimili James Pirrie
lávarðar, Downshire House, við
Belgravia í London. Pirrie lávarður
var einn aðaleigandi Harland og
Wolff skipasmíðastöðvarinnar, sem
smíðaði öll skip White Star, og því
voru sameiginlegir hagsmunir þess-
ara manna augljósir. Þeir hagsmunir
fólust meðal annars í því hvemig
tryggja mætti White Star-félaginu yf-
irburðastöðu í farþegaflutningum yfir
Atlantshaf, en helsti keppinauturinn
á því sviði var Cunard Line skipafé-
lagið. Umræðuefnið þetta kvöld var
nýjasta útspil Cunard-félagsins, haf-
skipið Lusitania, 32.939 rúmlestir
brúttó, 240 metrar að lengd og tæp-
lega 27 metra breitt, sem talið var að
myndi slá nýtt hraðamet í jómírúr-
ferð sinni, en Lusitania átti að geta
náð 27,4 sjómílna hraða á klukku-
stund. Hraðametið á siglingaleiðinni
milli Englands og Ameríku átti syst>
urskip Lusitaniu, Mauretania, en það
hafði siglt þessa leið með 25 mílna
hraða árið 1907.
Talið er víst, að í áðurnefndu
kvöldverðarboði hafí fæðst sú hug-
mynd að smíða tvö risahafskip fyrir
White Star, hin stærstu sem siglt
hefðu á heimshöfunum, og hið þriðja
átti að fylgja í kjölfarið síðar. Höfuð-
áhersla skyldi lögð á lúxus og þæg-
indi, þótt ganghraði væri auðvitað
einnig mikilvægur, enda gerðu far-
þegar nú æ meiri kröfur um að vera
fljótir í förum yfir hafið. Skömmu
síðar var hugmyndin komin á teikni-
borðið.
Kjölur að fyrsta skipinu var lagð-
ur í árslok 1908 og var það Olympic,
systurskip Titanic. Það hóf siglingar
árið 1911 og sigldi um heimshöfin til
ársins 1935. Titanic var hleypt af
stokkunum í byrjun sumars 1911 í
Harland og Wolff skipasmíðastöð-
inni í Belfast á írlandi. Það var rúm-
lega 46 þúsund smálestir brúttó og
um 270 metra langt, tæplega 30
metrum lengra en Lusitania. Ein
túrbínuvél fyrir aðalskrúfu og tvær
fjögurra strokka gufuvélar fyrir hlið-
arskrúfur, samtals rúmlega 50 þús-
und hestöfl. Skipið átti að ná um 22
sjómílna hraða á klukkustund. Þriðja
systurskipið, Britannic, hóf siglingar
árið 1915 og tekið í þjónustu breska
sjóhersins sem sjúkraskip í fyrra
strfði, en ári síðar rakst það á þýskt
tundurdufl, að því er talið er, og
hlaut vota gröf, eins og systurskipið
fjórum árum áður.
Keppnin um Bláa bandið
Vegna útflytjendastraums til
Vesturheims margfólduðust sigling-
ar yfir Atlantshafið upp úr 1850.
Voldug skipafélög voru stofnuð til að
annast siglingarnar og varð sam-
keppni á þessum markaði afar hörð
og óvægin, samfara því sem skrúfu-
gufuskip stækkuðu og urðu sífellt
fullkomnari.
Hraðakeppnin, sem kennd var við
„Bláa bandið“, hófst um miðja 19. öld
með því að Cunard-skipafélagið aug-
lýsti að skip þess Acadia hefði sett
met á Atlantshafsleiðinni með 12,5
mflna meðalhraða. Skömmu síðar
lýsti bandaríska Collins-félagið því
yfir að skip þess, Pacific, hefði farið
leiðina með 13,2 mína meðalhraða.
Bresk og bandarísk skip skiptust
síðan á um að slá metið þar til Þjóð-
verjar skárust í leikinn undir aldar-
lok. Engar opinberar reglur voru um
þessa keppni, en smám saman var
henni mörkuð skeiðlengd milli
Wight-eyju við Suður-England til
Sandrifs við New York og methafar
máluðu bláa rönd í kringum skips-
skrokkinn.
Arið 1907 lauk Cunard-skipafélag-
ið við smíði tveggja 32 þúsund lesta
systurskipa, Mauretaniu og Lusit-
aniu, sem áður er getið og vann
Mauretania Bláa bandið af Þjóðverj-
um árið 1907, en síðan skiptust hún
og Lusitania á um að halda bandinu
þangað til Þjóðverjar sökktu Lusit-
aniu í fyrri heimsstyrjöldinni. Með
henni fórust tæplega 1.200 manns,
þar á meðal margir þekktir Banda-
ríkjamenn, og stuðlaði atburður
þessi mjög að því að Bandaríkja-
menn létu af hlutleysisstefnu sinni
og snerust á sveif með Bandamönn-
um í styrjöldinni.
Harðasti keppinautur Cunard-fé-
lagsins var White Star-félagið, eins
og áður segir, og það var því íyrst og
fremst þessi harða samkeppni,
ásamt miklum metnaði, sem leiddi
síðamefnda félagið út í smíði risa-
skipanna þriggja, sem þá vora lang
staerstu og glæsilegustu skip í heimi.
I mörgum heimildum er kappæð-
inu um Bláa bandið að hluta til kennt
um hvers vegna ekki var slegið af
ferð Titanic, eftir að það var komið
inn á hættusvæði út af Nýfundna-
landi þessa örlagaríku nótt í aprfl
1912. Varasamt er þó að slá nokkru
föstu í þeim efnum og raunar afar
ólíklegt að forsvarsmenn skipafé-
lagsins og stjórnendur Titanic hafi
gert sér nokkra von um að slá hraða-
metið, sem Mauretania hafði sett
1909 með 26,5 sjómflna meðalhraða á
þessari leið. Stærð Mauretaniu var
aðeins tveir þriðju af stærð Titanic,
en vélarorkan var 70 þúsund hestöfi.
Vélarorka Titanic var rúmlega 50
þúsund hestöfl, og hámarkshraði
þess með fullri hleðslu var um 21,5
mílur. Til að hnekkja hraðametinu
hefði vélarorka Titanic þurft að vera
a.m.k. 120 þúsund hestöfl. Þetta var
einfalt reikningsdæmi og öllum Ijóst
sem hlut áttu að máli, en engu að síð-
ur hafa menn, allt til þessa dags, klif-
að á því að í jómfrúrferðinni hafi Tit-
anic átt að vinna Bláa bandið. Hitt er
þó alveg Ijóst, að því hraðskreiðara
sem skipið myndi reynast í jómfrúr-
ferðinni, þeim mun betri auglýsing
fyrir White Star skipafélagið og því
afar mikilvægt fjárhagslegt atriði
fyrir útgerðina.
Stærsta og glæsilegasta skipið
Þegar Titanic lagði úr höfn í Sout-
hampton var straumiðan frá þessu
fljótandi bákni svo öflug að landfest-
ar nærliggjandi skips, New York,
slitnuðu, skipin tvö soguðust hvort
að öðru og engu munaði að þau
rækjust saman. Sumar heimildir
fullyrða að slitnir stálvírarnir hafi
kastast upp á bryggjuna og yfir
mannfjöldann, sem þar hafði safnast
saman til að horfa á Titanic leggja
frá, og hafi nokkrir látist, en aðrir
stórslasast. Þótti þetta að sjálfsögðu
illur fyrirboði.
Frásögn þessi er ef tfl vill dæmi-
gerð fyrir þær þjóðsagnakenndu
sögur og staðhæfingar, sem haldið
hefur verið á lofti um Titanic, allt til
okkar daga, sumar sannar, aðrar
hálfsannar, margar ýktar og enn
OMINNINGARKORT, sem
gefið var út vegna Titanic
slyssins, með myndum af E.J.
Smith skipstjóra og J.G.
Phillips loftskeytamanni.
ÞEGAR Titanic lagði úr
höfní Southampton var
straumiðan frá þessu fljötandi
bákni svo öflug að landfestar
nærliggjandi skips, New York,
slitnuðu, skipin tvö soguðust-
hvort að öðru og engu munaði
að þau rækjust saman.
TYRKNESKT bað, með
sérstakri nuddkonu, var
meðal þeirra þæginda sem boð-
ið var upp á um borð í Titanic.
aðrar ósannar. Verður sjálfsagt seint
unnt að greina á milli með fullri
vissu hvað rétt er eða rangt í þessum
efnum.
Víst er að áður en skipið lagði upp
í sína fyrstu og síðustu för mátti lesa
í heimsblöðunum hástemmdar lýs-
ingar um ágæti skipsins, stærð þess
og stöðugleika og viðkvæðið var
ávallt: „Skipið sem getur ekki sokk-
ið“, og þessu trúðu flestir. Forsvars-
menn White Star og skipstjórnar-
menn virðast einnig hafa trúað þessu
og ef til vill var það einmitt þessi of-
urtrú á „ósökkvanleika" skipsins
sem gerði það að verkum, að svo fór
sem fór í hinni örlagaríku jómfrúr-
siglingu. Hitt er engu að síður stað-
reynd, að þegar hinn reyndi skip-
stjóri Edward J. Smith stóð uppi í
brú á skipi sínu og horfði vítt yfír í
upphafi farar hafði hann undir fótum
sér stærsta, glæsilegasta og örugg-
asta skip, sem smíðað hafði verið til
þess dags.
Vatnshelda skilrúmakerfíð var það
sem athyglisverðast þótti við smíði
skipsins. Fimmtán þverskilrúm
skiptu skipinu stafna á milli í örygg-
isskyni. Botninn var tvöfaldur að
endilöngu og bilið á milli þeirra
næstum mannhæð. Þessu rúmi á
milli botnanna var skipt í 60 vatns-
þétt hólf. Járnhurðum á milli hólfa
var hægt að loka frá stjórnpalli, með
sérstöku þrýstikerfi. Þegar það hafði
verið gert átti skipinu ekki að vera
hætta búin þó að sjór kæmist í eitt
hólf eða nokkur til viðbótar. Á þessa
tíma mælikvarða markaði því smíði
Titanic tímamót hvað allt öryggi
snerti.
Þó var ekki allt sem sýndist í þess-
um efnum. Við smíði skipsins hafði
ekki að öllu leyti verið farið eftir nýj-
um reglum Lloyds tryggingafélags-
ins um skipasmíðar heldur farið eftir
löngu úreltum reglum frá 1885,
væntanlega í þeirri góðu trú að
gömlu reglurnar væru fullnægjandi.
Eru þessi mistök rakin til þrjósku og
óráðþægni skipaverkfræðinganna,
og gerð með vitund og vilja forsvars-
manna White Star skipafélagsins.
Fyrir bragðið voru skilrúm vatns-
þéttu hólfanna of veigalítil til að þola
þann þrýsting sem varð á þeim. Þar
við bættist að öryggishólfum frammi
í skipinu var ekki unnt að loka nema
í rúmlega hálfa hæð, vegna þess að
hitastokkar höfðu verið lagðir þar af
einhverjum óskiljanlegum ástæðum.
Getum hefur verið leitt að því að
stálið, sem skrokkur Titanic var
smíðað úr, hafi verið gallað. Það mun
að vísu hafa verið prófað eftir þeirra
tíma kúnstarinnar reglum, en á það
hefur verið bent, að sú prófun hafi
fai-ið fram við stofuhita, en ekki
reynt á eiginleika stálsins við slíkan
fimbulkulda, sem var í sjónum út af
Nýfundnalandi hina örlagaríku nótt.
í maíhefti National Geographic 1996
segir að rannsóknir á flaki Titanic á
hafsbotni hafi leitt í Ijós að stálið í
skipinu hafi verið til muna stökkara,
en það stál sem notað er nú á dögum